Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 6
438
TÍMEVrc, þriðjudagiim 5. des. 1944
103.*iila5
DANARMIMING:’
Veljid barnabækurnar áður en mesta jólaösin byrjar
Bókabúð Aláls osr menninsrar
Laugaveg 19. — Sírni 5055.
Geymið
auglýsintiuna
Bókabnð Vestnrbæjar uufilýsinfiuna
Vesturgötu 21.
Frumvarp sósíalísfa
(Framhald af 3. síSu)
visSa þætti búnaðarmálanna
með litlum breytingum.
Hitt er svo annað atriði, að
sökum fjárskorts þjóðarinnar
og marg-háttaðra erfiðleika á
undanförnum árum hefir orðið
þungt fyrir fæti við að fram-
kvæma alla þætti þessarar lög-
gjafar. Ætla má, að það ó-
venjumikla, .fjármagn, sem
þjóðinni hefir _ nú áskotnazt
fyrir rás viðburðann,a, geti vald-
ið breytingum á því.
Það leiðir af sjálfu sér, að
Framsóknarflokkurinn hlýtur
yað taka með vinsemd stuðningi
við hugðarmál haiis um sam-
vinnubyggðir í sveitum, sé hann
veittur í alvöru og eindrægni.
Ffamsóknarflokkurinn vill
efla sveitirnar ,sem heildrHann
vill stofna samvinnubyggðir í
sveitum, fyrst og fremst til þess
að mynda þar nýja bústaði
æskumönnum sveitanna ‘til
handa og skilyrði fyrir eðli-
lega fólksfjölgun í sveitunum.
En Sósíalistaflokkurinn horfir
þarna til einnar áttar. Hann vill
ekki alhliða vöxt sveitanna.
liugsjón hans er aðeins sú að
færa byggðina'' saman. Bak við
fyrirheit hans um stuðning við
byggðahverfi í sveitum mun
búa sú undirhyggja að leggja í
auðn meira eða minna af þeirri
sveitabyggð, sem fyrir er. Að
bessu marki vill hann keppa
með því að koma í veg fyrir
stuðning ríkisins við nauðsyn-
legar framkvæmdir. til hags-
bóta og þæginda í sveitunum,
sem fólkið - þarf og þráir. Á
þann, hátt á að kreppa að hin-
um strjálbýlli sveitum landsins
og lokka fólkið burt. Það er
nógsamlega sýnt og sannað í
sambandi yið ýmis mál. Um
þetta meginatriði skerast línur
flokkanna gagnvart ’ sveitum
landsins.
Það gerir gæfumuninn.
, GÆFAN
fylgir tfúlofunarhringunum
frá
SIGURÞt)R, IIAFNARSTR. 4.
Sent mót póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Samhand tsl. samvinnufélafia.
IV. Vitið þér hvernig stjórna skal fundi?
Er yður kunnugt um venjulegar fundarreglyr?
Reynið námskeið Bréfaskóla S. f. S. — Fundar-
stjórn og fundarreglur.
Kennslugjald aðeins 20,00 kr.
• \
------------i
Jörðin MúU
í Gufudalshreppi v
Austur-Barðastrandarsýslu, fæst til kaups og ábúðár í næstu
fardögum. Semja ber við ábúanda jarðarinnar
Eyjólf Magniísson,
Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er,- ©Sa Jiafna öllum.
TÍMIJVIV cr víðlcsnasta auglýsingablaðið!
Hér eru fáeinar taldar fyrir hina ýmsu aídursflokkas
FYRIR TELPUR:
Rlómakarfan, kr. 14.00 ib.
Beverly Gray, - 25.00 —
Gréta, - 23.00 —
Heiða I—II - 25.00 —
Lajla, - 17.60 —
Lubba, < - 30.00 —
Milla, - 17.00 —
Kalla skrifar dagbók - 13.50
FYRIR DREXGI:
Árni, e. Björnson kr. 20.00 ib.
Kátur piltur, - 25.00 —
Sagan af Tuma litla - 25.00 —
ÓIi prammi, - 11.00 —
Daníel djarfi, - 27.00 —
Keli, - 28.00 —
Percival Keen, . - 28.80 —
Pétur litli, - 10.00 —
Róbinson Krúsó, - 20.00 —
Tjöld í skógi, - 22.00 —
% 9 FYRIR BÖRA 8— ■11 ÁRA:
Pési og Maja, kr. 10.00
Svarti Pétur og Sara - 10.00
Molbúasögur, 6.00
Ég skal segja þér, - 10.00
Gosi, - 16.00
Töfralieimur mauranna, - 15.00
Ævisaga asnans, 5.00 x_,
Ferðir Munchausens, 5.50 *
Bambi, - 14.00
Kári litli í skólanum, - 10.00
FYRIR YYGSTl LESEMIURIVA: N
Ásta litla lipurtá, kr. 4.00
Bakkabræður, — 6.50
Dimmalimm, — 20.00
Ekki ncitt, — 5.60
Halli hraukur, — 3.00
Hans Karlsson, — 5.90
Hans og Gréta, — 4,80
J ólasveinaríkið, — 5.50
Jólin koma, — 4.00
Litli svarti Sambó, -- 10.00
Mjallhvít, — 2.50
Ólafur liljurós, — 14.00
Rauðhetta, — 4.00
Sagan af Gutta, ■A 3.00
Steinn Bollason, — 5.00
Það er gaman að syngja, — 5.00
Þrir bangsar, —■ 3.20
Þyrnirós, — 3.00
Ævintýrið í kastalanum, — 6.00
Öskubuska, — 3.Q0
FYRIR INGLINGA:
Þúsund og ein nótt I— ■II, kr. 115.00 ób.
do. — 165.00 ib
do. — 217.00 —
Charcot við Suðurpól, — 25.00
do. — 36.00
* Töfragarðurinn — 28.00
Ungur var ég, — 25.00
Brazilíufararnir, — 34.00 ób.
do. — v 47.00 ib.
f Rauðárdalnum — 32.00 ób.
do. — 51.00 ib
Ceylon, — 8.00 ób.
Indíalönd, — 8.00 —
Hvé glöð er vor æska, — 20.00 ib.
Bezta
bóndi, Lítla-Hvammí
29. september síðastl. andað-
ist Daníel bóndi Helgason að
LitlajHvammi í Miðfirði eftir
fárra daga legu. Lungnabólga
varð banamein hans. Nokkrum
dögum fyrir andlát sitt var
hann í Miðfjarðarrétt, glaður og
hraustur og vann þar trúnað-
arstörf fyrir sveit sína, með elju
og samVizkusemi eins og oft
áður.
Réttardagar sveitanna á
haustin eru gleði- og hátíða-
dagar. Þá eru þáttaskipti í at-
vinnurekstri bændanna, þeir
hafa þá lokið slættinum. Ef vel
hefir gengið og mikfll og góður
heyforði hefir aflazt ýfir sum-
arið, þá hugsar böndinn t'il á-
nægjulegra -vetrardaga, þegar
hann getur lifað nánu samlífi
við skepnur sínar, sem eru vinir
hans og honum svo náte^gdar,
að litlu léttara er að láta þær
skorta mat en börnin hans.
Myrkir ..vetrardagar með geys-
andi hríðarbyljúm kalla fram
ánægjulega öryggistilfinningu,
þegar menp og skepnur njóta
þess. að bóndinn og heimafólk
hansfhefir á sumardögum býrgt
heimilið upp að fóðri, matföng-
um og eldsneyti, sem vel muni
endast til næsta sumars á
hverju sem gengur. Þá er lítill
bóndabær konungsríki, þar sem
öllum þegnum líður vel og á
það fullveldi, sem 'er svo sterkt,
. að jafn máttugur konungur og
Vetur. fær því ekki haggað.
í réttum heimtir bóndinn
skepnur sínar, feitar og sællleg-
ar úr nokkra mánaða veizlu
og eftir jafnlangan aðskilnað.
Verða þá margir *fagnaðarfund-
ir á einum degi hjá bóndanum,
sem ; á þar vinum sínum að
masta. Daníel heitinn Helgason
átti um 20—30 ára skeið lítinn
bóndabæ, sem var ævinlega það
fullveldi að vera sjálfum sér
nógur, hvort sem góðært. eða
illært var í landi. Bæinn s,inn
og jörðina bætti hann og prýddi
og velti stórum og smáum stein-
um ekki aðeins úr sinni eigin
götu, hej(dur og úr götu komandi
kynslóða, seip setjast að í litla
en farsæla ríkinu hans.
Daníel var fæddur 3. júlí 1886.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum til 15 ára aldurs, en þá
fór hann í vinnumennsku til
Stefáns Sveinssonar á Dalgeirs-
stöðum í Miðfii’ði og Guðnýjar
Bjarnadóttur konu hans. Voru
þau bæöi orðlögð sæmdarhjón
í sinni sveit. Hjá þeim hjónum
'var Daniel vinhumaður í nokk-
ur ár, en kvæntist árið 1912
dóttur þeirra, Guðfinnu, sem er
vitur kona og þótti þá einna
beztur kvenkostur þar um slóð-
ir. Byrjuðu þau búskap að Dal-_
geirsstöðum og bjuggu þar til
ársins 1928, að þau fluttust að
Litla-Hvammi, þar sem þau hafa
búið síðan. Sambúð þeirra Daní-
els og Guðfinnu var farsæl og
til fyrirmyndar. Þau eignuðust,
eina dóttur, Svanlaugu, sem nú
dvelur 'í Reykjavík.
Þegar Daníel fluttist að Dal-
geirsstöðum, kynntist ég honum
fyrst og verður mér kynning sú
ógleymanleg. Skapgerð hans var
svo létt, hrein og heillandi og
Daníel Helgason
framkoma hans öll svo drengi-
leg, að ávallt var sem sólskin
léki um hann og dró ekki að
myrkva, fyrr en lifssól hans hné
í haf dauðans. Hans græsku-
lausa glaðværð og lktlyndi var
viðbrugðið og var hann alla ævi
svo Vlnsæll, að aldrei vissi feg
að andaði kalt til hans frá
nokkrum manni. Minningin um
hann verður okkur vinum hans
eins og fögur og vel gerð vísa,
sem við rifjum upp og yljar
okkur þegar hugur okkay leitar
að góðum minningum. Dreng*
lyndi hans og góðvild var orð-
lögð í hans sveit og mátti hon-
um jafna til Síðu-Halls um
tilhneigingu líans til að »setja
niður deilur manna og trú-
mennsku hans við góðan
málstað, enda var honum
ávallt er hann var kominn á
'þroskaaldur, trúað til ýmsra-
mannaforráða, 'í sínu sveitafé-
lagi. Vann hann þar mörg verk
og vandasöm og hlaut þó manna
minnst aðfinnslur fyrir. sem
mjög er þó allajafna stefnt að
þeim mönnum, sem opinberum
störfum gegna.
Það fór vel á því, að síðasta
sumarið, sem Daníel lifði, var
eitt hið fegursta og bezta er
menn muna og að einn af
hans síðustu dögum, er einn
mesti hátíðisdagur sveitabónd-
ans, því Da,níel var alla ævi sól-
ákins og sumarbarn. Ævinlega
var eins og öll spor hans yrðu
honum létt og auðgengin. Dró
þar mest um: frábært táp og
dugnaður, miklir mannkost-
ir og óvenjuleg bjartsýni, þó við
erfiðleika o^ andstreymi værj
að etja. Sveitungufn hans og
vjnum er sjónarsviptir- að hin-
um góða og nýta dreng og auða
rúmið hans er nú dapurlegt og
óskipaö.
Magnús Jónsson,
frá Torfastöðum.
Gibsplötur
til innanþiljunar. Ýmsar stærðir og þykktir,
Kaupfélag Eyííf ðinga
' ____ * \
Byggíögarvörudeíld
Daniel Helsrason
jólagjöfin handa
harninu er góð hék
/