Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 5 fréttir KRISTMANN GUÐMUNDS- SON JARÐSUNGINN í MG ■ Kristmann Guðmundsson rithöf- undur verður borinn til moldar frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu í dag, en hann bjó í Hafnarfirði síðustu æviárin. Kristmann var nýorðinn 82 ára er hann andaðist. Hann var fæddur að Þverfelli í Lund- areykjadal 23. október 1901. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar skipstjóra í Reykjavík og Sigríðar Björnsdóttur. Hann ólst upp í skjóli afa síns og ömmu á Þverfelli meðan þeirra naut við, en eftir það var hann um hríð farandverka- maður og gekk að vinnu víða um land en varð að sætta sig við atvinnuleysi og sára fátækt. Hann naut lítillar skóla- göngu, en notaði tómstundir til sjálfs- náms eftir þvf sem færi gafst. Fulltíða gekk hann á Samvinnuskólann í Reykja- vík. Hann sýktist af berklum 14 ára gamall og átti erfitt með erfiðisvinnu eftir það. Auk þess var hann skáld, gaf út fyrstu ljóðabók sína, Rökkursöngva 1922, „og þá byrjaði nú frægðin, mér var öldungis ómögulegt að fá nokkra vinnu, þegar menn vissu að ég var skáld, - slíkan mann kærði enginn sig um, nei takk,“ sagði hann í samtali við Helgar- blað Tímans tæplega áttræður. 1924 fluttist hann til Noregs og átti þá vart meir af veraldlegum gæðum en farareyr- inn. „Það vantar nú bókstaflega allt í yður, sem á að halda einum manni á lífi," sagði læknir sem skoðaði hann við komuna til Noregs. í Noregi gekk Kristmann að þeirri vinnu sem bauðst, en tókst jafnframt að stunda nám við Lýðháskóla. Hann náði undrafljótt tökum á norskri tungu og eftir aðeins tveggja ára dyöl ytra gaf hann út fyrstu bók sína á norsku, smásagnasafnið Islands kjærlighet, sem fékk góðar viðtökur. Þar með var braut- in mörkuð og rak nú hver skáldsagan aðra, Brúðarkyrtillinn 1927, Ármann og Vildís 1928, Morgunn lífsins 1929, Sig- mar 1930, Ströndin blá 1931, Fjallið helga 1932, Hið fyrsta vor, ( Det förste vaar) 1933, Hvítar nætur (Hvide nætter) 1934, Börn jarðar 1935, Lampinn 1936, Gyðj- an og uxinn 1938, á íslensku 1937. Þessa bók nefndi höfundurinn síðar Gyðjan og nautið í endanlegri útgáfu. Þessar bækur skrifaði hann á norsku og hafa þær verið þýddar á íslensku af honum sjálfum eða öðrum. Sögur Kristmanns voru mikið lesnar í Noregi og hér heima og voru þýddar á fjölda tungumála. Hafa verk hans sennilega verið þýdd á fleiri tungu- mál en nokkurs annars íslensks rit- höfundar að Halldóri Laxness og Nonna undanskildum, en um þetta hefur undir- ritaður ekki nákvæmar upplýsingar. Fram til ársins 1939 dvaldist Kristmann lengst af í Oslo, en ferðaðist víða og dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn, Vín- arborg, og London við ritstörf og tungu- málanám. Árið 1929 fluttist Kristmann til íslands og settist að í Hveragerði, en þann stað hafa mörg skáld gist, má. þar nefna Jóhannes úr Kötlum, Gunnar Bene- diktsson og Kristján frá Djúpalæk. Um ástæðurnar fyrir heimkomunni og brott- flutningnum frá Noregi segir Kristmann í áðurnefndu viðtali að þar hafi ráðið bæði heimþrá, hann hafi aldrei ætlað sér að setjast að erlendis fyrir fullt og allt, og einnig hitt að stríðið var að skella á, og nasistar höfðu ekki á honum góðan bifur, hann hafði neitað að lesa verk sín upp og flytja fyrirlestra á vegum þeirra, en hann var andfasisti alla sína tíð. Heimkominn hélt Kristmann áfram rit- störfum, bæði þýðingum og skáldskap. Fyrsta skáldsaga hans, sem hann skrifaði á íslandi var Nátttröilið glottir sem kom út 1943, þá kom Félagi kona 1947, Þokan rauða I og II 1950-52, Höll Þyrnirósu, úrval smásagna 1952, Krist- mannskver, Ijóðasafn 1955, Ferðin til stjarnanna og Ævintýri í himingeimnum 1959, Völuskrín 1961, Torgið 1965, Skammdegi 1966, Tilhugahlíf 1968, Blábrá og fleiri sögur 1968, Smiðurinn mikli 1969, Sumar í Selavík 1971 og Brosið 1972, en það var síðasta skáld- saga hans. Hann samdi tvö leikrit sem flutt hafa verið í útvarp, Vikufrest og Gestinn. Þá skrifaði Kristmann ævisögu sína í fjórum bindum, sem komu út á árunum 1959-62. Almenna bókafélagið gaf út safnrit með verkum Kristmanns í 8 bindum 1978. Ennfremur skrifaði Kristmann Heimsbókmenntasögu í tveim bindum og mikið rit um garða- gróður, en hann telst til frumkvöðla í skrúðgarðarækt hérlendis. Þeim sem fjallað hafa um Kristmann í rituðu máli verður tíðrætt um óbilandi þrek hans og kjark gagnvart erfiðleikum, sem hann mætti ósjaldan um dagana, og það hversu frábitinn hann var því að láta stundarfrægð verða til þess að slaka á, setjast í helgan stein. Ástin skipaði mikinn sess í sögum hans, sjálfur hefur hann sagt, „ég notaði hana sem tákn hins æðra lífs, því að ég vissi að á þeim vettvangi einum getur fólk flest skynjað ofurlítið af dýrð Himinsins." Hann var mikill áhugamaður um trú og dulfræði, eins og skáldsaga hans, Smiðurinn mikli, ber með sér. I áðúr tilvitnuðu viðtali kveðst hann á miðjum aldri hafa sankað að sér bókum um þau fræði á þeim tungumálum sem hann skildi, en bætir við, „Ég get ekki sagt að ég hafi uppgjötvað neinn sérstakan boskap sem gera mætti langt mál af lyrir það, - ekki nema þann að vera góður við börn." í afmælisriti Tómasar Guðmundsson- ar áttræðs á Kristmann ljóð, sem hann sendi skáldbróður sínum og jafnaldra. sem borinn var til grafar degi fyrr en Kristmann. Ljóðið cr einnig að finna í Haustljóðum, síðustu Ijóðabók hans, sem hann gaf út áttræður. Hrörnar mín þöll, á þorpi hún stcndur, bliknar það lauf sem bar hún endur. Harma ég ei þótt hún hnígi til foldar, mjúkur er faðmur móðurfoldar. Kristmann Guðmundsson var tí- kvæntur. Sex dætur hans lifa föður sinn. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: „Meltuvinnsla á framtfd fyrir sér” ■ „Ég tel þetta vera mjög mikilvægt mál,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra er Tíminn spurði hann álits á því sem kom fram í blaðinu fyrr í vikunni, varðandi möguleika þá sem meltuvinnsla um borð í togurum getur gefið. „Þetta mál er nú reyndar ekki nýtt af nálinni,1' sagði Halldór, „því sjávarút- vegsráðuneytið og Fiskimálasjóður veitti styrk á sínum tíma til þess að tilrauna- vinnsla um borð í Kambaröst frá Stöðv- arfirði gæti farið fram. Útbúnaður sá sem notaður er, er þannig að hann gæti hentað um borð í flestum togurunum, en þó er það nú svo, að það er einnig mikilvægt að geta tekið nýjustu lifrina, til dæmis lifur úr fiski sem veiðist síðustu þrjá dagana í hverri veiðiferð, til niður- suðu því það er verulega verðmikil afurð og eftirsótt, og við getum selt miklu meira af henni, heldur en við höfum getað skaffað, eða allt að tuttugu sinnum meira magn“. Halldór sagði jafnframt að þegar það væri orðið Ijóst að meltuvinnsla um borð í togurum gæti gengið með góðum árangri, þá væri næsta öruggt að flestir myndu vilja taka upp þessa vinnslu. Hann sagði að líklegt væri að togveiðar í framtíðinni yrðu háðar leyfum og um það væri rætt að binda það í veiðileyfi að veiðiskipin yrðu að koma með allan afla að landi. Slíkt gæti að sjálfsögðu ekki gerst í einu vetfangi, heldur yrði það að hafa ákveðinn aðdraganda. „Við ræddum það strax í sumar við stjórnendur Fiskveiðasjóðs, að við í sjávarútvegsráðuneytinu værum þeirrar skoðunar að það bæri að beina fjárfest- ingu í skipunum að bættri meðferð afla um borð og í það að gera meira verðmæti úr þeim afla sem veiddist. Fiskveiðasjóð- ur hefur þau mál nú til athugunar,“ sagði Halldór. Sjávarútvegsráðherra sagði að það ætti einungis við um stærri skipin að hentugt væri að koma meltúvinnslutækj- um fyrir um borð, slíkt ætti ekki við um minni bátana. Þýðingar mikið væri að meltuvinnslu væri komið upp á sjávar- plássum, enda ætti meltuvinnsla sér þegar stað á sumum stöðum, svo sem Höfn í Hornafirði og Borgarfirði eystra. Nú þegar væru því mörg dæmi þess að verið væri að framleiða verðmæti úr þessum úrgangi, en enn væri alltof mikið um að honum væri hent. „Ég tel að meltuvinnsla eigi mikla framtíð fyrir sér, í einhverjum mæli, en ■ í samráði við hjartasérfræðinga Landspítalans hafa Landssamtök hjarta- sjúklinga nú formlega tekið að sér að afla fjár til kaupa á hinu bráðnauðsyn- lega hjartasónartæki fyrir Landspítalann sem nú er í tímabundnu láni frá Banda- ríkjunum. Kostnaður er áætlaður um fjórar milljónir króna með öllum að- flutningsgjöldum. auðvitað er markaðurinn takmarkaður. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sem mestri lifur að landi til niðursuðu," sagði Halldór. Öll fjárframlög til samtakanna eru því ákaflega vel þegin, og er allra vinsamleg- ast vænst, að tekið verði vel á móti sendiboðum samtakanna sem munu heimsækja fyrirtæki víða um land næstu daga í þessu tilefni. Þá má minna á að gíró reikningsnúmer samtakanna er -AB Landssamtök hjarta- sjúklinga safna fé til h jarta sónartækis LOÐNUBATARNIR FENGU SEXTÁN ÞÚSUND TONN Á EINUM SÖLARHRING ■ „Þeir voru búnir að fá um 16 þúsund tonn á einum sólarhring þeg- ar hann rauk upp með stóran norðan garð og bátarnir urðu að leita lands. Það verður að teljast sæmileg veiði að minnsta kosti miðað við það sem verið hefur í haust,“ sagði Andrés Finnbogason, hjá Loðnunefnd, þeg- ar hann var inntur frétta af loðnu- veiði. Andrés sagði að búið væri að tilkynna um eða yfir 40 þúsund tonna afla til nefndarinnar. Bátarnir heföu undanfarna daga haldið sig um 50 sjómílur norð-austur af Horni. Þar virtist vcra talsvert að loðnu, en hún væri dreifð og erfitt að ná henni þannig að það tæki bátana nokkum tíma að fylla sig. Til dæmis hefði aðeins einn bátur af 35 verið með fullfermi í fyrrakvöld þegar veðrið fór að versna, Grindvtkingur. með 950 tonn. -Sjó. Félagsmála- ráðherra skip- ar starfshóp: KANNAR ÁHRIF TÆKNI Á AT- VINNUVEGINA ■ Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að framkvæma könnun á áhrifum nýrrar tækni á fslenska atvinnuvegi í næstu framtíð. Er stefnt að því að kanna hver séu líkleg áhrif þcirrar nýju tækni sem nú ryður sér til rúms, á mannaflaþróun á vinnu- markaði, framleiðni og samkeppnis- hæfni núverandi atvinnuvcga, svo og á stefnu og viðgang nýrra atvinnu- greina. Skipun þessarar nefndar kcmur í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinn- ar um að könnun á þessum málum færi fram, og eftir að hafa kannað undirtektir launþega hefur félags- málaráðherra nú skipað starfshóp- inn. Hann skipa: Ingvar Ásmunds- son, skólastjóri, formaður, Haukur Helgason og Hilmar Jónsson, fyrir launbcga, Magnús Gústafsson og Þorsteinn Geirsson fyrir atvinnurek- endur og Gylfi Kristinsson, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu verður ritari starfshópsins. -AB Forsætis- rádherra: Heimsækir Koivisto á sextugs- afmælinu ■ Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra fór í morgun áleiðis til Helsing- fors, þar sem hann mun flytja Mauno Koivisto forseta Finnlands árnaðaróskir ríkisstjórnaríslands.og íslensku þjóðar- innar í tilefni af sextugsafmæli hans. Þaðan mun forsætisráðherra halda til Stokkhólms, þar sem hann mun sitja fund forsætisráðherra Norðurlanda og sameiginlega fundi með samstarfsráð- herrum Norðurlanda og forsætisnefnd Norðurlandaráðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.