Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1940næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA UM ÍSLENZKAR KONUR kona Lárusar Fjeldsted hæsta- _________________ 1 réttarmálaflutningsmanns í Kunningjakona mín kom við á íslenzku sýningunni í New York rétt áður en henni var lokað og færði mér þaðan ís- lenzk spil . . . kóngarnir og drotningarnar voru söguhetjur °g fagrar konur úr fornsögun- Uln . . . þar voru draumakon- urnar okkar, Helga hin fagra, Hallgerður langbrók, Kolbrún °g Guðrún ósvífrsdóttir. . . Eg veit ekki hvort útgefendurnir höfðu lifandi konur sem fyrir- uiyndir... það eru fríð andlit á spilunum . . . en nóg var úr að Velja . . . því altaf hafa fagrar konur verið til á Islandi. . . Eg man eftir Svía, sem eg talaði við á árunum i San Francisco • • • hann hafði farið víða um heim og dvalið í mörgum lönd- Urn, þar á meðal á íslandi. . . Hann sagði mér — og meinti það — að islenzkar konur Væru “non plus ultra”. . . Hvort hann hafði á réttu að standa skal eg láta ósagt . . . en eg er að velta því fyrir mér, hvaða fagrar íslenzkar konur eg hefi séð um dagana . . . og þær eru ekki fáar. . . Frú Kristín, kona Dr. Helga Fjeturss var Hallgerður lang- hrók endurborin — það er tegurðin, sem eg á við, ekki skaplyndið; — ýmsra þjóða menn hafa sagt mér, að frú Kristin í möttli með skaut hafi verið hin fegursta sjón, sem fyrir þá hafi borið. . . Tvær Helgur þekti eg, sem hverja Um sig hefði mátt kalla “hin fagra” . . . önnur var Helga, kona Arent Claessens stór- kaupmanns, hin var Helga ^óttir Jóns Jakobssonar lands- bókavarðar. . . Helga Jakobs- s°n, rauðhærð og grannvaxin, var svo falleg á árunum þegar hún heimsótti mig í Höfn, að hún nærri því “stansaði um- terðina”, eins og við segjum hér vestra. . . ímynd Kolbrún- ar var frú Ásta, kona Jóns Her- mannssonar lögreglustjóra i Heykjavík . . . um hana kvað h*orsteinn Erlingsson: Henni hún Ásta augunum til einhvers svona í leyni, °g finni maðurinn engan yl, er hann úr skrítnum steini. Anna Borg væri heldur ekki nein afleit Kolbrún . . . eða frú ^órunn Kvaran . . . og það er engum erfiðleikum bundið, að hugsa sér hana Matthildi, dótt- lr Einars Hjörleifssonar, eða hana frú Áslaugu, konu Hall- SHms Benediktssonar stór- kaupmanns, sem Guðrúnu Ó- svifrsdóttir. . . Allar þessar konur geta hæglega verið drotningar í ríkjum spilanna. Þegar eg las Njálu í barn- æsku — hún er annars ennþá Hiblían” mín og fylgir mér hvar sem eg flækist — þá hugs- a®i eg mér altaf hana Gunn- hildi konungamóðir í líkingu ^ru Jensínu, móður Ásgeirs Ás- Seirssonar fyrverandi forsætis- ráðherra . . . hún var falleg kona og alveg sérstaklega Hguleg. . . Láru Indriðadóttir, Einarssonar sé eg sem Hildi- Sunni, konu Höskuldar Hvíta- hesgoða. . . En þegar eg las um ^ergþóru á Bergþórshvoli dett- Ur mér altaf í hug hún Jóhanna 1 Stakagerði . . . þau hjónin púdi Lárusson og Jóhanna höfðu bú til lands og sjávar í vestmannaeyjum. .. Gísli, hinn Prúðasti maður og Jóhanna, ^ríð kona og fönguleg . . . hún Var vinur vina sinna og óvinur Slnna óvina . . . það sópaði að henni Jóhönnu . . . hún var ergþóra endurborin í Eyjum. ‘ • Já, margar fleiri myndar- egar og fagrar íslenzkar konur gæti eg nefnt. Að einu leyti var íslenzkum onum oft ábótavant . . . þær öfðu ekki fallegt göngulag ... hin var Kristín eða afneita þeim, en þá yrði [næst er málið rætt bæði í und- þeim erfiðara að koma sínum ir og aðalnefnd og þær breyt- Reykjavík . prýðilega . . kona Páls ísólfssonar tón- skálds . . . Kristín, ljóshærð og broshýr var altaf á hraðri ferð, blessunin, en það fór henni vel. Fallegt göngulag, þægileg rödd og góð meðferð á málinu er þýðingarmikið hverri konu . fagurt andlit og vaxtarlag er lítilsvirði, ef konan “veður jörðina upp að hnjám” eða tal- ar eins og sjóari af Álftanesinu . . . og nú segið þið auðvitað: “hvað vill hún upp á dekk” með allar þessar aðfinslur . . . en stundum geta aðfinningar verið hjálplegar . . . og mér dettur í hug það sem hann Tryggvi Svörfuður sagði við mig á árunum — við vorum samverkamenn á sendiherra- skrifstofunni í Kaupmanna- höfn — hann sagði, að eg gengi eins og “kú” . . . og fyrir það hefi eg altaf blessað Tryggva . . . hann kendi mér að ganga . . . og eins man eg þá tíð, að eg var latmælt, eins og flestir Sunnlendingar — en flámælt hefi eg aldrei verið! — og góður Austfirðingur vandi mig af því. . . Og svo er það skapfrekjan í okkur ís- lenzku konunum . . . það er auðvitað mikið karlmönnunum að kenna . . . þeir hafa altaf dáðst að skapmiklum konum á Islandi . . . það er ekkert við það að athuga, að hafa skap, ef maður kann að stjórna þvi . . . en það er sannarlega ekk- ert að stæra sig af, að vera vargur . . . og, trúið þið mér, stúlkur mínar, eg veit hvað eg er að fara með, því eg hefi barist við vargaskapinn í sjálfri mér í meir en fjörutíu hyggnari réðu frá því. Þeir kvaddir eru til að gefa álit sitt gátu það ekki nema með því að í málinu. Þessi vitnaleiðsla hún bar sig .uppljósta meiru um áform sín getur tekið langan tíma. Þar málum fram síðar. Hið heita suðræna blóð svall þeim í æð- um og hreinasta furða að Lin- coln slapp ómeiddur. Öldunga- ráðsmaðurinn Charles Sumner ingar gerðar, sem þurfa þykir. Þar næst er málið rætt bæði í undir og aðalnefnd og þær breytingar gerðar, sem þurfa þykir. Þarnæst tekur lögfræð- frá Massachusetts-ríki var bar-1 inga ráðanautur þingsins (The ar: Rannveig Schmidt ABRAHAM LINCOLN bó Ur, æan eg tvær íslenzkar kon- Eftir Náttfara ----- Framh. Annar spyr: Vill þingmaður- inn frá Hlinois að þingið og stjórnin hætti að senda hern- um vopn og vistir, og skilji drengina okkar eftir allslausa í höndum óvinanna?” Þessari spurningu svarar Lincoln þannig: Þingmaðurinn frá Illinois vill alls ekki skilja her vorn eftir hungraðan og vopnlausan í óvina landi, held- ur hefir greitt sitt atkvæði og mun halda áfram að greiða sitt atkvæði með fjárframlögum til hersins meðan stríðið stendur. En hann vill vita hversvegna við höfum sent drengina okkar inn í Mexikó og hvað lengi þeir eigi að dveljast þar. Tuttugu og sjö þúsundir þeirra hafa fallið, og þó fleiri dáið af lofts- lags sjúkdómum en fallið á víg- völlum. Ef við ætlum okkur að hafa varanlega hersetu þar yfir yfirunnum lýð munu enn fleiri deyja af þessum suður- landa farsóttum og þá ber okk- ur öllum að spyrja hversvegna höfum við herlið í Mexikó. Eg vil vita hið sanna, hefir að- spyrjandinn nokkuð á móti því að kynnast sannleikanum?” Fleiri urðu ekki til að spyrja þar sem svörin komu svo greiðlega; en það var mikill [uggur í herbúðum Suðurríkja- mannanna. Það gerði nú ekki svo mikið til þótt Lincoln veitt- ist að stjórninni. Stjórn Polk forseta var óvinsæl og á förum ihvert sem var, en hann hafði ljóstað upp hinum leyndu fyr- irætlunum þeirra, opinberað hin leyndu áform, er þeir höfðu naumast vogað að hvísla í eyru hvers annars, en var samt [engu síður vakandi í ' þeirra. Smám saman og á hentugum tímum ætluðu þeir svo að koma sínum uppástung- um að, undir einu eða öðru yfirskini. Þeir réðu ráðum sin- um, hvað gera skyldi. Jeffer- son Davis og nokkrir fleiri buð- ust til þess að svara Lincoln in til stórra meiðsla, í sjálfum þingsalnum af þrælahalds- sinna, fyrir minni sakir. Frá þessum degi tóku suður- ríkjamennirnir að óttast Lin- coln, óttast hann af því hann hafði skarpskygni til að greina hið sanna og djörfung til að segja það. I sjálfu þinginu hafði ræðan vakið feikna áhrif og við því varð ekki gert. Nokkrum vik- um síðar gengur einn af for- ingjum sunnlendinganna upp í ræðustólinn, er friðarsáttmál- inn við Mexikó var til umræðu. Hann stingur þá einmitt upp á því að varanlegt setulið sé haldið í öllum helstu borgum hins yfirunna lands og Mexikó gert að amerískri nýlendu. — Þessi maður var Jefferson Davis. Hann hafði verið for- ingi í Mexikanska ófriðnum, og getið sér góðan orðstír. Hann hafði særst á fæti og gekk nú við hækjur. Hann þótti því vel fallinn til að bera fram slíka uppástungu. En nú orkaði mælska hans engu, Lincoln var búin að búa menn undir því- líka uppástungu og hún var feld. Þessi ræða varð til þess að lyfta Lincoln til þjóðfrægð- ar þótt tillaga hans um að rannsaka upptök stríðsins, hin svokallaða “Spot Resolution” næði ekki fram að ganga. Samt vann hún mikið gagn því með mótþróa sínum gegn henni við- urkendi stjórnarflokkurinn í raun og veru sekt sína. Það eru ótal vegir til að stinga frumvörpum og uppá- stungum undir stól í banda- ríska þinginu og á nú ekki illa við að geta þess nánar, því almenningur hefir litla hug- mynd um hvaða vandkvæðum það er bundið að koma frum- vörpunum gegn um þingið. Að sönnu hefi eg engar skýrslur frá Lincolns dögum en um síð- asta þing er þetta að segja. Af 17,906 frumvörpum, sem lögð voru fyrir þingið, urðu aðeins 720 að lögum. Hvað varð um hin? Þau strönduðu á leiðinni einhversstaðar. — Þetta verður skiljanlegt þegar menn hyggja að þingsköpum. Látum okkur nú sjá: neðri- deildar þingmaður kemur með frumvarp. Hann skrifar það upp og varpar uppkastinu í nokkurskonar þró við stól þingforsetans. Þingvörðurinn (The Parliamentarian) tekur það þaðan ásamt öðrum frum- vörpum, er fyrir liggja og vís- ar þeim öllum til viðkomandi nefnda. Það eru 47 fasta þing- nefndir í neðri deild og skipað- ar mönnum frá báðum flokkum þótt meirihluta þingflokkurinn sé líka í meirihluta í hverrí nefnd. Nú eru sumar þessara nenfda mjög fjölmennar og hafa alt að því 40 meðlimi. Þeim er því tíðum skift í undir- nefndir og útnefnir nefndarfor- menn í þessar undirnefndir. — Geðjist honum ekki að frumvarpinu gerir hann isér hægt um hönd og skipar þeim í nefnd, er honum eru sam- dóma. Skapa þeir því nú skjótt aldurtila, með því að halda því í nefndinni án þess að leggja það nokkru sinni fyr- ir þingið. Samt getur meirihluti hugum |þingmannanna heimtað það af- greitt með undirskrifaðri bæn- arskrá. Komist nú frumvarpið framhjá þessum fyrsta þrep- skyldi eru utanþingsmenn ein- att kvaddir til umsagna, sé um meiriháttar frumvarp að ræða. Það eru oftast sérfræðingar í viðkomandi málum og þeir er Legislative Council) við því til endanlegrar uppskriftar og þeirra er að sjá um að hin fyr- irhuguðu lög komi ekki í bága við gildandi lagastafi. Nú leggur aðalnefnclin fyrst frum- varpið fyrir þingið til almennr- ar umræðu en þá er það tíðum svo breytt að sjálfur framsögu- maðurinn þekkir naumast frumvarp sitt. Sér hér um meiriháttar upp- ástungu að ræða skipar öll málstofan sér oftast í nefnd. (The Committee of the Whole House on the State of the Union). Hver einasti þing- maður hefir nú rétt til að gera breytingar tillögur eða vísa frumvarpinu aftur til aðal- nefndar, en með því er frum- varpið eyðilagt fyrir þá þing- setu. Að öllu þessu loknu er gengið til atkvæða í opnu þingi og nái frumvarpið fram að ganga er það sent til efrimál- stofunnar, þar sem það sætir svipaðri meðferð. Geri öld- ungaráðið gagngerðar breyt- ingar á frumvarpinu verður að vísa því aftur til neðri málstof- unnar og að síðustu fjalla nefndir frá báðum þingdeildum um ágreinings atriðin og leita samkomulags. Þessi mála- meðferð hefir bæði sina kosti og sína ókosti. Hún fyrir- byggir, að mestu íeiti, fljót- færningslegar samþyktir en hún er seinfær og ílla fallin til þess að greiða úr stundar vand- ræðum, þegar ástæður heimta skjóta afgreiðslu. Þessvegna er lýðræðinu æfinlega hætta búin þegar mikil þjóðar vand- ræði steðja að garði. í ófriði og þjóðar neyð verður að veita framkvæmdarvaldinu meira ráðrúm til að leysa úr vand- kvæðum. Lincoln sat aðeins eitt tíma- bil á þjóðþinginu. Hann náði ekki útnefningu í næsta skifti. Stríðsæsing hafði gripið þjóð- ina og þá er nú sjaldan gefin gaumur að dómgreindinni, og sannleikurinn á þá ekki miklu fylgi að fagna. Lincoln hafði mælt á móti stríðinu og það var nóg til að bægja honum frá þingsetu. Honum var líka fleira til falls. Hann var minni- hluta maður, á þingi og illa séður af landstjórninni. Kjör- sveitir hans urðu því útundan um fjórveitingar og ekkert þýddi að leita til hans um með- mæli til embætta. Það er mik- ill ljóður á öllu lýðveldi að kjósendur skoða þingmenn sína, fulltrúa kjördæmisins fremur en þjóðarinnar í heild. Sá sem getur kríað út hlunn- indi fyrir heimasveit sína og ragað fylgismenn sína inn í embættin ná oftast endurkosn- ingu þótt þeir kunni að vera þunnvitrir og beri lítinn skiln- ing á landsmálin. Með þessu móti fyllast embættin af ó- nytjungum og þingin af skrið- dýrs ættuðum atkvæða smöl- um. Þótt þingvist Abrahams yrði ekki lengri varð hún sízt á- rangurslaus. Hann kyntist mönnum og málefnum í hinum hæstu stöðum. Hann aflaði sér álits meðal leiðandi manna. Hann átti drjúgan þátt í því að afstýra eða öllu heldur tak- marka landvinningar stefnu bokkanna. Mexikó var ekki alt hernumið þótt Bandarikj- unum fénaðist mikið land í þessum ófriði. Alls náðu Bandaríkin í hálfa miljón ekra af landi og út úr því voru síð- ar þessi ríki sniðin: Californía, New Mexikó, Arizona, Nevada, - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Br aS flnnl 6 skrlfatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Hftlmil): 46 Alloway Aye. Talsími: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson Lögtræðingar 300 Nanton Bldg. Talsíml 97 024 | Omci Phoct res. Phor 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINQ Omci Hotthb: 12-1 4 P.M. - 8 P.M. 4KD BT APPOXMTMBNT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Laetur útl meðöl 1 viðlögum Vltltalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 aTS kveldlnu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannesjon 806 BROADWAT Talsiml 30 877 Vlðtalstíml kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur Ilkkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: SS 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agenti Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Freeh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgns lcelandlc spoken H. BJARNASON —TRAN SFER— Baoooge and Furntture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram eg aftur um bælnn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO SS4 BANNINO ST. Pbone: 26 430 DR. A. V. JOHNSON DENTISfT 506 Someraet Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 410 Medlcal Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka •Júkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimaaími 48 551 Á STRÆTISHORNINU sem gengu framúrskarandi allega . . . önnur var Lovísa, tafarlaust en þeir reyndari og það snertir sérstaklega, sem Utah og Colorado. Framh. í'rh. frá 3. bls. Bíllinn, ökuþórinn konurnar . . . það er eitthvað tigulegt og rólegt, næstum sorglega kyr- látt við það alt saman. Bíllinn heldur áfram; enginn hávaði í mótornum. Þetta er Packard- bíll, sem líður áfram hægt og hljóðlega innan um gamla Ford-skrjóða, sem mása og skrölta, eins og þeir séu að því komnir að detta í sundur á miðju strætinu. Og þarna stansar strætis- vagn (ekki sá sem eg er að bíða eftir) og út úr honum koma tvær nunnur. Þær trítla norður strætið. Önnur þeirra er mjög lág vexti. Svörtu káp- urnar þeirra dragast með jörð- inni og hetturnar hylja andlit- in, nema horft sé beint framan í þær. Baksvipurinn á litlu nunnunni er svo hlægilega skrítinn, þegar horft er beint á eftir henni, rétt eins og hún væri stór, svört padda, sem stæði upp á endann. Hinu meg- in á strætinu beint á móti þeim, ganga tvær ungar hjúkr- unarkonur, rösklegar og léttar í spori. Þær skrafa saman og hlægja. En hinar svörtu syst- ur líta ekki á neinn, þær ganga sína leið með sínum stuttu skrefum, eins og þeim standi alveg á sama um hvað á geng- ur í heiminum. Og því skyldi þeim ekki standa á sama um það? Hafa þær ekki afneitað honum og öllu hans synduga athæfi? Og þarna gengur ung kona vestur eftir strætinu. Hún hefir komið út úr sama stræt- isvagninum og nunnurnar. — Hún ber barn í fanginu, og þegar hún er komin yfir stræt- ið, lætur hún litla angann nið- ur á gangstéttina og hann trítl- ar við hlið hennar vestur stræt- ið. Hún er há og grönn og stígur léttilega til jarðar. Ein- kennilegt að horfa á eftir henni og barninu, eftir að mað- ur er nýbúinn að horfa á eftir nunnunum. Skrítið annars, að nokkrum skuli hafa getað dott- ið i hug, að nunnan lifi hreinna og hærra lífi en móðirin. En svo er margt skrítið í þessum heimi. Og þarna kemur vagninn, sem eg er að bíða eftir. Eg stíg upp í hann og tveir eða þrír aðrir, sem líka hafa verið að bíða. Einn þeirra er stór og feitur náungi, sem treður sér í sætið fyrir framan mig. Það er rétt svo að hann kemst fyrir í því. Hvernig stendur á því, að maður getur ekki annað en brosað að því að sjá mjög feita menn troða sér í sæti, sem eru gerð fyrir meðalmenn? Það er ekkert hlægilegt við það að vera feitur, það er alveg eins hlægilegt að vera mjög magur. En samt hlægja flestir að feit- um mönnum, en vorkenna mögrum mönnum. Eins og mennirnir sjálfir geti nokkuð að þessu gert. Það er bara eitthvað rangt við metabolism- ann (eg held að þetta sé rétta orðið) í hvorum tveggja. Og svo er ekki meira um það. Jæja, Heimskringla mín, eg er enginn rithöfundur, eins og sjá má af þessu skrifi, en mér dettur svona ýmislegt í hug stundum, og ef þetta verður prentað, þá er ekki nema víst, að eg sendi einstöku sinnum svipaðar hugleiðingar um smá- [vægileg efni, svona það sem ber fyrir augu á gatnamótum, þegar maður er ekkert að flýta ser. Jón úr Flóanum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (27.11.1940)
https://timarit.is/issue/153860

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (27.11.1940)

Aðgerðir: