Aftanskinið - 01.01.1906, Blaðsíða 2

Aftanskinið - 01.01.1906, Blaðsíða 2
I., 1. bl. AKiANSKINIu heldur ekki nenrn þriðja kaupstaðarferðin hans síðan á kro*#m.essunni Það var hægt að fara i kaupstaðinn á dag til og frá, svo það slökti ekki mlklu niður, þótt hann skrippi þangað annan hvorn dag eða sem því svaraði. Hann hafði sagt Jóni fyrir verkum áður en hann fór að beiman. Um morguninn átti hann að líta eftir kindunum. Þegar hann væri búinn að því, átti hann að stinga út ár lamb- húsinu, en Gunna átti að bera út hnausana og hlaða þeim upp við hússtafninn. Jón kom heim úr smalamenskunni laust fyrir miðdaginn. Honum þótti þó ekki taka því, að byrja á öðru fyr en hann væri búinn að borða, og svo fleygði hann sér aftur á bak upp í rúmið sitt og fór að lesa »Verf>i ljósV Loks kom miðdagsmaturinn á diski. Það var vænt framstykki af freðýsu, hálf kaka, brauðsneið með smjörsköfu ofan áog flotmoli. Jón lauk þessu öllu, nema beinunum, roðinu og — diskinum. Roðinu og beinunum fleygði hann á gólflð, en skildi diskinn eftír á kodd- anum sínum. Svo fór hann og Gunna með honum upp í lambhús. Það var ilt aðstöðu fyrst í dyrunum, því það voru ekki nema tvær álnir upp i rjáfrið, en þegar inn í forgarðann kom, fór verkið að verða þægilegra. Gunna tók hnausana og bar þá át. Það var fremur stutt í sauitalinu. Jón var í guð- rækilegum hugleiðingum út af því sem hann hafði lesið í » Verði ljós !« og Gunna var heldur ekki sórlega skrafhreifln. Svo tók Jón alt í einu eftir því, að Gunna fór að draga annað sokkabaadið. Hann ætl- aði fyrst að segja henni til þess en það drógst vegna uppburðarleysis. Svo datt honum i hug að hann hefði heyrt, að sá sem findi sokka- band af stúlku, ætti að ráða giftíngu hennar. Við þessa athugun sló anmiri hugsun einsor eidingu niður í huga hans Hann fór að virða Gunnu nánara fyrir sér. Hann hafði reyndar oft séð hana þessa dagana. en aldrei veitt henni neina eftirtekt. Hún var lág vexti, en þrekin og hraustleg^ Hárið var dðkkiarpt á lit; fléttinuarnar voru fast fléttaðar og nældar upp, en náðu þó niður undir mitti, og hárið svo þykt, að fléttingin var eins og digrasta reiptagl. Ennið var frem- ur lágt og slétt, augabrýrnar loðnsr, auaran dökk, smá og tindrandi. Neflð var lágt en digurt og dálítið uppbrett að framan. Munn- urinn var lftill, en varirnar heldur þykkar. Hakan var slétt með ofur-litlu skarði að neðan. Kinnaraar miklar og rjóðar. Brjóstin hvelfd og stór, og mserin öll holdug o? hreiflngarnar spriklandi af flðri. Jón komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að hún vwri laglegnr kven- maður. Hann hafði reyndar sóð friðari stúlk- ur, en hann bjóst ekki við. að eiga þeirra kost. Gunna var líka dálítið efnuð, eða svo var það kallað, hún átti sex ær og saumavél, og það var gott af stúlku um tvitugt. Þegar Jón hafði lagt þetta dálftið niðnr fyrir sér, varð ályktun hans sú, að hún væri allra ákjósanlng- asta konuefni. Svo misti Gunna af sér sokkabandiö einu sinni þegar hún fór út með hnaus. Það var eitt af þessum göm!u islenzku sokkaböndum, röndótt band spjaldoflð. Jón var ekki lengi að bregða við og taka það upp. »Hvort viltu heldur launa fund minn eða gefa?« spurði Jón þegar Gunnu kom inn. »Launa ef það er launa vert, en gefa ef það er einkis vert«, svaraði hún. »Það er gott; átt þú ekki þetta sokka- band? « »Jú,« sagðí hún og roðnaði. »Gam!a málið segir, að sá sem finnur sokkaband af stúlku, eigi að ráða giftingu hennar. Nú á ég aö ráða giftingunni þinni, hvernig lizt þér á það?« »Ég gegni ekki þessari vitleysu,« sagði hún og skældi sig. »Þetta er slveg satt, nú mátta ektíeiga neinn nema þarrn sem ég vel.« »Ég he!d það fari nú nokkuð eftir þvf hver þs.ð er.« »Eg ætla nú ekki að velja þér af' verri endarjum, þvi máttu trúa, Eg »tla að velja þér sjálfan m;g,« sagði Jón og reyndi að kyma til'að geta slegið úr og í, ef á þyríti að halda

x

Aftanskinið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.