Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 163

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 163
RITFREGNIR 159 KvœSabók séra Gissurar Sveinssonar, AM 147, 8vo. A. Ljósprent- aður texti. B. Inngangur eltir JÓN Helcason. íslenzk rit síðari alda, 2. flokkur, 2. bindi. Hið íslenzka fræðafélag. Kaupmanna- liöfn 1960. 159 bl. + 60 bls. Fyrir fimm árum gaf Jón Helgason út KvœSabók úr Vigur, AM 148, 8vo, í sama ritsafni og á sama hátt og handritið sem hér er nefnt. Þessar útgáfur eru mikil nýjung og þarfleg íslenzkum fræðum. Hér hafa lesendur aðgang að tveimur stórmerkum kvæðahandritum 17. aldar í ágætum ljósprentunum, sem eru að langflestu leyti ígildi handritanna sjálfra, en auk þess fylgir þeim í inn- gangi nákvæm lýsing bókanna, yfirlit um rithátt og viss málseinkenni, ásamt ýtarlegri greinargerð fyrir efni þeirra. Þarf ekki að eyða að því mörgum orðum hver fengur þetta er öllum sem rannsaka vilja íslenzkt mál og bókmenntir á 17. öld. Kvæðabók Gissurar Sveinssonar (1604—83) má, eins og útgefandi segir, „hik- laust telja ... eitt af merkustu handritum íslenzkum frá 17. öld“. Það hefur sem sé að geyma elztu varðveittu uppskrift kvæða þeirra sem kölluð hafa verið „ís- lenzk fornkvæði", og er fornkvæða-heitið frá sr. Gissuri komið. Þetta eru dans- kvæði með viðlögum, vafalítið flestöll til orðin utan íslands. Þau eru skrifuð upp eftir munnlegri geymd, sum sjálfsagt allgömul. Enn fremur eru í handrit- inu sams konar kvæði þýdd úr safni A. S. Vedels frá 1591, nokkur íslenzk sagna- kvæði og loks kvæði af yngri uppruna, sennilega flest frá 17. öld. Hvorki höf- undar né þýðendur eru tilgreindir í handritinu, enda þótt sumir hljóti að hafa verið samlíðarmenn Gissurar og sennilega honum kunnir. Kvæðabókin er ekki varðveitt í heilu líki; úr henni hafa glatazt sex arkir, eða 48 blöð. Efni þeirra er þó kunnugt úr öðrum handritum, og hefur Jón Helgason rakið það allt skilmerkilega í inngangi. Hann sýnir fram á að AM 147, 8vo, sem er skrifað 1665, er uppskrift Gissurar sjálfs á eldra safni hans, en úr drögurn hans að því hafa varðveitzt þrjú blöð. Af þessu eldra safni hefur verið gerð önn- ur uppskrift sem nú er glötuð, og frá henni eru komin þrjú handrit sem enn eru til. Má af þeim fá fulla vitneskju um þau kvæði sem glatazt hafa úr AM 147, 8vo. Hefur þetta aldrei verið rakið fyrr, og er það hinn mikilsverðasti fróðleik- ur um aldur og varðveizlu þessara kvæða. Jón Helgason færir að því örugg rök að sr. Gissur Sveinsson hafi fyrstur fs- lendinga sett hin svonefndu fornkvæði á bækur, og hlýtur Gissur þá harla merkilegan sess í íslenzkri bókmenntasögu. Eins og Jón Helgason bendir á er astæðunnar til þessa tiltækis vafalaust að leita í útkomu hinnar dönsku forn- kvæðabókar A. S. Vedels sem áðan var nefnd. Hún var tekin saman fyrir til- mæli Danmerkurdrottningar sjálfrar og gefin út á prent af frægum sagnameist- ara, sem hældi kvæðunum á hvert reipi í formála; þetta var nóg réttlæting ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.