Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 8
4 NTTT KVENNABLAÐ Ragnheiður Ouðjónsdóttir málleysingjakennari. I>að er orðin t’öst siðvenja hér á landi, að minnast látinna manna i blöðum og' tímaritum. Má segja, að varla lvomi lit dagblað, svo að í |)\í sé ekki einliver dánarminning. bir ekki nema gott eitl uin það að segja, þó að fólk vil.ji halda á lofti minningu vina og lástvina, enda liefir æltraekni verið ein af höfuðdyggðum Is- Jendinga frá fornu fari. Þó ]>er það stundum við, að þeir, sem liafa ef til vill markað dýpri spor en aðrir í sandinn á ströndinni hér í heimi liverfulleikans, liggja óbættir hjá garði, og jjeirra er að engu getið í blöðum eða tímarilum. Þannig er það enn sem komið er með ])á merku konu, er mig Jangar að minnasl hér i blaðinu með nokkrum orð- um. Ragnheiður Guðjónsdótlii' var fædd að Dvergasteini í N.-Múlasýsiu 22. júlí 1K72. Voi u foreldrar hennar Guðjón Hálfdanarson presl- ur, bróðir Helga Hálfdanarsonar Iektors, en móðir hennar var Sigriður Stefánsdóttir Step- liensen. Var Ragnheiður sál. því ættgöfug í báðar ættir og ldaut ágætl uppeldi. enda ininnt- ist hún jafnan foreldra sinna með mikilli ást og virðingu. Síra Guðjón varð síðar prestur að Bergþórslivph og víðar, en dó þegar Ragn- heiður var 11 vetra gömul. Kflir það dvaldist bVm i uppvexti með bróður sinum sira Hálfdani Guðjónssyni, er siðast var preslur á Sauðár- króki og vigslubiskup á Hólum. Varð hann benni því hvortlveggja í senn, bróðir og fóstur- faðir, og unni hiin lionuin og mat liann um- fram alla menn aðra, og systur sínar elskaði bún svo að óvenjulegt má teljast. Ragnheiður gekk ung í kvennaskótann á Ylri-Ev, og nokkru síðar sigldi hún til Dan- merkur lil þess að nema bjúkrunarfræði. \'íir Jiún þar eilt ár við nám á Diakonissastofnun í Kaupmannahöfn. Mun ]>að tiafa verið fremur fátitt í þá daga, að heldri manna dætur tækju sér slíkt fyrir liendur. En hugur Ragnheiðar slóð snemma lil ]>ess, að verða öðrum að sem mestu liði, og þá einkum þeim, er bágstaddir voru á einhverja lund. Eftir utanförina gerðist Ragnheiður hjúkr- unarkona við spítalann á Akureyri, undir stjörn Guðm. Hannessonar prófessors. En vegiia heilsubrests varð hún brátt að láta af hjúkrun- arstarfinu, sem hún unni þó alla ævi. En um aldmótin 1900 liefst aðalstarf Ragn- heiðar. Þá fer hún til náms suður að Stóra Hrauni í Árnessýslu, til frænda síns síra Ólafs Helgasonar, í þeim tilgangi að gerast málleys- ingjakennari. Það starf stundaði hún síðan i fullan aldarfjórðung, fyrst á Stóra-Hrauni og siðan hér i Reykjavik, eftir að skólinn fluttist liingað. — Og þetta erfiða og vandasama starf rækti hún með þeirri ahið og kostgæfni. sem kraftar hennar frekast leyfðu — og jafnvel oft um orku fram, því að aldrei gekk hún heil til skógar, eftir að hún lét af hjúkrunai*starfinu. Hún unni mállausu börnunum eins og hún væri móðir eða systir Jieirra, hjúkraði þeim, er þau voru veik, fræddi þau og lét sér annt um þau i einu og öllu og reyndi að innræta þeiir. guðsótta og góða siðu, ]>ví að hún var trúkona mikil „trúarhetja“, eins og presturinn, sem jarðsöng lnma, komst að orði. Árið 1911 fór Ragnheiður í annað sinn til úllanda og aflaði sér meiri þekkingar í málleysingjakennslu. Eg kynntist Ragnheiði fyrst, þegar eg var 17 ára gömul. Skaut hún vfir mig skjólshúsi, þeg- ar eg kom fyrst hingað til Reykjavikur, til þess að reyna að afla mér menntunar, févana og vinalaus. Átli eg heimili hjá henni ])á tvo velur, er eg gekk i kvennaskólann liér. (En móðir mín og Ragnheiður voru skólasystur frá Ytri-Ey). Bilaði vinátta okkar Ragnheiðar aldrei síðan. og þótti mér vænna um hana en flestar aðrar manneskjur vandalausar. Ragnheiður Guðjónsdótlir var á marga lund óvenjuleg kona. Hún var glaðlynd og fjörug, svo að oftast var glatl á hjallá umhverfis liana. Ilún flutti hvarvetna með sér birtu og yl og var þvi víða aufúsugestur — og ávalll vinur æsk- unnar. Hi'm gerði miklar kröfur lil sjálfrar sín, en var sjálf nægjusöm. Árið 1928 hætti Ragnheiður slörfum við Mál- leysingjaskólann fvrir vanheilsu sakir. Dvald- isl hún eflir það mest á Sauðárkróki með svsl kinum og ættlolki. kenndi litlum hörnum í þorpinu, liafði á bendi kennslu við sunnudaga- skóla og revndi sem fyrr að láta sem mest gott

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.