Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.12.2001, Blaðsíða 6
Baráttan við titiD Matthías Johannessen, rithöfundur í gamla daga eins og sagt er var meiri viróing borin fyrir verðmæt- um en nú. Þá var edikið edik og kampavínið kampavín. Ekki eins og nú þegar sífelldlega er verið að setja kampavínsmiða á edikflösk- ur. Samt er flest óbreytt, eins og manneðlið. En það er eins og hæstu og beinustu trén, þau eru í miðjum skógi. Og sjást ekki. Þau eru helzt ekki í fjölmiðl- um. Þegar ég var ungur blaðamaður var prentsmiðjulíf eins og út úr Dickens; ekki þar fyrir að þetta hafi verið samfélag illmenna, þvert á móti, en þetta samfélag var harla sérstætt og persónurnar hver með sínu lagi, sumar ólíkar öllu sem ég hafði áður kynnzt, bæði í vegavinnu, síld og á sjón- um. Sumir voru þónokkuð miklir karaktérar og að mörgu leyti eftir- minnilegir, aðrir sögðu fátt, en hugsuðu sitt. Þegar við vorum í Austurstræti var Mogginn nýbakaður seldur eins og kleinur með kvöldkaffinu út um lúgu á prentsalnum og vissi hún út að Austurvelli og Sjálf- stæðishúsinu sem kallað var, en þaðan komu væntanlegir kaup- endur í síldartorfum, en þó mundi ég halda síldin væri ljósfælnari og óslompaðri en þessir selskaps- glöðu gestir úr veizlusölum íhaldsins. Þeir gátu verið hinir kampakátustu og íyrir kom þeir réttu kvöldsölumanninum hálfa vodkaflösku, eins og þar væru ijallkóngar á ferð, og fengu hana tóma til baka. Það er aldrei svo lítið að það hressi mann ekki, sagði prentar- inn sem stjórnaði þessari kvöld- veizlu að jafnaði og sá til þess menn væru klárir í bátana. Hann haföi þvílíka selskapsblöðru að ég hafði aldrei kynnzt öðru eins. Kyndararnir á Brúarfossi voru með skollapunga miðað við þessi prentsmiðjutröll! Stundum var svo fjörugt í þessum sérstæða heimi að setn- ingarvélarnar tóku til máls, það kjaftaði á þeim hver tuska. Það sló þvílíkum óhug á þá sem urðu vitni að þessum ósköpum, ekki sízt kogarakarla sem alltaf voru í bindindi milli túra, að þeir kvört- uðu opinberlega yfir málæði setj- aravélanna. En það varð ekki tauti við þær komandi, ef svo bar und- ir. Og þær tóku til óspilltra mál- anna, þegar þeir lentu á næsta túr. Við blaðamennirnir stóðum við hliðina á umbrotsmönnum sem voru þarna parruklausir eins og hundadagakonungur og stjórnuðu ferðinni, þótt við hefðum síðasta orðið um niðurröðun frétta á út- síðum. Stundum fórum við svo heiftarlega í taugarnar á þessum marglúnu prenturum með því sýknt og heilagt að stytta og lengja fréttir, að þeir gáfust upp fyrir blýinu og þeyttu því yfir axl- irnar á okkur, en það leysti engin vandamál, þvert á móti, því að nú varð að endurvinna allt draslið og komið langt yfir dedlæn. Það var svo gert og alltaf kom Moggi gamli út eins og hurðaskellir á jólum, á hverju sem gekk. Síðar 6 ■ PRENTARINN hefur mér stundum dottið í hug hvort sumt af því sem nú er verið að tjasla inní fjölmiðla sé ekki betur komið á draslhaugum blý- vinnslunnar en í þeim tízkublöð- um og tímaritum sem hvað hæst hreykja sér. Jæja, en þegar menn fengu sér neðan í því hvarf fýlusvipurinn úr munnvikunum og allt gekk eins og í jólasögu. Vélarnar töluðu og allir skemmtu sér konunglega, ekki sízt þær! Svo urðu þáttaskil. Stúlkumar, eða innskriftardömurnar eins og sagt var til hátíðabrigða, fylltu prentsalina og allt datt í dúnalogn. Eins og skógur sem þagnar í rign- ingu. Ekki orð frá nokkrum manni, engin grófyrði, ekkert klám og setjaravélarnar misstu málið, enda komnar til ára sinna og á leið á endastöð allra ævin- týra, í brotajárnið. Og tölvurnar og konurnar tóku við og engu lík- ara en prentsmiðjan breyttist í einhvers konar gjörgæzlu fyrir gamla, útslitna prentara. Og hasarinn lenti í formaldi- híði eins og dauð líffæri og eng- um datt í hug að reyna að blása lífi í lænótæpið! Það var liðin saga eins og allt annað. Allt nýtt, afstaða, viðhorf. Jafnvel tungan breyttist án þess tekið væri eftir. Og Arni Jörgensen gerði hönn- un að listbragði í dagblaði og Ólafur K. Magnússon streðaði enn við að stöðva tímann, eða tímans fljót eins og vemmilegir skríbentar mundu sagt hafa; ekki með glansskotum, heldur frétta- myndum. Oft var þessi eilífa barátta við tímann eins og hólmganga. Hún var eitthvert mesta stríð sem háð hefur verið, án allra hershöfð- ingja, án alls nema tifsins í klukk- unni. Og auðvitað vissum við að þessi barátta var fyrirffam töpuð. Enginn sigrar tímann, enda er hann eins og ósýnilegi maðurinn í sögu Wells. Og það er ekki hægt að koma aftan að honum eins og öðrum óvinum Sem sagt, við erum berskjöld- uð. Gunnlaugur Scheving sagði mér að þeir fyrir austan hefðu upplifað klukkuna með öðrum hætti en við hér syðra, enda hvorki blaðamenn né prentarar: Jóhannes hét úrsmiður á Seyð- isfirði, þegar ég var strákur, sagði Gunnlaugur. Hann átti einu sinni að gera við klukkuna hans fóstra míns. Svo var farið með hana til Jóhannesar og ég látinn bursta hana þarna á verkstæðinu til að spara heimilinu aura. Mér fannst þetta leiðinlegt starf, því það var gott veður úti. Jóhannes talaði um, að hann vildi gera úr mér úr- smið, því hann hélt ég væri hand- laginn. Þá segi ég við hann: Þykir þér úrsmíði skemmtilegt starf? Hann svaraði: Nei, ekki alltaf. En það er svo gaman, þegar þær fara að tifa. Já, það var svo gaman þegar prentvélin fór að tifa; einkum ef eitthvað bitastætt var í blaðinu

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.