Morgunblaðið - 28.02.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Á heljarslóðum. Það er hvorki þytur fyrstu kúl- unnar, né hvellnrinn þegar fyrsta sprengikúlan brotnar í ótal mola, sem minnir á, að vér eigum í styr- jöld, heldar særðu hermennirnir, sem fluttir eru dauðvona af vígvell- inum. Margir þeirra hafa ekki stað- ið nema einn eða tvo daga í eld- rauninni, en liggja sárþjáðir í marg- ar vikur og ganga örkumla alla sína æfi. Sjúkravagnarnir ganga stöðugt, hlaðnir særðum mönnum, úr kúlna- hríðinni til járnbrautarstöðvanna. Þeir nema staðar við járnbrautar- lestina, sem bíður þar albúin. Vagn- arnir eru gripa eða flutningavagnar. En á báðum hliðum er málaður hvítur blettur fyrhyrndur, skorinn sundur af rauðum krossi. Þessar lestir, eins og öll önnur áhöld, menn og skepnur, sem bera þetta merki, eru að minsta kosti i orði kveðnu friðhelg. Þegar sjúkravagnarnir koma, eru hinir særðu menn fluttir úr þeim og inn i járnbrautarvagnana. Oft eru rúmin, sem þeir eru lagðir i ekki annað en hálmlag, sem jafnað er um gólfið. A suma vagnana er skrifað með krít »eldhús«, »umbúðir«, »vistir«. í sumum lestum eru örfáir annars flokks vagnar. Þar er þeim ætlað að vera, sem eru svo hressir, að þeir geta setið uppi og þurfa ekki mikils eftirlits með. Þegar alt er tilbúið, hvín í eim- reiðinni, hart er kipt i og vagnarn- ir rekast hart á. Alt þetta veldur hinum særðu mönnum hinna mestu þjáninga. Loks verða hreyfingarnar reglubundnari og skarkalinn jafnari; lestin er komin á jafna ferð. Lestin nemur öðru hverju staðar. Þá vitja læknar sjúklinganna, laga umbúðir og hreinsa sár þeirra sem lengsr eru leiddir. Þá er og sjúkl- ingunum borið heitt te, kjötflísar og brauð, eða annað sem fyrir hendi kann að vera matarkyns. Ferðalag á járnbrautum er sjaldan skemtilegt og sist fyrir þá, sem verða að liggja á gólfinu í gripavögnum, með kúlu- brot í likamanum og hlusta á lát- lausar stunur og harmakvein hinna, sem á gólfinu liggja. Með sjúkralest. »En það sem mesta athygli vek- ur«, segir einn fréttaritari, »eru ekki kvalirnar, sem hinir særðu menn verða að líða, heldur hitt, hve dásam- lega er fyrir _því séð, að þeir þjáist sem minst. Einu sinni þegar stað- ar var numið, fór eg af forvitni inn í eldhúsið, sem ekki var annað en vöruflutningavagn með eldstó í miðju og pottum og pönnum og öðrum eldhúsgögnum hangandi á snögum alt um kring. Matreiðslumaðurinn stóð á miðju gólfi með logheita pönnu í hendinni og eg spurði hann hvernig þeim liði. Hann kvaðst ekki hafa undan neinu að kvarta. í fjóra daga hafði hann matreitt handa 500 manns í þessum vagni og enginn hafði kvartað. Lestin, sem hér er um að ræða, var á Frakklandi. Hjálpar fólk sem Lbýr í grend við járnbrautar- stöðvar, reynir á allan hátt til að seðja sjúklingana sem um fara. Jafn- vel í strjálbygðum útkjálkahéruð- um bíður fólk í stórhópum á stöðvunum með diska fulla af brauði og kjöti og körfur fullar af ávöxtum, súkkulaði og vindlingum. Keppast þeir hver við annan um að losna við sem mest þeir mega af mat- vælunum á þeim fáu mínútum sem lestin stendur við. Börn og ung- lingar, gamlar konur og ellihrumir öldungar sem ganga við hækur — allir hafa eitthvað að færa. Þeir sem uppí sitja og geta tekið við því sem að þeim er rétt, fá nóg- an og fjölbreyttan mat. Ferskjur klukkan tíu, brauðbita klukkan ellefu, ögn af súkkulaði um hádegið, kaffi klukkan eitt, glas af vatni klukkan tvö, vindling um nónbilið, peru klukkan fjögur og kökur eða sæta- brauð klukkan fimm. Þannig geng- ur það allan daginn og nóttina«. Fréttaritarinn segist einu sinni sem oftar hafa verið á ferð með einni af þessum lestum. Þá var það einu sinni þegar lestin staðnæmdist um miðja nótt, að klefinn sem hann hafði reynt að sofna í, var opnaður og hann heyði mannamál. Þetta var á milli Le Mans og Nantes. Þá var hann spurður hvort hann væri særður Englendingur. Hann svaraði engu og þóttist sofa. En það dugði ekki. »Einhver kom inn, fálmaði fyrir sér og stakk ferskju í hendina á mér. Eg þakkaði fyrir, en kvaðst ekki vera særður og mig langaði til að sofa. »En mig langar til að hjálpa þér«, sagði gesturinn. Eg endurtók að eg væri ekki særð- ur og var víst ergilegur. Þá var klútur, vættur í ilmvatni, lagður á andlitið á mér. Komumaður fór út og lokaði dyrunum«. Hann kveðst hafa heyrt að sömu orð og athafnir hafi farið fram í klefunuffi sem næstir voru og getur þess til að komumenn hafi heimsótt alla sem í lestinni voru. En auð- vitað voru þeir fáir sem höfðu þá góðu sögu að segja, að þeir væru ekki særðir. »Snemma morguns hættu hjólin að skröita og lestin nam staðar. Eftir langa vöku og mikla þreytu rennur nú hinum særðu mönnum blundur á brá og þeir fá að liggja í ró og næði þangað til birtir af degi. Þá er sjúkravögnum, sem hestar ganga fyrir, ekið upp að lestinni og járnbrautarvagnarnir opnaðir. Sjúkl- ingarnir opna augun og úti fyrir blasir við þéim hafið, slétt og íag- urt. Þeir anda djúpt að sér röku sæloftinu og hlusta með ánægju á ölduskvampið og báruskvaldrið v ströudina. ^ Þessum mönnum, sem ekker£ ^ heyrt nema kúluþyt og herguyt ekkert hljóð og engin sýn kærari þessi. Ensk skip á sjónum, rel búin til að flytja þá úr svaðilf°r°n um, heim á friðsæla feðragrund. Á spftalaskipi. En sviðinn í sárunum verður ri] yfirsterkari, þótt þeir þrái að koffl3s heim. Estnrias bíður þeirra a höfo- inni. Að vísu eru þar mörg sPlt3'3 skip, en hún er þeirra stærst. Þe?3r margir særast, þarf hún þó sjaW3, að bíða nema einn dag eftir faríI11 af veikum mönnum og særðuöt Þeir lenda flestir í Southampton. Þeg ar hlé verður á vígvellinum og f*rrl særast verður skipið að bíða lengnr’ en fyr eða síðar fyllist það. Það er einkennilegt að litast nnl á þilfarinu á þessu stóra skipi> þ3r sem það klýfur öldurnar áleiðis 1:1 strandar. Það var ætlað auðmönn um og ferðalöngum, sem ferðast un* í hitabeltinu. Þetta þilfar, sem er alþakið stólum og bekkjum, er sv° að segja mannlaust. Þar eru nl° stöku foringjar, í ólíkum einkennlS búningum eftir tign sinni. En el einkenni hafa þeir allir — hvitar um búðir. Sumir verða að ha'tra á öðr um fæti; sumir hafa aðra hönd e báðar í fetli og lítið sést af andl|n sumra. En allir eru þeir særðir, al þjást þeir. Og þetta eru þó Þelf hraustustu. Undir þiljum er margfalt hörmn legra um að litast. Hinir skrautlegu salir eru fullir af særðum mönnnIíl’ sem ekki mega hrærast. Þeir ligSl3 í litlum hengirúmum. Þannig það á hverju þilfari.' Borðsöln^ danssölum, leiksölum — öllu ne^ verið breytt í sjúkrastofur; Þar • hvert rúmið við annað; i hverju ru ^ er maður og sérhver raaður er sær ^ En á milli rúmanna líða li s Q0 hjúkrunarkonur, eins ur klæddar Líkkisturnar. Eftir A. Petrovitsch Tschekhof. Ivan Petrovitsch Panichidin hóf frásögu sína. Var honum mikið niðri fyrir og rödd hans skalf: »Það var aðfangadagskvöld árið 1899. Eg var á heimleið af fundi andatrúarmanna, sem haldinn var í húsi nýiátins vinar míns. Kolniða- myrkur var á, því ekki hafði verið kveykt á ljósketum í smágötum þeim, er leið mín lá um, og varð eg því næstum að þreifa mig áfram. Eg átti heima í Moskva, hjá embættis- manni nokkrum, sem Trupow hét og var hús hans rétt hjá kirkjugarð- inum »Uspeniena Mogizach«. Eg var í þnngu skapi, og dimmar sýnir báru mér fyrir hugskotsaugu-------« »Þú átt skamt ólifað, gerðu iðrun og yfirbót!« Þessum orðum hafði andi Spinoza varpað á mig á fundinum. Eg bað hann að endurtaka setninguna. Gerði hann það og bætti við: »í nótt!« Eg er ekki andatrúarmaður, en hugsunin um dauðann var nægileg til þess að svifta mig öilu hugrekki. Dauðinn, herrar mínir, er að visu altíður gestur og óumflýjanlegur, en samt sem áður vekur það hroll í sálu manns að hugsa um hann. »------Alt lagðist á eitt með það að auka kvíða minn: myrkrið, kyrð- in á götunum, regnið, sem draup hægt og þungt, og ýlfrið og veinið í vindinum. Eg varð hræddur, dauð- hræddur. Eg er ekki hjátrúaður, en þó þorði eg hvorki að líta til hægri né vinstri og hraðaði mér sem mest eg mátti. Eg var hrædd- ur um að ef eg liti við, eða þó ekki væri nema til hliðar, mundi eg sjá dauðann sjálfan í draugslíki.« Panichidin andvarpaði og fekk sér drjúgan teig af vatni til hressingar. Siðan hélt hann áfram sögunni: »Þessi ótti hvarf eigi að heldur þótt eg væri kominn heim til mín og inn í herbergi mitt. Þar var niðamyrkur. Vindurinn hvein i reyk- háfnum eins og hann ætlaði að brjótast inn til mín. Eg kveikti á eldspýtu — — í sama bili kom vindkviða, húsið skalf við og glugginn minn, sem stóð í hálfa gátt, hrökk af hjörun- um og datt niður á götuna með ógurlegu brothljóði. Bágt eiga Jeir, sem ekkert húsa- skjól eiga í nótt, hugsaði eg. En eg fekk ekki tíma til að hugsa meira um það, því í sama bili sá eg svo hræðilega sjón að eg rak upp hátt hijóð og hröklaðist fram að dyrum gagntekinn af skelfingu--------— A miðju gólfi í herberginu mínu stóð — likkista. Eg sá hana glögt, enda þótt dáið væri á eldspýtunni. — Eg sá glögt hvernig hjin var máluð og stóran gyltan kross á lok- inu. Það eru til þeir hlutir, herrar mínir, sem mótast óafmáanlega á minni manns, þótt maður hafi ekki séð þá nema í svip. Þannig var það með líkkistuna. Eg sá hana að- eins í svip, en mér stendur hún ennþá fyrir hugskotssjónum. Eg tók á öllu því þreki sem eg átti til og flýði nær örvita af ótta út úr herberginu og niður stigann. Það var dimt í stiganum og gang- inum svo eg' skil ekkert í því að eg skyldi ekki detta á hausinn og drepa mig. En heilu og höldnu komst eg út á götu, hallaði mér upp að ljóskeri og reyndi að átta Hjartað barðist svo ákaft í Þfi ^ mér, að eg var nærri kafnaður.* Kona nokkur, sem hlýddi á, s ^ aði hærra kveikinn í iampnnunn færði sig nær sögumanninuffl- .g »Mér mundi ekki hafa brug ^ jafnmikið þótt þjófur eða óður hul1^ ur hefði verið í herberginu mínn jafnvel ekki þótt þak og veggir f £ hrunið. Það hefði alt verið 1 4 og skiljanlegt. En hvernig st ? þvi að þessi líkkista var Þ3 Hvaðan var hún komin? ^ar tóm, eða lá lik í henni? U Ef þetta er ekki fyrirburður>. ^ er hér um glæp að ræða, hugsa Mér lá við að missa vitið- Herbergið var læst meðan Cp^( burtu og engir, nema vildustu mínir, vissu hvar eg gey^1 inn. En enginn þ e i r r a gat flutt kistuna þangað. —■ > að Andarnir hafa spáð rnér P ’^í eg eigi bráðum að deyja, i hug. Þetta er ef til vill j,]ýt- frá þeim? — — — Nel> Pet ur að vera vitleysa, ofsjónir’ Pn eg að lokum við sjálfan 1111 ^ $ varst í svo mikilli geðshr*rl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.