Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Við upphaf byggðar í Úthlíð,um eða skömmu eftir 900,var byggt þar stórt hofsem enn sést móta fyrir. Ætla má að Geir goði, sem kemur við sögu í Njálu, hafi verið síðasti heiðni bóndinn á jörðinni, en hann lést skömmu fyrir árið 1000. Hann hafði þá ásamt Gissuri hvíta staðið að vígi Gunnars á Hlíðarenda. Þarna gátu höfðingjar Mosfellinga ekki vikist undan hefndarskyldunni, en aðrar skyldur eru nú í fyrirrúmi sem betur fer. Talið er að ábúendur í Úthlíð hafi verið búnir að taka kristna trú nokkru fyrir kristnitökuna á Þing- völlum, en ekki er vitað hvenær fyrst reis þar kirkja. Talið er að hún hafi alla tíð staðið í kirkjugarðinum við landnámsbæinn. Skammt utan við kirkjugarðinn, nákvæmlega á gamla bæjarstæðinu, er hin nýja kirkja byggð. Úthlíð komst snemma í eigu bisk- upsstólsins í Skálholti, en þegar hann lagðist af voru stólsjarðir seld- ar og um 1800 komst jörðin í einka- eign auðugrar biskupsfrúar. Víst má telja að torfkirkja hafi verið frá upp- hafi í Úthlíð, en þau tímamót urðu árið 1861 að Þorsteinn Þorsteinsson, sem þá rak ræktunar- og bún- aðarskóla í Úthlíð, reisti timb- urkirkju. „Timburkirkjan stóð til ársins 1935,“ segir Björn, „eða í rúm sjötíu ár. Það var nokkurn veginn ending- artími þessara gömlu timburkirkna. Þær voru óvarðar gegn vætu, bæði þak og veggir úr timbri, og eftir ákveðinn árafjölda var suðurhliðin orðin morkin af fúa.“ „Það stóð til að endurbyggja kirkjuna,“ segir Björn ennfremur. „Árið 1946 var efnt til happdrættis til fjáröflunar handa kirkjunni og vinningurinn var glæsilegur gæð- ingur sem Björn Erlendsson, lengi bóndi í Skálholti, vann. Þeir fjár- munir sem söfnuðust urðu nálega að engu í mikilli gengisfellingu fáum ár- um síðar. Þar á ofan stórhækkaði allt erlent byggingarefni. Það varð því ekkert úr byggingunni. En breyttir tímar voru framundan; vegir urðu betri og Skálholtskirkja var byggð 1956. Eftir það fóru allar stærri at- hafnir fram þar en kirkjurnar í Bræðratungu, Haukadal og Torfa- stöðum voru þá mun minna notaðar. Svo fór að Úthlíðarsókn var lögð nið- ur; það gerðist þó ekki fyrr en 1966 og frá því kirkjan fauk var messað í stofunni í Úthlíð Margvíslegt notagildi Eftir að þessi forna kirkjujörð hefur verið án kirkju í nær 71 ár, má telja að bygging og vígsla hinnar nýju kirkju marki tímamót á staðnum. „Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, vígir kirkjuna,“ segir Björn, og nefnir að fjórir prestar verði viðstaddir. Kirkjan tekur um 120 manns í sæti og því er fjölda boðsgesta við vígsluna þau takmörk sett. „Ég vonast til að sjá sveitunga mína þar og velunnara staðarins,“ segir Björn. En kirkjan er ekki sóknarkirkja, heldur bændakirkja í einkaeign. Björn gerir ráð fyrir að þar verði messuhald, kannski mánaðarlega, og gestaprestar þá fengnir til að sjá um messuhaldið. „Kirkjan verður notuð við ýmis tilefni, til skírna, gift- inga, ferminga og bænahalds. Ekki er henni síður ætlað að vera alhliða menningarhús og þar verður að öll- um líkindum efnt til tónleika. Menn telja að kirkjan verði gott tónleika- hús og að hljómburður sé góður. Í veggklæðningum er tommuþykk eik og svo er síberísk fura í loftinu; sér- valinn viður,“ segir Björn. En hvernig kom það til að bóndi, sem þá var að verða sjötugur, lagðist í það heljarmikla átak að reisa kirkju á jörð sinni. Björn segir: „Ég var alltaf fylgjandi því að söfnuður- inn byggði kirkju í Úthlíð, en um það náðist aldrei samstaða. Eftir að ég hóf hér uppbyggingarstarf í ferða- þjónustu, með stórri frístundabyggð með hitaveitu og vegum, sundlaug, verslun, golfvelli og útleigu á bústöð- um, sá ég að svo fjölsóttur staður þarf að hafa kirkju, eins og margt annað. Ferðamenn, svo og þeir sem dvelja í sínum bústöðum, vilja gjarn- an koma í kirkju og eiga þar góða stund. Hér eru tæplega tvö hundruð bústaðir og því geta verið á svæðinu um þúsund manns. Alltaf er eitthvað að gerast þar sem fólk þarf að kom- ast í kirkju. Ég hef líka orðið var við að fólkið sem á hér frístundabústaði er mjög jákvætt gagnvart þessu framtaki og hlakkar til að fá þetta góða hús,“ segir Björn. Úthlíð er stærsta jörð á Suður- landi og þótti frábær fjárjörð áður fyrr, en nú er þar fjárlaust eftir nið- urskurð síðastliðið haust. Jö erfið vegna stærðarinnar, e leg breyting hefur orðið me hefðbundinn landbúnaður e ekki lengur. Fram á miðja s öld var áhersla lögð á vetrar hlíðunum efra, sem voru og vaxnar birkiskógi. Eftir að v arbeit lagðist af og einnig n sauðfé er með öllu horfið, m verulega framför á gróðri. G legt er að Björn hefur verið ill bóndi. „Ég þurfti að sjá fyrir stó skyldu“, segir Björn. „Ég á konu og við áttum fjögur bö öllum hefur vegnað vel. Það fyrir hvern og einn á meðan að koma barnahópi upp. Þe Ágústa, konan mín, nálguðu tugsaldurinn, fórum við stu tala um hversu gaman það v enda okkar farsæla ævistar byggja kirkju.“ Björn fer með þekktan ví eftir Bólu-Hjálmar: „Þú fly um eins og ég/ allra seinast Þú ferð ekki með neinn auð héðan. Birni finnst greinileg þess koma að umkringja sig legum auðæfum í ellinni. „Síðan gerðist það að kon dó nokkuð skyndilega úr he Ný kirkja ví Bræðurnir Gísli, Jón og Bj Úthlíðarkirkja, Gísli Sigurðsson hannaði. Nýstárlegir litir og efn Á sunnudag verður vígð ný kirkja í Úthlíð í Biskupstungum. Veg og vanda af bygging- unni hefur Björn Sig- urðsson, ferðaþjón- ustubóndi í Úthlíð, en Gísli Sigurðsson, bróð- ir hans, hefur hannað kirkjuna og málað altaristöfluna. Bergur Ebbi Benediktsson blaðamaður og Ragn- ar Axelsson ljósmynd- ari brugðu sér austur að Úthlíð þar sem spjallað var við bræð- urna um sögu staðar- ins, hönnun og bygg- ingu kirkjunnar, altaristöfluna, svo og vígslu kirkjunnar. TOLLAR OG MATARVERÐ Alþýðusamband Íslands sendifrá sér yfirlýsingu í byrjunvikunnar, um að ekki væri lengur eftir neinu að bíða að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvör- um. ASÍ benti réttilega á að ekki gengur vel í viðræðum á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, um lækkun tolla og afnám við- skiptahindrana. Framkvæmdastjóri WTO, Pascal Lamy, ræddi um „kreppu“ í viðræðunum eftir samn- ingafund um síðustu helgi. Alþýðusambandið leggur til að farin verði sú leið að taka ákveðin skref í lækkun tolla á kjöti, mjólk- urvörum, eggjum og útiræktuðu grænmeti. Í staðinn yrðu beinar greiðslur til búa hækkaðar. „Bænd- ur og landsbyggðarfólk gætu notað slíkar greiðslur til að hefja nú þegar aðlögun að breyttum aðstæðum í at- vinnumálum. Neytendur fengju hins vegar aukið val um hvaða matvæli þeir legðu sér til munns, gæði þeirra og verð,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Morgunblaðið tekur undir þetta sjónarmið Alþýðusambandsins og jafnframt þá skoðun Neytendasam- takanna, sem þau lýstu í vikunni, að jafnframt því að lækka tolla eigi að hætta að bjóða út tollkvóta. Slíkt út- boð hækkar vöruverð og býður upp á þann möguleika að framleiðendur innlendrar vöru bjóði í tollkvóta og hafi þannig áhrif á verð innlendrar vöru sjálfum sér í hag – jafnvel án þess að þurfa að flytja inn kvótann, sem þeir kaupa. Það þarf ekki að bíða eftir nið- urstöðu á vettvangi WTO með að lækka innflutningstolla á landbún- aðarvörum. Allir hljóta að sjá hversu óheilbrigt slíkt fyrirkomulag er. Með því er innlend framleiðsla vernduð fyrir eðlilegri samkeppni og neytendur greiða hærra verð en þeir þurfa. Fordæmin eru vissulega til fyrir því að taka einhliða ákvarðanir af þessu tagi. Útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur eru t.d. eitt af því, sem nú er tekizt hart um á vettvangi WTO. Þær voru aflagðar hér á landi fyrir allnokkrum árum. Vegna þess að það var ekkert vit í þeim. Ekki frekar en tollunum og engin ástæða til að bíða eftir niðurstöðu WTO. Við eigum ekki að bíða til eilífðarnóns eftir niðurstöðu í samningum ríkja, sem eru með vitlausari stefnu í utan- ríkisviðskiptum en Ísland. Bændasamtökin kveinka sér und- an þessum umræðum og telja skuld- inni skellt á bændur að ósekju, eins og fram kom í tilkynningu frá þeim í fyrradag. Það er rétt, sem samtökin segja, að tollar á landbúnaðarvörum eru ekki eina ástæðan fyrir háu verðlagi á mat á Íslandi. Það er rétt hjá bændum að það þarf t.d. að skoða rækilega af hverju fiskur er svona dýr á Íslandi. Það þarf að skoða hvers vegna ávextir og græn- meti, sem ekki ber tolla, er engu að síður dýrast á Íslandi. Há vörugjöld og virðisaukaskattur hækka augljós- lega matarverð hér miðað við það sem gerist í nágrannaríkjum okkar. Og það fer varla á milli mála að skortur á samkeppni á matvöru- markaði hefur áhrif á verðlag. Allt þetta er til skoðunar í mat- arverðsnefnd forsætisráðherra, sem skilar væntanlega af sér innan skamms. En ekkert af þessu breytir því, að tollverndin er augljós ástæða fyrir háu matarverði á Íslandi, þótt hún sé langt í frá eina ástæðan. Og þessa ástæðu er auðvelt og einfalt að fjarlægja og ekki eftir neinu að bíða. VAXTAHÆKKANIR HAFA ÁHRIF Ljóst er af viðbrögðum ýmissa að-ila við vaxtahækkunum Seðla- bankans að þær eru byrjaðar að hafa áhrif, þótt menn greini augljóslega á um það hvers konar áhrif. Þannig segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það lítur ekki út fyrir annað en að Seðlabankinn ætli sér að framkalla harða lendingu í hagkerfinu.“ Og Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir: „… þær forsendur, sem liggja til grundvallar því, sem menn eru al- mennt að hugsa í atvinnulífinu virð- ast ekki ná inn fyrir veggi Seðlabank- ans. Þetta er athyglisvert í ljósi þess, að Seðlabankinn hefur verið að berja á bönkunum um að gæta sín í útlánum og bankarnir hafa verið að draga úr útlánum til íbúða- og byggingafram- kvæmda og það er eins og Seðlabank- inn geri ráð fyrir því að bankarnir hlusti ekkert á það, sem hann segir.“ Skiptar skoðanir voru hjá greining- ardeildum bankanna um vaxtahækk- un Seðlabankans. Greiningardeild Landsbankans taldi hana rétta. Hjá Glitni var talið að frekari hækkanir væru ekki heppilegar en greiningar- deild Kaupþings banka telur óheppi- legt að aðalþungi vaxtahækkana komi svo seint eða undir lok uppsveiflu. Af þessum viðbrögðum má draga þá ályktun, að vaxtahækkanir Seðla- bankans eru byrjaðar að bíta. Yfir- leitt hefur Seðlabankinn verið gagn- rýndur fyrir að fara of hægt. Nú liggur bankinn skyndilega undir gagnrýni fyrir að ganga of langt. Er hann að því? Það kemur í ljós í fyr- irsjáanlegri framtíð. En óneitanlega munu margir velta því fyrir sér, hvort hér gæti áhrifa hins nýja Seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar, sem er ekki þekktur fyrir að sitja aðgerðarlaus. En hvað efni málsins varðar er ljóst að það getur verið auðveldara að draga úr aðgerð- um reynist þær of harðar en herða á aðgerðum, sem reynast vera of veik- ar. Auðvitað er erfitt að stilla þetta ná- kvæmlega af. Hitt fer ekki á milli mála, að sam- eiginlegar aðgerðir ríkisstjórnar, að- ila vinnumarkaðar, bankanna og ann- arra eru að byrja að hafa áhrif á að draga úr þenslu og vonandi gengur það eftir að með þessum aðgerðum takist að slá á verðbólguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.