Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Blaðsíða 40
slysatryggingarbætur eru miklu meiri en þær voru fyrir 1972. Ekkert verður fullyrt um, hvort sá ávinningur fyrir sjómenn hefði náðst með kjarasamningum án afskipta löggjafans. Eftir að ábyrgð útgerð- armanns var (með nýmælinu í 5. tl. 175. gr.) takmörkuð við fjárhæðir lögboðinnar slysatryggingar, eru ákvæði sigll. um hlutlæga ábyrgð í reynd óþörf, vegna þess að vanræksla um að kaupa eða halda við lög- boðinni slysatryggingu hefur eftir almennum réttarreglum í för með sér skyldu til að bæta allt fjártjón, sem hlýst af því að tjónþoli verður af lögmæltum slysatryggingarbótum.3 3.4 Nokkur orð „de lege ferenda“ Ákvæði sigll. um efni það, sem hér um ræðir, hafa verið óskýr og illa gerð frá upphafi. Við næstu breytingu á þessum ákvæðum væri æskilegt að setja einfalda og ótvíræða reglu um réttaráhrif þess, að útgerðarmaður sinnir ekki skyldu sinni að hafa gilda slysatryggingu, svo og reglu um bótaskyldu við fjárþrot vátryggingafélags. Jafnframt mætti setja ítarlegri ákvæði um gildissvið slysatryggingarinnar og orða þau þannig, að gætt yrði samræmis við hugtök og meginreglur vátryggingaréttar. Loks væri rétt að endurskoða efni og orðalág 6. tl. 7. gr. laga nr. 43/1987 í ljósi breytinga á sigll. Hér hefur verið lagt til grundvallar, að ákvæði um skyldu til kaupa á slysatryggingu verði áfram í sigll. Alveg eins mætti hugsa sér þá skipan, að fyrirmæli um skyldutryggingu væru felld úr sigll., þannig að aðilar kjarasamninga sjómanna hefðu, eins og önnur samtök laun- þega og vinnuveitenda, frjálsar hendur um skipan atvinnuslysatrygg- inga (annarra en lágmarkstrygginga eftir lögum um almannatrygg- ingar). Verður ekki annað séð en að vel hafi gefist að lögbinda ekki ákvæði um slysatryggingar launþega á öðrum sviðum atvinnulífs. Þegar reglur slysatryggingar eru bundnar í lögum, er að jafnaði mun erfiðara og seinlegra að fá þeim breytt. Ymislegt fleira mælir með því, að aðilar kjarasamninga ákveði sjálfir án afskipta Alþingis, hvernig þessar reglur skuli vera, en um það verður ekki rætt hér. 3 Ef rétt er sú lögskýring, sem orðuð er { 1. kafla, að útgerðarmaður beri hlutlæga ábyrgð á tjóni, sem vátryggður bíður við það að verða af vátryggingarbótum vegna gjaldþrots vátryggingafélags, getur þó hlutlæga bótareglan í sigll. haft sjálfstætt gildi, vegna þess að almennar réttarreglur leiða naumast til svo víðtækrar ábyrgðar manns, sem fullnægt liefur vátryggingarskyldu. 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.