Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
N
/
Hcimskrmgla
(StofnuO 1S8S)
Kemwr út A hverjum miOvikudegl.
Elgendur:
THE VIKINa PRE88 LTD.
153 09 ISS Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia 86 537
7erð blaðslns er (3.00 árgangurlnn borglst
fyrtrfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKINQ PRES8 LTD.
tJU vlSsklfta bréí blaðlnu aðlútandl sendlst:
Manager J. B. SKAPTASON
Í5S Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
553 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskringla” ls pubUshed
and printed by
THE VIKltlG PRESS LTD.
153-355 Sargent Avenue, Winnipeg Ma*.
Telephone: 86 637
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940
UM DAGINN OG VEGINN
Hvers eiga vísindin að gjalda?
Það hefir oft vakið undrun mína, hve
mönnurti er gjarnt að hlaupa í vísindin
og kenna þeim um hvað eina sem öfugt
gengur í þjóðfélaginu. Þau eiga vegna
þess hvað köld og andlaus þau séu, að
auka glæpi. Og stríð eru undantekn-
ingarlítið kend þeim. Hjá klerkum og
“góðu” kirkjufólki er bæði í hljóði og
upphátt um vísindi oft talað, sem þau
væru komin frá þeim vonda og vísinda-
mennina sem ármenn hans eða þjóna.
Þetta má kalla að komi úr hörðustu átt,
því ekki hafa stríð eingöngu verið til
frá því er sögur fara fyrst af, og fyrir
þann tíma , er vísindastarf hófst í þeim
skilningi, sem við nú leggjum í það orð,
heldur hafa stríð verið háð út af trúar-
brögðunum einum saman.
Eg hlustaði nýlega á erindi um stál-
suðu eða stálsteypugerð. Það flutti Is-
lendingur á fundi ensks félags í þessum
bæ. Hann hét Jón Ólafsson. Hann hefir
við iðju þessa fengist og hlýtur að vera
vel heima í henni; annars væri hann ekki
pantaður til að fræða aðra um málið. í
inngangi erindis síns, brá hann upp
mynd á léreftinu af ólögulegum grjót-
eða moldarhnaus. 1 aldaraðir kvað hann
hnullung þennan hafa legið ósnertan
eins og hann kæmi engum neitt við. En
svo kom að því, að menn fóru að rann-
saka efni hans og eiginlegleika. Af því
hefði leitt að síðustu stálgerðina og með
henni hefði stærsta sporið verið stigið í
menningu vorri. Þá var sterkara efn:
fundið en áður þektist, og án þess væru
nú ekki til stórhýsi, báknskip eða stór-
brýr nútímans, meira að segja ekki held-
ur hnífarnir og skeiðarnar þarna á borð-
inu, sagði fyrirlesarinn. Þetta var við
kvöldverð. Þarna var ágætis mynd
brugðið upp af breytingunum, sem orðið
hefðu í þjóðfélaginu, sem stöfuðu af
uppgötvun stálsins.
Hér er nú um aðeins eina uppgötvun
að ræða. En má ekki þetta um fleiri
þeirra segja. Þarf nema að líta á öll
þægindi nútímans til þess að sannfær-
ast um það, hvað vísindin hafa gert fyr-
ir mannkynið. Jónas Hallgrímsson lok-
aði ekki anda sínum fyrir þessu eins og
vísa hans ber með sér:
Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð—
Verður þetta mjög fjarri sannleikan-
um um vísindin? Hafa þau ekki ofið
lýð og láð farsæld, þrátt fyrir alt öfug-
streymið^ í einu eða öðru? Sá menn-
ingarbragur, sem á heiminn hefir
komist í flestum greinum, er vlslndun-
um að þakka. Þau eru skapari hinna
raunverulegu framfara og breytinga til
hins betra og þægilegra lífs fyrir mann-
kynið, öllu öðru fremur. Eg segi ekki
að góðar og göfgandi hugsanir, eins og
t. d. kirkjan er að reyna að kenna, hafi
ekki sem ótal margt annað átt sinn þátt
beint eða óbeint í framför mannkynsins,
en vísindin hafa þar gengið til verks.
Heimspeki og trú eiga sér að sjálfsögðu
sæti á bekk framfaranna en það er þó
fyrst þegar raunvísindastefnan ryður
sér tll rúms, sem menn fara að ná fast-
ari tökum á framfaraviðleitninni og
kenningar, sem ekki standast próf
þeirra, tapa skjótt gildi. Án raunvís-
indastefnunnar hefðum við fyrir löngu
verið eða mátt vera hættir að gera okk-
ur grein fyrir þroska mahnsins og óþrot-
legum framfaraskilyrðum á þessari jörð.
Með þetta í huga er það dálítið óvið-
kunnanlegt að sjá því haldið fram eins
og gert var í Lögbergi s. 1. viku, að vís-
indi hefðu ekki verið heiminum eða
mannkyninu til neins gagns, nema ef
vera skyldu læknavísindin. Sannleikur-
inn um læknavísindin er jafvel sá, að
þau koma því aðeins að notum, að önnur
vísindi hafa orðið til þeim jafnhliða, er
svipuð áhrif hafa haft í þá átt að bæta
heilsu og lengja líf manna. 1 raun og
veru eru það allar ytri ástæður, viður-
væri og þrifnaður, sem læknar telja nú
orðið öllu nauðsynlegra, heilbrigði
manna til tryggingar, en lækningar
þeirra sjálfra. Með -öðrum orðum: að-
búnaðurinn og varúðin hefir fyrir vís-
indin batnað og breytt lífskjörum manna
svo að þeir njóta nú fullkomnara og
lengra lífs en nokkru sinni fyr.
Eins og allir vita er minst af þessu frá
kirkjunni komið. Með því er þó ekki
sagt að hún eigi ekki starfsvið í þjóðfé-
laginu, ef hún er framfara kirkja og
tekur höndum saman við vísindin. Hún
og hver önnur góð félög geta haft mikil
áhrif til góðs, ef þau vinna í rétta átt.
Sé unnið í gagnstæða átt, eins og aftur-
halds kirkjur gera og vísindin borin á
hornum sér, þá er mannkyninu andleg
afturför vís. Að allmikið ber nú orðið
á þessari amasemi við vísindum hjá al-
menningi innan afturhalds kirknanna,
sýnir hvað erfið brautin er til menn-
ingar og framfara fyrir mannkynið jafn-
vel vegna venja og viðhorfs manna.
Hér um árið skrifaði prestur bók um
framhaldslíf og hélt eindregið með því
að þá byrjaði lif mannsins fyrst fyrir
alvöru er hann væri hér dáinn. Um
þetta efni hugsa margir, en úr því getur
engin leyst. Vísindin hafa heldur ekki
komist svo langt í þessari grein að
geta staðfest þetta. En eftir því tókum
vér, að langan inngang varð að skrifa
að bókinni til þess, að rífa niður raun-
vísindin áður en á efninu var byrjað.
Það varð að kalla öll.vísindi lýgi eða
að minsta kosti mjög vafasöm, fyrst til
þess að hægt væri að halda því rök-
fræðislega fram, sem sanna átti með
bókinni.
Prestarnir leggja eflaust söguna um
“skilningstréð” til grundvallar þessari
stefnu sinni um að vera á móti vísind-
unum. Maður ætti oft nauða-erfitt með
að átta sig á afstöðu þeirra, ef ekki væri
fyrir þessa sögu.
En í hvaða skyni og af hvaða ástæð-
um, sem prestar og “gott” kirkjufólk
heldur á móti raunvísindunum, þessu
“áhaldi” sem mannkynið á til þess að
meta að verðugu hlutina og ágizkanir
og bollaleggingar mannanna um þá, er
hitt víst, að það er ekki verið að gera
málefni kirkjunnar neitt gott með þeirri
andúð, né nokkrum manni. Það getur
verið að slík prófun komi prestunum
illa, en hví skyldu þeir, sjálfir erinds-
rekar hins æðsta á jörðu, ekki vera sömu
lögum háðir og aðrir um að segja sann-
leikann?
Eg veit að sumir muni bera á móti því
að sannleikurinn sé ávalt raunvísind-
anna megin. Eg man eftir fyrir nokkr-
um árum, að sex prestar reyndu að vé-
fengja staðhæfingar, sem vísindamaður
frá Englandi, Joseph McCabe að nafni,
hélt fram í fyrirlestri í þessum bæ um
að ekkert atriði, sem raunvísindin hefðu
viðurkent, hefði verið hrakið s. 1. 20 ár.
Hann skoraði á prestana, að koma með
sannanir fyrir máli sínu, því umræður
voru leyfðar að fyrirlestrinum loknum.
En það fór sem fyr, að þegar prestarnir
áttu að fara að sanna mál sitt, skorti þá
það sem með þurfti til þess. Þeir fóru
ekki frægðarför á þessum fundi.
Það er ekki átt við það hér, að mönn-
um geti ekki skjátlast í skoðunum sín-
um. Það er heldur hitt sem öllu varðar,
að við það sé kannast, þegar sannað
hefir verið að skoðunin sé röng. Af
skoðunum sem eru ósannaðar er auðvit-
að mikið til og verður altaf. En er það
ekki ábyrgðarhluti að útbreiða þær,
meðan vissuna skortir fyrir hvort þær
hafi við nokkurn sannleika að styðjast?
Raunvísindin eru síðasta og merkileg-
asta framfara tímabilið í sögu manns-
andans. Frá fyrstu Kristni var tímabil
kaþólskunnar með syndalausnasöluna
og aðra spillingu, þá siðabótin með sínar
hégiljur, og loks heimspeki og hugspeki,
sem einnig lentu í ógöngum oft vegná
þess ,að ein skoðun gat verið jafn fögur
og heillandi hvort sem hún var rétt eða
röng meðan raunvísindin voru ekki kom-
in til sögunnar. Með þeim öðlast mann-
kynið þann leiðarhnoða sem undrum
hefir ollað á framfarabrautinn' og á
eftir að gera það, ef hégiljurnar verða
ekki ofan á einu sinni enn.
SMÆRRA OG SMÆRRA
Tímaritið Time 28. okt.
Það er smásjá þeirri að þakka, er hlut-
ina sér án aðstoðar ljóss, að maðurinn
sér nú hið óendanlega smáa betur en fyr.
Það sem hér ræðir um er rafeindasjón-
aukinn. Með honum, í Camden í New
Jersey, Berlín, Lundúnum, Toronto, og í
vikunni sem leið, í Pasadena, Calif.,
rannsökuðu vísindamenn fimtíu sinnum
smærri hluti en þeim var unt að sjá
fyrir einum tugi ára.
Sjónaukar ,sem nota hið sýnilega eða
hið ósýnilega fjólubláa ljós, stækka
svona nokkurn veginn alt upp að fimm
þúsund sinnum, en þegar um verulega
nákvæmni eða gagnsemi er að ræða,
liggja efri takmörk stækkunar þeirra
um tvö þúsund þvermál. En með sjón-
aukum þeim, sem rafeindageisla nota,
hefir gagnsamleg stækkun margfaldast
meir en hundrað þúsund sinnum. Ljós
er öldulest. Svo að örsmáir líkamir geti
orðið sýnilegir, mega þeir ekki vera öllu
minni þvermáls en lengd ljósöldunnar. Sé
líkaminn til muna minni en öldulengdin,
fer hann í gegnum ljósgeislann líkt og
mýfluga gegnum stórriðið net. Raf-
eindageislar eru einnig öldulestir, en
öldulengd þeirra er mörgum þúsund
sinnum styttri en lengd ljósöldunnar. Og
þannig, hvað afleiðingarnar snertir,
gáfu rafeindageislarnir vísindamönnum
miklu smáriðnari ánetjunartæki en
nokkur tegund ljósgeislanna getur veitt.
Ef tilbúna efnið Vinylchloride poly-
mer, er líkist teyjuleðri eða gúmmi, er
stækkað eitt hundrað og fimm þúsund
sinnum í rafeindasmásjá, sjást mislitir
deplar, er vísindamenn hyggja að séu
virkilegar sameindir eða frumagnakerfi
(molecules) þessa samsetnings; og
myndir af andlitsfarfakornum, sem voru
stækkuð tuttugu og fimm þúsund sinn-
um, leiddu í Ijós, að á kornum þessum
eru skörðóttar nibbur eða framskot,
sem valda loðun þeirra við hörundið.
Rafeindaljósmyndir af taugaveikisbak-
teríum og innýflasýklum sýna smágerð-
ar, öldumyndaðar taugar eða þræði, sem
eru ef til vill hreyfingarfæri þeirra. Slík-
ar myndir sýna og, að kýlateinungar
(anthrax bacilli) eru samfestir á endum
með kynlegum skifumynduðum tengsl-
um. Svo sést einnig, að keðjur eða
festar hinna svonefndu snúinkorna
sýkla (streptococci) eru samfastir á ytri
himnum, ekki ósvipuðum bjúguhylkjum
(sausage casings).
Einna eftirtektarverðustu brautryðj-
endur á sviði rafeindasjónaukans eru
þýzka verzlunarfélagið Siemens & Hal-
ske, og R. C. A. félagið í Camden, New
Jersey. Fremstur manna á þessu verk-
sviði í starfstofum R. C. A. félagsins er
þagmælskur Rússi, Vladimir .Kosma
Zworykin að nafni, sem einnig er frægur
fyrir firðsýnisrannsóknir sínar. Fyrsti
rafeindasjónaukinn hans var á stærð við
vatnshitunarketil (hér er átt við ketil,
sem notaður er í húsum, sem heita-
vatnsleiðslu hafa), og útheimtj her-;
bergisfyllir i af háþrýsturafstraumsút-
búnaði. En nú hefir félagið látið full-
gera smærra, rennilegra og sélegra
verkfæri, og rúmstærð aflvaka þess með
öllum útbúnaði er nú aðeins tvö ten-
ingsfet. R. C. A. fullyrðir, að hver skýr
persóna geti á einni klukkustund lært
að fara með smásjá þessa, með
góðum árangri í vændum. Síðast-
liðna viku kvaðst félag þetta reiðubúið
að selja rannsóknarstofnunum þessa
nýju fyrirmynd. Sörluverð: $9,500 hvert
verkfæri.
Þar sem rannsóknaraðferð þessi er ný,
hafa sum sérkenni, er hinar mjög stækk-
uðu myndir af sýklum sýna, ekki áunnið
annað en að Vekja vísindalegan áhuga.
En áður en lýkur, fylgi vísindin sinni
sögulegu venju, verða þau hagnýtt. Að
líkindum mun vísindamönnum bráðum
takast að gera þau leyndardómsfullu
sýkingarefni sýnileg, sem eru svo smá-
ger, að þéttustu postulínssiur halda
þeim ekki.D Það er ekki óhugsandi, að
með rannsóknum þessum takist fyr eða
siðar að leiða í ljós hinar imynduðu
genes (eindir, sem framleiða ýms ein-
kenni foreldranna í afsprengjum þeirra),
að manninum takist að sjá þær, þar sem
1) Nýkomin skýrsla frá Berlín full-
yrðir, að þar hafi í fyrsta sinn sést bólu-
veikissýklar í umræddri smásjá.
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940
— :............... =&
þær leynast fram með litögn-
um frumlukjarnans. Með því
að stækka ákaflega mikið
krabbameinsfrumlur, tekst
þeim máske að lokum að leiða
í ljós, hvað orsakar illkynjaðar
meinsemdir.
Árni S. Mýrdal þýddi
SKOPLEIKARI
PRÉDIKAR
Rœða flutt í Sambandskirkj-
unni í Winnipeg af séra
Philip M. Pétursson
í bókinni sem kölluð er Pré-
dikarinn í Gamla Testament-
inu, eru mörg spakmæli, sem
geta ekki annað en komið
manni til að hugsa, eða sem
vekja upp hjá manni margar
hugsanir, sem endurhljóma
það sem þar er ritað og vekja
upp í huga manns margar hug-
myndir um það, eða fullkomn-
ari skilning á því sem ritað er’.
Meðal þesskonar spakmæla,
eru orðin sem rituð standa í
7. kapítula þeirrar bókar, eins
og t. d. þar sem sagt er: “Spek-
in veitir vitrum manni meiri
kraft en tíu valdhafar, sem eru
í borginni.” (7:19) — og aftur
“Kúgun gerir vitran mann að
heimskingja” (7:7) og enn aft-
ur: “Betra er að hlýða á á-
vítur viturs manns en á söng
heimskra manna, því að hlát-
ur heimskingjans er eins og
þegar snarkar í þyrnum undir
potti; — einnig er það hé-
gómi.” (7:5, 6).
Svo mælti prédikarinn forð-
um, og enn þann dag í dag,
endurtökum vér orð hans, og
finnum í þeim mikla speki,
mikinn vísdóm!
Þau komu mér til hugar um
daginn, er eg las grein, sem eg
hefi tekið sem umræðuefni
mitt í kvöld, en er eg velti
þessu fyrir mér, varð eg var
við greinarmun á þýðingu orða
á ensku og íslenzku. l*íslenzku
þýðingunni á biblíunni, er t. d.
notað orðið “heimskingi”, en á
ensku er sagt “fool”, sem þýð-
ir auðvitað “heimskingi”. En
það orð þýðir einnig annað,
eða er notað í annari merk-
ingu, eða var, þ. e. a. s. á fyrri
dögum höfðu konuAgar og
heldri menn, það sem kallað
er hirðfífl, eða á ensku “court
jesters”, sem einnig voru kall-
aðir “fool”. Þeir áttu að
skemta fólkinu, að koma því til
að hlægja, og í því sambandi
mætti endurtaka orð prédikar-
ans forðum: “Betra er að hlýða
á ávítur viturs manns en á
söng heimskra manna, því að
hlátur heimskingjans er eins
og þegar snarkar í þyrnum
undir potti.”
En ekki voru öll hirðfífl
heimskingjar. Alveg eins oft
og ef til vill oftar, hafa heimsk-
ingjarnir veYið hinir þeir sem
hlógu að fíflinu, þeir sem vildu
láta skemta sér, en fíflin hin
svokölluðu, voru vitrari en
margir hugðu, og eins er enn
þann dag í dag, eins og eg vil
reyna að benda á seinna. En
fyrst vil eg víkja að kvæði sem
er heyrði fyrst fyrir mörgum
árum, og sem kom mér nú aftur
til hugar er eg hugsaði um
þetta efni, sem eg hefi valið
mér í kvöld, “Skopleikari pré-
dikar”, sem mætti einnig vera
“Fífl prédikar.” 1 þessu kvæði
er fíflið látið vera vitrara en
konungurinn sjálfur.
Kvæðið var kallað á ensku
máli, “The Fool’s Prayer” eða
“Bæn heimskingjans” eða
“fíflsins” og gaman væri ef að
einhver af skáldum vorum ís-
lenzku vildi þýða það á ís-
lenzku.
1 byrjun þess er sagt að í
konungshöll hafi verið mikil
veizla, og konungurinn til að
skemta gestum sínum þegar
veizlan var búin, og allir voru
saddir af mat, kallaði hirðfifl-
sitt og sagði við hann, er fólk-
ið sat alt í kring hálf brosandi
og beið eftir því, að geta hlegið
að skrípalátum hans: “Herra
fífl, krjúptu nú, og gerðu bæn.”
Og fíflið, með málaða and-
litið og afákralega búninginn,
tók ofan húfuna með bjöllun-
um á, og kraup á pallinum, hjá
konunginum og byrjaði: “Ó
guð, vert þú mér, fíflinu,
miskunsamur!” Og þá flutti
hann bæn, sem var alvöru-
þrungin og í sönnum bænar-
anda. Hann játaði syndir sín-
ar, og bað fyrirgefningar. Hann
tók það fram að sannleikur og
réttlæti næði ekki tilgangi sin-
um með rangri breytni, né
heldur að himnaríki kæmi á
jörðu á meðan að mennirnir
fylgdu heimskulegum og vill-
andi stefnum. Hann tók það
fram ,að oft óviljandi fari menn
afvega. Alveg eins og þegar
fætur vorir troða blóm og feg-
urð jurtanna, þá troðum vér
einnig næmustu tilfinningar
þeirra, sem eru oss ástfólgnast-
ir og kærastir. Hann endur-
tók hugsunina um það, að vér
vanrækjum það, sem vér ætt-
um að gera, en gerum það, sem
betur væri ógert, — og segjum
það, sem betur væri ósagt. —
“Vér biðjum ekki fyrirgefning-
ar á ófullkomleik vorum”,
sagði hann í bæn sinni, “en
vegna yfirsjóna og hirðuleysis,
beygjum vér oss í blygðunar-
semi fyrir augum himins”, og
endaði bæn sína með orðunum:
“Jörðin hefir ekkert smyrsl
fyrir villur eða ófullkomleg-
leika. Menn krýna þorpara, og
refsa þeim, sem verkfæri hafa
verið í höndum þeirra og gert
vilja þeirra! En vert þú ó
drottinn mér, fíflinu, miskun-
samur.”
Er bænin var á enda, var
hljótt í salnum. Konungurinn
mælti ekki orð, en reis á fætur
úr sæti sínu og gekk út um
dyrnar í garðinn sinn, og er
hann var kominn út, mælti
hann við sjálfan sig blygðun-
arfullur: “Vert þú mér, fífl-
inu, miskunsamur.”
Og hér í þessu kvæði, birt-
ist sannleikurinn sem prédik-
arinn kendi. “Betra er að
hlusta á ávítur viturs manns,
á söng heimskra manna!” En
hér, í þessu tilfelli, var hann,
sem hlegið var að, hinn eini
vitri maður, en hitt fólkið alt,
heimskingjarnir, eins og kon-
ungurinn skildi, er bæn fíflsins
var á enda, og hann gekk út í
garðinn.
Og eins og eg gat um, þá er
það enn þann dag í dag, að
þeir, sem hafa haft það að lífs-
stefnu, að láta menn hlægja,
að skemta mönnum, lifa ekki
né hugsa eins yfirborðslega
eins og flestum sýnist eða finst.
Og oft er það tilfellið, að þeir
sem hlægja mest að skrípalát-
um þeirra, skilja minst, og eru
sjálfir mestu fíflin!
Þetta hefir sannast að miklu
leyti nú nýlega, að minsta
kosti um skopleikarana, að
þeir eru ekki eins yfirborðs-
legir eins og þeir oft sýnast.
Nýlega er komin út hreyfi-
mynd sem skopleikarinn Char-
les Chaplin er í. Hann hæðist
að Hitler og Mussolini í henni,
þó að á sama tíma hann sýni
eitthvað af hryðjuverkum
þeirra og villimensku, sem alls
ekki er skopleg, og sem hann
ætlar ekki að sé efni athlægis
né skemtunar.
Hann leikur sjálfur tvö
stykki, fyrst einræðismann, og
hitt, fátækann hárskera. Síð-
agt í ‘myndinni verður ein-
hverskonar ruglingur, og menn
taka fátæka hárskerann fyrir
einræðismanninn. Hann er
klæddur einkennisbúningi og
leiddur fyrir fólksfjölda mik-
inn, og á þar að flytja ræðu.
Og er þessi ræða sem fátæki
hárskerinn flytur, sú er eg
skoða sem prédikun í fylsta
skilningi; og sem getur leitt
mönnum sannleikann í ljós, ef
að þeir hafa skilning og vit til