Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 8
Stefán F. 10.1. 1894 D. 28.12. 1974. Nótt eina fyrir æði mörgum árum bar mig að garði i höfuðstað Norður- lands, Akureyri. Kom með áætlunarbil vestan frá Lækjamóti i Viðidal og varð margt til tafar á leiðinni. Ekki vildi ég gera kunningjum minum ónæði að næturlagi og vakti þvi upp á Hótel Gullfossi, þar sem ég fékk inni það sem eftir lifði nætur. Morguninn eftir lagði ég leið mina i skrifstofur Kaupfé- lags Eyfirðinga, til fundar við menn þar, sem ég þurfti að hitta. Rakst ég þar fljótlega á frænda minn, Svein Bjarman. Er hann varð þess áskynja, að ég mundi verða viðloða i bæ og hér- aöi næstu daga, bauð hann mér að dvelja hjá sér, er ég væri i bænum. Það þáði ég með þökkum. Hafði áður gengið þar um garða og óviða kunnað jafnvel við mig utan heimilis en á Hamarsstignum hjá þeim Sveini og Guðbjörgu og þeirra mannvænlegu og kátu krökkum. Mér fannst ég ávallt vera þar sem einn af fjölskyldunni, enda áreiðanlega til þess ætlazt að ég liti svo á. Nokkrum kvöldum seinna kom ég framan úr Eyjafirði og hélt beint á Hamarsstiginn. Þar var þá fyrir mað- ur, er ég hafði að visu áður haft nokkr- ar spumir af, en aldrei séð. Það var bróðir Sveins, Stefán Bjarman. Sátu þeir bræður á tali fram á nótt og rifj- uðu upp æskuminningar úr Skagafirð- inum. Komu þar margir við sögu, ekki sizt Sveinn, móðurafi minn en föður- bróöir þeirra, en af honum kunnu þeir ótal sögur, sumar svo kostulegar, að flestir myndu telja þær skrök eitt, ef ekki lægju fyrir óyggjandi sannanir. Ég á þess ekki von, að annarsstaðar hafi verið hlegið meira og hjartan- legar á Islandi þetta kvöld en á Ham- arsstignum. Er Stefán kvaddi, bað hann mig að hitta sig, áður en ég færi heim, en hann bjó þá i Laxagötu, hjá þeim Þorsteini Magnússyni frá Gil- haga og önnu konu hans, foreldrum Indriöa G. rithöfundar. Seinasta degi minum á Akureyri, að þessu sinni, eyddi ég að mestu hjá Stefáni. Sótti að sönnu ekki sem bezt að. Stefán var eitthvað lasinn og lá i rúminu. Hann spurði margs, en sagði 8 Bj arinan mér þó miklu fleira. Mér duldist ekki, að hann hafði á stundum liðið djúpan, andlegan sársauka, en einnig átt ó- taldar hamingjustundir og var þakk- látur fyrir hvorttveggja. Mér var 1 jóst, að ég sat þarna á rúmstokknum hjá ó- venjulega heiðskyggnum og hleypi- dómalausum heimsborgara, sem þó var hjartagrónast sæbarið úthafssker noröur við heimskautsbaug og þjóðin, sem þar hjarir. Frú Anna vissi, að Stefán var rúm- fastur. Hun vissi einnig að hann hafði fengið heimsókn úr Skagafirðinum. Og skyndilega birtist hún i herberginu með rjúkandi hrossakjöt og kartöflur á heljarstóru fati, máltið sem nægja myndi heilli visitölufjölskyldu. Og þau voru ekki valin af verri endanum, þakkarorðin, sem Stefán færði hús- freyju. A þessum árum var i undirbúningi skólastofnun i Varmahlið. Stefán hafði mikinn áhuga á þvi máli. Hann taldi, að Skagfirðingar hefðu dregizt aftur úr ýmsum héruðum öðrum i skólamálum og undi þvi illa. Og hann gaf mér ótvi- rætt i skyn áhuga sinn á þvi að gerast kennari við þennan væntanlega skóla. ,,Það er ekki vist, að ég yfirgefi þá Skagafjörðinn aftur,” sagði hann, „þvi ég vil gjarna ljúka göngu minni á þeim slóöum, þar sem hún hófst.” En það varðekki af skólastofnun i Varmahlið að þvi sinni. Þess þurfti enn að biða i 30 ár. Nú er skólinn kominn, — en Stefán farinn. Þvi hef ég gerzt svo margorður um aðdragandann að kynnum minum við Stefán og fyrsta fund okkar, að þar hitti ég mann, sem ég siðan hef metið meira en flesta aðra og leitaði upp frá þvi samfunda við er færi gafst, sem raunar var alltof sjaldan. Stefán Bjarman var, eins og hér hef- ur raunar komið fram, Skagfirðingur, fæddur að Nautabúi i Lytingsstaða- hreppi, 10. jan., 1894. Foreldrar hans voru hjónin Arni Eiriksson Eiriksson- ar frá Skatastöðum og kona hans, Steinunn Jónsdöttir Sveinssonar prests á Mælifelli, Pálssonar læknis og náttúrufræðings. En Þórunn kona Sveins læknis var dó(®ir Bjarna Páls- sonar landlæknis en dótturdóttir Skúla fógeta, og eru þeir ættstofnar, sem hér hafa verið raktir, nokkuð blandaðir innbyrðis. Fjórða ættin, sem að Stefáni stóð, var hinsvegar hin nafn- kunna Reykjahliðarætt úr Þingeyj- arþingi. Stefán fluttist ungur með foreldrum sinum að Reykjum i Tungusveit og ólst þar upp. Um Reykjaheimilið léku straumar margþættrar menningar og græskulausrar glaðværðar, enda báru þau Reykjasystkin öll (en þau voru, auk Stefáns, Sveinn Bjarman, Jón, siðar bóndi á Viðivöllum i Blönduhlið, og Guðrún, kona Ingimundar Arna- sonar, söngstjóra á Akureyri) glögg merki þeirra uppeldisáhrifa. Ekki átti það fyrir Stefáni að liggja að ilendast á æskuslóöum. Hann fluttjst með for- eldrum sinum til Akureyrar, þar sem Árni gerðist bankagjaldkeri en Stefán lauk gagnfræðaprófi. Lá leið hans sið- an til Reykjavikur til náms i Mennta- skólanum. A Reykjavikurárum sinum bjó Stefán um hrið i Unuhúsi og gerðist mjög handgenginn húsráðendum þar og þeirri hirð skálda, rithöfunda og annarra listamanna, er tengdust þvi merkilega húsi. Heyrði ég Stefán segja, að hann teldi sér dvölina i Unu- húsi hvorttveggja i senn, ógleyman- lega og ómetanlega, og að engin skóla- ganga myndi hafa enzt sér né hentað betur. Það mun hafa verið um 1925, sem íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.