Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 8

Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 8
uring/anna. Vinnuhópar störfuðu eftir erindið Erindi Önnu var mjög frœðandi Efni íBláa lóninu draga úr öldrun húðarinnar - Þörf á 200 nýjum starfsmönnum á nœstu árum „Nýjar rannsóknir á virkum efnum í jarðsjó Bláa lónsins sýna að þau draga úr öldrun húðarinnar og styrkja varnarlag hennar,” sagði Anna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins á fundi sem íerða- málanefnd bæjarins boð- aði til í síðustu viku. Anna flutti erindi um sögu Bláa lónsins, vöxt þess og viðgang og svaraði síðan fjölda fyrirspurna frá fundargestum. „I rannsóknum sem prófessor Jean Krutt- mann, sérfræðingur á sviði öldrunar húðarinnar gerði, eru niðurstöðurnar þær að Bláa lóns kúluþör- ungur dregur úr niður- broti kollagens af völdum UV-ljóss. Þráðþörungur lónsins örvar nýmynd- un kollagens í húð en kísillinn örvar tjáningar boðefna er stjórna upp- byggingu og virkni ysta varnarlags húðarinnar,” sagði Anna og bætti við að í kjölfar rannsóknanna hefur ný “anti-aging lína” verið sett á markað. Unnið hefur verið að stækkun mannvirkja undanfarna mánuði og kom fram í máli Önnu að þegar þessi aðstaða verður tekin í notkun með vorinu mun vera þörf fyrir um 30 nýja starfs- menn í viðbót við þá 160 sem fyrir eru. í Bláa lón- inu er rekinn skóli fyrir nýja starfsmenn enda gerðar miklar kröfur til þeirra og störfin sértæk. I framtíðinni verður þörf fyrir enn fleiri starfsmenn þegar hóteldraumurinn verður að veruleika. Góð gjöf til skólans Eigendur Stakkavíkur brugðust vel við þegar eftir því var leitað að aðstoða við að koma upp veðurathugunarstöð, forriti og tölvu til kennslu í Grunnskólanum. Að sögn Gunnlaugs Dan Olafs- sonar, skólastjóra, lesa bömin út úr tækjunum einstaka þætti um veðurfar í Grindavík til lengri og skemmri tíma. „Verkefnið verður þar fyrir utan framlag Grunnskólans í Grindavík í sérstakt þróun- arverkefni (Comeníus) sem unnið er í samstarfi við fjóra skóla í Evrópu,” segir Gunn- laugur þegar hann tók við gjöfinni nýverið. Á myndinni eru eigendur Stakkavíkur þær Margrét Benediktsdóttir, Guðhjörg Thor- steinsson og Linda Kristmundsdóttir ásamt Gunnlaugi Dan sem veitti gjöfinni viðtöku á kennarastofu skólans. bæjarbua við Ný þjónusta Bjóðum upp á allar stærðir og gerðir á ruslagamum, bæði til langtíma leigu með reglulegri losun eða til einstakra tímabundinna verkefna. HOPSNES Getum einnig flutt vinnuvélar og tæki á fljotlegan mata Hópsnes ehf. • Verbraut 3 • 240 Grindavík • Sími: 426 8475 & 823-1118 • hopsnes@simnet.is

x

Góðan daginn, Grindvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Góðan daginn, Grindvíkingur
https://timarit.is/publication/1423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.