Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 20
Lenin er einn hinna brjáluðu snillinga, sem sagan greinir frá. SÁLKREPPUR OG SÁLGREINING EFTIR MATTHÍAS JÓNASSON SNILLIGÁFA OG GEÐVEIKI SVO VIRÐIST SEM ÁKVEÐNAR FORSENDUR FYRIR BRJÁLSEMI VERÐI AÐ HAFA ÞRÓAZT í KYNFYLGJU ÆTTAR FRAM AÐ 3ETTU MARKI, TIL ÞESS AÐ SNILLINGUR GETI FÆÐZT. AUÐKENNI SNILLIGÁFU. Menn veittu því snemma athygli, að snillingur sker sig úr frá öðr- um mönnum, bæði að ytra atferli og að sköpunarmaetti. Sókrates áleit, að skapandi athöfn andans stjórnist af dularfullum, ofurmannlegum máttarvöldum, sem hann nefnir daimonion eða myrkravöld. Seneca gekk feti framar, þegar hann stað- hæfir, að brjálæði sé ívaf allrar snilligáfu. Og Nietzsche hrópar upp í hneykslan sinni yfir andlausri nægjusemi hins „normala" fjölda: „Hvar er vitfirringin, sem þyrfti að spýta inn í blóð ykkar?“ Þeim öll- um var það ljóst, að þó að sálrænt jafnvægi eða normalitet sé mikil- vægt skilyrði fyrir heilbrigðum persónuleika, þá knýr það eitt útaf fyrir sig sjaldan til sköpunar snilld- arverka eða annarra andlegra af- reka. Þar við þarf að bætast hið sérstæða, sem hrekur einstakling- inn út úr öryggi meðalmennskunn- ar, lýkur upp fyrir honum áður ó- kunnum sjónarsviðum og knýr hann til að leggja allt í sölur fyrir hug- sjón sína. Ég reyni ekki hér að skýrgreina snilligáfu. Öllum ber saman um, að hún birtist sem sjaldgæfur sköp- unarmáttur. En snillingurinn er samfélagsvera og á samskipti við aðra menn. Samfélagið fellir dóm sinn um hann, gerir kröfur til hegð- unar hans, heimtar, að hann aðlagi sig meðalmennskusjónarmiði þess. En einmitt við þetta sjónarmið, við normalitetshugsjónina, lendir snill- ingurinn ósjaldan í tilfinnanlegum árekstrum. í þeim kemur hið sér- stæða í fari hans einna ljósast fram. Og þá virðist svo, sem margir snill- 20 VIKAN ingar hafi vænan skammt af brjálsemi í blóði sínu, eins og Nietzsche taldi nauðsynlegt. Nú þekkjum við auðvitað ekki nema örlítið brot þeirra manna, sem neisti snilligáfunnar tendraðist í. Um snill- inga gildir öðrum mönnum framar, að margir eru kall- aðir, en fáir útvaldir. Allur þorri þeirra berst vonlausri baráttu, fær annaðhvort ekki sigrazt á ytri hindrunum, svo sem örbirgð og vanheilsu, eða á göllum og takmörk- unum síns eigin eðlis. Því að aðeins neistinn er tendr- aður í eðli snillingsins, en ekki sá eldur, sem málmur andans skírist í. Það bál verður hver að magna með sjálfum sér. Sumir trúa því að vísu, að snilldargáfan leysi hverja þraut áreynslulaust. Fátt er fjær sanni en það. Engin snilligáfa nær þroska án hlífðarlausrar áreynslu og stöð- ugrar marksækni. Þess vegna ferst margur snillingur á miðri leið, en þrek og hörku brestur í þeirri baráttu. Hversu margir snillingar, skáld og listamenn hvers konar listgreina, hafa soltið til bana, áður en þeim auðnaðist að raunhæfa hugsjón sína, — og að minnsta kosti áður en okkur auðnaðist að skilja afrek þeirra? Einn óum- deildur hugvitssnillingur kemst á þá leið að orði um afdrif snillinga, að af hverju hundraði nái einn mark- miði sínu, og það oftast með ólýsanlegri áreynslu og þrengingum, en níutíu og níu verði úti og af þeim spyrj- ist fátt. Snilldargáfan er sem sé ekki að jafnaði tengd hagsýni og dugnaði við að sigrast á ytri hindrunum. Þeir hæfileikar fylgja meir hinu hversdagslega geðfari. HVENÆR FÆÐIST SNILLINGUR? Enginn veitir sér snilligáfuna sjálfur. Hún virðist spretta fram úr samrunna sjaldgæfra, mjög flókinna erfðaeiginda. Um þær vitum við þó ekki ýkja mikið. Hin sundurgreinandi sálarfræði nútímans reynir samt að skýra fyrir sér þá samstillingu heilbrigðra og sjúk- legra erfðaþátta, sem verða þarf, ef snillingur á að fæð- ast. í þeim athugunum þykja ásannast áðurnefnd orð Senecu, að ákveðinn þáttur brjálsemi fléttist jafnan inn í snilligáfuna. Þær leiða sem sé í ljós, að brjálsemi er tíð í ættum snillinga, enda hafa fjölmargir snillingar orðið geðveikir eða séð sína nánustu ofurselda brjál- seminni. Af þessum sökum ganga sumir fræðimenn svo langt, að tala um úrkynjun sem óhjákvæmileg örlög Framhald á bls. 31. Húfa (handavinna) Efni: Fjórþætt ullargarn og prjónar nr. 3. Húfan er prjónuð laust með stuðlaprjóni, 1 1. sl. og 1 1. br. Fitjið upp 100 lykkjur og prjónið 24 cm. Prjónið þá saman 10. og 11. hverja lykkju. Prjónið 4 cm og prjónið þá aftur saman 9. og 10. hv. 1., prjónið 3 cm og prj. saman 8. og 9. hv. 1., prj. 2 cm og prj. saman 7. og 8. hv. 1., prj. 1 cm og prj. saman 6. hv. 1. Klippið á þráðinn, dragið hann í gegnum lykkjurnar, og saumið húfuna saman. Brjótið um 8 cm inn á rönguna og saumið lauslega niður. Búið til um 80 cm langa snúru, og tyllið lauslega yfir samskeytin eins og sést á myndinni. HAUSTMATUR slátur og fleira BLÓÐMÖR. 2 1. blóð, 1 1. vatn, 1 hnefi salt, 1560 gr mjöl, 250 gr mör. Að langmestu leyti er notað rúgmjöl í blóð- mör, en eftir smekk má blanda það með öðru mjöli, t. d. haframjöli og hveiti. Með því að nota hveiti til að blanda með verður blóðmörinn fastari í sér, en heldur léttari með haframjöli. Hæfilegt er að setja svo sem 2 kúffulla hnefa af haframjöli í þennan skammt og draga sem því nemur af rúg- mjölinu. Einnig má nota fjallagrös og söl í blóðmör. Mörinn er skorinn í bita, en hafið þá ekki of smáa, því að mörinn rýrnar stund- um við suðuna, sérstaklega ef hann er ekki alveg nýr. Vambirnar er nú orðið hægt að kaupa hreinsaðar, en þær eru heldur ónýtari þannig en ef þær eru hreinsaðar heima. En fyrir þær, sem hingað til hafa látið slátur- gerð eiga sig vegna viðbjóðs á vambahreins- un, er sjálfsagt að nota sér þann möguleika. Vambimar eru skornar í hæfilega stór iður og saumuð saman með seglgarni, en op skilið eftir fyrir blóðið — hafið það ekki of lítið, því að þótt það flýti fyrir saumaskapnum á eftir, tefur það ótrúlega mikið ef erfitt er að koma blóðinu í vegna þrengsla. Vatnið á að sjóða, þegar blóðmörinn er settur ofan í og margir láta hnefa af salti í suðuvatnið. Varizt að hafa pottinn of fullan, því iðrin belgjast út við suðuna. Suðutími er 2—3 tímar, þó venjulega nær þremur tímum. Keppirnir látnir kólna án þess að snerta hver annan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.