Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 1

Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 1
kúdáquir íískólanúm 1. tbl. 1. árgangur - Febrúar 2007 ’fjiM % Vi. ÍKmmm! RIND Rósa Baldursdóttir, kennari, hjálp- ar börnunum að sauma öskupoka. Neðan til má sjá skreytt andlit í tilefni dagsins áður en varfarið var að syngja og sníkja Sendið okkur myndir í tölvunni m og við bökum og prentum Mtm Grindvíkingur Góðan daginn, Grindvikingur! Gott er veðrið, sléttur sœr. Svífa í hilling Suðurnesin. Sólarroða á Hlíðar slœr. Fyrir handan hraun og tinda huga kœr og minnarik bíður okkar bernskuströndin, brimi sorfin, Gritidavík. Við skulum yfir landið líta, liðnum árum gleyma um stund, láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd ogsund. Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt, Þornbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt. Enn er líkt og heróp hafsins himin bifi, skelfi lönd, þegar bylgjubreiðfylkingar bjartfaldaðar sœkja að strönd - björgin stynja, björgin hrynja, brimreyk leggur upp um fiöll - eins og hvítirfuglarfljúga froðulagðar inn á völl. Langt er, síðan léttum skrefum lékst þú barn viðflœðarmál, skemmtirþér við skel og bobba, skyggndist eftir síli og ál, gekkst um hraunið leynileiðir, leizt í sprungum burknastóð. Kónguló í klettaskúta kljáði vefinti þolinmóð. Manstu, manstu orð og atvik, öðrum hulin, týnd oggleymd, töfrablik og unaðsóma, œvintýri séð og dreytnd. Æskuminni gulli góðu gat oss engin ránshönd svipt. Það er mótað barnsins brosi, berþess mynd og yfirskrift. Örn Arnarson

x

Góðan daginn, Grindvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Góðan daginn, Grindvíkingur
https://timarit.is/publication/1423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.