Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 5
fur inn í nýtt hlutverk
eru nýr vettvangur fyrir mig. Ég vil gjaman gera
vel og tók þess vegna ákvörðun um að einbeita
mér að því að skoða samfélagið út ffá þessu nýja
sjónarhomi.
Um það hvort mistök hefðu verið gerð í uppstill-
ingu listans síðast liðið vor með því að setja Hörð
Guðbrandsson í þriðja sæti, svarar hún að það sýn-
ist auðvitað sitt hveijum um það.
„Mér fmnst mjög miður að Hörður skyldi ekki ná
inn. Hann var kominn með góða reynslu, stóð sig
vel í bæjarmálunum og við höfðum mest fýlgi og
flest atkvæði á bak við okkur,” segir hún.
Hefði verið betra fyrir þig að vera í þriðja sæti
og nýta þannig gott persónufylgi til að ná inn og
halda þriðja manni flokksins?
„Ég veit ekkert um mitt persónulega fylgi og kunni
ekkert fyrir mér i fýlgissmölun. Hvort öðmvísi
hefði átt að vinna er álitamál og hvers og eins að
dæma, en eitt er víst að þetta var mikill skóli og ég
hef safhað mörgu nýju í reynslusjóðinn.”
Urslit kosninganna, hvernig sérð þú pólitíska
landið í Grindavík í því ljósi?
„Við náðum flestum atkvæðum þó við misstum
þriðja mann, sem skyggir á, þó meirihlutinn héldi
velli. Nýr flokkur kom inn, F-listinn. Framsókn
vann ötullega í kosningabaráttunni og uppskar
samkvæmt því. Að kosningum loknum vinnum við
saman í bæjarstjóm. Ég sé þar enga andstæðinga
heldur samheija og gott fólk með sama markmið
og keppikefli að vinna bænum okkar vel.”
Hver eru stærstu málin í hverjum málefna-
flokki sem þú vilt sjá að gangskör verði gerð í?
„Það er alveg ljóst að þetta kjörtímabil verður
tímabil mikilla framkvæmda. Mörg brýn mál
brenna á. Þar vil ég fyrst nefna þau málefhi sem
snúa annars vegar að elstu kynslóðinni í byggðinni
og svo hinni yngstu,” segir séra Jóna Kristín og
bætir við:
Það er stefnan að bærinn sé fjölskylduvænn, hér
sé gott samfélag allra aldurshópa. Við þurfum að
vanda vel skipulag varðandi uppbyggingu alla og
framtíðarsýn bæjarins í hinu ytra sem innra til-
liti og hafa umhverfisþættina þar með, en sífellt
meiri kröfur em gerðar til þess. Umhverfið okkar
býður upp á svo margt og ætti að auka möguleika
okkar til að ná í fleira fólk. Fólk sem hefur áhuga
fyrir útivist, gönguleiðum um fallega náttúru,
hestamennsku, golfi o.fl. sporti. Við þurfum að
gera stjómsýsluna sjálfa að nokkm leiti skilvirk-
ari og gegnsærri, þannig að enn betur takist að
vinna með einstök mál og leysa úr þeim. Við
emm að leita leiða til að finna ffamtíðarlausnir í
húsnæðismálum fyrir félagsstarf allra aldurshópa í
bænum. Á teikniborðinu er nýr gmnnskóli, tónlist-
arskóli, íjölnotaíþróttahús, tíu íbúðir við Víðigerði.
- Ný atvinnutækifæri em að skapast sem tengjast
varmaorkunni og þar eigum við að vera vel vak-
andi og meðvituð. Við höfum verið að þrýsta á
áframhaldandi framkvæmdir við Suðurstrand-
arveginn og lagfæringu ásamt lýsingu á Grindavík-
urvegi. Bættar samgöngur stytta vegalengdir og
gefa ný sóknarfæri. Margt fleira mætti nefna, en
ég minni á íbúaþing í marsmánuði þar sem við
leggjum fram okkar stefnumörkun að uppbygg-
ingu og ég hvet bæjarbúa til að fjölmenna og koma
með sína sýn og athugasemdir.
Ertu bjartsýn á samstarf flokkanna, Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokks, þetta kjörtfmabil?
„Málefhasamningurinn sýnir glöggt hve við
höfum markvissa sameiginlega stefnu að vinna
eftir. F-listinn er þar með og Framsókn mun veita
okkur nauðsynlegt aðhald. Ég hef enga ástæðu til
annars en að ætla það að við munum áfram vinna
saman. En framtíð geymir sjálfsagt sitthvað, sem
við sjáum ekki fyrir núna og býður þá síns tíma að
leysa úr”
Hvernig sérðu framtíðina næstu 10-20 árin,
vöxt og viðgang bæjarins?
„Ég er bjartsýn á framtíðina í Grindavík. Bærinn
hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hann
hefur alla burði til að stækka meira og vera góður
kostur til búsetu.
- j''
Hvað er að gerast í marsl
1. Menningar- og sögutengtfræðslukvöld í
Saltfisksetrinu frá kl 20-22.
Bjöm Hróarsson flytur erindi og sýnir
myndir af hellurn í Grindavíkurlandi og
kynnir nýju hellabókina sína. Omar Smári
Ármannsson flytur erindi og sýnir myndir
af flugvélaflökum frá hemámsámnum.
Sigrún Franklín kynnir verkefnið
,Af stað á Reykjanesið” kynning á:
gömlum þjóðleiðum, væntanlegum þjóð-
leiðarlýsingum og skipulögðum ferðum.
Jafhframt verður kynning á fyrirhugaðri
ferð í Brennisteinsfjöll um Verslunar-
mannahelgina.
11. Gönguferð - Sandakravegur með Útivist
Sjá utivistis
24. Listsýningarsalur Saltfisksetursins.
Erla Sigurðardóttir opnar Málverkasýningu
GRINDAVÍKURBÆR
Lausar lóðir í Grindavík
í Efrahóps- og Austurhópshverfi eru eftirfarandi einbýlishúsalóðir lausar til
umsóknar og verða þær byggingarhæfar þann 15. apríl næstkomandi:
Efrahóp 2 í Norðurhópshverfi Norðurhóp 14-18 Við Grindavíkurhöfn
Efrahóp 3 eru eftirfarandi Norðurhóp 44-48 eru eftirfarandi lóðir
Efrahóp 4 parhúsa- og rað- Norðurhóp 50-54 lausartil umsóknar
Efrahóp 5 húsalóðir lausar til Norðurhóp 56-60 fyrir hafnsækna
Efrahóp 6 umsóknar og verða starfsemi:
Efrahóp 8 þær byggingarhæfar Á iðnaðarsvæðinu
Efrahóp 9 þann 15. apríl næst- við Eyjabakka eru Miðgarður 1
Efrahóp 10 komandi: eftirfarandi lóðir Bakkalág 17
Efrahóp 23 lausar til umsóknar: Bakkalág 19
Efrahóp 27 Norðurhóp 32-34
Efrahóp 29 Norðurhóp 36-38 Staðarsund 1
Austurhóp 9, Norðurhóp 40-42 Staðarsund 3 jjgwj
er nú þegar Norðurhóp 2-6 Staðarsund 5
byggingarhæf. Norðurhóp 8-12 Byggingafulltrúinn í Grindavík
Grindavík...góður bœr
5