Aftanskinið - 01.01.1906, Blaðsíða 1
AFTANSKINIÐ
'Sl'
I. árg.
ÍSAFJÖHÐUR, JAXÚAR 1906.
I. bL
etta nýja blað, sem hér birtist al-
menningi, mun auðvitað eins og önnur blöð,
segja bezt til sín með tímanum, þegar menn
kynnast því. En það vill þó ekki ganga al-
veg fram hjá, að segja hrernig á þvi stendur
og hvaða erindi það vill eiga í þenna heim.
AFTANSKINIÐ er gefið út af nokkrum
ungum mönnum hér í bæ, sem allir sameig-
inlega annast um efni í það og ritstjórn þess,
en einn þessara manna hefur verið valinn á-
byrgðarmaður blaðsins. Útgefendurnir vilja
allir sýna beztu viðleitni í því, að gjöra blaðið
sem bezt úr garði, hafa efnið sem skemti-
legast og fjölbreyttast; en vænta þó að lesend-
urnir virði til vorkunnar vansmíði þau, er á
ritinu kunna að finnast.
AFTANSKINIÐ mun ekki birta annað en
frumsamið mál, og vill eftir mætti hlynna að
íslenzkum skáldskap í bundnu og óbundnu
máli, einkum á þann hátt, að veita fúslega
móttöku frumsömdum kvæðum og sögum,
eftir yngri, sem eldri, höfunda, og gefa þannig
ungum mönnum færi á, að leggja ritsmíðar
sínar undir dóm almennings,ef því þykir þær
nokkurs verðar, án þess nafn höf. sé nokkuð
við málið blandað.
Útgefendurnir hafa koroið sér saman um,
að skrifa sjá.lfir undir dularnöfnum, það sem
þeir rita í blaðið, fyrst um sinn, en ávalt
mun hver höf. hafa sama nafn undir því, er
birtist frá honum.
Blaðið mun leggja áherzlu á, að vera
skemtiblað alþýðu, vera mönnum til gamans
og gleði í túmstundunum. En þó er ekki
ómögulegt, að það geti einnig orðið til
gagns.
Blaðið vonar, að lesendur virði þá viðieitni
að velja fremur frumsamdar, íslenzkar sögur,
þótt eitt eða annað megi að þeim finna, «n
þýðingar af útlendu rusli, sem hér er þó al
gengast, til akemtunar í blöðum.
Útgefendurnir.
Haustdægur
Það fellar frá himninum haglskúra él
og hrimið það gjörþekur völlu og mel.
Það hriktir í húskofum veikum.
Og stormurinn œðir og stritar og ber
um stráin og laufið, sem fallið er
með svipinum fölum og bleikum.
Hann hlær við í hverja hurð og gátt
og hvívetna langar að reyna sinn mátt.
Hann leikur í blindni að brotum.
í himninum léttist og lyftir und ský
og ládeyðan rikir þar aftur á ný
og því mun hann bráðum á þrotum.
Hallfreður vandræðaskáld.
Sokkabandiö.
(Eftir Gest Vestlirðing.)
Jón Jónsson hafði baft vistaskifti eins og
hann var vanur. Lengur en ár hafði hann
ekki verið í sama stað, frá því hann var 14
ára og fór fyrst í vist, en nú var h.inn tvf-
tugur.
Hann hafði komið að Gilí á krossmessu-
dagskvöíd, eins og lög gjöra ráð fyrir. Staðinn
þekti hann iítið áður og sama mátti segja um
íóikið. Nú var Jón búinn að dvelja þama
rétta viku. Húsbóndinn var ekki heima. Hann
hafði brugðið sér inn í kaupstað. Það var