Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 37

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 37
STEINN STEINARR: HJjLPRÆÐISHERINN BIÐWR FYRIR ÞEIM SYNDUGA MANNl JÓNl SIGURÐSSYNI FYRRVERANDI KADETT KÓR Jón Sigurðsson, komdu til Herrans heim! Nú er hátíð í nánd eins og forðum. Hvort finnurðu ei lyktina af forrétti þeim, sem Frelsarinn hefur á borðum? Jón Sigurðsson, komdu til Herrans heim! Hallelúja! SÓLÓ Vor faðir og Guð! Þetta fávísa barn felum vér miskunnsemd þinni. Hann er fátækur maður, sem fæti sparn við frelsun og hamingju sinni. Flæktur í Satans svikagarn hann situr í myrkrinu inni. Hann drakk, það er satt, og hann drekkur víst enn, já, Drottinn vor, hvílíkur þorsti! En hans kaldsára líf mætti kallast í senn ein klækileg fangbrögð og rosti. Og því getur verið, að þess háttar menn myndu þreytast að öðrum kosti. Hann er geystur í ástum og gimist það ráð, sem greiðir oss leið til hins verra. Vér vitum, að synd hans um lög og um láð ei lætur þann vitnisburð þverra. En ef til vill gæturðu af gæzku og náð gleymt þessu sjálfur, vor Herra! Hann er vegalaus sál, hann er vanmetakind veðdregin lastanna sjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.