Heimskringla - 27.11.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940
SAMSÆRIÐ
Hann þaut af stað og skildi við Sir Mar-
ston mállausan af forundrun.
5. Kapituli—Dómurinn.
Hin langa bið hafði einhvernveginn læðst
í burtu, hver dagurinn á fætur öðrum, og fyr
en varði stóð Raymond Mollison fyrir rétt-
inum ásakaður um morðtilraun. Til allrar
hamingju hafði áverki Walters Penningtons
ekki orðið honum að bana. En það var mjög
vafasamt hvort hann yrði nokkurntíma sam-
ur að heilsunni til. Eitthvað hafði laskast í
bakinu á honum og það virtist sem Penning*
ton yrði það, sem eftir yrði æfinnar, aumingi
að vitsmunum til. Þetta hafði alt saman
tekið sinn tíma, og nú voru liðnir fjórir mán-
uðir frá þeim tíma, sem Mollison átti að koma
fyrst fyrir réttinn. Allan þennan tíma hafði
ekkert heyrst frá Gillette, nema eitt eða tvö
bréfspjöld frá Argentínu, þar sem hann
dvaldi. Rétt fyrir yfirheyrsluna, kom hann
inn til Sir Marstons rétt eins og ekkert hefði
í skorist.
“Jæja, eg er kominn til baka,” sagði
hann, “nýkominn heim frá erlendum strönd-
um. Er það satt að Mollison eigi að mæta
fyrir réttinum á morgun?”
Sir Marston hneigði sig því til samþykk-
is.
“Aumingja maðurinn,” sagði Gillette.
“Það er annars skrítið að eg skuli aldrei hafa
rekist á hann. Eg veit ekki einu sinni hvern-
ig hann lítur út.”
“Það gerir ekkert til,” svaraði Sir Mar-
ston. “En eg býst við að þú farir og verðir
við réttarhaldið á morgun.”
“Já,” svaraði Gillette þurlega. “Eg kom
heim til þess að vera það. En hvernig líður
Peggy?”
“Æ, vesalings stúlkan tekur þessu mjög
rólega,” svaraði Sir Marston, “en eg býst við
að hún verði við réttarhaldið á morgun. Eg
hefi reynt alt sem eg gat að fá hana til að
vera ekki þar, og Hetty hefir líka reynt til
þess, en það hefir alt orðið árangurslaust.”
Það var þungbúinn dagur og sakamanna
rétturinn var kuldalegur og all fráhrindandi,
er Gillette fór inn í bygginguna ásamt Peggy
Ferris og Hetty Bond.
Peggy sat í dimmu horni í réttarsalnum
og tók vel eftir öllu. Hvert augnablik, sem
leið, sannfærðist hún meir og meir um það að
enginn von væri fyrir fangann. Og þegar hlé
varð á til að snæða hádegisverðinn og sann-
anirnar gegn hinum ákærða söfnuðust sam-
an, fanst henni engin von væri fyrir fangann
og hún gæti ekki borið þetta lengur.
“Hjálpið mér í burtu héðan,” hvíslaði
hún að Hetty. “Æ, hversvegna fór eg hing-
að? Hversvegna hlustaði eg ekki á skyn-
samlegar fortölur vina minna?”
Gillette stóð á fætur í skyndi og leiddi
stúlkurnar út í vagn einn. Sjálfur fór hann
aftur inn í réttarsalinn og þegar málið var
tekið fyrir á ný eftir hádegisverðinn, fylgist
hann með því eins vel og honum var unt
þangað til dómarinn rakti málið, og kvið-
dómendurnir hurfu út úr réttarsalnum til að
ræða um dómsákvæði sitt. Gillette var það
aldrei auðið að sjá andlit fangans, því að
hann sneri sér ætíð gegn kviðdóminum og
auk þess var svo dimt í réttarsalnum, að
ómögulegt var að þekkja nokkurn, þótt fáein
fet væri í burtu. Gillette stóð því á fætur
og var einhver óstyrkur á honum, sem hann
hefði átt örðugt með að útskýra. Hann fór
svo út úr réttarsalnum.
Það var næstum dimt þegar Gillette kom
út úr réttarsalnum. Kaldir regndropar féllu,
en hann tók varla eftir þeim, því að hugsun
hans var langt í burtu. Enginn nema hann
vissi hvernig þessi flókni vefur svika og
glæpa var flæktur saman á óskiljanlegan
hátt í kringum þessa einkennilegu viðburði,
er höfðu komið honum til að fara svo skyndi-
lega til Argentínu. En ef hann hafði ekki
mjög rangt fyrir sér, mundi gátan fyr eða
síðar verða ráðin, og þessi furðulega sagá
leiddi að lokum á skiljanlegan hátt. Hann
gekk niður hina blautu og dimmu götu,
niðursokkinn í hugsanir sínar án þess að
taka eftir umhverfinu, og þegar hugsanir
hans voru sem fjarlægstar rak hann sig á
grannvaxna konu, sem var dúðuð í fötum,
og kom gangandi í áttina til hans.
“Eg — eg — bið yður afsökunar,” sagði
hann og tók ofan hattinn. “Eg — en Peggy!
Hamingjan hjálpi okkur! Ert þetta þú?”
“Eg gat ekki að því gert,” sagði Peggy
með lágri og daufri röddu. “Eg lá í rúminu
mínu og reyndi að sofna, en eg hugsaði og
hugsaði þangað til eg var næstum orðin
rugluð. Svo læddist eg út án þess að aðrir
yrðu varir við og kom hingað ofan eftir. Eg
gat ekki biðið eftir dóminum.”
Næstum heila klukkustund gengu þau
þegjandi eftir götunum ,en komu alt af að
þeim stað, þar sem þau hefðu fundist fyrst, og
þar sem sennilegast var að þau fengju frétt-
irnar sem fyrst. Þannig gengu þau saman
hvert við annars hlið, þangað til blaðadreng-
ur einn sást í fjarska, hrópa.ndi nýjustu frétt-
irnar.
“Kvöldfréttir!” hrópaði hann: “Kvöld-.
fréttir! Pennigton málið! Ákvæði kvið-
dómsins.”
Peggy dró andann djúpt. “Náðu í blað,”
hvíslaði hún.
Gilletta greip blað af baki drengsins og
fleygði í hann skilding fyrir það. Því næst
leitaði hann á rökum blaðsíðunum uns hann
fann dálkinn, sem hann vildi sjá. Augu hans
fundu línuna niðri á miðri blaðsíðunni.
“Pennington málið,” las hann. “Dómur-
inn. Fimm ára hegningarhússvinna.”
Það var alt og sumt.
6. Kap.—Bak við jórngrindurnar
Margir langir mánuðir voru liðnir síðan
Raymond Mollison hafði horfið af yfirborði
hins daglega lífs. Meira en ár hafði horfið í
haf aldanna, hægt og hægt, og nú var komið
vor á ný. Öll náttúran úti teigaði vorblíðuna,
en hún Romst ekki mikið inn í hálfrökkur
fangelsisins í Slagmoor, þar sem Mollison
eyddi stundunum. Fram undan honum lá
hrörleg framtíð, og sú framtíð var að minsta
kosti þriggja ára löng, og einveran nísti
stundum sál hans með pínandi kvöl. En
vinir hans voru honum tryggir. Hann heyrði
oft frá Peggy, Sir Marston og Hetty Bond,
en af bréfum þeirra heyrði hann mjög lítið
frá umheiminum. Hann vissi auðvitað að
Victor Pennington var ekki dáinn. Hefði svo
viljað til, hefði hann fengið mikið harðari
refsingu.
En Pennington hélt sér stöðugt við sög-
una, sem vitnin höfðu sagt við yfirheyfsluna.
Hann var alveg viss um að Mollison hafði
ráðist á sig í herbergjum sínum. Og þannig
stóð þetta málefni, sem virtist enga lausn fá;
þótt Sir Marston hefði aldrei gefist upp að
greiða úr þessari flækju. Alt til þessa hafði
hann varið miklu fé árangurslaust. Það virt-
ist sem Raymond yrði að úttaka hegninguna
alt til enda og koma út úr afngelsinu sem
brennimerktur maður, án vonar um nokkra
framtíð og án annarar huggunar en þeirrar,
að Peggy trúði á sakleysi hans.
Hann hafði í fyrstu risið öndverður gegn
þrælkuninni og beðið um einhverja þá vinnu,
sem gæti orðið þjóðfélaginu að gagni, en
yfirmaður fangelsisins hafði hrist höfuðið.
Mollison hlaut því að grafa og plægja og
vinna verk sitt úti. Smátt og smátt kyntist
hann mannfélaginu í fangelsinu, þótt hann
fyrst í stað reyndi af fremsta megni að leiða
meðfanga sína hjá sér.
Sumir fangarnir voru blátt áfram ómögu-
legir. Þeir voru lágt standandi og dýrslegir
og ótemjandi. Fangaverðirnir gengu á milli
þeirra með varúð og með byssurnar á lofti,
en samt voru margir fangar í Slagmoor, sem
höfðu talsvert frjálslyndi. Einn þeirra var
maður, sem nefndi sig Philip Baillie. Hann
var auðsæilega mentaður maður, og þar sem
Mollison hafði sjálfur gengið á lærðan skóla,
efaðist hann ekki um að Philip segði satt, er
hann kvaðst hafa numið í frægri mentastofn-
un. Vegna góðvilja eins fangavarðarins
fengu þeir leyfi til að sitja saman við máltíð-
irnar og eina stund á hverjum degi máttu
þeir dvelja í bókastofninu. Og þótt undar-
legt virtist, leit út fyrir að Baillie vissi alt
um hagi Mollisons og hversvegna að hann
var þarna í fangelsinu.
“Hvernig gátuð þér komist að þessu?”
spurði Raymond.
“Ó, það var hægðarleikur,” svaraði hinn.
“Að því getið þér komist er þér hafið verið
nógu lengi hérna. Það er einskonar frí-
múrarafélag í fangelsunum, sem yfirvöldin
leiða hjá sér á meðan þetta leiðir ekki til
uppreisnar.
Og auk þess megið þér ekki gleyma því
að eg hefi ýms sérréttindi vegna hinnar góðu
framkomu minnar, og sé blaðið á hverjum
degi. Eg veit að þér eruð sá Mollison, sem
var dæmdur fyrir árásina á Walter Penning-
ton. Eg vissi það fyrsta daginn, sem þér
komuð í fangelsið. Eg las um málið í blað-
inu, og vitið þér hvað, mér liggur nærri að
þér hafið verið mjög óheppinn.”
Mollison þagði stundarkorn.
“Eg er gersamlega saklaus,” tautaði
hann.
“Það segja þeir nú allir,” svaraði Baillie
brosandi.
Mollison rann í skap.
“Ef þér trúið mér ekki, “tók hann til
máls — þá —”
“Verðið þér nú ekki reiður við mig,”
svaraði Baillie. “Auðvitað trúi eg yður. Eg
hefi lesið mál yðar með mikilli athygli, og
álít að samsæri hafi verið gert gagnvart
yður. Þér eruð einn þeirra fáu manna, sem
í raun og veru er saklaus.”
“Það vona eg að þér séuð líka,” svaraði
Mollison kurteislega.
“Það mundi eg segja ef eg talaði við ein-
hvern annan innan þessara veggja. En eg
ætla mér ekki að reyna að gabba yður. Það
vantar svo sem ekki að eg sé sekur. Falsaður
víxill varð mér til falls. Eg vann á skrifstofu
hjá Sart og Holst, og alt frá þeim tíma, sem
eg gekk á skóla hefi eg haft óviðráðanlega
ástríðu til að stæla undirskriftir manna. Mér
er þetta hægðarleikur. Og þegar eg kom út
í heiminn og átti að sjá fyrir mér sjálfur
vegna þess að faðir minn dó næstum því blá-
snauður, var eg nógu heimskur til að lifa á
sama hátt og eg hafði vanist. 1 fyrstu var eg
heppitm með að selja teikningar mínar, en
áður en eg vissi af var eg kominn í sökk-
vandi skuldir. Spyrjið mig ekki um hvernig
það atvikaðist. En það var maður einn vell-
auðugur, sem var mjög sólginn í að spila fjár-
hættuspil, og eg falsaði nafn hans á háa ávís-
un. Eg hélt að hann væri einn þessara kæru-
lausu manna, sem aldrei líta eftir fjármálum
sínum, en mér varð ekki kápan úr því klæð-
inn. Hann komst að þessu. Hann lögsótti
mig og eg fékk sex mánaða fangelsi.”
“Sex mánuði?” spurði Mollison. Bara
sex mánuði. Hvað eruð þér þá að gera hér í
fangelsinu?”
“Ó, þetta var nú í fyrsta skiftið”, svaraði
i' Baillie rólega. “Þegar eg kom út, var öll mín
framtíð farin út um þúfur. Flestir vina minna
sneru við mér bakinu, og þótt sumir hinna
hefðu fegnir viljað rétta mér hjálparhönd, þá
skammaðist eg mín fyrir eða var of stoltur til
að snúa mér til þeirra eða koma nálægt þeim.
En aðrir sneru sér til min. Það voru menn
sem lifðu af glæpum og þektu sögu mína og
vissu hvað eg var fær um. Það var byrjunin
á því hvernig fyrir mér fór að lokum. Hug-
mynd mín var sú að ná saman þúsund pund-
um, og gleyma fortíðinni, kanske í Ameríku.
En sama óhepnin fylgdi mér og lögreglan
reyndist mér of viðsjál, lenti eg þá í fimm ára
fangelsi. Þetta er nú öll min saga.”
Upp frá þessari stundu spratt nokkurs
konar vinátta milli þessara manna og vegna
þessa félagsskapar þeirra, undi Mollison bet-
ur forlögum sínum en fyr. Það var mjög
einmanalegt á hinni auðu heiði, með hinu
ömurlega útsýni og ekkert annað starf fyrir
höndum, en að rækta hinn rýra jarðveg eða
vinna vikutíma í grjótnámunum.
“Er þetta alt af svona?*’ spurði hann
Baillie dag einn snemma í apríl, er þeir sveitt-
ust við að aka hjólbörunum sínum. “Fáum
við aldrei annað að sjá, en kalkstein, möl og
þessa eilífu þoku?”
“Ó, jú, af og til,” svaraði Baillie. “Síðast-
liðið sumar sendu þeir okkur alla leið niður
að strönd, sem er tuttugu mílufjórðunga héð-
an. Við hjuggum alveg gegn um klettana og
að svo miklu leyti sem eg veit, er vegur sá
ófullgerður ennþá.”
“Þetta er gott að heyra,” svaraði Ray-
mond, “eg var alveg búinn að gleyma því að
ströndin var svona nálægt. Hvernig kemst
maður þangað?”
“Við förum þangað með lestinni, en
þekkið þér nokkuð til þess hluta heimsins?”
Mollison áttaði sig nú á því fyrst að hann
var í norður Devon, þar sem hann var fæddur
og uppalinn. Hann þekti hvert fet af strönd-
inni í margra mílna fjarlægð.
“Já,” svaraði hann. “Eg þekki Marston
mjög vel. Eg er fæddur þar og þar átti eg
heima þangað til eg fór í skólann. Þegar eg
hugsa um það, þá veit eg að Marston getur
ekki verið langt burtu héðan.”
“Ekki nema fimtán mílufjórðunga héðan.
Það liggur mjó járnbraut eftir heiðinni frá
Everstone til Charlock. Þeir óku okkur til
Witch Gate stöðvarinnar og svo fórum við
með litlu lestinni til vinnunnar. Lestin stans-
aði svo að við kæmustum af henni.
“Þar þekki eg hvert strá og hverja
hríslu,” sagði hann. • “Þar fann eg fyrsta
hrafnseggið og hátt uppi í klettunum fann eg
valshreiður. Eg var næstum búinn að drepa
mig við það tækifæri. Það hefði kannske
verið betra ef svo hefði farið.”
“Herðið upp hugann,” sagði Baillie. “Það
er ekki þar fyrir að eg þekki ekki svona til-
finningar. En ef þér eruð mjög áf jáður í það
að sjá þennan blett aftur, efast eg ekki um
að koma megi því í kring. Eg skal komast
eftir því hvert vegurinn er fullgerður eða
ekki.”
“Æ, eg vildi að eg yrði einn þeirra, sem
fara þangað,” sagði Mollison.
“ó, eg skal sjá um það,” svaraði hinn.
“Eg er innundir hjá Donaldson einum fanga-
varðanna okkar.”
Nú liðu nokkrir dagar og Mollison heyrði
ekkert framar um þetta, og var næstum bú-
inn að gleyma þessu, þegar Baillie mintist á
þetta á hinum dýrmæta lestrartíma í bóka-
stofunni.
“Eg hefi talað við Donaldson,” hvíslaði
hann. “Eg verð að fara gætilega vegna þess,
að þessir náungar eru svo skolli tortryggnir,
og hefði eg sagt honum að þér þektuð Böðuls-
bjargið eins vel og opna bók, mundi hann á-
reiðanlega hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að þér ætluðuð yður eitthvað sérstakt. Þess-
vegna varð eg að fara mjög gætilega. Don-
aldson veit að þér og eg erum góðir kunningj-
ar, og eg sagði honum að þér væruð orðinn
mjög þunglyndur, og breytt umhverfi mundi
gera yður gott. Donaldson er ekkert slæm-
ur maður, og tali maður um litlu stúlkuna
hans við hann, gerir hann fyrir mann hvað
sem vera skal. Eg stakk því upp á því við
hann, að í fyrsta sinni og farið yrði til að
vinna annarsstaðar en á heiðinni, fengjuð þér
að fara með honum. Donaldson lofaði mér
því, að minsta kosti að hvenær sem birti til í
veðrinu skyldi hann sjá til hvað hægt væri
að gera. Svo talaði eg um nýja Marstons
veginn, og sagði hann að það starf byrjaði
næstum strax.”
“Þetta var fallega gert af yður,” svaraði
Mollison, “og þó ekki sé annað, get eg þó
hlakkað til þess.”
7. Kap.—Böðulsbjargið.
Mollison vaknaði einn morgun snemma í
maí, með sínum venjulega lífsleiða og von-
leysi og horfði á sólgeisla, sem féll á ská inn
í herbergi hans, var það honum boðskapur
um að hin ömurlega þoka væri vikin á brott.
Það varð auðvitað að fylgja hinni hvimleiðu
venju áð gera hreint í klefunum að morgun-
verði loknum, að því búnu var hinum ýmsu
flokkum safnað saman til hinnar daglegu
vinnu úti á heiðinni í grjótnámunum. En
brátt kom Baillie til Mollisons og hvíslaði
að honum:
“Alt gengur að óskum. Engin grjót-
vinna í dag. Við eigum að byrja að vinna að
nýja veginum, og það sem betra er, við eigum
að vinna að honum þangað til hann er búinn.”
Mollison svaraði engu þótt honum væru
þetta óvæntar gleðifréttir. Hann átti að fá
að sjá sjóinn aftur efst af böðulsbjarginu, og
ennþá einu sinni átti hann að sjá Marston
þorpið klifra í sólskininu eins og skínandi
hvíta slöngu upp eftir klettóttri hlíðinni.
Hann heyrði fyrirskipanir hinna sex
fangavarða eins og í draumi, og skömmu
síðar gengu þeir yfir hlíðina í áttina til járn-
brautarstöðvarinnar en þaðan átti litla lestin
að flytja þá á ákvörðunarstað þeirra.
Það var andstyggilegt og auðmýkjandi
að standa á brautarpallinum og bíða eftir
lestinni. Sérstakir vagnar voru ætlaðir saka-
mönnunum, en það aftraði ekki farþegjunum
að teygja sig út um vagngluggana og glápa
forvitnslega á þessi afhrök mannkynsins, sein
biðu þarna lestarinnar í bláum strigafötum
er þeir höfðu yfir fangabúningnum.
Er komið var inn í vagnana voru þeir
öruggir fyrir þessum óþægindum, og þar sem
enginn fangavörður skifti sér af þeim, tóku
þeir að tala ákaft sín á milli. Þetta var þeim
alveg nýtt og þótti flestum þeirra mikið varið
í það.
Þeir fóru gegn um skóginn, sem var
grænn í laufskrúði sínu og jörðin þakin blá-
klukkum. Hvert fet flutti Mollison nær átt-
högunum, sem hann þekti svo vel, unz hann
að síðustu sá kollinn á Böðulsbjarginu, er
gnæfði níu hundruð fet yfir höfðum þeirra.
“Mér finst eg vera eins og í draumi,”
sagði hann við Baillie. “Eg mun brátt vakna
upp í klefanum mínum. Það er ekki þuml-
ungur hérna, sem ekki minnir mig á eitt-
hvað.”
“Já, mér finst eg geta skilið þá tilfinn-
ingu,” svaraði Baillie. “Þetta er yndislegur
blettur er ekki svo?”
Nú tóku þeir að klifa upp hinn bratta
veg ,unz þeir komust upp á efstu brún kletts-
ins. Þar hafði'vegurinn þvegist burt eins og
á hálfum mílufjórðungi, og stígurinn, sem
var eftir, var svo mjór að tæplega tveir menn
gátu gengið hann samhliða.
Það var því nauðsynlegt að höggva braut
hærra upp í fjallinu niður til þorpsins Mar-
ston. Þar voru byrgi úr tré hér og þar með
nauðsynlegum áhöldum frá því sumarið áður,
og brátt sóttu fangarnir samkvæmt skipun
fangavarðanna þessi verkfæri og vegavinnan
hófst. Á bak við einstigið reis kletturinn
snarbrattur, hér um bil fimtíu fet á hæð og
þessvegna þurfti ekki nema einn vopnaðan
vörð sitt við hvorn enda þess til að gæta
fanganna. Er þessir menn höfðu tekið upp
stöðu sína, slökuðu hinir verðirnir á eftirlit-
inu og gefst því föngunum tækifæri til að
tala saman við vinnuna.