Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Bein-teinsson fæddist í Reykjavík 8. októ- ber 1911. Hann andaðist 2. maí 2008 á Droplaug- arstöðum í Reykja- vík. Foreldrar Ólafs voru þau Beinteinn Thorla- cius Bjarnason, fæddur í Kálfa- tjarnarsókn, Gull. 26.2. 1884 d. 7.12. 1917 og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 5.11.1884, d. 28.11. 1974. Auk Ólafs átt þau Ingibjörg og Beinteinn dæturnar Sigríði, f. 1913 og lifir bróður sinn og Guð- rúnu, f. 1915, látin 1999. Ólafur kvæntist 7.4. 1945 Sigurveigu Hjaltested óperusöngkonu, f. 10.6. 1923 og bjuggu þau fyrstu árin í Fagranesi við Elliðavatn Kópavogi. Árið 1959 fluttu þau til Reykjavíkur og áttu heimili þar upp frá því, síðast í Hvassaleiti 58. Undanfarið rúmt ár hafa þau dvalist á Droplaugarstöðum þar sem Ólafur naut góðs atlætis þar til yfir lauk. Þeim hjónum Ólafi Beinteinssyni og Sigurveigu Hjaltested varð fjögurra barna auðið en þau eru:1) Lárus, f. 7.9. aðeins Soffía, f. 1911, eftirlifandi. Eftir að Ólafur upp úr fermingu flutti aftur til Ingibjargar móður sinnar og systra í Reykjavík vann hann ýmis störf tengd verslun og þjónustu og verslunarstörf urðu hans aðalstarf til margra ára en síðustu starfsárin vann Ólafur við útfararþjónustu í Fossvogskap- ellu og naut sín vel þar. Ólafur Beinteinsson var félagi í Odd- fellowreglunni og annaðist til margra ára orgelleik í stúku sinni Þorkeli Mána. Tónlistin var líka ríkur þáttur í lífi hans alla tíð. Þeir uppeldisbræður Svein- björn Þorsteinsson og hann voru meðal þeirra fyrstu hérlendis sem upp úr 1930 og fram yfir lýð- veldisárið 1944 ferðuðust um með gítara og sungu vinsæl lög þeirra tíma. Ólafur var einnig meðlimur í ýmsum sönghópum eins og t.d. Blástakkatríóinu og Kling klang og söng á árunum 1958–́60 með Tryggva Tryggvasyni og félögum í Ríkisútvarpinu. Ólafur var stoð og stytta eiginkonu sinnar Sig- urveigar Hjaltested við upphaf farsæls óperusöngferils hennar og studdi hana með ráðum og dáð í tónlistinni alla tíð. Ólafur Bein- teinsson lifði langa og heilla- drjúga ævi, sem hann var almætt- inu þakklátur fyrir. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 19. maí, kl. 13. 1945, maki Kristín Jónsdóttir, f. 1958. 2) Ólafur Beinteinn, f. 23.9. 1946, maki Dagný Elíasdóttir, f. 1949. 3) Emilía, f. 5.6. 1948, maki Bjarni Bjarnason, f. 1948. 4) Ingibjörg, f. 24.5. 1952, var gift Hrafni Þórðarsyni, f. 1953. Barnabörn Ólafs heitins og Sig- urveigar eru 13 og barnabarnabörnin 16. Fyrstu sex ár æv- innar ólst Ólafur upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum en þá féll Beinteinn faðir hans frá langt um aldur fram. Ólafi var þá komið í fóstur að Hurðarbaki í Reykholts- dal til heiðurshjónanna Þorsteins Bjarnasonar og Guðrúnar Svein- bjarnardóttur sem reyndist hon- um sem besta móðir. Börn þeirra Hurðarbakshjóna, Borghildur, Soffía, Bjarni og Sveinbjörn, urðu sem hans önnur systkini. Er óhætt að segja, að úr því sem komið var hafi Ólafur ekki getað öðlast betra æskuheimili, og órofa tryggðarband hefur alla tíð haldist milli fjölskyldu hans og Hurðarbaksfólksins en af fóstursystkinunum þaðan er nú Hjartkæri eiginmaður og faðir okkar. Að leiðarlokum viljum við þakka þér samverustundirnar á langri og góðri ævi. Þú varst vak- andi og sofandi yfir velferð okkar alla tíð og alltaf reiðubúinn til þess að rétta okkur hjálparhönd, ef á þurfti að halda. Það fengu líka afa- börnin og langafabörnin að reyna. Þú varst yndislegur við okkur öll. Allt það góða sem þú innrættir okk- ur og hjartahlýjan sem þú hafðir að geyma hefur reynst okkur gott veganesti. Þú varst góður og ástríkur eig- inmaður í löngu farsælu hjónabandi og stundirnar okkar saman ekki síst á æskuheimilinu í Fagranesi við El- liðavatn eru geymdar í minningunni og afmælisljóðinu sem ort var um þig. Hvar fannstu föður betri en Fagranesi í. Já okkar æskusetri, við aldrei gleymum því. Hann okkur bar á háhest og hélt í litla hönd. Og brosmildur hann kunni best að byggja fögur lönd. Að kvöldkoddunum okkar þú komst með Drottins bæn. Þá horfðu litlir hnokkar í augu hrein og væn. Við sofnuðum og svifum um sæludraumasveit. Frá þínum góðu hughrifum í hamingjunnar reit. (Ól.B. Ól.) Við kveðjum þig með söknuði í þeirri trú að þú njótir hvíldar og friðar. Eiginkona Sigurveig Hjaltested og börnin, Lárus, Ólafur, Em- ilía og Ingibjörg. Kæri tengdapabbi. Það eru ekkert nema hlýjar og góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít yfir þau rúm- lega 40 ár sem liðin eru frá fyrstu kynnum okkar. Ég var sjálfsagt eins og margar ungar stúlkur eft- irvæntingarfull þegar sonur þinn, Ólafur, kynnti mig fyrir þér og tengdamömmu. Þið tókuð mér strax opnum örmum og alltaf reyndist þú mér einstaklega vel. Við áttum líka ýmislegt sameiginlegt og náðum því vel saman. Ég hafði alist upp við söng á mínu æskuheimili og fann strax og ég heyrði þig spila á gít- arinn og syngja hversu mikill yf- irburðamaður þú varst í tónlistinni. Það var líka sérstök upplifun fyrir mitt fólk að fá slíkan söngfugl í fjöl- skylduboðin að ég tali nú ekki um það, þegar þið tengdamamma slóg- uð á létta strengi saman og sunguð Víólettu eða önnur góð lög raddað og oftar en ekki með þínum útsetn- ingum og tilheyrandi látbragði. Með árunum varð vinátta okkar dýpri og innilegri og aldrei kom ég til þín á Droplaugarstaði án þess, að þú segðir eitthvað hlýlegt og fallegt við mig. Það er eftirsjá að öðlingi eins og þér en svona er lífið og tilveran og auðveldara að sætta sig við orðinn hlut þegar maður getur yljað sér við kærar minningar. Ég kveð þig með þakklæti í hjarta elsku tengdapabbi minn. Megir þú hvíla í friði. Þín tengdadóttir, Dagný Elíasdóttir. Það er með söknuði að ég kveð tengdaföður minn, en jafnframt létti að hann fékk að fara án þess að þjást lengi enda alltaf verið hraust- ur bæði á sál og líkama. Fyrir mér hefur hann alltaf verið einstakur maður sem heiður var að fá að kynnast og ánægja að umgangast. Hann var þannig af manni gerður að það var sjálfgefið að þykja vænt um hann. Ljúfmenni, hlýr, kurteis, umhyggjusamur, hógvær en jafn- framt hrókur alls fagnaðar, barn- góður, skapgóður, samviskusamur og duglegur til vinnu. Ólafur gekk ekki menntaveginn, fékk ekki tækifæri til þess að ganga í skóla. Heimilisaðstæður leyfðu það ekki eins og algengt var á þeim tíma. Hans skóli var skóli lífsins. Móðir hans, þá ekkja, þurfti af illri nauðsyn að senda hann sem barn að Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þar naut hann góðrar umönnunar hjá frændfólki sínu þar til um fermingu að hann flutti aftur til móður sinnar. Hann vandist því ungur að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Var sendill á unglingsárum en vann síðan stærsta hluta starfsævi sinnar við verslun- arstörf þar sem þjónustulund hans, fáguð framkoma og gott skap kom sér vel. Hann var alls staðar vel lið- inn af viðskiptavinum, samstarfs- mönnum og vinnuveitendum. Hann lauk starfsferli sínum 74 ára gamall sem starfsmaður útfaraþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur þar sem virðuleiki hans fékk að njóta sín. Fjölskyldan var honum allt. Hann var eiginkonu sinni stoð og stytta á hennar glæsilega söngferli. Fagra- nes á Vatnsenda var þeirra griða- staður. Ólafur byggði húsið að miklu leyti sjálfur með hjálp góðra manna. Þar ólust börn Ólafs og Sig- urveigar upp. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur varð Fagra- nesið þeirra sumarbústaður. Ólafi leið aldrei betur en í vinnugalla sín- um í Fagranesi. Ólafur var fyrst og fremst góður eiginmaður, fjöl- skyldufaðir og afi. Hann gaf sér alltaf tíma til að sinna barnabörnum sínum sem dýrkuðu hann. Lék við þau, söng fyrir þau og skemmti þeim á sinn sérstaka hátt. Tónlistin var honum í blóð borin. Hann lék á gítar og píanó af fingr- um fram. Kunni fjöldann allan af lögum og textum. Var í vinsælum sönghópum, kom opinberlega fram og tónar hans og rödd fengu að njóta sín á öldum ljósvakans. Það var oft glatt á hjalla á heimili tengdaforeldra minna þar sem söngurinn réð ríkjum. Það eru ógleymanlegar stundir. Ólafur er einn mætasti maður sem ég hef þekkt. Manngerð eins og hann er ekki á hverju strái. Fáguð framkoma, umburðarlyndi, tillit- semi og jafnaðargeð en þó ekki skapleysi. Hann var sjentilmaður sem gaf mikið af sér. Ég vil kveðja tengdaföður minn með eftirfarandi erindi sem er í hans anda. Þurrkaðu kinnar þess sem grætur, þvoðu kaun hins særða manns, sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höfundur ókunnur.) Guð styrki Sigurveigu tengda- móður mína og fjölskyldu. Hvíl í friði, kæri vinur. Bjarni Bjarnason. Elsku hjartans afi minn. Það er komið að kveðjustund, og söknuður- inn er mikill. Það er svo sárt að kveðja þig í hinsta sinn en ég veit að þú ert nú á fögrum stað og floginn á vit nýrra og spennandi ævintýra. Það var ansi erfitt að sjá þig bund- inn í hjólastól síðustu ævidagana, manninn sem áður var hlaupandi út um allar trissur. En þú varst samt alltaf svo glaður og jákvæður og slóst á létta strengi, eins og þér ein- um var lagið. Það var alltaf einstök gleði og ánægja að vera í kringum þig og heimsækja þig og ömmu. Þú gafst þér alltaf svo góðan tíma fyrir okkur barnabörnin þín. Spilaðir við okkur á spil eða lékst á píanóið og söngst eða bara spjallaðir. Þú varst einstaklega barngóður og þolinmóð- ur maður og leystir öll mál af ein- stakri yfirvegun, ró og skynsemi. Minningarnar úr Fagranesinu eru líka góðar og margar. Það voru ófá partíin þar sem þú dróst upp gítarinn og spilaðir og söngst með henni ömmu. Þið voruð svo yndisleg saman, syngjandi glöð og kát, svíf- andi um í draumaheimi. Þetta eru ógleymanlegar stundir. Það er líka ómetanlegt hvað þið amma studduð mig alltaf vel í mínu tónlistarnámi og söngferli. Þið stóðuð alltaf þétt við bakið á mér, hvöttuð mig áfram með ráð og dáð og voruð mætt fremst í flokki þegar ég var að troða upp. Betri ömmu og afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég er mjög þakklát fyrir stund- irnar sem við áttum saman elsku afi minn á Droplaugarstöðum, en þar eyddirðu síðustu mánuðum ævi þinnar. Ég reyndi að heimsækja þig eins oft og ég gat og þú varst alltaf svo ánægður að sjá mig. Þú mundir alltaf eftir Ingibjörgu Aldísi söng- stjörnunni þinni, og spurðir alltaf hvernig gengi nú í Þýskalandi. Stundum sátum við og spiluðum og stundum sungum við saman með pabba við píanóið. Þá voru ófáar gleðistundir er við sátum úti í garði og nutum veðurblíðunnar í ró og næði. Ég er líka mjög þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig vel síðasta kvöldið þitt. Það var af þér dregið en þú horfðir samt beint í augu mín, og þekktir mig svo vel og greini- lega.Við Elías bróðir sátum hjá þér fyrir stuttu og héldum að þú værir sofandi. En þú heyrðir greinilega allt og sagðir skyndilega: „Mann- gerðirnar eru misjafnar“.Og það er hárrétt. Þú komst svo oft með svona eina góða setningu sem hitti beint í mark. Þetta kvöld var hugsunin svo skýr hjá þér og þú þekktir okkur Elías, spurðir frétta og spjallaðir við okkur. Við Elías töluðum svo um það hvað það var gott að hitta svona vel á þig, því þú varst alveg vakandi og með skýra hugsun. Já afi minn, manngerðirnar eru misjafnar og þú sjálfur gull af manni. Þú varst ein- stakur maður, mikill gleðigjafi og sáttur við lífið og tilveruna enda bú- inn að lifa langa og farsæla ævi. Ég kveð þig með miklum söknuði, en ég veit að þú ert nú á góðum stað, frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég mun syngja fyrir þig í hinsta sinn á mánudaginn, og ég veit að þú átt eftir að fylgjast vel með og hlusta með bros á vör. Bless, bless, elsku afi minn, sofðu rótt. Þín sonardóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir. Afi var alltaf ungur í anda. Það var því mjög erfitt að horfa á hann þegar honum fór að hraka síðustu ár. En undir lokin var óskin heitust að hann fengi hvíldina og því eru til- finningar manns blendnar af sorg, söknuði og gleði. Hann var tilbúinn að fara yfir móðuna miklu og skildi sáttur við lífið. Afi Óli var eins og afar eiga að vera. Hann var fullur af lífi og fjöri og vildi allt fyrir okkur krakkana gera. Hann spilaði á spil við okkur, fór með okkur í ísbíltúr, tók lagið með okkur þar sem hann söng af mikilli innlifun og spilaði undir á gítar eða píanó, gantaðist og lék við okkur. Hann fagnaði manni alltaf þegar maður kom í heimsókn. Það var ýmist kallað: „Nei, er þetta ekki Ollastroll“ eða sungið: „Ólafía hvar er Vigga“ og átti ég þá að svara: „Hún fór upp í sveit að elta gamla geit.“ Þessu fylgdi svo þéttingsfast handaband og koss. Ég hafði mjög gaman af því þegar afi kastaði á mig fyrriparti og vildi að ég botnaði. Það var sama hve kjánalegur minn botn var, hann hrósaði mér alltaf og hafði gaman af kveðskap okkar. Fagranes var paradís fyrir krakka. Þar var hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum eins og veiða, tína ber og fara á skauta. Mér er ofarlega í huga þegar afi fór með okkur krakkana á skíðasleða á vet- urna. Hann þeyttist með okkur af fullum krafti um Elliðavatn án þess að blása úr nös, þá á áttræðisaldri. Oft þegar maður kom í Fagranesið stóð afi úti á túni og sló með orfi og ljá og það var ekki lítið landsvæðið sem hann sló og rakaði. Þetta gerði hann þegar hann var vel við aldur og honum fannst þetta sko ekki mikið mál. Þegar afi gaf okkur krökkunum að borða fengum við oftast sérrétt- inn hans, sem var samloka. Hún samanstóð af tvennslags brauð- sneiðum, ýmist rúgbrauði, fransk- brauði eða maltbrauði, fór eftir því hvað var til. Á milli var svo sett smjör og hnausþykk ostsneið. Með þessu fylgdi svo bolli af heitu vatni með mjólk og sykri. Ekki var verra þegar maður fékk svo að dýfa syk- urmola ofan í kaffið hans eða einn „hóstabrjóstsykur“, sem var Opal hálsbrjóstsykur, í eftirrétt. Ég kveð þig elsku afi minn með ást og söknuði og vil þakka þér fyrir að vera besti afi sem hægt er að eiga. Ég læt í lokin fylgja erindi úr lagi sem þú söngst svo oft. Ég vona að þú takir undir með mér af sömu gleði og innlifun og þú gerðir alltaf. Það var einu sinni kerling og hún hét Pál- ína, Pálína–na–na, Pála–Pála–Pálína. Það eina sem hún átti var saumamaskína, maskína–na–na, sauma–saumamaskína. (Höfundar: Gunnar Ásgeirsson og Sveinn Björnsson) Ólafía Bjarnadóttir. Þá hefur hann afi minn kvatt þessa jarðvist, sáttur við Guð og menn. Afi var trúaður maður, sem trúði á sitt himnaríki, og kveið því ekki brottför. Hann náði þeim háa aldri að verða 96 ára og var því löngu reiðubúinn að kveðja. Ég á margar góðar minningar um afa minn. Hann var ljúfur og góður afi, sem kunni að gera ævintýri úr hversdagslegum hlutum. Þannig urðu trjálundirnir á Klambratúni að ævintýraskógum, hver steinn varð að álfasteini og vatnstankarnir í Öskjuhlíð urðu hýbýli dverga. Þeg- ar afi fór með okkur barnabörnin í göngutúra var ávallt heilsað upp á stytturnar á Klambratúni og þar var styttan af Einari Ben. í sérstöku uppáhaldi. Afi gat hlegið sig mátt- lausan yfir teiknimyndum af Tomma og Jenna og svo var erfitt að fá hann til að lesa Andrésblöðin, því hann grét svo af hlátri að lítið varð um lestur. Á kvöldin var auð- velt að fara að hátta, ef von var á frumsömdum sögum frá afa. Þær snerust um tvo ánamaðka, sem lentu alltaf í þvílíkum svaðilförum, en komust samt að lokum heim til mömmu sinnar, heilir á húfi. Eftir söguna fórum við síðan alltaf með bænir. Afi minn var mikill söng- maður. Hann var því gjarnan mætt- ur með gítarinn í barnaafmælin og spilaði ýmsar barnavísur með leik- rænum tilþrifum. Þannig varð tófan á grjóti farin að urra og mamma hans Gutta grét fögrum tárum. Það var ekki til það barn sem ekki hreifst af honum afa mínum. Fagranes á Vatnsenda skipar stóran sess í minningum um hann afa minn. Fagranesið hafði afi byggt sjálfur og eyddi mörgum stundum í að dytta að húsinu sínu. Það var verk sem afi var fús að vinna. Þá var hann jafnan klæddur í vinnugallann og yfirleitt með hatt- inn á höfðinu. Í fyrstu var Fagra- nesið heimili fjölskyldunnar, en síð- ar varð þetta athvarf okkar allra, jafnt á sumrum sem vetrum. Þetta var alger paradís fyrir börn, enda alltaf nóg að gera í afasveit. Lóðin í kringum húsið var uppspretta enda- lausra leikja og ekki var verra ef afi fékkst til að kalla á hundana sem bjuggu á Vatnsenda. Á kvöldin var síðan setið í eldhúsinu og borðaðar afasamlokur með osti og drukkið heitt vatn með mjólk og sykri. Þannig gæti ég haldið lengi áfram. En í dag kveð ég hann afa minn. Ég tel réttast að kveðja hann á sama hátt og hann sendi mig í svefninn á kvöldin, með þessari litlu bæn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Höf: Sveinbjörn Egilsson.) Hvíl í friði elsku afi. Sigurveig Hjaltested. Mér er það mjög ljúft að minnast fyrrverandi tengdaföður míns Ólafs Beinteinssonar. Okkar fyrstu kynni voru þegar leiðir okkar Lárusar sonar hans og Sigurveigar Hjalte- sted lágu saman. Ólafur nafni hans og fyrsta barnabarn fæddist 1965. Þá geislaði af Óla og Veigu og þau dekruðu við hann á allan hátt. Við ferðuðumst saman, t.d. til Ólafur Beinteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.