Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Brenndist illa á heitu vatni í sturtu  Sextugur öryrki hlaut djúp annars og þriðja stigs brunasár á 20% lík- amans þegar hann fékk yfir sig allt að 80 stiga heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í Hátúni 10B. » Forsíða Leit í Mjólkursamsölunni  Samkeppniseftirlitið sótti í gær gögn í húsakynni Mjólkursamsöl- unnar og tengdra félaga. Forstjóri eftirlitsins segir gagnaöflun miða að því að ganga úr skugga um hvort þessir aðilar hafi misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína. » 6 Blóðtappi vegna pillu  Forstjóri Lyfjastofnunar segir blóðtappa vera þekkta aukaverkun af inntöku getnaðarvarnarpillu. Dæmi eru um að ungar konur bæði hér- og erlendis hafi fengið blóðtappa sem líklega megi rekja til inntöku þeirra á pillunni. » 4 Ingibjörg vill til Palestínu  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra stefnir að því að heim- sækja Palestínu. Hún vill athuga hvernig Íslendingar geti unnið betur að málefnum svæðisins. » 8 Aflýsa vopnahléi  Talið er að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, sé að skipuleggja ný til- ræði á Spáni. Samtökin sögðust í gær ætla að binda enda á vopnahlé sem þau lýstu yfir fyrir 15 mánuðum. » 18 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Sápa fram yfir stjórnm. Staksteinar: Barnaskapur Forystugreinar: Millileið? | Skyn- semin er eitt og fíknin annað UMRÆÐAN» Opið bréf til íbúa í Vogum Vankantar á „ofbeldisáætluninni“ Að vinna vinnuna sína Vestmannaeyjagöngin 3  %9&' - &* % :   ! &&1&$&   2 2  25   5 25  2 2 2   5 , ;8 '    2 2 2  2  5 <=>>0?@ 'AB?>@4:'CD4< ;040<0<=>>0?@ <E4';&;?F40 4=?';&;?F40 'G4';&;?F40 '6@''41&H?04;@ I0C04';A&IB4 '<? B6?0 :B4:@'6*'@A0>0 Heitast 14 °C | Kaldast 8 °C SA- og S 5–13 m/s. Rigning eða súld sv- og v-lands, nokkuð bjart N- og A. » 10 Benedikt Erlingsson verður ekkert leiður á að leika í Mr. Skallagrímsson, þrátt fyrir yfir 100 sýningar. » 42 LEIKLIST» Yfir 100 sýningar KVIKMYNDIR» The Last Mimzy fjallar um gáfuð börn. » 49 Skemmtistaðurinn Grand rokk er vett- vangur húðflúrhátíð- ar sem haldin verður hátíðleg um næstu helgi. » 47 MYNDLIST» Húðflúrhá- tíð haldin FÓLK» Mun Mike Tyson leika í bíómynd? » 44 TÓNLIST» Hljómsveitin Hraun gefur út nýja plötu. » 42 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fékk blóðtappa vegna Yasmin 2. Að breytast í dýr sem vill deyja 3. Húsleit hjá MS og félögum 4. Smyglaði vegna fíkniefnaskuldar? HINN 18 ára gamli bardagaíþrótta- kappi Gunnar Nelson gekkst undir vægast sagt erfiða þraut í brasilísku jiu jitsu þegar hann var látinn berj- ast við 23 andstæðinga um helgina. Var um að ræða hæfnispróf til að hljóta gráðu í íþróttinni, þ.e. fjólu- blátt belti. Er Gunnar annar Íslend- ingurinn til að fá beltið. Prófið fór fram með svokallaðri „járnmennaæfingu“ en hún fer þannig fram að próftakinn er látinn glíma við óþreytta menn, hvern á fætur öðrum og glímdi Gunnar sleitulaust í rúmar 50 mínútur við andstæðinga sína. Gunnar sigraði fyrstu 18 en fór þá að þreytast. Próf- dómarinn Matt Thornton, sem er þekktur bardagaíþróttamaður, sagð- ist aldrei hafa séð jafngóða frammi- stöðu í járnmennaæfingu. Jiu jitsu er ákveðið afbrigði af júdó en með færri reglum og al- mennt frjálslegra í sniðum að sögn Gunnars, sem hefur iðkað íþróttina í 18 mánuði. Hann var áður í karate og náði sér í brúna beltið í þeirri íþrótt. Gunnar æfir og kennir jiu jitsu hjá Mjölni í Reykjavík og æfa um 50 manns hjá félaginu. „Jiu jitsu er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Gunnar. „Það sem höfðar mest til mín er hvað íþróttin er lifandi. Þarna er ekki um að ræða staðlaðar og fyrir fram ákveðnar hreyfingar heldur glíma menn uns annar gefst upp.“ Í prófinu vann Gunnar ófáa and- stæðinga sína á bragði sem hann notar oft, svokallaðri þríhyrnings- kyrkingu, en slíku bragði er hægt að verjast með ákveðnum hætti. Gunn- ar segist þó sóknarmaður í jiu jitsu en grípur hins vegar til varna ef and- stæðingurinn er af sterkara taginu. Glímdi við 23 menn Gunnar Nelson, 18 ára, í frámunalega erfiðri járnmennaæfingu í brasilísku jiu jitsu og náði fjólubláa beltinu eftir sleitulausa glímu við óþreytta andstæðinga Í BRASILÍSKU jiu jitsu er gráðun afar ströng, sér- staklega þegar komið er yfir blátt belti. Aðeins eru fjögur raunveruleg belti í íþróttinni fyrir utan hvíta byrjendabeltið; blátt, fjólublátt, brúnt og loks svart. Áður en Gunnar Nelson fékk fjólubláa beltið voru fleiri iðkendur gráðaðir af prófdómara og fengu blátt belti, þau Auður Olga Skúladóttir, Sólveig Sigurð- ardóttir, Silja Baldursdóttir og Ingþór Örn Valdimars- son. Þess má geta að Auður fékk einnig tvær rendur á sitt belti og Sólveig eina. Það voru bardagaíþróttameistararnir Matt Thornton og Karl Transwell sem höfðu umsjón með gráðuninni í sérstökum æfingabúðum hjá íþróttafélaginu um síð- ustu helgi. Í jiu jitsu klæðast iðkendur júdóbúningum sem eru þykkir og þola mikil tök og hnoð, ólíkt þunnum karate- búningum. Nokkuð er um að konur stundi jiu jitsu og heldur Mjölnir úti heimasíðunni mjolnir.is þar sem sjá má ljós- myndir af konum jafnt sem körlum í hressilegum glímutökum af allskyns gerðum að ógleymdum æfing- um með bjöllulóðum. Ströng skilyrði fyrir að fá gráðu í jiu jitsu HÖCHSTER Schlossfest-menningarhátíðin, sem haldin verður í Frankfurt í Þýskalandi dagana 9. júní til 9. júlí næstkomandi, er tileinkuð íslenskri menningu að þessu sinni en yfirskrift hátíðar- innar er Halló Reykjavík! Hátíðin hefur farið fram í meira en 50 ár en Reykjavíkurborg er sér- stakur gestur hennar að þessu sinni. Það er listakonan Rúrí sem ríður á vaðið með gjörningi á laugardaginn kemur en meðal ann- arra listamanna, sem koma fram á hátíðinni eru Stuðmenn og Tómas R. Einarsson og djass- kvartett hans. Þá munu rithöfundarnir Viktor Arnar Ingólfsson og Auður Jónsdóttir standa fyrir Laxnessvöku. Loks verður Friðrik Þór Friðriksson sérstakur gestur á hátíðinni, en hann mun sýna kvikmynd sína Börn náttúrunnar sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 1992. | 46 Íslensk menning til Þýskalands ÓVENJU mikið er um tónlistar- og menning- arhátíðir um þessar mundir, og um helgina hefj- ast og verða í gangi að minnsta kosti sex hátíð- ir: Bjartir dagar í Hafnarfirði standa nú yfir, nútímatónlistarhátíðin frum verður haldin á Kjarvalsstöðum, Bjartar sumarnætur í Hvera- gerði, ÍsNord í Borgarfirði og Menningarhátíð á Seltjarnarnesi, auk þess sem þá hefst árleg sumartónleikaröð í Hallgrímskirkju, Sumarkvöld við orgelið. Þá eru nokkrar hátíðir nýafstaðnar, þar á meðal AIM-hátíðin á Akureyri og Hammond- hátíð á Djúpavogi. Enn er skammt í tvær hátíð- ir: tónlistarhátíðina Rökkurlopa, sem hefst í næstu viku, og Díónýsíu, sem hefst á sunnudag, er yfir 40 listamenn frá ýmsum þjóðlöndum hefja hringferð um landið og dvelja í tíu daga á mismunandi stöðum við listiðkun með heima- mönnum. Tónlistarhátíðirnar hafa í æ ríkari mæli mót- að sér eigið svipmót og sérkenni. Á ÍsNord- hátíðinni er til dæmis alltaf áhersla á norræna tónlist, og að þessu sinni leikhústónlist sér- staklega. Þættir úr Skugga-Sveini og Fjalla- Eyvindi verðar sýndir í gíg Grábrókar með við- eigandi tónlistarflutningi á sunnudag. Á Björt- um sumarnóttum er jafnan áhersla á rómantíska kammertónlist, en frum er hátíð samtímatónlistar og verður á Kjarvalsstöðum. Menningarsumarið hefst því af fullum þunga um helgina.|19 Hátíðamet um helgina Skugga-Sveinn og Fjalla-Eyvindur í Grábrókargíg Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.