Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 2

Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 2
Góðan daainn Góðan daginn, Grindvíkingur! Nýtt Grindavíkurblað lítur nú dagsins ljós með þessu fýrsta tölublaði. Hugmyndin er að það verði mánaðarblað en þó má reikna með fleiri blöðum ef efni og ástæður leyfa. Góðan daginn, Grindvíkingur! heflir verið nokkuð lengi í undirbúningi. Það á að vera fréttablað borið uppi af auglýsingum sem auðvitað em fréttir á sinn hátt eða upplýsingar, sem þörf er á að komið sé á ffamfæri. Góðan daginn, Grindvíkingur! verður hlutlaust blað og óháð, en verður þó alltaf háð eiganda sínum bæði með duttlunga og skoðanir. Góðan daginn, Grindvíkingur! verður myndablað eða myndrænt blað og mun þiggja efni frá lesendum, greinar og/eða myndir á meðan pláss leyftr. Hugsanlega verður sett upp fréttaþjónusta í tengslum við útgáflina á netinu, en það mun kynnt síðar. Góðan daginn, Grindvíkingur! er tekið úr kunnu kvæði eftir Öm Amarson, eitt af öndvegisskáldum Islendinga og hefiir tónskáldið góða, Sigvaldi Kaldalóns, gert fallegt lag við það. Kvæðið var ort úti á sjó eftir því sem sagan segir, en Magnús Stefánsson (Öm Amarson) var með Grindvíkingi til sjós á togara og ræsti hann einn morguninn með þessu ljóði. Öm var skáld hafsins og sjómennskunnar, skáld þeirra heiðursmanna sem ganga „... móti straumþungri röst, yftr stórsjó og holskeflufoll...” - svo vitnað sé í annað kvæði hans „Hrafnistumenn.” Þá er að ýta úr vör og takast á við brimskafla og prentvillupúka í ólgusjó blaðaútgáfunnar í von um góða samvinnu, Grindvíkingar! Kristinn Benediktsson Alþjóðlegan golfvöll í Grindavík Miklar breytingar á golfVellinum í Grindavík vom kynntar á aðalfundi klúbbsins síðast liðið fosmdags- kvöld en Gunnar Már Gunnarsson, formaður, sýndi fundarmönnum hug- myndir að nýjum brautum og breyt- ingum á gamla vellinum, sem Edwin Rögnwaldsson, golfvallahönnuður heflir útfært fyrir stjómina en um er að ræða 6 til 8 ára framkvæmdatíma. Edwin hefur sagt að þetta sé hörku- vinna, enda möguleikamir margir og svæðið stórt. Hann hefur samt haldið sig við svæðið sem hentugast er að vinna með tilliti til kostnaðar en alveg látið hijúfasta landið vera þar sem þar er enga fokmold eða sand að vinna sem hægt er að nýta. Leikskólaböm bæjarins fara í heimsóknir í fýrirtæki bæjarins þegarþau em á síðasta ári til að kynnast atvinnulífmu að eigin raun. A dögunum fýlltist fund- arsalur bæjarstjómarinnar þegar böm ffá Króki komu þar í heimsókn og þáðu veitingar og ffæðslu ffá Jóni Þórissyni, bæjarritara, í fjarvem bæjarstjórans. Jón sýndi þeim hvar þau ættu heima á aðalskipulagi bæjarins og síðan keðjuna góðu sem bæjarstjórinn ber við hátíðleg tækifæri. Ekki vom margir sem þorðu að pmfa ræðupúltið en ein lítil hnáta lét sig hafa það og sagðist ætla að verða lögreglumaður, og tóku mörg bömin undir það. „Svæðið ofan við klettabeltið er mjög hentugt í þessu samhengi,” segir Edwin og bætir við að þó svæðið sé berskjaldað fýrir veðri og vindum sér hann ekkert að því að setja nokkrar holur niður þar. Þar opnast nýjar vídd- ir og norður af vellinum er möguleiki að vera með lón. „Ein hugmyndin er sú að hrófla ekkert við núverandi velli eða gera lítilsháttar lagfæringar samhliða stækkun vall- arins. Ein hugmyndin er sú að flytja allan völlinn, 18 holur, upp fýrir veg- inn eða fara áffam meðffam sjónum og skilja eftir ræmu fýrir ofan sjáv- arbrautimar fýrir ffístimdabyggð eða bjóða einkaaðilum að reka gistirekst- ur,” segir Edvin en neitar því ekki að mest spennandi útfærslan yrði að geta farið niður að sjó, inn í hraun, slá yfir kísillón, og aftur niður að sjó. Gunnar Már, formaður, tekur undir þessar hugmyndir en telur að spum- ingin verði hvemig vamargarðurinn meðffam sjónum henti golfVellinum. „Eg vil sjá hvort við náum sam- starfi við Grindavíkurbæ, Bláa lónið, Hitaveituna og fleiri aðila til að skapa hér alþjóðlegan völl sem getur hentað fýrir hótelgesti sem hingað eiga eftir að fjölmenna í ffamtíðinni,” segir Gunnar að lokum. Hópsnes býður gámaþjónustu Hópsnes ehf. setti nýlega á laggimar gámaþjónustu og keypti til þess nýjan Iveco gámaflutningabíl ffá Vélaver, sem er umboðsaðili þessara bíla. Bíllinn er framleiddur í Þýskalandi en gámamir ýmist smíðaðir hér heima eða fluttir inn ffá Eistlandi. Að sögn Sigmars Eðvarðssonar, ffam- kvæmdastjóra Hópsnes ehf. hefur vantað slíka þjónustu í bæinn og þurft að kaupa hana ffá öðrum sveit- arfélögum. „Við munum bjóða fýrirtækjum og einstaklingum að leigja mslagáma til langs tíma með reglulegri losun eða fá gáma til einstakra verkefrta tímabundið,” segir Sigmar og bætir við að í boði verða allar stærðir og tegundir af gámum þegar þjónustan verður komin í fullan gang. „Dráttur hefur verið á afhendingu gámanna og hefur það valdið okkur vissum byrjunarerfiðleikum en það stendur allt til bóta. Fyrirtækin í bænum hafa tekið þessari viðleitni vel svo ég er bjartsýnn á ffamhaldið.' segir Sigmar. Munið skattframtölin lextor Sfmi 424 6500 Viðskiptaþjónusta og ráðgjöf Simi: 424-6500 www.lextor.is lextor®lextor.is 2 Grindcivík...góður bœr

x

Góðan daginn, Grindvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Góðan daginn, Grindvíkingur
https://timarit.is/publication/1423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.