Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 32
44 1986; 72: 44-51 LÆKNABLAÐIÐ Pétur Pétursson AÐ LÆKNA MEÐ SÝKLALYFJUM - MJÓTT ER MUNDANGS HÓFIÐ INNGANGUR Læknislist í einhverri mynd er sennilega nokkurn veginn jafngömul mannkyninu. Enda þótt þessi göfuga grein hafi á síðustu tímum fengið æ traustari vísindalegan grund- völl að byggja á, virðist hún lítið hafa breytzt að megininntaki. Þrjú atriði sýnast mér einkenna læknislist- ina: í fyrsta lagi njóta iðkendur hennar víðast hvar umtalsverðra forréttinda og virðingar fyrir þekkingu sína og störf, sem ávallt eru hjúpuð vissri dulúð. Gildir það jafnt um kristilega kraftaverkamenn, grasalækna, andalækna, iljanuddara, hnykklækna sem og meðlimi Læknafélags íslands. í öðru lagi er grunnurinn undir árangri í lækningastarfi ávallt viljinn til að hjálpa öðrum. í þriðja lagi er aðferðin til að koma öðrum til heilsu oftast sú að virkja á einhvern hátt sjálflækningargetu sjúklingsins; vekja upp lækninn, sem innra með flestum einstak- lingum býr. Ekki skiptir meginmáli í því sam- bandi, hvort við köllum fyrirbærið lyfleysu- áhrif, endorfínverkun, ímyndun eða vilja- styrk, né heldur hvort við notum trumbuslátt, nálastungur, hlustpípur, tölvustýrð sneiðmyndatæki, lyf eða línuhraðla, til að kalla áhrifin fram. Kostnaðarmunur þessara aðferða getur þó orðið umtalsverður og gagnsemin mismunandi eftir sjúklingum og læknum. ÁVÍSANAVENJUR íslenzk læknastétt er í heild fremur raunvís- indalega þenkjandi og reynum við læknar eft- ir megni að hagnýta okkur framfarir á sviði tækni og lyfjafræði af samvizkusemi og góðum vilja. Fróðlegt er þó að bera saman ávísanavenjur einstakra læknahópa á hina ýmsu lyfjaflokka. Hér á íslandi er lítið um aðgengileg rann- Frá Heilsugæzlustöðinni í Bolungarvík. Barst ritstjórn 11/09/- 1985. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 20/09/1985. sóknargögn í þeim efnum ennþá, enda þótt tölvuvædd skráningarkerfi á vissum heilsu- gæzlustöðvum auki mjög á upplýsinga- forðann. Velflestar athuganir, innlendar sem erlendar, leiða í ljós meiri mun á ávísana- venjum, heldur en nokkur leið er að skýra með ólíku heilsufari eða sjúkleika hinna mis- munandi sjúklingahópa. Auðvelt er að bera saman lyfjakostnað íslenzkra sjúkrasamlaga. Þær upplýsingar er að finna í Félagsmálum, riti Tryggingarstofn- unar ríkisins. í fjölmennum sjúkrasamlögum eins og Reykjavík, þar sem margir læknar starfa, eru sveiflur á milli ára litlar og er lyfjakostnaður á einstakling í Reykjavík jafnan 20-22% yfir landsmeðaltali hvers árs. í sjúkrasamlögum, þar sem mjög fáir læknar starfa (t.d. viss samlög á mynd 1), má aftur sjá verulegar sveiflur í lyfjakostnaði frá ári til árs, ef læknaskipti verða og vekur það grunsemdir um, að mjög víða fari lyfja- kostnaður fremur eftir duttlungum læknanna en heilsufari sjúklinganna. Jafnframt virðist annar sjúkrakostnaður, svo sem greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknakostn- aður og sjúkrahúskostnaður vera mun hærri í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og Akureyri heldur en í dreifbýli, þar sem heilsugæzlu- stöðvar eru vel reknar og lítið um sérfræðinga með ófullnægða starfsþrá. í þessum samanburði er auðvelt að bera saman sveitarfélög með svipaða aldurssam- ansetningu (mynd 1) og breytir það í engu fyrrgreindum niðurstöðum. Jafnframt kem- ur í ljós, að þar sem heimilislækningar eru rótgrónar á vel reknum heilsugæzlustöðvum, svo sem Reykjalundi, Sauðárkróki og Húsavík, rísa viðkomandi sjúkrasamlög sem eyjar úr lyfjasóunarhafinu. SKRÁNING NORRÆNU LYFJANEFNDARINNAR íslendingar hafa tekið þátt í starfi Norrænu lyfjanefndarinnar frá þvi hún var sett á stofn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.