Aftanskinið - 01.01.1906, Qupperneq 2

Aftanskinið - 01.01.1906, Qupperneq 2
I., 1. bl. AK1AN8KINIU heldur ekki uetua þriöja kaupstaðarferðin hans síðan á kros»me89unni. Það var hægt að fara í kaupstaðinn á dag til og frá, svo það slökti ekki miklu niður, þótt hann skrippi þangað annan hvorn dag eða sem því svaraði. Hann hafði sagt Jóni fyrir verkum áður en hann fór að heiman. Um morguninn átti hann að líta eftir kindunum. Þegar hann væri búinn að því, átti hann að stinga út úr larab- húsinu. en Gunna átti að bera út hnausana og hlaða þeim upp við hússtafninn. Jón kom heim úr smalamenskunni laust fyrir miðdaginn. Honum þótti þó ekki taka þvi, að byrja á öðru fyr en haDn væri búinn að borða, og svo fleygði hann sér aftur á bak upp í rúmið sitt og fór að lesa »Verði ljós!« Loks kom miðdagsmaturinn á dÍBki. Það var vænt framstykki af freðýsu, hálf kaka, brauðsneið með smjörsköfu ofan á og flotmoii. Jón !auk þessu öllu, nema beinunum, roðinu og — diskinum. Roðinu og beinunum fleygði har.n á gólflð, en skildi diskinn eftír á kodd- anum sínum. Svo fór hann og Gunna með honum upp i lambhús. Það var ilt aðstöðu fyrst í dyrunum, því það voru ekki nema tvær álnir upp i rjáfrið, en þegar inn í forgarðann kom, fór verkið að verða þægilegra. Gunna tók hnausana og bar þá út. Það var fremur stutt i samtalinu. Jón var í guð- rækilegum hugleiðingum út af því sem hann hafði lesið i »Verði ljós!« og Gunna var heldur ekki sérlega skrafhreifln. Svo tók Jón alt í einu eftirþví, aö Gunna fór að draga annað sokkabaadið. Hann ætl- aði fyrst að segja henni til þess en það drógst vegna uppburðarleysis. Svo datt honum í hug að hann hefði heyrt, að sá sem tindi sokka- band af stúlku, ætti að ráða giftíngu hennar. Við þessa athugun sló annari hugsun einsog eidingu niður i huga hans Hann fór að virða Gunnu nánara fyrir sér. Hann hafði reyndar oft séð hana þessa dagana, en aldrei veitt henni neina eftirtekt. Hún var lág vexti, en þrekin og hraustle g, Hárið var dökkjarpt á lit; fléttingarnar voru fast fléttaðar og nældar upp, en náðu bó niður undir mitti, og hárið svo þykt, að fléttingin var eins og digrasta reiptagl. Ennið var frem- ur lágt og slétt, augabrýrnar loðnar, augun dökk, smá og tindrandi. Neflð var lágt en digurt og dálítið uppbrett að framan. Munn- urinn var lftill, en varirnar heldur þvkkar. Hakan var slétt með ofur-litlu skarði að neðan. Kinnarnar miklar og rjóðar. Brjóstin hvelfd og stór, og mærin ðll holdug og hreiflngarnar spriklandi af fjöri. Jón komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að hún væri laglegur kven- maður. Hann hafði reyndar sóð friðari stú!k- ur, en hann bjóst ekki við. að eiga þeirra kost. Gunna var líka dálítið efnuð, eða svo var það kallað, hún átti sex ær og saumavél, og það var gott af stúlkn um tvftugt. Þegar Jón hafði lagt þetta dálftið niður fyrir sér, varð ályktun hans sú, að hún vaeri allra ákjóeanleg- asta konuefni. Svo misti Gunna af sér sokkabandið einu sinni þegar hún fór út með hnaus. Það var eitt af þessum göm!u íslenzku sokkabðndum. röndótt band spjaldofið. Jón var ekki lengi að bregða viö og taka það upp. »Hvort viltu heldur launa fund minn eða gefa?« spurði Jón þegar Gunnu kom inn. »LaUDa ef það er launa vert, en gefa ef það er einkis vert«, svaraði hún. »Það er gott; átt þú ekki þetta sokka- band? « »Jú,« sagði hún og roðnaði. »Gam!a málið segir, að sá sem flnnur sokkaband af stúlku, eigi að ráða giftingu hennar. Nú á ég að ráða giftingunni þinni, hvernig lízt þér á það?« »Ég gegni ekki þessari vit!eysu,« sagði hún og skældi sig. »Þetta er alveg satt, nú máttu ekkíeiga neinn nema þanr, sem ég ve!.« »Ég he!d það fari nú nokkuð eftir því hver það er.« »Eg ætla nú ekki að velja þér af verri endanum, þvi máttu trúa. Ég ætla að velja þér sjálfan m;g,« sagði Jón og reyndi að kýma, til' að geta slegið úr og í, ef á þyríti að halda

x

Aftanskinið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.