Góðan daginn, Grindvíkingur - 10.02.2007, Blaðsíða 4
Enginn stekkur fullskapcu
-segir séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir í viðtali við nýtt Grindavíkurblað
Bn'et Irma, Marín Ösp,
séra Jóna Kristin og Sehna Rut
ú heimili þeirra við Arnastíg
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er ættuð frá
Austfjörðum, nánar tiltekið Fáskrúðsfirði. For-
eidrar hennar voru þau, Þorvaldur Jónsson,
afgreiðslumaður Eimskipa og Ríkisskipa á
staðnum, ásamt fleiri verkefnum tengdum sam-
göngum, og Oddný A. Jónsdóttir, sem vann
ætíð við hlið hans. Það var hennar erfiða hlut-
skipti að jarðsyngja þau bæði.
Jóna Kristín fór 15 ára í nám til Reykjavíkur
en sótti alltaf heim á Fáskrúðsíjörð í öllum
fríum til að vinna fyrir skólagöngunni. Eftir
embættispróf í guðfræði 1988, tók hún umhugs-
unartíma hvort hún ætti að taka prestsvígslu
og var þá meðal annars verkefnaráðin hjá
Biskupsstofu og þýddi norskan bækling eftir
Mæju Osberg sem ber yfirskriftina á íslensku:
„Konur eru konum bestar”. Bæklingurinn
hefur síðan verið notaður á sjálfstyrkingarnám-
skeiðum fyrir konur innan kirkjunnar. Hún var
síðan vígð sem farprestur til afleysingarþjón-
ustu austur á Neskaupstað.
I samtali við nýtt Grindavíkurblað rifjar séra Jóna
Kristín upp helstu atriði lífshlaups síns en tilefnið
er að síðastliðið vor söðlaði hún um og gaf kost á
sér í kosningum til bæjarstjómar, mörgum til undr-
unar. Hún er nú oddviti Samfylkingarinnar hér í
bæ og forseti bæjarstjómar. Hún er nú í nýju hlut-
verki sem forseti bæjarstjómar og til að kynna sér
hvemig henni gengur að takast á við breytingamar
sem fylgdu þessari ákvörðun var tekið hús á henni
og gefum við henni orðið:
„Hingað til Grindavíkur lá síðan leiðin árið 1990,
ásamt Omari Asgeirssyni, athafnamanni og fram-
kvæmdastjóra Martaks ehf og dætmnum Sigríði
og Bertu Dröfn. Okkur var mjög vel tekið hér og
ég er og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa verið
leidd hingað og fengið að þjóna í kirkjunni héma,”
segir séra Jóna og heldur áffam.
„Samleiðin með söfnuðinum hefur verið farsæl,
þó margar stundir hafi reynt mjög á. Samstarf
með starfsfólki kirkjunnar hefur verið gott. Þar er
einvala lið og þéttur hópur sem starfar fyrir kirkj-
una af alúð. Ég hef verið hluti af þessum góða og
samheldna söfiiuði og samfélaginu héma i gleði og
sorg í 16 ár, sem einnig hefur verið mikill reynslu-
tími, - oft strembinn
en gefandi,” segir
séra Jóna Kristín.
Síðan 1998 hefur
bamahópurinn
stækkað: Selma Rut
bættist við hópinn
um vorið 1998 og
2000 fæddust tvíbur-
amir: Marin Ösp og
Briet Irma. Margt
annað hefúr og borið
við bæði í starfi og
einkalífi þessi 16
ár, eins og gengur
og gerist í sögu
mannlífs og sam-
félags. Hjá presti er
þar engin undantekning. Leiðir
þeirra Ómars skildu árið 2003 en
á síðasta ári hófst nýtt tímabil í
einkalífi hennar. Sambýlismaður
Jónu Kristín er Bjöm Ingi Knúts-
son Höiriis, flugvallarstjóri á
Keflavíkurflugvelli. Hann á þijú
böm frá fyrra hjónabandi, þannig
að samtals eiga þau átta böm og
hún eitt ömmubam. Núna búa
hjá þeim ljögur böm og hin em
aufusugestir og velkomin. Eiga
þau bæði bamaláni að fagna og
hafa mörgu að sinna og gleðjast
yfir eins og hún orðar það.
En hvað var helsta ástæðan
fyrir því að fara í framboð til
bæjarstjórnar?
„Langt er síðan þess var fyrst
farið á leit við mig að ég blandaði
mér með afgerandi hætti í sveit-
arstjómarmálin og reyndar einnig
þjóðmálin. Nú fann ég mig sjálfa
tilbúna að láta slag standa og
reyna fyrir mér í annars konar
“þegnskylduvinnu” fyrir það bæj-
arfélag, sem ég finn mig tilheyra
og eiga rætur í. Hér hef ég alið
dætur mínar fimm. Grindavík er
því okkar heimabyggð og henni
vil ég vinna vel,” svarar séra Jóna Kristín. „Ég
er aldeilis ekki að bijóta blaó, nema þá það að
vera kvenprestur, sem oddviti lista og forseti bæj-
arstjómar.
Að prestar blandi sér í stjómmál með þessum hætti
er ekkert nýtt. Það hefur alla tíð tíðkast að þeir geri
það, en þeir hafa flestir jafiiffamt gegnt prestsþjón-
ustunni. Ég tók hins vegar sjálf þá ákvörðun að
sinna aðeins öðm hlutverkinu, allavega í ár, meðan
ég er að setja mig inn í nýtt starf fyrir bæinn.”
Hvað með framtíð preststarfsins?
„Við sjáum hvað setur! Það stekkur engirtn full-
skapaður inn í nýtt hlutverk og bæjarstjómarmálin
4
Grindavík...góður bœr