Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/18 21 FRAMTÍÐARSÝN Á FJÁRMÁLAMARKAÐI Á málstofu um framtíðarsýn á fjármálamarkaði á Lagadeginum 2018 var fjallað um samspil nýrrar tilskipunar ESB um greiðsluþjónustu (PSD2) við almennu persónuverndarreglugerðina (PVRG). Málstofustjóri var Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, og framsögumenn þær Erna Hjaltested lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Auk þeirra voru þeir Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga og Hallgrímur Ásgeirsson yfirlögfræðingur hjá Landsbankanum í panil. Aukið aðgengi þriðju aðila að bankaupplýsingum Greiðsluþjónusta felur fyrst og fremst í sér að færa peninga frá einum aðila til annars með rafrænum hætti og í erindi sínu fjallaði Erna Hjaltested um tilskipun ESB um greiðsluþjónustu sem fyrirhugað er að verði tekin upp í EES-samninginn á þessu ári. Hinni nýju tilskipun er ætlað að opna aðgengi þriðju aðila að bankaupplýsingum um neytendur og tilgangurinn er einkum að efla samkeppni, örva tækniþróun á netinu og bæta hag neytenda. Með hinum nýju reglum munu neytendur geta nýtt sér nýjar tegundir þjónustu, átt auðveldara með að versla á netinu auk þess sem bankar þurfa ekki að samþykkja aðgang þriðju aðila, oftast svokallaðra fjártæknifyrirtækja, að bankaupplýsingum. Innleiðing tilskipunarinnar felur í sér endurskoðun á núgildandi lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu en meðal nýjunga er útvíkkun á gildissviði með fleiri þjónustum sem greiðsluþjónusta nær til auk þess sem tilskipunin mun einnig ná til greiðslna sem eru að hluta utan EES. Skylt verður að hafa starfsleyfi eða skrá þjónustuna hjá Fjármálaeftirlitinu ásamt því sem strangar F.v. Jónína S. Lárusdóttir, Georg Lúðvíksson, Helga Þórisdóttir, Erna Hjaltested og Hallgrímur Ásgeirsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.