Tíminn - 05.12.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 05.12.1944, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ' ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKNARFLOKKDRINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: \ \ EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. \ Sönar 2353 Og 4373. A#GREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA. \ EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. \ Síml 2323. 28. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 5. dcs. 1944 102. blað I r Osannindi sfíórnarlíðsíns um áburðarverksmiðjumálið Nokkrar rógsögur Morgunblaðsins hraktar Oft hefir Morgunblaðið beitt fölsunum og ósannindum, en sjald- an jafn stórfelldum og nú í áburðarverksmiðjumálinu. Má vel á þ,ví marka hinn vonda málstað þeirra kyrrstöðumanna, sem reyna að stöðva þetta .mikla framtíðarmál landbúnaðarins. Þeir hafa engar heiðarlegar málsbætur og þess vegna geta þeir ekki gripið til annars en falsana og ósanninda, ef þeir ætla að reyna að verja afstöðu sína. HELT VELLI Útgjðld ríkisíns verða sjöialt hærri næsta ár en þan voru fyrir styrjoldina RÁÐA spáwekjar érslitlm stríðsias? í kosnincunuvi til fulltrkaþings Banda ríkjanna á síöastl. hausti, varð einna höröust hríð i kjördœmi Mrs. Lucy, sem er gift einum lielzta blaóaútgef- anda Bandaríkjanna (eiganda Life, Tim-e o. fl. þekktra blaða). Mrs. Lucy, sem er republikani, hefir verið mjög tannlwöss í garö demokrata og lögöu þeir því mikiö kapp á að fella hana. Bœöi Roosevelt forseti og Wallace varaforseti liéldu rœður gegn henni í kjördœminu.Kóna, sem hafði getið sér allmikið jrœgðarorð, var mótframbjóð- andi henna. Mrs. Lucy liélt sarnt velli, en hafði aðeins örfá atkvœöi fram yfir hina af um 200 þús., er greidd voru. Kev hershöiðingí á förum W. S. Key, yfirmaður ame- ríska hersins á íslandi, er á förum héðan. Hann hefir ver- iij> hér í 18 mánuði og haft ná- in kynni af landi og þjóð. „Þessir 18 mánuðir hafa ver- ið mjög ánægjulegir fyrir mig“, segir Key. „Og það er von mín, að ég eigi eftir að koma til íslands að stríðinu Ioknu“. William S. Key, hershöfðingi, fer héðan af landi innan stund- ar. Þó að hann sé mjög önnum kafinn, þegar svo nærri er komið brottför hans, þá gaf hann sér tíma til að ræða við islenzka blaðamenn í gær, í skrifstofu sinih. Hann lét við það tækifæri mörg vingjarnleg orð falla í garð íslenzku þjóðarinnar og lofaði landið'mjög fyrir fegurð þess. Hann bað blaðamennina að færa íslenzku þjóðinni þakk- ir frá sér, fyrir mjög góða við- kynningu. Hann vildi gjarna hafa tíma til þess að ganga sjálfur um meðal fólks og þakka íyrir sig, en því verður ekki við komið, vegna þess hve brottför hans ber bráðan að. „Það er allt- af dálítið erfitt að skilja við vini sína“, sagði Key. „Ég hefi feng- ið ást á íslenzku þjóðinni við viðkynningu mína af henni“. Marga atburði, er hann hefir lifað hér, kvað hann verða sér ógleymanlega. Hann minnist þess, er hann kom hér fyrst frá suðlægara landi. Það var í júli. Þá þótti honum furðulegt að sjá sólina skína síðla kvölds og það kvöld beið hann lengi eftir myrkrinu til að geta farið að (Framhald á 8. siðu) Mbl. heldur því t. d. fram, að ekki liggi fyrir neinar rannsókn- ir og áætlanir um byggingu áburðarverksmiðju, er gæti framleitt áburð með samkeppn- isfæru verði. Þetta eru vitanlega tilhæfulaus ósannindi. RanA- sóknin, sem gerð var af ameríska verkfræðingnum, sem Vilhjálm- ur Þór fékk til að athuga málið, leiddi í ljós, að innlend áburðar- verksmiðja gæti lækkað áburð- arverðið um þriðjung frá því, sefn nú er. Þessi áætlun er mjög rækileg og fullkomin, enda var verkfræðingurinn frá einu við- urkennda.sta verkfræðingafirma Bandaríkjanna. Síðan áætlun þessi var gerð, hefir komið í ljós, að hægt er að fá mun ódýrara rafmagn (frá Iaxárvirkjuninni) en reiknáð var með i áætluninni og myndi það citt lækka áburð- arverðið frá því, sem ’áætlað var, um 10%. Má gleggst á þessu. marka, hve landbúnaðinum er það hagkvæmt, að áburðarverk- emiðjan verði byggð, auk þess öryggis, sem hún veitir um það, aö alltaf verði hægt að afla nægilegs tilbúins áburðar. Gjaldeyrissparnaðurinn kemur svo sér i lagi. Mbl. he'ldur því einnig fram, að ekki hafi verið rannsakað, hvort hægt væri að nota næturrafmagn frá Sogsvirkjun- inni handa væntanlegri áburð- arverksmiðju. Hafa ýmsir ráð- andi menn Reykjavíkurbæjar látið ,sig dreyma um, að áb'úrð- arverksmiðjan gæti þannig orð- ið gróðafyrirtæki fyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur og væri vitanlega ekkert, nema gott um það að segja, ef það væri báðum aðilum til hags. Ameríski verk- fræðingurinn athugaði þennan möguleika líka mjög rækilega og leiddi rannsókn hans í ljós, að þetta gæti því aðeins tekizt, að verksmiðjan væri höfð miklu minni en landbúnaðurinn hefir þörf fyrir og áburðurinn yrði þá líka miklu dýrari en ella. Væri það alveg eftir kokkabókum Morgunblaðsins, að byggja þannig of litla verksmiðju með rándýrri framleiðslu til þess eins, að Reykjavíkurbær gæti komið næturrafmagni sínu í verð. Það er ekki frekar en fyrri daginn verið að hugsa um hag landbúnaðarins í blaðinu því. Þessi dæmi um málflutning Mbl. sýna bezt hinn auma mál- stað kyrrstöðumannanna í á- burðarverksmiðjumálinu. Fleiri slík dæmi mætti nefna, þótt því verði sleppt að sinni. Þess gerist líka' tæpast þörf, því að það mun áreiðanlega ekki takast Morgun- blaöinu að fá neinn Sjálfstæðis- mann til að trúa því að gætn- ustu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eins og Jón á Reyni stað, Gísli Sveinsson og P. Otte- sen hefðu verið fylgjandi því, að framkvæmdir yrðu strax hafnar, ef áburðarverksmiðjan væri ein- hvert glæfrafyrirtæki. Þeir voru hins vegar óháðir kommúnist- um og öðrum óheilbrigðum bæj- aröflum, er gera sitt ítrasta til þess að stöðva þetta og önnur framfaramál landbúnaðarins. En það er sú ástæða ein og eng- in önnur, sem veldur þeirri öm- urlegu afgreiðslu, er áburðar- verksmiðjumálið fær nú á Al- þingi. Mynd þessi er af hinum frœga Gibraltarhöfða, þar sem Bretar hafa eitt stærsta virki sitt' við Miðjarðarhaf. Ef Þjóðverjum hefði tekist að ná Gibraltar snemma í þessari styrjöli, er ekki ósennilegt, að úrslit hennar hefðu orðið á aðra leið. — Spánska stjórnin vildi aldrei leyfa Þjóðverj- um að fara með her yfir Spán í þessu skyni og á velvild sú, er Bretar virðast nú sýna Frðtnco, sennilega rætur að rekja til þess. Umræður um hlutleysí útvarpsins á Alþingi Það var ve-rk Ólafs Tliwrs, að Sitefáni Jóhanni var meinað að tala í útvarpið 1942 Fyrir styrjöldina voru þau 30% af útflutn- ingnum, en verða nú kringum 70% af honiun Síðan kunnugt var um breytingatillögur fjárveitinganefndar við fjárlögin, hefir athygli manna ekki beinzt að öðru meira en hinum geigvænlegu horfum um fjárhag ríkisins. Menn höfðu gert sér ljóst, að útlitið væri óheillavænlegt, en hitt mun þó ekki hafa verið almennt, að menn gerðu sér í hugarlund, að það væri tins hörmulegt og það er I raun og veru. Þessar hörmulegu afkomuhorfur ríkisins stafa af því, að ekki liefir verið fylgt ráðum Framsóknarmanna um að færa niöur dýrlíöinr. með hlutfallslega réttlátum lækkunum á kaupgjaldi og afurðaverði, heldur hefir enn verið tekin upp sú stefna að auka dýrtiðina. Afleiðingar þeirrar ráðabreytni eru nú að koma í ljós. Allmiklar umræður urðu á Alþingi síðasíl. fimmtudag um tiilögu Eysteins Jónsson- ar um hlutleysi ríkisútvarps- ins. Tillagan ,og greinargerð hennar hefir áður verið birt 4 . hér í blaðinu. Eysteinn Jónsson fluti ýtar- lega framsöguræðu. Sýndi hann fram á, hvernig stjórnarflokk- arnir hefðu strax byrjað að mis- nota útvarpið, er þeir létu út- varpið neita, að flutt yrði í út- va'rpið leiðrétting frá fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, um að þeir styddii ekki stjói-nina. Höfðu þeir beðið út- varpið fyrir þessa leiðréttingu í tilefni af því, að Ólafur Thors hafði látið hafa eftir sér þar, að Sjálfstæðisfiokkurinn " hefði á- kveðið að mynda stjórn með Al- þýðuflokknum og kommúnist- um. Þessi misnotkun á útvarp- inu hefði haldið áfram, er „plata“ Olafs Thors var spiluð margsinnis í útvarpið, án þess að jafnframt væri getið nema lauslega um ræð.ur annara þing- manna á umræddum þingfundi. Hefði þó verið í „plötu“ Ólafs villandi ummæli um andstöðu- flokk hans, sem strax hefði ver- ið mótmælt, og hefði yerið eðli- legt, að þeirra mótmæla hefði verið getið jajnhliða og „plat- an“ var .spiluð. í 4framhaldi af þessu hefðu svo verið birtar i fréttuYn útvarpsins traustsyfir- lýsingar til stj^rnarinnar, þar sem andstæðingum hennar var mjög hallmælt. Allt þetta væri brot á sjálfsögðum hlutleysis- reglum útvarpsins og bæri Al- þipgi að sjá um, að þessi og önn- ur brot á hlutleysi þess yrði stöðvuö. Ólafur Thors svaraði með langri ræðu, en kom lítt við að- alatriði málsins. Hann reyndi t. d. alls ekki að halda því fram, að meðferöin á „plötu“ hans eða birting hinna mörgu áróðurs- samþykkta samrýmdist hlutleysi útvarpsins. 'Aðalvörn hans var sú, að Framsóknarmenn hefðu sjálfir orðið til þess að misnota hlutleysi útvarpsins, er Stefáni Jóhanni Stefánssyni var% neit- ao að tala í útvarpið, þegar hann fór úr þjóðstjórninni veturinn 1942, en ráðherrar Framsókhar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins fengu að halda útvarpsræður um gerðardómslögin. Magnús Jónsson flutti einnig langa ræðu til að verja þá á- kvörðun útvarpsráðs, að neita að birta yfirlýsinguna frá fimm- menningunum. Komst hann m. a. að þeirri gáfulegu niðurstöðu, að það hefði verið hlutleysis- brot að birta hana, fyrr en hún var komin fram i þinginu. Pétur Ottesen mótmælti því harðlega, að leiðrétting þeirra ^ (Framhald á 8. síðu) | MYNDASAGAN Vegna mikilla auglýsinga í blaðinu fyrir jólin, mun birting myndasögunnar falla niður öðru hvoru fram að áramótum. Frétfír úr Hörgárdal Tíðindamaður blaðsins hef- ir nýlega hitt að máli Jakob Pálmason frá Hofi í Hörgár- dal, og spurt hann frétta. Sagðist honum svo frá: Sumarið var gott, heyskap- ur gekk prýðilega, heyfengur varð mikill og góður, enda tíðar- far með allra bezta móti. Kar- töfjuuppskera varð mjög litil, en þó ekki eins lítil og árið áð- ur, þ^í að þá var víða ekki tek- ið upp úr görðum. Orsökin mun hafa verið frost seinnihluta sumars. Kál , og gulrófnarækt var að heita má engin vegna kálmaðks. Skepnuhöld eru frekar góð, þó ber talsvert á sjúkleika í kúm, sem talinn er stafa af kalk- leysi. Nokkur brögð eru að því, að kýr drepist af völdum þessa. Nokkrir bændur hafa keypt hermannaskála og nota þá sem peningshús, áhaldageymslur eða hlöður. Mikill áhugi er fyrir skógrækt (Framhald á 8. síðu) Eins og skýrt var frá i seinasta blaði verða útgjöldin á rekstrar- reikningi 96.6 milj. kr„ eftir að tillögur f j árveitinganef ndar hafa verið samþykktar, en tekj- ^rnar 99.1 milj. kr. Á sjóðsyfir- litinu, þar sem öll útgjöldin eru talin, verða tekjurnar 100.9 milj. kr„ en gjöldin 106.6 milj. kr. Er raunverulega rétt að miða við sjóðsyíirlitið, því að útgjöld þau, sem þar eru ákveðin og ekki eru talin á rekstrarreikningi, eru. raunverulega’ flest rekstrarút- gjöld, því að þau fara til bygg- inga og annarra framkvæmda, er ekki gefa af sér neinar tekjur, nema síður sé. Það má því segja, að eins og nefndin gengur nú frá frumvarpinu, sé rekstrarhallinn þegar orðinn 5.7 milj. kr. Þess ber svo að gæta, að tekju- áætlunin er mjög ógætilega á- ætluð, eins og þeir Pétur Otte- sen og Þorsteinn Þorsteinsson taka fram í nefndarálitinu. Þannig hækkar stjórnarmeiri- hlutinri’' í fjárveitinganefnd á- ætlunina um tekjur af áfengis- verzluninni úr 15 milj. í 22.2 milj. kr. Má telja næstum víst, að tekjuáætlunin fái ekki staðizt og hallinn á sjóðs- yfirlitinu verði því mun meiri en nefndin gerir ráð fyrir. Þess er svo ennfremur að gæta, að nefndin hefir frestað til þriðju umræðu að taka tvo stóra útgjaldaliði inn á fjárlögin. Annar er framlagið til dýrtíðar- ráðstafana, er verður milli 25— 30 milj. kr„ og hinn er launa- hækkunin, sem leiðir af nýju launalögunum og er milli 6—7 milj. kr. Þegar búið er að bæta þessum útgjöldum á fjárlögin, nemur útgjaldabálkur þeirra á sjóðsyfirlitinu alltaf 140 milj. kr. og hallinn verður þá orðinn um 40 milj. kr. Viðbúið er svo, að fleiri útgjöldum verði bætt við og er því ekki ólíklega spáð, að þau geti orðið alls nálægt 150 milj. og hallinn þá um 50 milj.. En þótt útgjöld fjárlaganna verði ekki nema um 140 milj- ónir kYÖna, eru þau samt orðin sjöfalt hærri en öll ríkis- útgjöldin voru fyrir styrjöldina og hallinn einn tvöfalt hærri en öll útgjöldin þá. Fyrir styrjöldina voru ríkisút- 1 I birtist á 3. sfðu grein eftir Pál Þorsteinsson, alþingis- mann Austur-Skaftfell- inga, um frumvarp sósíal- ista um nýbyggðir og ný- byggðasjóð og gildandi lög í þessu efni. Neðanmáls er grein um framfarir á sviði skurð- lækninga. gjöldin 30% af útflutnings- verðmætinu. Nú verða þau um 70%, þótt miðað sé við hinn mikla útflutning síðastl. árs, en vafasamt er að útflutningur- inn verði svo mikill á næsta ári. Hér er því vissulega komið í meira en lítið óefni. Þvi er ekki að neita, að enn er til verulegur stríðsgróði í landinu og því er mögulegt, ef ítrustu ráð.stafanir ^ru gerðar, að afla nú nægra tekna til að afgreiða fjárlögin tekjuhalla- laus. En allir sjá samt, hvílíkt vandræðafálm það er að leggja nú á nýja skatta, sem þurfa að nema 40—50 milj. kr„ og verja beim í hreina eyðslu. Slíkar ^kattaálögur væru því aðeins réttlætanlegar, að þeim yrði var- ið til nýsköpunar og viðreisnar atvinnuveganna, en slíku er síð- ur en svo að heisa. Það gerir framtiðarhorfurnar í bessum efnum enn óglæsilegri, að for.sætisráðherrann hefir lýst yfir því, að ekkert yrði gert af hálfu stjórnarinnar til að færa nið'ur dýrtíðina og þá jafnframt rikisútgjöldin fyrr en búið væri að sjá fyrir árangurinn af ný- (Framhald á 8. síðu) Svíar reyna að hjálpa Norðmönnum . Sænska sendiráðið hefir sent blaðinu til birtingar eftirfar- andi: Sænska stjórnin gaf, í síðustu viku, skýrslu í báðum deildum þingsins, um tilraunir þær, er hún hefir gert til hjálpar norsku flóttafólki í Norður-Noregi. — Stjórnin kvaðst hafa haft fregn- ir af því, að fjöldi fólks myndi deyja, ef hjálp bærist ekki fljótt. Hún fór þá fram á það, við þýzku stjórnina, fyrir milli- göngu sendiherra síns í Berlín, að fá leyfi til þess að senda, Rauðakross-járnbrautarlest til Narvik, til að sækja þá, sem væru i mestum nauðum staddir, og auk þess að setja á stofn Rauðakross-stöð 1 Narvik, til hjálpar. Sviar höfðu heima fyr- ir haft vi'ðbúnað til þess að geta tekið á móti flóttafólki í tug- þúsundatali. Þýzka stjórnin hefir nú hafn- að þessu tilboði sænsku stjórn- arinnar. Fregnum þeirn, sem berast frá Norður-Noregi, ber öllum sam- an um, að kjör flóttafólksins séu hin hörmulegustu og mikil hætta sé á, að margt af því far- ist úr vosbúð. Öllu því fólki, sem kemst til sænsku landamær- anna, er tekið mjög vel af Sví- um, og hafa þeir sett þar uþp margar hjálparstöðvar fyrir það.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.