Tíminn - 08.12.1944, Síða 4

Tíminn - 08.12.1944, Síða 4
444 TÍMIM, föstndagimi 8. des. 1944 103. blað Ræða Hermanns Jónassonar (Framhald af 3. síöu) Undanhaldi og uppgjöf í kaup- gjalds-, dýrtíðar- og fjármáium þjóðarinnar. Kvíði landsmanna nær langt inn í raðir stjórnar- flokkanna. Blað Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri segir m. a.: „Og enn skal það játað, að kauphækkanir þær, sem orðið hafa nýlega í nokkrum iðnfélög- um, eru sfður en svo, til sam- ræmingar á kjörum launafólks- ins“. Vist er þetta rétt. Það er síður en svo til samræmingar. Það er þvert á móti til^að skapa ósam- ræmi með þeim afleiðingum, sem það hfýtur að hafa, svo sem núv. forsætisráðherra benti á 1942. „IVýsköpiiniii” — gríma ríkisstjóriiarinnar. En stjórnin segir: Nú höfum við nýsköpunina á stefnuskrá okkar. Rétt er það, að ríkis- stjórnin hefir reynt að fela stefnuleysi sitt í talsverðum há- vaða og skrumauglýsingum, sem gert er vaxandi gys að, um svo- kallaða nýsköpun. En stefna stjórnarinnar í dýrtíðar- og fjármálum vinnur sjálfkrafa gegn því að þessi nýsköpun verði framkvæmd. Skulu nú leidd rök að því. Nýsköpun atvinnulífsins með ým,su móti er nauðsyn. Við verð- um ásamt öðru að hafa opin augun fyrir nýrri tækni og not- færa hana. Að þessu ber sér- hverri ríkisstjórn að vinna og ekki sízt í lok styrjaldar, þegar framleiðslan hefir gengið úr sér og ýms ný tækni kemur til sög- unnar. Framsóknarflokkurinn hefir flokka fyrstur gert sér þetta ljóst, — Það var Framsóknar- flokkurinn, sem bar fram til sig- urs þingsályktanir um það: að skipaðar yrðu nefndir til að rannsaka og gera tillögur um skípun atvinnumála og um stór og mörg framfaramál næstu ára. Þessar nefndir hafa starfað- Rafveitumálanefndin hefir þeg- ar skilað merku áliti til ríkis- stjórnarinnar um rafmagnsmál- in. — Framsóknarflokkurinn ^tuddi að þv-í allra flokka mest, að 45 nýir bátar voru keyptir frá Svíþjóð, og þeir hafa til þessa svarað til eftirspurnar. Járnskip hafa verið lítt fáanleg, en ver§a það sennilega alveg á næstunni. — Eftirspurií eftir jarðvinnslu- vélum, landbúnaðarvélum ýmis- konar, vélum til vegagerðar o. fl., er þrisvar til fjórum sinnum meiri en við höfum getað fengið útflutningsléyfi fyrir hjá við- skiptaþjóðum okkar. Þó hafa sendiherrar okkar í Bandaríkj- unum og Englandi unnið að þessum málum eftir fremstu gétu, og fyrverandi atvinnu- málaráðherra sendi sérfróðan duglegan mann vestur um haf til þess að allt væri gert, er í okkar valdi stóð. En lítið hefir orðið ágengt. Þetta kann að lagast innan skamms. En núverandi ríkis- stjórn er ekki að uppgötva neitt spánýtt, þótt hún láti greiga fyrir kaupum á atvinnutækjum. En það er líka nauðsynlegt að hafa það í huga, vegna reynslu beirra, er nota hin nýju tæki, sem nú eru keypt, — að þétta er stríðsframleiðsla, seld með stríðsverði í ofanálag. Sumt af þeim skipum, sem framleidd eru t styrjöldinni og hafa skemmzt, er nú verið .að rífa vegna þess, að það borgar sig ekki að gera við þau, sökum þess, að þau eru svo léleg framleiðsla. Fram- leiðsla góðra voþna situr enn í fyrirrúmi með bezta efni og beztu starfskrafta. Ný tæki verður vissulega að kaupa, en með forsjá verður að gera það eins og annað. En það er um þessa nýsköpun eins og allt annað hjá þessari hæstv. ríkjsstjórn: Stefnuleysið. Um það er ekkert ákveðið í lög- um um nýsköpun, hvernig eigi að koma henni í framkvæmd, og af umræðum stjórnarliðsins verður það eitt ráðið, að um þetta ríki fullkominn glundroði. Við Framsóknarmenn bárum fram þá breytingartillögu, að eitt af verkefnum nýbyggingar- ráðs yrði að athuga þetta og gera tillögur um það. Stjórnar- liðið felldi það. — Við Framsóknarmenn gerðum og þá breytingartillögu við fram- varp ríkisstjórnarinnar, að ný- byggingaráði yrði fyrst og fremst falið að rannsaka og gera tillög- ur 'úm fjárhagsgrundvöll fram- leiðslunnar. Við það mátti ekki koma. Það var fellt. — Þó ætti það ekki að geta dulizt mönnum, að þetta tvennt eru frumskil- yrði þess, að eitthvað verði í málinu gért. — Eina leiðin til þess að framleiðslutækin verði keypt og notuð, er að unnt sé að reka framleiðsluna með sæmi- legri fjárhagsafkomu. Framleiðslan cr að hætta að liera sig’. Og nú er ástandið'þó þannig, hvar sem stjórnarherrarnir leita fýrir sér: — Á Ströndum, við Eyjafjörð, við Austurland, Suðúrlaiid og annarsstaðar, að mokafla þa'rf með því fiskverði, sem nú er, til þess að sjómenn hafi viðlíka kaup og landmenn. Það má ekkert út af bera um afla. Mjög víða hafa sjómenn % og niður í % af kaupi land- manna. Óteljandi auglýsingar á á bátum mánuð eftir mánuð segja sína sögu. Bátaeigandi hér sunnanlands bauð bezta for- manni sínum bát til kaups ný- lega. Bátsfojmaðurinn kvaðst ekki vilja þiggja hann að gjöf, ef hann æjti að gera hann út. Gamall útgerðarmaður auglýsir nú skip sín svo að segja á hverj- um degi síðan nýsköpunarlögin voru samþykkt og hefir þegar losað sié við mörg þeirra. Það .selja fleiri skip en Kveldúlfur. — Þannig hugsa margir til ný- sköpunar stjórnarinnar eins og horfir. Auðvitað segir stjórnin, að með því að segja þennan sann- leika, séum við stjórnarandstæð- ingar að vinna illt verk. Þeir séu hinir bjartsýnu menn, við hrakspármenp. Við séum að spilla fyrir nýsköpuninni og draga kjark úr mönnum. Þetta eru í senn fánýtar og barnalegar mótbárur. Við Framsóknarmenn kvörtuðum aldrei undan því,- bótt Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum ráðum og brögðum í and- stöðu sinni gegn okkar málum: Vökulögunum, verkamannabú- stöðunum, héraðsskólunum, mjólkuflögunum, kjötlögunum, Síldarverksmiðjum ríkisins og óteljandi málum öðrum. — Öll þessi mál eru borin fram til fulls sigurs, urðu sterk og vinsæl við rökræður vegna þess, að þau voru í eðli sínu góð mál og rétt. Eins mundi fara um nýsköpun þá, sem byggð væri á traustum grunni — gagnstætt hinni, sem er hjóm eitt og skrum. En sagan um efkomuhorfur framleiðslunnar er ekki öll sögð. Til þess að hið bágborna ástand, sem þar ríkir nú, verði ekki enn- þá verra, verður að færa stór- ar fórnir. Bændur gefa eftir 9,4% af framleiðslu sinni í eitt ár, og greiddar eru 20—25 milj. króna úr ríkissjóði til þess að halda kaupgjaldinu og dýrtíð- inni niðri, svo að framleiðslan ekki stöðvist. En þegar þessi 9,4% eftirgjöf hverfur og land- búnaðarvörurnar hækka í verði að hausti, vegna vaxandi dýrtíð- ar, og ef ríkissjóður getur ekki borgað niður dýrtíðina vegna fjárskorts, — þá er ástandið svo gjörbreytt til hins verra fyrir framleiðsluna, að hún getur ekki staðizt með hæsta stríðsverði, hvað þá heldur ef verðlækkun á sér stað. Þetta gera framleiðendur sér ijóst. Það þarf ekki að orðlengja um það. Ég kem nánar að því síðar, að ríkissjóður er nú þegar að komast í algert þrot við það að halda dýrtíðardraugnum niðri. Og svo stendur forsætisráð- herra upp hér á Alþingi tals- vert hnakkakertur að vanda og segir: Framleiðslan getur borgað núverandi k^iup. Sumt af henni getur borgað hærra kaup. Það skuli að minnsta kosti fyrst reynt til þrautar, áður en talað sé um að færa niður dýrtíðina. En ýmsum virðist nú ekki þurfa að prófa þetta frekar en orðið er, þegar ríkisstjórnin hefir set- ið árangurslaust í fleiri vikur til þess að reyna að skrapa sam- an um 40 miljónir króna, er vanta í ríkissjóð, þar af 20—25 miljónir króna til þess að unnt sé að borga niður dýrtíðina, svo að komið verði í veg fyrir að öll framleiðsla í landinu stöðvist vegna kaupgjalds og dýrtíðar, ef það fær að sýna sig eins og það raunverulega er. Og hefir landsstjórnin athug- að, hverskonar verk hún er að vinna með því að koma inn hjá landsmönnum þeirri fáránlegu villu, og reyna að svæfa þjóð- ina með því, að ný tækni geti ’agfært þetta allt? — Ætli aðr- ar þjóðir fái ekki svipaða tækni og við? Ég held, að hyggilegast sé fyrir okkur að ganga út frá bví, að við fáum ekki neinn -'inkarétt á tækninni. — Og hvernig eigum við þá að fiska á sömu fiskislóðum og ná- grannaþjóðirnar, selja á sama markaði og þær fyrir sama verð og þær, en hafa þó tvöfaldan framleiðslukostnað á við þær? Og ætli það verði ekki eitthvað svipaö um framleiðslu landbún- aðarafurðanna Sagím um áburðar- vcrksmiSjuna. Sú nýsköpun, sem á svona grundvelli er reist, er fyrirfram dæmd. Og það er nú þegar kom- inn nokkur prófsteinn á hana á álþingi. Sú framkvæmd, sem hefir verið lengst og bezt undir- búin, er áburðarverksipiðja. Ná- kvæm rannsókn sérfræðings sýnir, að framleiðsla áburðar er hér fjárhagslega hagstæðari en flest annað. Málið er hið mesta áhuga- og nauðsynjamál bænda og íbúa kauptúna og kaupstaða, þar sem ræktun margskonar vex ört, en skortur er á góðum á- burði. Stjórnarflokkarnir létu mikið yfir áhuga sínum á þessu máli og alveg sérstaklega Morg- unblaðið. Þetta mál var tekið inn á nýsköpunarplötuna sem ein allra fyrsta framkvæmdin. Málið hefir verið í nefnd í þing- inu. Stjórnarsinnar urðu vand- ræðalegri með hverjum fundi. Siðast var aðferðin ráðin. Málið var of vinsælt til að ganga beint tii verks og fella það. En því var búin gröf. Því er vísað til rkisstjórnarinnar til frekari randsókna — og frestað. í umræðunum sögðu stjórnár- sinnar, að rannsókn sýndi, að áburðarverksmiðj a gæti ekki boriff sig — eins og komið væri. Hér eru þó skilyrði tll fram- kvæmda einna bezt. Það miá með sanni segja um þessa svokölluðu „nýsköpun" stjórnarinnar: „111 var þín fyrsta ganga“. Öll rök liggja til þess, svo spm ég hefi sýnt, að framhaldið verði upphafinu líkt. Fjárliagur ríklsins. Og ekki verða vonirnar bjart- ari, ef framleiðslan og „nýsköp- unin“ yfirleitt lítur til ríkissjóðs sem öryggis fyrir sína afkomu, — sem að vísu aldrei getur orðið neitt öryggi til langframa. Allt bendir til þess, eins og fariff hef- ir veriff meff fjárhag ríkissjóffs, að Alþingi verði aff leggja þung álög á framleiffsluna í staff þess aff styrkja hana. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú .stýrt fjárhag ríkisins síðan 1939. Aldrei hefir nokkur flokkur á íslandi fengið annað eins tæki- færi og Sjálfstæðisflokkurinn til að gera fjárhag ríkissjóðs glæsilegri en dæmi voru til áður og afkomu framleiffslunnar ör- ugga. Aldrei hefir annaff eins f járhagslegt góffæri veriff í land- inu unf lengri tíma. Og þjóffin setti sér þaff mark aff greiffa all- ar skuldir sínar. — En stjórn Sjálfstæðisflokksins spilaffi þess- um möguleikum úr höndum sér, og úr höndum þjóffarinnar meff óstjórninni 1942. — Af tvöföldun dýrtíðarinnar leiddi það, að orð- ið hefir að greiða úr ríkissjóði miklar uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur og stórfé til að halda niðri kaupgjaldi og dýrtíð, til þess að halda fram- leiðslunni á floti. — En samtím- is gerðist annað, sem fylgir auk- inni dýrtíð eins og skuggi. Út- gjaldahlið fjárlaganna eykst hraðar en framfærsluvísitalan. Hins vegar fóru tekjumöguleikar ríkissjóðs þverrai\di sökum erf- iðleika framleiðslunnar, sökum vaxandi dýrtíðar. Nú er svo kom- ið fyrir þessar sakir, að þing- meirihluti sá, er Sjálfstæðis- flokkurinn hefir forustu fyrir, er aff heykjast á því, aff láta tekjurnar svara til nauffsynlegra rekstursútgjalda ríkissjóffs og það . í allra mesta góffærinu. Fyrirsjáanlegt er og vitað, að þetta verður enn verra að áiú og alveg óviðráðanlegt þegar verðfallið kemur eftir styrjöld- ina, og það þótt ekkert sé ætlað til nýsköpunar. Ástandið er nú i góðærinu þegar þannig, að er fjárlagafrumvarpið kemur frá fjárveitinganefnd og eftir að ffáðherrarnir hafa hver fyrir sitt ráðuneyti óskað eftir hækkun, svo sem nefndarálitið greinir, eru útgjöldin komin talsvert yf- ir 100 milj. Hallinn um 5ý2 milj. Tekjuáætlunin hefir þó verið hækkuð um 13 milj. frá því, sem var í frumvarpinu upphaflega* þar af hátt á 7 milj. fyrir áfeng- issölu. Útgjaldamegin vantar þó enn í frumvarpið 4—6 milj., vegna hækkunar á launum embættismanna.er stjórnin hef- ir samið um. Ennfremur 20—30 milj. vegna dýrtíðarráðstafana, auk margra ’annarra greiðslna. Hallinn á fjárlö^unum verður því, er öll kurl koma til grafar, ekki undir 40 milj. kr. — Er hall- inn einn því meira en tvöfalt hærri en fjárlögin fyrir stríff, þegar. núverandi forsætisráff- herra blés mest um það, hvaff þau væru há. Fyrir stríðið, þeg- ar útflutningsverzlun var einna minnst, voru fjárlög rúm 30% af útflutningsverzluninni. Nú 66%, þótt miðaö sé við hinn mikla út- flutning síðasta ár um 232 milj. króna. Stefnnleysið í fjjár- máluiium. En þó er ekki öll sagan sögð enn. Þeir Pétur Ottesen og Þor- steinn Þorsteinsson skrifa undir frumvarpið með þeim fyrirvara, „að þeir telji fjárhag ríkissjóðs á næsta ári teflt í tvísýnu með hæjckun á tekjuáætluninni" Helgi Jónasson og Jónas Jónsson skrifa og undir frumvarpið allt með fyrirvara, eftir því m. a„ hvernig ræðst með tekjuöflun. Þóroddur Guðmundsson, Lúðvík Jósefsson og Guðmundur í. Guð- mundsson skrifa undir frum- varpið með þeim fyúrvara, að stjórnin verði að bera fram frumvarp um tekjuöflun handa ríkissjóði og Guðm. tekur fram, að það verði að vera í samræmi við gerða samninga.'' Það eru því aðeins tveir nefndarmenn, sem skrifa und- ir frumvarpið án fyrirvara. — Og í raun og veru má lesa þáff milli línanna, að eng- inn vill béra ábyrgð á frum- varpinu. Þar er allt rakiff til ráðherranna. Á einni blaðsíffu er sex sinnum um þaff getiff, aff þetta og hitt sé hækkaff eftir kröfu þessa ráffherra eða hins. . Eitt er ljóst af þessu nú þegar, og á því lék grunur áður. Þrátt fyrir gum stjórnarinnar um samstarf, hefir henni ekki tekizt þaff fyrsta og nauffsynlegasta ef samkomulag á aff geta talizt um stjórn: Samkomulag um fjár- mál ríkisins og framleiðslnnar. Stjórnin hafði ekki í byrjun og hefir ekki enn neina sameigin- lega fjármálastefnu. Hún læt-* ur reka. Það er ekki stefna, heldur stefnuleysi. Hér kemur enn fram nákvæmlega sama einkenni stjórnarinnar og 1942. Ég leyfi mér nú að spyrja hæstv. fjármálaráðh.: Hvernig ætlar hæstv. ríkisstjórn að afla þeirra 40 milj., er á skorta að fjárlögin verði hallalaus? Ég tel að þjóðin eigi nokkra kröfu til þess að fá um það að vita sem fyrst, hvernig á að leggja á henn ar herðar 40 milj. ofan á öll þau gjöld, sem hún nú greiðir. — Tekjuhalli á fjárlögum þarf ekki að vera óeðlilegur í slæmu árferffi, effa þegar stórfé er lagt í arðbærar framkvæmdir. En hugsar stjórnin sér rauftiveru- lega aff afgreiffa fjárlög með tekjuhalla, án þess aff lagt sé i óvenjulegar framkvæmdir, og í mesta góffæri? Auffsætt er, aff afkoman verffur verri aff ári. — Á þá enn aff taka ný lán? Og öllum er Ijóst, aff erfiffleikar byrja þó fyrst fyrií alvöru, þeg- ar verfffalliff kemur eftir stríff. Hvaff á þá aff gera ef viff söfnum til tugmiljóna skulda í mesta góffæri? Ég held, að það sé sízt of hart til orða tekið, þó að notuð séu (Framhald á 6. síðu) ur honum aukin innstæða í sparisjóði minninganna, full af myndum, handhægum til ívafa eða uppistöðu í kvæði eða sögu. En þótt mér sé þetta um- talsefni að öllum jöfnaði öðrum kærkomnara, þá var svo í þetta sinn, að ég var aðeins með háif- an hugann bundinn ferðalangn- um, því að ég var nefnilega að hugsa um skáldið. Eftir að ég hafði hlýtt á ferðasögu hans um Hornstrand- ir og kynnzt því undursamlega kjarngresi, er þar sprettur í út- haga, heyrt um landgæðin í Bolungarvík og ferðazt með honum eftir vegleysunum um Barðsvíkurskörð, — þá kotai þar, að ég fór að fitja upp á þessum þönkum mínum um skáldið — við skáldið. Ójú, rétt var það; það voru þrjátíu ár slðan Snæljósin hans birtust mönnum fyrst, — og þá var stríð eins og nú, er þá var það Vilhjálmur keisari en ekki Hitler kanzlari, sem var miðdepill alls þessa ófagnaðar. Nú, og síðan hafa komið út eftir hann kvæða- og sögubæk- ur, einn tugur talsins; um þetta var ekki svo mikið ^ð segja. Það kom mér sízt á óvart þótt honum væri lítið um það gefið að ræða um skáldskap sinn. Var mér kunnug ófýsi Ja- kobs að gera hann að umtals- efni. Ég vildi ekki með öllu gefa upp sóknina, og spurðl hann þessu næst frá hverju ætt- menna sinna hann teldi sig hafa 1 erft skáldgáfuna. — Skáldgáfuna? Þetta er í hverjum og einum meira og minna, en það er misjafnlega rækt og tamið. Annars ert þú miklu ættfróðari en ég, ef út í þá sálma er farið. Ýmsir mínir nánustu hafa fengizt . eitthvað við vísnagerð og þetta er til í ættum foreldra minna beggja, eins og þú kannast við. Ég játti því. Það þarf ekki langt að leita í báðum ættum Jakobs, til þess að finna hagmælsku og skáld- hneigð í ríkum mæli. Ættar- nafnið eitt nægir til þess að benda á rík eigindi í þá átt, 9nda er Jakob kominn í beinan karllegg frá Þóraf’ni sýslumanni i Grund, föðurföður Bjarna :kálds og amtmanns, — og Ja- cob er fæddur á aldarafmæli Bjarna. Þess má einnig geta, rð Jakob kaupmaður í Reykj- arfirði, afi Jakobs skálds, og Tannes Hafstein voru systkina- ?ynir, því móðir Jakobs var '>ystir Péturs amtmanns. í móð- irætt Jakobs er einnig rík skáld- ^áfa. Móðurfaðir hans, Gísli Sigurðsson á Fossi, var greindur fróðleiksmaður og vel hagmælt- ur. Bróðir hahs var Sigurður, faðir Stefáns skálds í Hvíta- dal. Snemma mun Jakob hafa byrjað að yrkjá, en þó telur hann sig ekki hafa kvalizt af skáldskapartilhneigingú ábarns- og unglingsárunum, og jafnan í hafi hann notið svefns vegna allra áætlana úm væntanlega skáldfrægð. Þó var stundum kastað fram vísum og ortir sveitabragir í fábreytni æsku- stöðvanna,’ en það týndist allt úafnskjótt. — Nítján ára flutti hann til Reykjavíkur og hóf tré- smíðanám. Hefir höfuðborgin lengst af síðan verið hans sama- staður, og trésmíði var atvinna hans um langt skeið, þótt hann hafi fyrir alllöngu' lagt hana á hilluna að mestu og gefið sig meira að skáldskapnum. Eftir að Jakob hafði gefið út fjórar kvæðabækur og var kom- inn í þjóðskáldatölu, birtist eftir hann smásagnabókin „Fleygar stundir.“ Höfðu sumar þær sög- ur birzt áður í tímarit-um undir dulnefninu Jón jöklari, og vakið mikla athygli. Síðan hafa tvö smásagnasöfn komið út, er sízt standa hinu fyrsta að baki. Jakob hefir frá upphafi tam- ið sér smásagnagerð, þótt allt yrði heldur á seinni skipum með útgáfu þeirra, því að öllu því, er Jakob reit af því tagi framan af skáldævi sinni, var á glæ kastað eða í eldi brennt. En það hefir1 þó ekki verið til einkis ritað, því að sögur hans þær er birzt hafa, bera þess glögg merki, að þar var reyndur höf undur að verki. Sé Jakob spurður með hverj- um hætti hann stundi ritstörf sín, þá brosir hann í kampinn, en það fer honum vel, því að hann er einhver kampastærsti maður sinnar tíðar, með mikið jarpt alskegg, er vel hefði sæmt þjóöhöfðingja og fer vel á þjöð- skáldi. Um vinnuatfferðir sínar er hann fáorður, en þó getur hann þess, að hann hafi aldrei tamið sér akkorðsvinnu í þeim efnum, hVorki vanist því, að vinna á- kveðinn stundafjölda á degi hverjum eða skila vissum af- köstum á ákveðnum 'tíma, — telur það naumast heppilegt, enda hafí hann verið orðinn svo gamall, þegar hann gat farið að gefa sig allan að ritstörfum. En þegar eitthvað dettur í hug- ann, þá er stundin gripin og þá er ekki spurt eftir því, hvað »nóttinni líði eða deginum. Sú er hans vinnuaðferð. rÞegar „fyrstu skrift“ kvæðis eða sögu er lokið, þá er það læst niður í skúffu og „saltað“ þar nokkrar vikur eða mánuði, án þess að við því sé hreyft, og jafnvel svo misserum skipti. Þegar það á- lízt fullsaltað, er það dregið fram í dagsljósið á ný og „um- skrifað." Tal okkar berst að bókáút- gáfu og bókmenntum, sem eru •allólík hugtök nú á tímum, og í því sambandi berst það í tal frá minni hendi, hvort ekki megi vænta nýrrar bókar eftir hann á þessu hausti. Nei, því fer fjarrí. Hann gaf út bók á næstliðnu hausti, „Hraðkveðlinga og hugdettur“, og hann hefir aldrei tamið sér þann sið að gefa út bók á hverju ári, hvað þá tvær, þrjár, eins og sumir gera; — en þeir hafa nú svo mikið að segja. Ég játa það. Það er mesta furða, hvað sumiu virðast hafa mikið að segja og segja þó svo lítið, þegar allt kemur til alls. Við fáum okkur í nefið. — En gæti ekki verið, að hann ætti efni í eina bók eða tvær — kannske sína af hvoru? Jú, það telur Jakob líkur til, en sumt af því er í „salti“. Að hausti kynni eitthvað að koma út, ef að annað yrði þá ekki látið sitja í fyrirrúmi. Kalla má, að flestallar bækur hans séu uppseldar og ráðið hefir verið að hefja heildarútgáfu á verk- um hans á næsta ári, eða þar næsta. Þá verður hann sextugur. Þetta má heita fullráðið og um samið. Svo kemur kaffið. Jakob Thorarensen hefir eng- inn sundurgerðarmaður verið í ritstörfum sínun>. Hann hefir lítið gefið sig að stjórnmálum og aldrei ritað grein um þau æfni eða þjóðmál yfirleitt. Örsjaldan ritdóma eða smágreinar bókmenntalegs eðl- is á fyrri árum, aldrei reynt við leikritagerð. Hann hefir látið sér nægja vettvang kvæðis og smá- sögu, og á því sviði reynst sjálf- um sér samkvæmur og list sinni trúr. Öll verk hans eru með sterkum persónulegum blæ og ■ um leið rammislenzk. Skáldskapareinkenni hans eru öðru fremur karlmannleg bjart- sýni, fastheldni við fornar, dyggðir, ísmeygin kýmni og djúpsprottið hispursleysi um sumar þær eðliskenndir mann- legra tilfinninga, er aðrir gera að fitlandi feimnismáium, — öllum stundum traust og með beirri reisn kjarnmikils stíls og máls, er einungis þjálfuðum og víðreyndum höfundi getur vel úr hendi farið. Frásagnarháttur hans ber glöggan vott raunhygli þess manns.er geymir jafn vel í minni vorfegurð og haustfölva, þekkir gerla sigra lífsins og töp þess. Töp, sem ætíð eru háð forgengi- leika alls þess, sem er tímanlegt. Því kveður hann svo: „Hel er í sigrum, stopull stríðsins gróði, oft stutt í valdsmanns ró. — Þó góð sé festa í frœgsta skáldsins Ijóði, það ferst í tímajis sjó.“ Um það verður ekki rætt hér að þessu sinni, hversu þetta sé nærri bókstaflegum sanni, en hitt vil ég fullyrða, að svo er margt festugott það, er Jakob hefir bezt kveðið, að það mun fleytast yfir grunnsævi og brot- sjóa verðandi aldaranda og tild- urtízku.-^Kjarnann úr' verkum hans mun reka á fjörur fjöl- margra kynslóða, þeirra, er tung- una og landið erfa eftir okkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.