Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 3
ÚTGEFANDI: JAZZ-KLÚBBUR íslands. blaðnefnd: stj’órn jazz-klúbbs islands RITSTJÖRN DG AFGREIDSLA: SVAVAR GESTS RÁNARg'ÖTU 34, REYKJAVÍK SÍMI: 2157 ÍSAFD LDARPRENTSMIÐIA H.F. í/f NDANFARIN þrjú ár hefur Jazzblaðið látið kosningar fara fram meðal lesenda simia. Kosið hefur verið um vinsælustu hljómsveitir, hljóðfæraleikara, söngvara, sóngkonur og útsetjara ársins. Úrslit kosninga þessara hafa verið mjög svipuð öll þrjú árin. Breytingar á fremstu sætunum liafa verið litlar sem engar. Ekki hefði þó verið fráleytt, að einhverjar breytingar yrðu á fremstu sætum hljómsveitanna. Þetta hefur reyndar orðið, en þó aldrei á fyrsta sætinu. Þar hefur hljómsveit Björns R. Einarssonar alltaf, og að verðleikum, orðið fremst. Nú liefur hún aftur á móti, og allar aðrar hljóm- sveitir, að undanskilinni einni, tekið breytingum á árinu. Meira að segja leikur Björn, þegar þetta er ritað, hvergi með liljómsveit sinni, eins og hún liefur verið skipuð fyrri hluta þessa árs, og eru sumir manna hans komnir í aðrar hljóm- sveitir. Er því nokkuð út í hött, að fara að kjósa um vinsælustu hljómsveit árs- ins. Sama gildir nolckurn veginn um einstalclingssæti hljóðfæráleikara. Engir nýir menn hafa komið fram, og ólílclegt er, að noklcrir þeirra, er voru fremstir í fyrra mundu tapa þvi sæti nú. Erum við þá lcomnir að aðalatriðinu, þ. e. a. s. kosningarnar fara að þessu sinni fram með allt öðru móti en verið liefur áður. Kosið verður aðeins um einn liljóðf æraleikara, og skiptir þar engu máli á hvaða hljóðfæri hann leikur. Sá sem flest atkvæði fær, hlýtur titilinn: VINSÆLASTI JAZZLEIKARI ÍSLANDS 1951. Kosningaseðill mun fylgja næsta blaði og verður sami háttur hafður á og í síðustu kosningum, að liann verður aðeins sendur skuldlausum kaupendum blaðs- ins. Þeir, sem skulda, fá hann elclci og ekki lieldur þeir, sem kaupa blaðið í lausa- sölu. Vilji hins vegar einhverjir þessara taka þátt í kosningunum, þá ættu þeir, sem skulda, ekki að láta dragast að greiða árgjaldið, svo að þeim verði sendur kosningaseðill með næsta hefti. Nýir áskrifendur fá einnig sendan kosninga- seðil um leið og þeir greiða árgjáldið. Nauðsynlegt er, að sem flestir taki þátt í lcosningunum,, svo að sem gleggst yfirlit fáist yfir vinsældir liinna mörgu og ágætu íslenzku jazzleikara. Það skal tekið fram, að sá sem hlýtur framangetinn titil, verður heiðraður af blaðinu á margskonar hátt, bæði í liefti þvi, er úrslitin verða birt í og siðar á hljómleikum, er blaðið mun gangast fyrir. Nöfn og atlcvæðatölur næstu 5—10 manna í kosningunum verða einnig birt í fyrsta hefti eftir áramót. Ert þú dskrifandi að Jazzblaðinu? $a~lLM 3

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.