Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1940næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA og einnig um varðveislu hins dýrmætasta og fegursta í vor- um margþætta menningararfi. Með þessari afstöðu sinni og starfi hefir hann unnið beint í anda síns ágæta og mikilhæfa nióðurbróður, séra Jóns Bjarnasonar, er var varðveisla islenzks þjóðernis og íslenzkra menningarerfða í landi hér hjartfólgið og heilagt mál. Séra Rúnólfur hefir ávalt verið boðinn og búinn, að teggja menningarmálum vor- um og þjóðræknismálum lið. Hann átti drjúgan þátt í stofn- un Þjóðræknisfélagsins, var formaður þeirrar 30 manna nefndar, sem segja má, að hrint hafi félaginu af stokkunum, þó að mikill undirbúningur væri á undann ganginn. Hann átti um nokkur ár sæti í stjórnarnefnd félagsins og skipaði þar sess vara-forseta eitt ár. Hann hef- ir einnig starfað mikið í þjóð- rækinsdgildinni “Frón” og ver- ið forseti hennar. Merkileg- asta verk hans í þágu Þjóð- ræknisfélagsins er þó vafalaust hið mikla starf hans við laug- ardagsskóla þess í íslenzku; en hann hefir verið skólastjóri hans og kent þar árum saman, og unnið það starf með sinni alkunnu alúð og fórnfýsi. Þá hefir hann einnig lagt merki- legan skerf til þjóðræknislegr- ar starfsemi vorrar með ís- lenzku-kenslu sinni bæði á Wesleg College og svo í hart- nær aldarfjórðung, á Jóns Bjarnasonar skóla. Eigi skal því heldur gleymt, að hann hefir þráfaldlega í ræðu og riti komið fram sem einlæg- Ur og ákveðinn málsvari ís- lenzks máls og menning- ar. Fyrir öll hans marg- þættu þjóðræknisstörf vil eg, sem forseti Þjóðræknisfélags- ins, þakka honum hjartanlega á þessum tímamótum æfi hans og færa honum heillaóskir fé- lagsins; fól stjórnarnefnd þess niér, að flytja þær kveðjur, nieð einróma samþykt á fundi sinum á laugardagskvöldið. Veit eg að félagar Þjóðræknis- félagsins taka almennt undir Þær þakkir og óskir. Rev. Marteinsson! It is in- deed a pleasure to salute you on this happy occasion; nor do 've forget her, who faithfully has stood by your side down through the years and been to you both an inspiration and a Pillar of strength. It is our heartfelt wish that your aut- úmn years may be rich in that happiness and tranquil beauty, 'vhich you have so amply earned. “Ekkert fegra á fold eg leit, en fagurt kvöld á haustin.” FRÚ TABOUIS hin geysiforspáa, frakkneska blaðakona, sem nú lifir í út- iegð, skrifaði, skömmu eftir að hún kom til Englands, grein, t>ar sem hún fullyrti, að Frökk- úm hefði verið í lófa lagið að sigra Þjóðverja í yfirstandandi styrjöld. Frú Tabouis komst hi. a. þannig að orði: ■— Frökkum er það en ekki fyllilega ljóst, að það, sem einkum réð því, frá pólitísku, teknisku og siðferðislegu sjón- urmiði, að þeir urðu undir í stríðinu, er sú staðreynd, að her þeirra skyldi ekki ráðast á Siegfried-línuna 2. sept. 1939, enda þótt hann væri illa undir slíkt búinn. Ef þessi árás hefði Verið framkvæmd, vitum við öll, að hún hefði hepnast, og hnr með hefði frakkneski her- 'nn ráðið örlögum Þýzkalands. Við höfum í fórum okkar skýrslu þýzku herstjórnarinn- frá 12. og 13. sept. 1939. Þá bað hún leiðtoga sinn þess heitt og innilega, að hann sendi hðstyrk til vesturvígstöðvanna. ^eitel herforingi sagði hvað ^ttir annað: “Ef Frakkar ráðast a Siegfried-línuna, munu þeir brjótast gegnum hana, og þá mun skapast hjá okkur sams konar ástand og 1914.” Hitler svaraði ávalt: “Það þora þeir aldrei. Eg hef nógan tíma til að sigra Pólverja, áður en eg sendi allar hersvietir mínar í vesturátt.” Því miður létu Frakkar það á sannast, að leigtoginn hafði rétt fyrir sér. Frú Tabouis gefur Bretum það heilræði, að þeir láti víti Frakka sér að varnaði verða. Hún lítur svo á, að þeir eigi að ráðast á ítalska flotann eins fljótt og unt sé. Er hann sé unninn, muni Bretar hafa Lybíu og Eþíópíu, ásamt öll- um öðrum nýlendum Itala í Afriku, á valdi sínu. Slíkt mundi tryggja þeim fylgi alls frakkneska hersins í Norður- Afríku, sem jafnan hefir þráð það heitt og innilega, að berj- ast gegn ítölum. Að þessu loknu telur frú Tabouis, að auðgert væri að eyðileggja mikilvægustu hafnarbæi á Italíu, en slíkt mundi skapa Bretum fylgi þeirra þjóða, er búa við austanvert Miðjarðar- hafið. En þá væri kominn tími til að láta verulega til skarar skríða gegn öxulrikjunum. — Frúin vill ekki, að Hitler fái þá ósk sína uppfylta, sem hann ól sér í brjósti, er hann sagði við Ciano greifa, utanríkisráð- herra Itala nokkru eftir að Frakkland féll: “ Við skulum gefa okkur nógu langan undir- búningstíma, áður en við ráð- umst á Stóra-Bretland. Sú að- ferð hepnaðist svo vel í viður- eigninni við Frakkland.” Frú Tabouis ásakar Frakka fyrir andvaraleysi á ýmsum sviðum. Hún segir m. a.: — Ef allir frakkneskir karl- ar og konur, sem ekki voru á annað' borð störfum hlaðin, hefðu í stað þess að slæpast á kaffihúsum, verið látin vinna að vörn Parísar í tæka tíð, myndi þýzka leynilögreglan “Gestapo” nú ekki eiga sér að- setur á Ritz og reka þar ó- heilla-starfsemi sína. Ef æska Frakklands hefði, í stað þess að búa sig undir vorprófin í skól- unum, verið látin vinna þegn- skyldustörf úti á ökrunum, til þess að leysa bændur á her- skyldualdri af hólmi, eins og þýzki æskulýðurinn var látinn gera, þá myndi þýzkur fylkis- stjóri ekki drotna yfir Sor- bonne-háskólanum í dag til þess (eins og Þjóðverjar orða það) að “umbæta mentunina í Frakklandi”. Sérhver Frakki iðrast þess nú sáran, að hann skyldi ekki vinna nótt og dag að vörn lands síns. Nú er slíkt um seinan, því að nú vinnur hann í þágu Hitlers. Nú vita Frakk- ar orðið, að annað hvort verð- ur sú þjóð, sem á í höggi við Þjóðverja, að skipuleggja her- varnir sínar af alefli eða hún hlýtur að bíða lægra hlut fyrir leifturárásum þeirra. Frakkar vona, að aðrar þjóðir falli ekki í sama fenið og þeir sjálfir, og að þau mistök, sem frakknesk- ir leiðtogar létu sig henda, verði ekki endurtekin af bresk- um stjórnmálamönnum. Madame Genevieve Tabouis, frægasti núlifandi kvenblaða- maður, er fædd árið 1892. Hún er frakknesk og hefir ritað um utanríkismál síðan 1931. Lagði stund á egypsk fræði, en gerð- ist eftir stríðið 1914—18 frétta- ritari ýmsra frakkneskra blaða í Geneve. Frægust fyrir ýmsa stórpólitíska spádóma, sem mjög hafa þótt rætast. Sagði fyrir Abyssiníustríðið og töku Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Tabouis er nú landflótta í Ame- ríku.—Samtíðin. eecoðsecosðceocoðoscQðsea Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu ÁRNI JóNSSON JOHNSON ÓLÖF JóNSDóTTIR JOHNSON ' Minning Þau hjón, Árni og Ólöf John- son, fædd sama árið, 1863, Árni 21. marz, en Ólöf 25. desember, bjuggu saman næstum því hálfa öld, og dóu síðan sama árið, með aðeins mánuð á milli þeirra. Ólöf andaðist 14. okt. s. 1., en Árni.15. nóv. Sambúð þeirra var hin fegursta, og þó að hart sé að þurfa að kveðja tvö slík ástúðarfull góðmenni, finst manni eitthvað samræmi vera í því, að þau skyldu bæði, eftir svo langa samveru í lífinu, hverfa að heita mætti, saman inn í eilifðina. Árni heitinn var sonur þeirra hjóna, Jóns Jónssonar hrepp- stjóra og Ragnhildar Gísladótt- ur, og var fæddur í Bygðarholti í Lóni í Austurskaftafellssýslu. Mestmegnis af tímanum bjó hann í heimahúsum þar til hann var komin yfir tvítugt, 0g þá vann hann á ýmsum stöðum nokkur ár áður en hann flutti vestur um haf og kom til þessa lands 1890. Árni var einn af tólf börnum alls, sem eru nú öll dáin nema ef til vill einn bróðir, Guðmundur á íslandi. Tveir bræður hans fluttu til þessa lands, Sigurður, bóndi á Minnewakan, Man., sem dó fyr- ir tæpum þremur árum og Gísli, sem dó s. 1. vor. Árið 1893 kvæntist Árni heitinn Ólöfu Jónsdóttur, sem til þessa lands kom um líkt leyti og hann, eða ef til vill dá- litlu síðar. Hún var fædd á Ytra Krossnesi í Skagafjarð- arsýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Jónsson og Ólöf Þorsteinsdóttir; misti Ólöf for- eldra sína á unga aldri, og ólst upp eftir það hjá hjónunum Jóni Guðmundssyni og Maríu á Silfrúnarstöðum í Skagafirði. — Hún átti einn bróður, Ólaf, og tvær systur, Sigríði og Kristbjörgu, sem ólu aldur sinn á ættjörðinni og eru nú öll dáin. Er Árni og Ólöf gengu í hjónaband, reistu þau sér fyrst bú í Álftavatnsbygðinni og bjuggu þar sjö ár. En þá fluttu þau vestur fyrir Mani- toba-vatn og settust að í grend við það sem þá var kallað Wild Oak, P. O., og voru þar eitt ár, og fulttu þá þaðan til Marshland bygðarinnar, þar sem þau áttu heima þangað til fyrir 15 árum er þau fluttu til Langruth bæjar, þar sem heim- ili þeirra var úr því, og þar sem þau kvöddu bæði þetta líf, með aðeins eins mánaðar millibili. Og nú er þau eru farin, syrgja margir lát þeirra, margir vinir og nábúar, sem kvntust þeim, og lærðu að elska, vegna blíðleika þeirra beggja, góðmensku og hlýhug til allra. Mörg voru þau góð- verk sem þau unnu, en sem fáir vissu af, og sem þau kærðu sig lítið um að auglýsa fyrir almennigi. Sem dæmi þess má minnast þeirra barna sem þau tóku til fósturs og ólu til full- orðins aldurs. Eina áttu þau dóttur, Önnu, sem er nú Mrs. Thomas George, til heimilis í Gladstone. En fösturbörn þeirra voru þrjú: Helgi Nordal, sem býr í St. James; Sigurbjörg (Bertha) Mrs. Evans, sem býr í St. Vital, og Þorbjörg, systur- dóttir Ólafar, gift Agli Ander- son, lögfræðing í Chicago. En minningarnar eru oft beztu eftirmælin, og fáir eru það, sem skilja eftir fegri eða hjartfólgnari minningar en þessi ágætu hjón. Þau hafa hlotið hvíld eftir erfiði dagsins, og eins og Guð blessaði starf þeirra í þessu lífi, blessar hann þau nú í eillífðinni, þar sem þau eru enn saman, og þar sem að sársauki skilnaðar- ins lætur aldrei framar til sín taka. Útför þeirra beggja, fór fram frá Lútersku kirkjunni í Lang- ruth, að viðstöddu margmenni við báðar útfarir — við útför Ólafar heitinnar 17. okt., og við útför Árna heitins 18. nóv. Og við báðar útfarir töluðu prestarnir séra S. S. Christoph- erson og séra Philip M. Péturs- son. Jarðað var í Langruth- grafreit. Á STRÆTISHORNINU 1 fyrri daga var það talið óskaráð, ef maður vildi verða margs vísari, að liggja úti á krossgötum á jónsmessunótt. En nú er þessi aðferð til að öðl- ast vizku alveg lögð niður, eða að minsta kosti hefi eg engan þekt, sem hefir reynt að öðlast vizkuna með svo hægu móti. En næst útilegum á jónsmessu- nótt mun bezta ráðið, ef ekki til þess að öðlast vizku, þá að minsta kosti til þess að fá aukinn skilning á lífinu, og okkur er sagt að það sé vegur til vizku — já, bezta ráðið mun vera það, að standa á strætis- horni og horfa; og það er enn- þá fyrirhafnarminna en að liggja úti á krossgötum, og svo þarf ekki að bíða eftir neinni jónsmessunótt með það. En eg vil vara þá, sem vilja reyna þetta, við því, að standa ekki á hvaða strætishorni sem er, það getur vakið athygli lög- reglunnar og verið skoðað sem umferðartöf, eða hver veit hvað. Maður verður að velja sér rétt horn, t. d. horn, þar sem maður þarf að bíða lengi eftir strætisvagni. Þar getur maður átt víst að má að standa í friði alt að því í hálftíma. ‘Eg þekki nokkur slík horn í Win- nipeg, en þar sem vel getur verið, að eg noti sum þeirra sjálfur í framtíðinni, til þess að auka skilning minn á lífinu, þá vil eg ekki vísa neinum á þau að svo stöddu. Það yrði víst ekki mikið úr alvarlegum athugunum, ef margir íslend- ingar færu að standa á sama horninu. Ætli að það yrði þá ekki fljótt farið að tala um stríðið eða nýjustu skáldsög- una eftir Halldór Kiljan Lax- ness? En svo enginn haldi, að eg sé að tala út í bláinn, eins og ræðumaður á einhverjum opinberum fundi, þá skal eg geta þess, að eg hefi sjálfur reynt þessa útistöðu á strætis- horni, og það nú rétt fyrir skemstu; og eg var einmitt að bíða eftir strætisvagni. Eg hefi reynsluna fyrir mér. Og eg veit ekki betur en að það sé haft eftir Jóni heitnum Repp, að reynslan sé sannleikur. Það getur verið, að Jón Repp hafi ekki verið neinn Sólon Islandic- us, eins og Sölvi Helgason, sem margir helztu rithöfundar ís- lenzkir eru nú farnir að setja saman skáldsögur um, og halda að hafi verið genius. lík- lega af því að hann reyndi að mála eilífðina; en hvað sem því líður þá vissi maður sá (eg meina Jón Repp) hvað hann var að segja. Og það minnir mig á kerlinguna, sem kunni þessa vísu um Jón Repp: “Frómur sem Plato, falskur sem Cató, með öndu ljúfa, o. s. frv., en hélt að Plató og Cató hefðu verið tveir hundar. En nú er eg kominn út frá efninu. Það, sem eg ætlaði að segja var það, að eg stóð á strætishorni og var að biða eft- ir strætisvagni, eða Bus eða kari, mér er sama, hvað það er kallað. Og eins og flest annað fólk mundi hafa gert í mínum sporum, horfði eg í all- ar áttir; eg hafði ekkert annað að gera, eins og gefur að skilja. Og nú ætla eg að lýsa fyrir háttvirtum lesendum, (hvað er þetta? eg er farinn að tala eins og ritstjóri), því sem fyrir augu bar, náttúrlega ekki öllu, heldur því, sem eg tók eftir; hitt liggur auðvitað í undirvit- undinni, eins og sálfræðing- arnir segja, og kemur líkalega aldrei upp fyrir þröskuldinn. (Með þessu orði á eg við með- vitundar-þröskuldinn, t h e threshold of consciousness, en ekki húsdyra-þröskuldinn). Fyrst kom vagn, ef vagn skyldi kalla, að norðan. Hann var með einum hesti fyrir, gömlum gráum klár, sem steig þungt til jarðar og hengdi nið- ur hausinn. Vagninn var yfir- bygður, eins og kassabíll á ís- landi, þ. e. a. s. ofan á grind- inni var stór kassi, samanrek- inn úr borðum og ómálaður. Hvað í þeim kassa var, veit eg ekki; það getur hafa verið grænmeti og það geta hafa verið gamlar tuskur. En í öku- mannssætinu sátu tveir karlar, og annar þeirra hélt í taum- ana. Manni dettur margt skrítið í hug, þegar maður stendur svona á strætishorni og er að góna á umferðina. Skyldi þessi klár nokkurntíma hafa verið folald og leikið sér í grænu haglendi, og skyldu þessir karlar nokkurn tíma hafa verið litlir drengir? Nú danglar sá karlinn, sem í taum- ana heldur, ofúrlítið í klárinn með svipunni um leið og hann beygir fyrir hornið. Klárinn tekur kipp, skokkar svo litla stund og svo lötrar hann. — Skyldi þessi hestur nokkurn tíma hafa getað hlaupið? Þarna kemur hvítur bíll að sunnan. Hverskonar flutnings- INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................Jí. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Káxdal Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..........................................Björn Þórðarson Belmont.................................. Q. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge__________________________.H. A. Hinriksson Cypress River......................................Guðm. Sveinsson Dafoe________________...._________________S. S. Anderson Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson Elfros...... .........................J. H. Goodmundson Eriksdale................................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask..................... Rósm. Árnason Foam Lake............................. H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................. G. J. Oleson Hayland............................. Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................ Gestur S. Vídal Húsavík..................................John Kernested Innisfail_______________________________________ófeigur Sigurðsson Kandahar_________________________________S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth...............................Böðvar Jónsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar.................................... D. J. Lándal Markerville....................... ófeigur Sigurðsson Mozart-------------------------------- S. S. Anderson Narrows..............................................S. Sigfússon Oak Point.---------------------------- Mrs. L. S. Taylor Oakview..............................................S. Sigfússon Otto..................................... JBJörn Hördal Biney....................................S. S. Anderson Red Deer---------------------------„...ófeigur Sigurðsson Reykjavík.................................. Riverton..............................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man------------Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock................................ Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Tantallon.................................O. G. ólafsson Thornhill..................*..........Thorst. J. Gíslason Víðir.................................. Aug. Einareson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................................. S. Oliver Winnipeg Beach...........................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Bantry...................................E. J. Breiöfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co..................Th. Thorfinnsson Grafton................................Mrs. E. Eastman Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmana Los Angeles, Calif.... Milton--------------------------------------S. Goodman Minneota............................Miss C. V. Dalmana Mountain...............................Th. Thorfinnseon National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodmaa Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Upham------------------------------------E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. WrfMr: Heorj Av«. Mmmt Sími 95 651—95 562 Skrlfstote: Heorj og Argjl* VERÐ - GLÆÐI . ÁNÆGJA tæki er hann? ökuþórinn er ungur maður í einkennisbún- ingi. Á hliðinni á bílnum stendur: “Thomsons’s Ambul- ance”. Já, þetta er skamt frá spítalanum, og þangað er auð- vitað altaf verið að flytja fólk. Og sumir eru fluttir þaðan aft- ur í líkvagni. En hvað kemur það við manni, sem stendur á strætishorni og er að horfa á lífið, eða brot af því, fara fram hjá? Maður segir bara spek- ingslega eitthvað á þá leið, að þetta sé gangur lífsins og gleymir því svo á næsta augna- bliki. En hvað er nú þetfa? Hér stanzar bíll rétt fyrir framan mig. Hann er að bíða eftir að mega halda áfram yfir strætið. Þetta er Packard-bíll, stór og gljáandi. Ökuþórinn situr teinréttur í framsætinu og lít- ur hvorki til hægri né vinstri. Hann skilur sitt hlutverk og hefir hugann allan við það. 1 aftursætinu sitja tvær konur, vel búnar, hvorki ungar né gamlar. Þær horfa beint fram fyrir sig og eru hljóðar. Skyldu þær koma frá spítalanum? — Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (27.11.1940)
https://timarit.is/issue/153860

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (27.11.1940)

Aðgerðir: