Tíminn - 15.07.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 15.07.1983, Qupperneq 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 15. júlí 1983 161. tölublað - 67. árgangur Fyrrverandi fasteignasali urskurðaður í 20 daga gæsluvarðhald: HANDTEKINN UM BORÐ í EDDII VID KDMUNA TIL ÞÝSKAIANDS Grunadur um að hafa haft fé af fólki með fjársvikum og blekkingum — Úrskurðaður gjaldþrota fyrirþremur mánuðum ■ Fyrrverandi fasfeignasali í Reykjavík var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær til 3. ágúst en hann er grunaður um stórfelld auðgunarbrot. Maðurinn var handtekinn um borð í MS Eddu þegar hún kom til Þýskalands nú um helgina og var fluttur til baka með skipinu. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra var fasteignasalinn úrskurðaður gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Þegar borgarfógeti fór yfir gögn sem vörðuðu gjaldþrotið vökn- uðu grunsemdir um að þar kynni að vera um stórfellt misferli að ræða. Borgarfógeti óskaði því eftir því við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn á ætluðu auðgunarbroti mannsins. Rannsóknin hófst síðan í byrjun júlí með gagnasöfnun og vitna- leiðslum. Á meðan þessu fór fram brá fasteignasalinn sér utan með MS Eddu. Þá var leitað eftir því að fá handtökuskipun dómara og að henni fenginni voru sendir tveir rannsóknarlögreglumenn til Þýskalands. Þar stigu þeir um borð í MS Eddu og handtóku manninn og komu með hann til íslands á miðvikudag með skip- inu' . Þá um kvöldið var hann yfirheyrður og í gær var hann leiddur fyrir sakadóm og úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn Þóris er maðurinn sakaður um að hafa keypt fast- eignir með lítilli útborgun og selt þær síðan með meiri útborgun auk þess sem hann mun hafa svikið samninga sem hann gerði. Samkvæmt gögnum sem liggja fyrir hefur maðurinn stofnað fjárhag margra einstaklinga í hættu með þessu atferli og haft af þeim fé með fjársvikum og blekkingum. - GSH. Innbrotsþjófurinn f Garðabæ gefur sig fram: HANDTEKINN ER GERVITENNURNAR PÖSSUÐU! ■ Ábending Tímans í gær um að þeir sem söknuðu efri tann- garðs gætu fengið að máta einn slíkan hjá lögrcglunni virðist hafa borið árangur. í gær gaf maður einn sig fram á skrif- stofu rannsóknarlögreglu ríkis- ins og fékk að máta góminn. Þegar hann passaði var mann- inum umsvifalaust komið bak við lás og slá. Maðurinn játaði síðan að hafa farið inn í hús í Garðabæ aðfaranótt mánudags og týnt gómnum þar. Lögreglan var þó áður komin á slóð mannsins því athugull nágranni hafði tekið eftir grunsamlegum bíl þama nálægt og náð númerinu scm reyndist síðan tilheyra manninum. Að sögn lögreglunnar bar maðurinn við yfirheyrslur að hann hefði verið í miklu upp- námi þessa nótt og þvælst þarna um hverfið þcgar hann kom að ólæstri hurð. Hann brá sér þar inn en þegar hann heyrði mannamál varð hann mjög hræddur og vissi ekki hvað hann gerði. Hann kvaðst þá hafa rekið upp öskur til að hræða fólkið og forðað sér síðan en þvertók fyrir það að hann hefði haft neitt iilt í hyggju. Maðurinn sagðist ekki hafa farið inn í húsið í auðgunar- skyni og stundar hann fulla atvinnu og er ekki á sakaskrá. Mun lögreglan ekki hafa til- hneigingu til að rengja það. ■ Sendiferðabfl var ekið á kyrrstæðan bíl á Kleppsvegi um kl. 19.00 í gær. Ökumaður sendibflsins klemmdist inni í bifreiðinni og þurfti að teygja á bflnum til að ná honum út. Maðurinn mun ekki vera alvarlega slasaður. Tímamynd: Sverrir. Lausn í sjónmáli á vanda Hraðfrystihúss Patreksfjarðar? Alvarlegt umferðarslys á mótum Ármúla og Slðumúla í gær: SJÖTUG KONA HLAUT SLÆM HÖFUÐMEIÐSL! ■ Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Ármúla og Síðu- múla í gær þegar ekið var á gangandi konu. Konan, scm er sjötug að aldri, var flutt á gjörgæsludeild með alvarleg höfuðmciðsl og gekk þar undir uppskurð í gær. Ekki var vitað nánar um Itðan konunnar í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru tildrög slyssins þau að konan gekk út á götuna í veg fyrir bíl sem var ekið austur Ármúla. Ökumaður bifrciðarinnar rcyndi að sveigja frá og hemla en bíllvnn lenti samt sem áður á konunni og cinnig á gröfu sem kom á móti. -GSH FRAMKVÆMDASTOFN- UN KANNAR MÁLIÐ ■ Við eygjum að minnsta kosti bráðabirgðalausn á vanda frysti- hússins en að svo stöddu get ég ekkert fullyrt um hvort eða hve- nær hún kemur,“ sagði Jón Kristinsson, forstjóri Hraðfrysti- hússins á Patreksfirði, þegar hann var spurður hvort frystihús- inu yrði lokað í dag, en eins og komið hefur fram í fréttum á húsið við gífurlegan rekstrar- vanda að etja. Starfsfólk hússins hefur ekki fengið greidd laun í tvær vikur og nema skuldir hússins vegna vangoldinna launa um 800 þús- undum. Sagðist Jón Kristinsson hafa verið í Reykjavík undan- farna daga til að leita fyrir- greiðslu með það fyrir augum að hægt yrði að greiða starfsfólkinu. Hann vildi ekkert segja um hvar hann hygðist frá aðstoð. Tómas Árnason, fram- kvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunar, sagði í samtali við Tímann, að vandamál hússins hefðu komið til kasta stofnunar- innar. „Það er verið að skoða þetta mál í stofnuninni en hvort lausn fæst þori ég ekkert að segja um að svo stöddu. Ég á von á að fá um þetta yfirlit á morgun og hvað gerist síðan veit ég ekki ennþá,“ sagði Tómas. Hann sagði ennfremur að mál- ið hefði ekki verið tekið fyrir á fundi stjórnar stofnunarinnar og fyrr en hún hefði fjallað um það væri ekki hægt að taka ákvörðun um lánveitingu. „Skuldir hússins eru gífurlegar og eigið fé tiltölu- lega lítið og meðan svo er verður alltaf erfitt að reka fyrirtæki í þeirri verðbólgu sem hér hefur verið,“ sagði Tómas. Jón Kristinsson sagði að lokið yrði við að vinna þann fisk sem nú er í húsinu á hádegi í dag. Ef ekki tækist að leysa málið fyrir þann tíma yrði því lokað að minnsta kosti í bili. Um 80 manns vinna í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. -Sjó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.