Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 1
The Modem Housevvlfe Knows
QnaUty That Is Why She Selecta
“CANADA
BREAD”
Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 39 017
ÁRGANGUR
fjölment samsæti
I gær varð séra Rúnólfur
Marteinsson sjötugur. Var það
tilefni þess, að honum var
haldið samsæti af kvenfélagi
Jóns Bjarnasonar skóla., En
sóra Rúnólfur tók við stjórn
bess skóla 1913, er hann var
stofnaður, og hefir oftast verið
stjórnandinn eða skólastjórinn
síðan.
Samsætið var í Fyrstu lút.
kirkju.
Mátti hei'ta að hvert sæti
Vasri skipað á aðalgólfi. Séra
aldimar J. Eylands, stjórnaði
f®ðuhöldunum og höfðu þess-
!r verið valdir til þeirra, auk
torsetans: Dr. B. J. Brandson,
séra Sig. ólafsson, Dr. R. Beck,
Mrs- S. ólafsson, er flutti frú
^farteinsson ræðu. Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson orti kvæði.
Guðm. F. Jónasson flutti ávarp
frá Fyrsta lút. söfnuði. Double
9Uartette söng undir stjórn. R.
R-, þá söng Mrs. Unnur Sim-
^ons solo og ungfrú Snjólaug
Sigurðsson lék piano solo. Að
síðustu þökkuðu séra Rúnólfur
°g Mrs. Marteinsson fyrir
^völdið. Kaffi var drukkið í
samkomusal kirkjunnar.
Samsætið fór hið ánægju-
tegasta fram. Ræðurnar voru
allar fluttar á ensku, sem oss
eins og ástóð fanst óþarft. En
auðvitað búum við í ensku
landi. Það sem vér eigum við
er að við ættum að nota ís-
’enzkuna við hvert tækifæri,
Sem þess er kostur.
Séra Rúnólfur Marteinsson
®r fmddur 26. nóv. 1870 á Gils-
fj'teigi í Eiðaþinghá í Suður-
Múltsýslu. Foreldrar hans
voru Marteinn Jónsson og Guð-
run Jónsdóttir Bergsonar
Prests að Hofi í Álftafirði. —
Yestur um haf kom séra Rún-
°lfur með þeim 1883. Settust
foreldrar hans að á Hnausum
°g bjuggu þar s;ðan. En 14
eða 15 ára gamall var séra
“únólfur tekinn í fóstur af
^óðurbróður hans, séra Jóni
“Jarnasyni, D.D., er setti hann
^ menta.
Séra Rúnólfur hefir verið
ó^ikili starfsmaður íslenzkra
^lagsmála hér vestra. Prest-
skap hafðl hann með höndum
1 .^ja-lslandi, stofnaði að nýju
Sofnuð á Gimli, og á fleiri stöð-
Uln þar nyrðra. En síðustu 25
ar eÓa meira hefir hann verið
olastjóri Jóns Bjarnasonar
s óla. Ætlum vér erfitt að
f fnda á nokkurn íslending, er
0ruað hefir sér fyrir starf sitt
eni hann. Skólinn var áhuga-
^.a séra Jóns Bjarnasonar.
asrri 30 árum áður en hann
ar stofnaður, gaf hann fé til
y0ðs’ er til skóla skyldi verja.
ar það kallaður gróði af út-
ir U Sameiningarinnar, en hef-
w b^legast verið ritstjóra
g, y^Dið. Draumurinn með
olanum var að koma hér upp
ranlegri íslenzkri menta-
fe° nuu °S má kalla það einn
.^gUrri drauma Vestur-lslend-
en ^ - ^*effa var engum ljósara
þv- Sera Rúnólfi. Hefir hann
rík re^nsf frur fóstursonur ást-
hieð sfórhuga fósturföðurs
þag skólastarfi sínu. Minnir
Son ^ ^en(fmgu Jóns Þorláks-
þr-ar’ að maðurinn sé gullið
laUtt fynr alt. En að skrifa
ójfet ^ál um starf séra Rún-
s’ gefst hér ekki tími.
s 01 Prestskap hans mun sagt
CJ+Sa er Þetta ritar hefði ekk-
efiQ, d aö segja neitt um og er
En k nokkuð 1 Því.
bess ^að er eflausf margt sem
utan væri hægt að minn-
að
ert
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. NÓV. 1940 NÚMER 9.
FRJÁLSA FRAKKLAND SIGLIR MEÐ BRETUM
Á skipsfjölum fransks skips á brezkri höfn, er
vara-aðmíráll Muselier að kynna sér lið heiðurs-
verndara hins frjálsa franska sjóflota, menn sem ehn
berjast með Bretum fyrir frelsi.
ast á í fari séra Rúnólfs. Það
er undarlegt, að um leið og
ungu fólki dettur í hug að gift-
ast, er sem því sé stefnt á séra
Rúnólf. Hefi eg stundum mint
hann á það þegar hann hefir
komið með giftirtgarfréttirnar,
oft margar á viku, til birtingar
í Heimskringlu, hvort að hann
væri ekki hræddur um orðinn
að hann hefði fyrir mikið að
svara, ef ábyrgðin félli á hann
út af því hvernig þetta færi.
Hefir hann brosað við og sagt
að það væri hreint ekki eins
mikil hætta þessu samfara og
stundum liti út fyrir, því fólk
yrði vitrara með giftingunni.
En hvað sem öllu spaugi
líður, þakkar Heimskringla
honum fyrir þessar fréttir; það
eru ef til vill beztu fréttirnar
sem hún hefir flutt.
Að J. B. skóli hefir nú lagt
niður starf, er ekki séra Rún-
ólfi einum eftirsjá. Það er
eftirsjá öllum sönnum íslend-
ingum. Má vera að þar hafi
verið um ofurefli að ræða. Má
vera að alt sem íslenzkt er og
íslenzkan sé að verða okkur
ofurefli og á sannist sem Gutti
segir
Að tala móðurmálið,
Er mönnunum ekki fært,
Þeir mundu gera það glaðir,
Gætu þeir aðeins lært!
Hér við skal nú sitja. Um
leið og Hkr. þakkar séra Rún-
ólfi starf hans í þágu þjóð-
ernis- og félagsmála Islend-
inga, óskar hún honum bjartra
daga á ófarinni æfileið.
Úrslit bæjarkosninganna
Það eftirtektaverðasta við
bæjarkosningarnar í Winnipeg
er ef til vil það, að aðeins 40%
af kjósendum greiddu atkvæði.
Svo litinn áhuga er sagt að
kjósendur hafi aldrei áður
sýnt. Sá er að minsta kosti
dómur sumra. Hitt getur einn-
ig verið ástæða, að kjósendur
séu að vakna til meðvitundar
um að sætta sig ekki við það
sem er minna en hálft. Menn
þreytast á að greiða ár eftir ár
atkvæði með sama húmbugg-
inu.
Eina breytingin sem í bæjar-
ráðinu á sér stað, er sú, að þar
verður nú enginn kommúnisti.
Mr. Penner er að vísu bæjar-
ráðsmaður, en hann er í fang-
elsi. Um hann var ekki kosið.
En M. J. Forkin fyrrum bæjar-
ráðsmaður og Mrs. Penner, er
sótti í skólaráði, töpuðu bæði.
Aukalögin, sem greitt var at-
kvæði um, voru: 1. að veita fé
til byggingar nýrrar eldvarnar-
stöðvar, er var felt og 2. um
að veita öllum borgurum 21
árs að aldri atkvæði i bæjar-
kosningum, sem var samþykt.
Bœjarráðið 1941
í fyrstu deild: Nú endurkosn-
ir — Sara og Morrison; nýr
fulltrúi Hilda Hesson. Leslie
Cooney var kosinn til eins árs.
Simonite og Thompson voru
fyrir.
í annari deild: nú endur-
kosnir — Coulter, Smith, Simp-
kin. Fyrir voru Bardal, And-
erson og Flye.
í þriðju deild: nú endurkosn-
ir — McLean, Gray; nýr full-
trúi W. Scraba. Fyrir voru —
Petley, Blumberg og Penner.
1 skólaráð voru kosnir i ann-
ari deild — James Black, Mary
Jenkins og L. M. Van Kleek; í
þriðju deild — McGrath, P.
Taraska; í fyrstu deild — Mac-
Innes og Stringer.
UM HERKOSTNAÐ
CANADA
Yfirlit það um herkostnað
Canada er hér fer á eftir, birt-
ist nýlega í blaðinu Winnipeg
Free Press. Fyrirsögn grein-
arinnar var að vísu “Break
Down of War Costs”. En
Heimskringla velur henni við-
kunnanlegra nafn en það. •—
Höfundur greinarinnar er hinn
aldni fréttaritari liberal blaða
í Canada, Grant Dexter, er yfir
öll þing að minsta kosti býr í
Ottawa.
“Mánaðarskýrsla fjármála-
ráðsins ber með'sér, að 238.9
miljón dölum hefir verið varið
til hers í Canada síðan 1. apríl
á þessu ári. Áætluð stjórnar-
útgjöld á árinu, sem lýkur 31.
marz 1941, eru 940 miljón dalir.
Hvert fer þetta fé? Er þar
um nokkuð að ræða í aðra
hönd fyrir okkur?
Til þessa hefir stjórnin ekki
auglýst neina tilslökun eða
stöðvun á útgjöldunum. En hin
áætluðu útgjöld hafa verið
sundurliðuð og skýrð atriði fyr-
ir atriði, af ráðgjöfunum i
skýrslum þeirra til almenn-
ings. Og samkvæmt því er
Hon. J. L. Usley, fjármálaráð-
herra segist frá 2. ágúst s. 1., er
940 miljón dala útgjöldunum
þannig skift niður:
Til landhersins ....$490,874.939
Til sjóflotans ... 123,400,000
Til flugliðsins... 218,292,638
Önnur herþjónusta 7,550,591
Heráhöld og út-
búnaður ........ 55,000,000
aðrar deildir .... 45,000,000
í viðbót við þetta verður eytt
96 miljón dölum til vörugerðar
(aðallega í heráhöld og útbún-
að) fyrir Bretland. Þessi vöru-
kaup fyrir hönd Breta, eiga
aðeins við það, sem Canada-
stjórn gerir í þeim efnum, en
nær ekki til sölu á canadiskum
afurðum til Bretlands beina
leið frá framleiðendum.
Eitt af því sem eftirtekt vek-
ur nú, eftir að stríðið hefir
staðið yfir í eitt ár, er það að
helmingur útgjaldanna er fyrir
landher. Loftherinn, sem næst
kemur á útgjalda skránni, fær
aðeins $218 miljón dali — ekki
helming á við landherinn sem
virðist ofmikill munur.
Þegar áætlunarreikningur
þessi var gerður, var tala her-
manna um 150,000. En hún
hefir aukist síðan um 10 af
hundraði. í viðbót við það,
hefir véla og vagnadeild verið
mynduð, er feikna fé kostar.
Frá stjórninni höfum vér engar
upplýsingar um það, en þeir er
til slíkra hluta þekkja, telja
kostnaðinn um 80 miljón dali.
Útgjalda-áætlunin til flug-
liðsins, má reiða sig á að verð-
ur of lág. Hon. J. L. Ralston,
hélt fram í ræðu í Montreal 4.
sept., að útgjöld þessi gætu
ekki orðið undir 260 miljón
dölum.
Áætlunin til sjóflotans, uin
125 miljón dalir, er einnig bú-
ist við að verði of lág. Flota-
málaráðið tiltók ekki neina
fjárhæð í ræðu um miðjan
september, er útgjöldin á-
hrærði, en dróg ekkert af að
þau yrðu miklu hærri en búist
væri við.
Þegar grundvöllur er einu
sinni lagður að því hvað gera
skuli í stríði er erfitt að
breyta til nema í smærri atrið-
um. En hvað aðfer með það
er þó Ijóst af ræðu, er Hon. J.
L. Ralston hélt nýlega, þar sem
hann telur kaup hermanna og
útgjöld fyrir fatnað og til
þeirra sem þeir eiga fyrir að
sjá, ekki verða 55 heldur 233
miljón dali á ári. Síðan Mr.
Ralston hélt þessu fram, hefir
landherinn mikið stækkað, og
^ostnaður þessu samfara því
einnig aukist. En úr þessum
útgjöldum verður ekki dregið,
nema með takmörkun hersins,
sem ekki er neitt útlit fyrir að
gert verði.
í loft og sjóhernum fjölgar
mönnum einnig óðum, en það
mun þó verða langt þar til að
þessir útgjalda liðir jafnast á
við útgjöldin til landhersins.
Tölur þessar munu vekja eft-
irtekt. Á fyrstu mánuðum
stríðsins, lýsti stjórnin því upp
aftur og aftur yfir, að þetta
yrði ekki stríð með stórum
landher. Það sem aðal-áherzl-
una átti að leggja, á væri að
efla loftherinn, sjóflotann,
vopnagerðina og hernaðar-á-
höld ýmisleg.
Reyndin er þó ^ú, að meira
er varið til landhersins, en til
bæði loft- og sjóhersins til
samans.
En skotfæra og birgðadeildir
stjórnarinnar sýna þó ef til vill
bezt, hversu herkostnaðurinn
eykst. f síðast liðnum apríl
mánuði nam verkið, sem gert
var og samningar voru gerðir
um, 3 miljón dölum á viku. Nú
er það að meðaltali orðið 10
miljón dala og þó nokkuð bet-
ur. Það er og stórkostleg ný
vopnaframleiðsla framundan.
Nokkuð af henni er að vísu
keypt af Bretum, sem greitt er
fyrir með eignum, er þeir eiga í
þessu landi fyrir lán veitt Can-
ada, en það stendur ekki þann-
ig á nema með helming af
þeirri 130 miljón dala fjárhæð,
sem til þessa hefir verið gert
ráð fyrir að greiða í þessu
skyni.
Nákvæmlega sagt, hefir
milli 1. apríl og 30. september
verið samið af hergagna og
birgðadeild stjórnarinnar um
tilbúning á vopnum og hernað-
arvörum fyrir 382 miljón dali;
eru vörur.fyrir 134 miljón dali
af því fyrir Breta. Ný útgjöld
hafa við þenn’an lið bæzt síðan
og fram að 15. október, er
nema 235 miljón dölum og er
mikið af því til iðnstofnana,
annað hvort nýrra eða gam-
alla, sem gert er ráð fyrir að
reisa eða endurbæta og
stækka.
Hon. C. D. Howe skýrði frá
því 31. ágúst, að ný iðnaðarhús
til hervöruframleiðslu yrðu
reist og hefði 165 miljón dalir
verið til þess veittir. Með
þessu fé kvað hann annað
hvort hægt að reisa að nýju
eða stækka um 100 framleið-
sluhús, og næmi framleiðsla
þeirra sem næst 800 miljón döl-
um á ári. Nú þegar eða upp
til síðustu viku hafa verið
lagðir 235 miljón dalir í þetta.
Virðist af því mega ráða að
um 140 iðnstofnanir sé hér um
að ræða, er framleiði hernað-
arvörur er nemi 1,100 miljón
dölum á ári.
Það er að vísu margt sem til
greina kemur í sambandi við
þennan herkostnað, sem hér
hefir verið nefndur. Það er vel
til, að framkvæmdir dragist
stundum lengur, þó samningar
séu gerðir, en búist er við. —
Kostnaður sá verður þá ef til
vill ekki heldur greiddur á
þessu ári. En þó alt sé til
greina tekið, eru líkurnar litlar
til að áætlunarreikningurinn
940 miljón dala til hersins nægi
þörfinni. Herútbúnaðurinn er
óðum aðwaxa. Og að kostn-
aðurinn verði meiri á næsta ári
(J941—42) er ekki að efa. —
Verði hann ekki nær 1,400 mil-
jón dölum á þessu yfirstand-
andi ári, en áætlun stjórnarinn-
ar, verður hann það áreiðan-
Iega á næsta ári.
Útvarpssjóður
Þeir sem vildu styrkja út-
varpssjóð Sameinaða kirkjufé-
lagsins eru góðfúslega beðnir
að senda samskot sín til Páls
S. Pálssonar, 796 Banning St.,
Winnipeg, kjaldkera kirkjufé-
lagsins. Einnig eru menn
beðnir að láta fréttast hvernig
útvarpsmessan frá Sambands-
kirkjunni s. 1. sunnudag hafi
heyrst út um land.
Til séra Rúnólfs Marteinssonar
á sjötugs afmœli hans.
I.
Finn eg eitthvað ögra mér,
er þig hyllir þjóðin,
eina stöku að yrkja þér
upp á gamla móðinn.
Vara þann, sem viltur fer;
veita þeim, sem brestur;
styrkja þann, sem þróttlaus er:
það er að vera prestur.
Hún er sjötug sagan þín,
silfur skreytir brána;
enn á lofti Eygló skín,
æskufjöllin blána.
Sá ei hræðist síðsta dúr,
sem í orði og verki
barðist alla æfi trúr
undir hreinu merki
II.
Á mál þitt eg hlýddi með athygli oft
—þó ættum ei samleið í trú—
eg vissi og fann að hvert einasta orð
af einlægni talaðir þú.
Þó mennirnir skiftist um skoðun og rök
og skilning — er prestinum léð
að flytja í ræðunni sumar og sól,
ef sálin og hjartað er með.
Frá stólnum í kirkjunni kendir þú margt
um kærleika, dygðir og trú.
Þar útsýni smælingjans heiðríkt og hlýtt
með hluttekning skapaðir þú.
1 skólanum kendir þú æskunni alt,
sem einkennir sannkristna menn;
þar sorgum og fögnuði fylgdist þú með:
varst faðir og bróðir í senn.
í kirkju og skóla þó kendir þú vel
—Um kærleik þar vitnaði flest—
í heilsteyptu líferni, hvar sem þú fórst
með hógværð samt kendir þú bezt.
í áhrifum þínum á þjóðlífið alt
hin þrautseiga staðfesta réð.
1 gegn um þau fundum við sumar og sól,
því sálin og hjartað var með.
Sig. Júl. Jóhannesson