Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 16
JÓRDANSKUR sölumaður raðar upp gínum með litríkar höfuðslæður í miðborg Amman, höfuðborg Jórdaníu, viku áður en skólastarf hefst af fullu í landinu. Eins og sjá má hafa framleiðendur þeirra gert þær fjölbreyttar úr garði. Reuters Kynnir slæður fyrir skólann 16 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur áhyggjur af því hve hægt miðar í Írak og gremst hversu lítils stuðnings bandaríski herinn virðist njóta þar, að því er fram kom í frétt dagblaðsins The New York Times í gær. Var þetta haft eftir fólki sem sat fund með forsetanum í varn- armálaráðuneytinu á mánudag. Ráða mátti af spurningum hans til sérfræðinga á fundinum að hann væri ekki viss um hversu áhrifa- mikill íraski forsætisráðherrann, Nuri Kamal al-Maliki, væri, að sögn fundargesta sem bentu á að Bush hefði ekki sagt álit sitt á hon- um. „Mér fannst ég skynja gremju með hversu þróunin hefur almennt gengið hægt í Írak – að við höldum áfram að missa hermenn okkar þar og þróunin heldur áfram að grafa undan fjárlögum okkar,“ sagði einn fundargesta og bætti því við að forsetinn vildi að Írakar tækju meira þátt í uppbyggingunni. Bush lét einnig í ljós gremju yfir því að íraska þjóðin kynni ekki að meta þær fórnir sem Bandaríkja- menn hefðu fært fyrir hana, og lýsti þar undrun yfir stórri göngu gegn Bandaríkjunum og til stuðn- ings Hizbollah-samtökunum í Líb- anon, í Bagdad á dögunum. „Ég held að hann hafi ekki kunnað að meta að tíu þúsund sjítar fari út á götur til að mótmæla Bandaríkjun- um,“ sagði annar fundargesta. Bandaríski háskólaprófessorinn Carole O’Leary, sem viðstödd var fundinn, sagði að Bush hefði látið í ljós þá skoðun að íraska ríkis- stjórnin, sem sjítar fara fyrir, ætti að sýna opinberlega þakklæti til Bandaríkjamanna á sama hátt og þeir gerðu á einkafundum. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fundinn en The New York Times segir að ráðherrar Bush í málefn- um sem snerta stríð og utanað- komandi sérfræðingar hefðu verið viðstaddir. Sagður hafa áhyggjur af litlum framförum í Írak AP Bush heldur á hundunum sínum tveimur, ungfrú Beazley og Barney, út úr forsetaflugvélinni, nálægt Washington í vikunni. Seoul. AFP. | Talið er að um 54.700 manns hafi látið lífið eða sé saknað og 2,5 milljónir manna séu heim- ilislausar í Norður-Kóreu eftir flóð þar í síðasta mánuði. Þetta segja sjálfstæð mannúðarsamtök sem starfa í landinu. Talan hefur ekki fengist staðfest annars staðar en yfirvöld viður- kenndu í júlí að hundruð manna hefðu farist. Samtökin, sem heita Good Friends, eru hins vegar virt og hafa áður gefið traustar upplýsing- ar. Stór ræktunarsvæði og heilu þorpin eru talin hafa skolast burtu í vatnsveðrinu og er óttast að viðvar- andi matarskortur í landinu kunni að versna. Samtökin segja að tjónið sé „verstu flóðaskemmdir í sögu Norður-Kóreu“. Þá segja þau að 231 brú hafi skolast burtu í vatnselgn- um. Fyrir nokkrum vikum höfðu samtökin sagst telja að a.m.k. 10.000 manns hefðu farist í flóðunum. Alvarleg hungursneyð varð í land- inu um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eftir mikil flóð og er talið að tvær milljónir íbúa hafi látið lífið þá. Nú tíu árum síðar er enn matar- skortur í landinu og þarf þjóðin að treysta á matargjafir erlendis frá. Síðan hungursneyðin varð fyrir tíu árum hefur einn þriðji landsmanna lifað á mat sem fenginn er frá Mat- vælahjálp Sameinuðu þjóðanna, WFP, en í fyrra ákváðu stjórnvöld að hætta að þiggja þá aðstoð. Samtök segja 55.000 hafa farist í flóðum Tókýó. AP, AFP. | Stjórnvöld í Japan mótmæltu í gær skotárás rússnesks varðskips á japanskan fiskibát á umdeildu hafsvæði. Japanskur sjó- maður lést af sárum sínum eftir árásina sem var gerð nálægt eyjum sem Japanar og Rússar hafa deilt um frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Er þetta fyrsta dauðsfallið, sem rakið er til deilunnar, frá því í október 1956. Rússneska landhelgisgæslan sagði að sjómaðurinn hefði dáið af völdum skotsárs á höfði. Á yfir höfði sér ákæru Rússneskir embættismenn sögðu að sjómaðurinn hefði verið staðinn að ólöglegum krabbaveiðum innan landhelgi Rússlands. Þrír aðrir sjó- menn voru handteknir. Stjórnvöld í Japan kröfðust þess að Rússar skiluðu bátnum og létu sjómennina lausa. Rússneskir emb- ættismenn sögðu hins vegar að skipstjórinn ætti yfir höfði sér ákæru fyrir landhelgisbrot. Utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, kallaði sendiherra Rússlands á sinn fund til að mótmæla árásinni. Hermt er að sendiherrann hafi kraf- ist þess að japanskir sjómenn hættu öllum veiðum á hafsvæðinu um- deilda við fjórar eyjar sem nefndar eru Kúrileyjar í Rússlandi en Norð- ursvæðin í Japan. Segja tilboðið ófullnægjandi Sovéski herinn lagði eyjarnar undir sig á síðustu dögum heims- styrjaldarinnar síðari. Deilan hefur komið í veg fyrir að ríkin tvö und- irriti friðarsamning til að binda formlega enda á heimsstyrjöldina. Rússar hafa boðist til þess að afsala sér tveimur eyjanna en Japanar segja tilboðið ófullnægjandi. Rússneska landhelgisgæslan gerði alls 30 japanska fiskibáta upp- tæka og handtók 210 sjómenn á haf- svæðinu á árunum 1994 til 2005. Sjö japanskir sjómenn særðust í skot- árásum rússneskra varðskipa á þessum tíma. Mótmæla skotárás rússnesks varðskips .            !  " # !   $ % &'  %#'!  " (&  )! * %!(+, -$(!+, .%! !+ , /( ( ,  ,# #     /,  0  )!  0   ) (  #'!    ." !, ")!* 4 !  . )1 .5). .2)  ) .(  .(  .# .* .)  ( . 1 ( 6 /( . .$' .*. 1 . . )1.  .# ).1(7(.2 .).2   *% 6 / !8 ).. 1* .  2 .  *  .# 9 2 5  .  MAÐUR gengur framhjá styttu af teiknimyndahetjunni Ofurmenninu, eða Súperman, fyrir framan Andreas Wendt-listasafnið í Berlín. Styttan er hluti af verki þýska listamannsins Marcus Wittmer en í „blöðrunni“ fyrir aftan styttuna stendur: „Hetjur eiga líka sína slæmu daga.“ Reuters Eiga líka slæma daga Stelur hjólum en skilur eftir hund Sydney. AFP. | Ástralska lög- reglan varar mótorhjóla- eigendur við bíræfnum þjófi sem fær að prófa mótorhjól og skilur hund eftir sem tryggingu en kemur aldrei til baka. Lögregla í vesturhluta landsins segir að maðurinn hafi stolið tveimur dýrum hjólum sem auglýst höfðu ver- ið til sölu í dagblaði. Mætti hann á staðinn með hund sem hann skildi eftir hjá eiganda hjólsins sem tryggingu á með- an hann prófaði hjólið. Eig- endur hjólanna sáu hvorki manninn né hjólin sín aftur og sátu uppi með hundinn. Báðir hundarnir eru nú í skýli fyrir óskiladýr og verða svæfðir ef enginn vitjar þeirra, að sögn lögreglu. Brasilíu. AP. | Alfredo Stroessner, sem var einræðisherra í Paragvæ í 35 ár, lést í útlegð í Brasilíu í gær, 93 ára að aldri. Dánarmeinið var lungnabólga. Stroessner var steypt af stóli fyrir sautján árum og bjó eftir það í nær algerri einangrun í Brasilíu- borg. Stroessner tók völdin í sínar hendur í valdaráni árið 1954 og stjórnaði Paragvæ til 3. febrúar 1989. Hann hafði þá verið við völd lengur en nokkur annar þjóð- höfðingi á vesturhveli jarðar á þeim tíma. Andstæðingar Stroessners og mann- réttindasamtök sökuðu hann um að kúga vinstrisinnaða andófsmenn og bandamenn hans voru sakaðir um spill- ingu. Margir íbúa Paragvæ leggja enn fæð á hann og forseti landsins, Nicanor Duarte, sagði á dögunum að engin áform væru um að heiðra minningu hans eftir dauða hans. Stroessner fallinn frá Alfredo Stroessner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.