Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 7

Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 7
Feðgamir Jón Margeirsson og Margeir Jónsson fengu afhenta tvo nýja öfluga Volvo FH 16 dráttarbíla við hátíðlega athöfn um helgina á bíla- og vinnuvélasýningu sem Brimborg hélt í Garðabæ fyrir viðskiptavini og vel- unnara úr þessari atvinnu- grein. Þeir em fyrstu bílamir sem seldir em til Islands af þessari nýjustu framleiðslu Volvoverksmiðjanna i Sví- þjóð sem hafa verið í ffemstu röð á þessu sviði í fjölda ára. Að sögn þeirra feðga, sem hafa rekið fyrirtækið Jón og Margeir í um 15 ár, em Lextor ehf. þjónustar einstaklinga og fyrirtæki Ar er nú liðið ífá því þeir félagar Heiðar Hrafh Eiríksson og Ingimar Waldorff stofnuðu Lextor ehf. viðskiptaþjónustu til að bjóða upp á alhliða fjármála- og viðskiptaþjónustu. Fyrirtækið er til húsa í gömiu Silfurhöllinni sem svo var kölluð, eða gömlu skrifstofu Hópsnessins við Verbraut3. Að sögn þeirra félaga miðast þjónustan við að auðvelda eigendum og stjómendum fyr- irtækja að einbeita sér að kjamastarfsemi fyrirtækisins og úthýsa verkefnum eða fá aðstoð í sérhæfðum málum. „Við önnumst áreiðanleikakannanir, aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun, áætlanagerð, markaðssetningu, færslu bókhalds, uppgjör og margt fleira,” sögðu þeir og bættu við að eitt dæmi um verkefhi væri flókin áætlanavinna fyrir nýsköpunai-verkefni svo hægt sé að sækja um styrki fyrir þau. Bókhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga er stór þáttur í starfseminni og em viðskiptavinimir víða að, bæði úr Grindavík, af Suðumesjum eða af höfuðborgarsvæðinu. „í dag getur fyrirtæki af þessum toga verið staðsett hvar sem er, ef hægt er að tengja tölvuna við netið. Stærsti viðskiptavinurinn í dag er í Reykjavík en þeim fer samt fjölgandi í Grindavík. Nú em framundan skattaframtölin og viljum við bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á þá þjónustu og vera tímanlega með gögnin sín, til að losna við öll þau vandræði og leiðindi, sem leiða af áætlun skattayfirvalda og innheimtuaðgerðum þegar allt er komið á versta veg,” segja þeir og benda á símanúmerið 424 6500 sem er alltaf opið. bílamir 660 hestöfl með tog- kraft sem er 3100 Nm, sem em mun aflmeiri bílar en fyrri gerðir, auk þess að vera búnir bestu þægindum sem völ er á fyrir ökumanninn sem er ætíð á langferðum um þjóðvegi landsins og þurfa meir og meir að gista 1 bílunum. I bílnum er ný tegund af gírskiptingu ffá Volvo sem kallast I-shift. Hún er sjálf- virk og sameinar alla kosti bein- og sjálfskiptingar en umfram allt stuðlar hún að minni eldsneytisnotkun og bættum aksturseiginleikum. Hún býður upp á fjölbreytt- ari notkunarmöguleika hvort sem ekið er á góðum vegi eða slæmum, með mikinn eða lítinn farm. Hún ræður við sameiginlega heildarþyngd yfir 60 tonn (130 tonn í sér- stökum tilvikum), auk þess hafa afköst vökvabremsunnar verið aukin töluvert írá fyrri útgáfum (recharder). Jón og Margeir ehf. flutningabílar í Grindavík hefur verið starlfækt ffá 1992 og alltaf notast við Volvo vöm- og flutningabíla. Margeir byijaði að keyra vömbíl í Grindavík 1970 og árið 1974 eignaðist hann sinn fyrsta Volvo og hefur ekið á Volvo síðan. Slökkvilið Grindavfkur vill koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir góða þátttöku í árlegu eldvarnaátaki slökkviliðsins í desember síðastliðinum. Við viljum nota tækifærið og hvetja Grindvíkinga til að vera ávalt með reykskynjara, eldvarnateppi og handslökkvitæki í híbýlum sínum og vera vel á verði fyrir þeirri vá sem eldsvoði er. GRINDAVÍKURBÆR Grindavík...góður bœr 7

x

Góðan daginn, Grindvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Góðan daginn, Grindvíkingur
https://timarit.is/publication/1423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.