Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 29 Hvernig kom það til að þú ákvaðst að bjóða þig fram til formennsku? Þegar komið var að máli við mig í vetur þá ákvað ég, eftir töluverða umhugsun, að slá til. Ég hef talsvert komið að starfi félagsins í gegnum tíðina, var varamaður í úrskurðarnefnd lögmanna frá 2005 til 2015 og var varamaður í stjórn félagsins árið 2014 en sat nær alla fundi þar sem einn stjórnarmanna hætti lögmennsku. Síðan var ég aðalmaður í stjórn 2015 til 2017, þar af sem varaformaður síðara árið. Einnig kom ég að stofnun FKL, félags kvenna í lögmennsku, og sat þar í stjórn um tíma. Ég þekki því ágætlega til félagsins og starfsemi þess og hef mikinn áhuga á að vinna að málefnum lögmanna og réttarkerfisins. Nú ert þú önnur konan til að gegna formennsku í félaginu, af hverju heldur þú að þær hafi ekki verið fleiri? Þetta er reyndar mjög góð spurning, sérstaklega í ljósi þess að nú er hlutfall kvenna í félaginu um 31% og það mun aukast. Ég get þó ekki svarað henni. Í gegnum tíðina hafa fáar konur tekið þátt í störfum LMFÍ en sem betur fer hefur það breyst á síðustu misserum og árum Ljósmynd: M. Flóvent Nafn: Berglind Svavarsdóttir lögmaður. Vinnustaður: Lögfræðistofa Reykjavíkur. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? 22 ár. Hver eru helstu áhugamál þín? Lestur, fjallgöngur og skíði. Fjölskylduhagir? Eiginmaður minn, Friðfinnur Hermannsson, lést af völdum krabbameins í apríl 2017. Börn: Á tvo syni, 26 ára og 21 árs, og eina dóttur 16 ára.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2018)

Aðgerðir: