Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 43
/ þessum pistli geta hjúkrunarfræðingar tjáð sig um allt er lýtur að forvörnum, hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Sigriður H. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, fjallar hér um forvarnir og fyrirbyggjandi meðferð. Einn af mikilvægustu þáttum heilbrigðisfræða nú um stundir er án efa forvarnir og fyrirbyggjandi meðferð. Það er flestum Ijóst að í samfélagi, þar sem hraðinn verður sífellt meiri og kröfurnar aukast, þá gleymist oft að huga að andlegri og líkamlegri vellíðan. Ýmsir sjúkdómar eru án efa tengdir andlegu álagi, streitu og jafnframt hreyfingarleysi eða kyrrsetu. í Skandinaviska Ledarhögskolan í Svíþjóð er boðið upp á nám sem miðað er við heilsusálfræði eða geðheilsuvernd. Markmið skólans er að stuðla að auknum forvörnum með markvissri kennslu í fyrirbyggjandi meðferð með því að efla hvern einstakling í að nýta sér sína eigin getu sér til hjálpar á sem jákvæðastan hátt. Þetta er m.a. gert með því að auka and- lega og líkamlega vellíðan og sporna þar með markvisst gegn sjúkdómum og fylgikvillum þeirra. Fyrst var boðið upp á þetta nám árið 1987 við stofnun tengda háskólanum í Örebro og var það þá hugsað fyrir þverfaglega hópa. Árið 1989 var Skandinaviska Ledarhögskolan í Örebro stofnaður sem sjálf- stæður háskóli. Það ár varð einnig mögulegt að stunda fjarnám við háskólann en það var nýjung á þeim tíma. Einnig var í fyrsta sinn hægt að stunda nám í „þróun og þroska einstaklingsins" á háskólastigi. Eitt af aðaleinkunnarorðum skólans er að með menntun fáist ekki einungis aukin þekking heldur jafnframt þroski sem hægt er að nýta sjálfum sér og öðrum til framdráttar. Dr. Lars Eric Unestahl er rektor skólans og hefur hann sér- hæft sig í íþróttasálfræði og dáleiðslu. Það sem skilur að dáleiðslu og djúpslökun er að í djúpslökun getur hver einstaklingur unnið að slökuninni sjálfur og beitt henni sér til hjálpar en í dáleiðslu vinnur leiðbeinandi með skjólstæðingi sínum og velur þær aðferðir sem hann telur henta best. Lars Eric hefur unnið mikið við þjálfun íþróttamanna og jafnframt unnið að því að setja slökun inn á námsskrá grunnskóla. Lars Eric var einn af frumkvöðlum að námi í „mental tráning" eða huglægri þjálfun. Þetta nám þróaði hann í samvinnu við sálfræðideild háskólans í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Þessi samvinna leiddi síðan til þess náms sem nú er kennt við Skandinaviska Ledarhögskolan. Á fyrsta stigi námsins, sem nefnist „persónulegur þroski með huglægri þjálfun", eru námskeið sem metin eru til 20 til 40 eininga og er þar unnið út frá persónuleika hvers og eins. Þar er m.a. fjallað um hugarfar, styrkleika, veikleika og hvernig hægt er að nýta sér eigin hæfileika og getu til betra lífs. Jafnframt er farið í sállíkamlega sjúkdóma, orsakir streitu og afleiðingar. Námstíminn er a.m.k. 12 til 18 mánuðir og mikilvægi náms- ins felst meðal annars í því að nemendur takast á við sjálfa sig. Farið er yfir allt sem lýtur að slökun og reginmunur er gerður á djúpslökun og dáleiðslu. Markmiðið er að ná tökum á ólíkri tækni við slökun til að öðlast meiri vellíðan, fá aukinn styrk og til að geta kennt öðrum að nota sömu tækni sér til hjálpar. Þar sem mikil áhersla er lögð á slökunina langar mig að segja örlítið frá ólíkum stigum hennar. í grunnþjálfun í slökun (progressive) er farið í hver sé munurinn á spenntum og slök- um vöðvum. Markmiðið er að læra að þekkja muninn á spennu og slökun ásamt því að ná valdi á þeirri tækni að geta farið í gegnum spennta vöðva og „hugsað" þá slaka. Með því má minnka grunnspennu í líkamanum og auka vellíðan. Framtíðarsýn eða „visualisering" er myndrænt form slök- unar, menn sjá fyrir sér hvernig þeim tekst að ná settu mark- miði. Dæmi: íþróttamaður sér fyrir sér hvernig hann hleypur fram úr öðrum keppendum og kemur fyrstur í mark. í þessari tegund slökunar er oft þætt inn tilfinningu, lykt eða heyrn því það er mjög misjafnt hvaða form hentar hverjum einstaklingi. Markmiðið er að hafa áhrif á undirvitundina með því að sann- færa hana um að sett markmið sé raunverulegt. Öryggi og ró eru mikilvæg í slökun til að geta skapað trúverðuga og jákvæða mynd af sjálfum sér. Þegar einstaklingur framkallar djúpa slökun með hjálp eigin hugsana er það nefnt huglæg slökun eða djúpslökun. Má þar nefna hugsanir um þyngd, hita, að ganga niður tröppur eða að beita öndun á ákveðinn hátt. Oft er þessum slökunaraðferðum blandað saman til að ná sem bestum árangri og þá eru oft notuð fyrirmæli. Með fyrir- fram ákveðnum fyrirmælum höfum við oft áhrif á undirvitund- ina. Til að ná djúpslökun er grundvallaratriði að hafa náð tökum á grunnslökun eða vöðvaslökun. Annað og þriðja stig námsins eru 40-80 einingar. Er þá farið í samskipti einstaklinga, samskipti innan hópa og stjórn- un, sálfræðilega stjórnun og ólíkar stjórnunaraðferðir. Hvernig fólk getur þroskað hæfileika í ólíkum hlutverkum, t.d. sem foreldrar eða í atvinnulífinu. Einnig er fjallað um hvernig hægt er að bæta sjálfsmynd sína og öðlast aukið sjálfstraust. Sjálfsstyrking er ein af undirstöðunum fyrir bættri líðan. Slök- unin tengist þessu og þá sem aðferð til að ná árangri. Huglægur þjálfari (mántal tránare) er gráða sem nemendur fá að loknu námi. Einnig er hægt að taka sérgrein út frá þessu námi, t.d. í stjórnun eða sem þjálfari í slökun svo eitt- hvað sé nefnt. Þá eru veitt „diplorn" eða prófskírteini þar sem námið er viðurkennt og nemendur öðlast réttindi til að kenna og halda námskeið í viðkomandi undirgrein. Mikilvægi forvarna er óumdeilt og þar gegna slökun, sjálf- styrking og aðrar leiðir til að bæta andlega vellíðan stóru hlutverki. Heimildir: 1. Levi, Lennart (1993) Stress och halsa, Stockholm, Skandia 2. Menachem, Ben Michael (1984) Boken om avslappning, Stockholm, Wahlström & Widstrand 3. Unestáhl, Lars Eric, Paijkull Maria (1991), Jo, du kan, Örebro, Veje International AB 4. Larsson, Gerry, Setterlind Sven, Starrin Steffner Lena (1991) Avslappningstraning inom halso och sjukvárd, Stockholm, Liber grafiska AB Sigríður H. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, lauk þriggja ára sérnámi við Skandinaviska Ledarhögskolan I Örebro I Svíþjóð árið 1997. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.