Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 33 ÁHRIF NÝRRAR PERSÓNUVERNDAR- LÖGGJAFAR Á LÖGMANNSSTOFUR Þann 25. maí sl. kom persónuverndarreglugerð Evrópu- sambandsins nr. 2016/679 („GDPR“) til framkvæmda í aðildarríkjum sambandsins. Drög að frumvarpi til laga sem innleiða eiga reglugerðina hafa verið birt hér á landi og bíður frumvarpið nú meðferðar Alþingis. Ljóst er að nýtt persónuverndarregluverk mun hafa í för með sér talsverðar breytingar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vinna með persónuupplýsingar og eru lögmannsstofur þar ekki undanskyldar. Lögmannsstofur vinna umtalsvert magn af persónu- upplýsingum og í grófum dráttum má skipta flokkum hinna skráðu, þ.e. þeim einstaklingum sem unnið er með persónuupplýsingar um, í tvennt. Þannig er í flestum tilvikum annars vegar unnið með starfsmannaupplýsingar, þ.á m. upplýsingar um umsækjendur, fyrrverandi starfs- menn og verktaka, og hins vegar með upplýsingar um viðskiptamenn eða umbjóðendur. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem umbjóðendur eru flestir lögaðilar eru ávallt einhverjir einstaklingar sem standa þar að baki og vinnsla á upplýsingum um þá fellur undir regluverkið. Í síðarnefnda hópinn fellur jafnframt vinnsla á upplýsingum um gagn- aðila og aðra þá sem viðriðnir kunna að vera einstök mál. Öll þessi vinnsla á persónuupplýsingum verður að vera í samræmi við ákvæði persónuverndarregluverksins. Við mat á því til hvaða aðgerða lögmannsstofur þurfa að grípa til þess að uppfylla skilyrði hins nýja persónuverndar- regluverks er lykilatriði að kortleggja fyrst þá vinnslu sem á sér stað. Vinnsluskrá Öllum lögmannsstofum ber að halda svokallaða vinnsluskrá samkvæmt hinu nýja regluverki. Í hana skal fylla inn upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar unnið er með, í hvaða tilgangi, í hversu langan tíma upplýsingarnar eru varðveittar o.s.frv. Persónuvernd hefur nýlega birt form að slíkri vinnsluskrá sem gott er að líta til. Með því að fylla vel út í vinnsluskrá þessa er hægt að kortleggja með ágætis hætti þá vinnslu sem á sér stað hjá viðkomandi lögmannsstofu. Aðgerðir sem grípa þarf til Á grundvelli vinnsluskrár er hægt að framkvæma gloppu- greiningu og útbúa lista yfir þau verkefni sem ráðast þarf í til þess að skilyrði hins nýja regluverks séu uppfyllt. Ekki er ólíklegt að flestar stofur þurfi að grípa til ýmissa aðgerða, þ. á m. eftirfarandi; Fræða þarf starfsmenn og umbjóðendur um vinnslu; Veita þarf öllum þeim einstaklingum sem unnið er með persónu- upplýsingar um, þ. á m. starfsmönnum og umbjóðendum, fræðslu um vinnsluna, hvaða upplýsingum er safnað, hvort þær eru afhentar þriðja aðila, á hvaða grundvelli upplýsingarnar eru unnar, hversu lengi þær eru varðveittar o.s.frv. Gott er að útbúa persónuverndarstefnu eða tilkynningu sem birt er þessum mismunandi flokkum hinna ÁSLAUG BJÖRGVINSDÓTTIR LÖGMAÐUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.