Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 7
er hann hafði gert að ævistarfi. Þegar litið er til baka og velja ætti honum einkunnarorð, koma þessi hugtök fyrst fram í hugann: Alúð — ræktarsemi. Hafsteinn var einn af forgöngumönnum að stofnun og byggingu vistheim- ilisins að Tjaldanesi. Hann keypti ásamt bróður sínum, Reyni, jörðina Stang- arholt við Langá á Mýrum árið 1961, reisti þar sumarhús, jDar sem hann dvaldist með fjölskyldu sinni í frístundum sfðan. En hann sat þar ekki auðum höndum. Hann stundaði fiskirækt þar um meira en aldarfjórðungsskeið. Hann iagði sjálfur vegi um land þeirra með ánni og gerði flugvöll, en hann hafði lært að fljúga rúmlega fimmtugur og keypti sér einkaflugvél, sem bar ein- kennisstafina TF—HRL. Allt þetta ber vott dugnaði, framsýni og framtaki Haf- steins. Þó hafði hann ekki gengið heill til skógar og var síðustu árin oft greinilega sárþjáður, þótt hann kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu og hefði fremur á hraðbergi gamanyrði, er við fundumst. Þó leyndi það sér ekki, að það var honum mikið áfall, þegar honum var ráðlagt fyrir um það bil 2 árum að hætta að fljúga. Hafsteinn Sigurðsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Láru Hansdóttur, þann 28. október 1950. Börn þeirra eru Ragnheiður Sara, gift Ingva Hrafni Jónssyni, Kristinn Már, vistmaður í Tjaldanesi og Ólöf Lára, flugfreyja. Sambúð þeirra Hafsteins og Láru var alla tíð mjög farsæl, og áttu þau glæsilegt heimili lengst af á Mímisvegi. Þangað var gott að koma. Heimili þeirra hjóna bar ríkulegan vott menningar og smekkvísi. Hafa þau sannarlega reist sér óbrotgjarnan minnisvarða á sviði fiskiræktar, landræktar og mannræktar. Öllum ástvinum Hafsteins Sigurðssonar flyt ég samúðarkveðjur, en góðum vini og starfsbróður þakkir mínar og starfsystkina minna. Sveinn Snorrason JÓN ABRAHAM ÓLAFSSON Jón Abraham Ólafsson sakadómari andaðist aðfaranótt mánudagsins 20. október 1986 á 56. aldursári, en hann veiktist mjög snögglega þessa nótt. Jón var fæddur 21. febrúar 1931 í Reykjavík, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar verkamanns, sem andaðist 1973, og Ingveldar Einarsdóttur, sem andaðist 1966. Var hann yngstur 10 barna þeirra hjóna, en 2 þeirra eru látin á undan Jóni. Jón ólst upp í foreldrahúsum við Laugaveg- inn ( Reykjavík og fór snemma að vinna til þess að létta undir með foreldrum sínum. Vann hann m.a. með skólanámi við verzlunarstörf hjá Silla og Valda og við skrifstofustörf hjá H/f Eimskipa- félagi íslands. Árið 1952 lauk Jón stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands og lagaprófi lauk hann frá Háskóla íslands árið 1958. Að loknu prófi vann hann fyrst á veg- 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.