Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 6
454 TfMmN, briðjndaginn 12. deg. 1944 104. blað Dr. Hjortur Þórðarson (Framhald af 3. siðu) ur þunga áherzlu á síðasta orðíð. „Við höfðum ekki mikið meðferðis, er við fórum vestur um haf frá íslandi, en þó flutti faðir minn með sér fulla kistu af bókum, sem honum þótti vænt um". Eyja Hjartar er sums staðar melra en 300 fet yfir vatnsflöt. Snúa mót landi háir krítar- klettar, en út að Michiganvatn- inu liggur hvít sandströnd. Tveir gamlir kirkjugarðar eru á eyjunni, stór skógarsvæði og fallegur garður, sem Hjörtur hefir látið gera. Auk hins 110 ára gamla bjálkakofa, eru tuttugu bygg- ingar á eynni, ein eða tvær þeirra frá gömlum tíma, en aðrar hefir Hjörtur látið reisa frá grunni. Ein þeirra er byggð úr ruðningsgrjóti frá jökulöld- inni og kalkmulningi. Önnur er steinhöllin mikla, þar ' sem bókasafnið er geymt, Þessi mikla bygging er 70X140 fet og 65 feta há. Á neðstu hæð er bezta og fullkomnasta báta- skýlið, sem til er við vötnin miklu. Á annari hæð, sem er einn samfelldur salur, er b$ka- safnið er geymt í. Þar er arinn svo mikill, að í arinskeifunni getur staðið borð, er tólf menn matast við. Öðrum megin við arininn hangir upp- hleypt mynd af íslandi, en hinum megin af Bandaríkjun- um. Á einum stað hangir frum- mynd Audubons, er sögð er vera stærsta málverk, sem til er af fugli í heiminúm. Víðsvegar um salinn eru alls um fimmtíu stofugögn — borð, bekkir og stólar —, alt búið til úr valinni hvíteik og fagurlega prýtt skurð- myndum úr norræni goðasögu af íslenzkum tréskurðarsnillingi. Meðfram veggjunum milli gluggana standa sextíu eld- traustir skápar úr stáli og gleri. Þar er nú varðveitt hið fræga bókasafn Hjartar, er áður var í Chicago. Margt fleira er markvert á eynni — til dæmis 80 feta há fánastöng, sem smíðuð er úr einu balsam-furutré. Á henni blakta fánar Bandaríkjanna og íslands"." RITSAFN EINARS H. KVARAN 6 bindi, ca. 2500 bls., er ágætasta jólagjöfin, sem bér gctið gefið vinum yðar. H.F. LEIFTUR Þakpappi í 20 ferm. rúllum. Lækkað r»rð. Kaupíélag Eyíirðínga Byggíngarvönideild HJARTKÆRAR ÞAKKIR fœri ég og kona mín öllum þeim, sem glöddu okkur með gjöfum, heimsóknum og skeyt- um á sjötugsafmœli mínu. SIGURBJÖRN JÓNSSON, Laxárholti. ÚTBOÐ Þeir, sem vilja gera tilboð í að byggja fyrirhuguð íbúðarbús Reykjavíkurbæj- ar við Skúlagötu, vitji uppdrátta og út- boðsskilmála í skrifstofn bæjarverk- fræðings, jfegti 100,00 króna skllatrygg- ingu. Bæjarverkfræðíngur Fyígízt med Allir^ sem íylgjast vilja meö almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist ásfcriíendur, séuð þlð það ekki ermþá. Slml 2323. GÆFAN fylgir trúlolanarhztoffunam fra Sendlð nákvœmt mal. Sent mót póstkröfu. SIGCBÞÓK, HAFNAESTR. 4. IS t ú 1 k 11 vantar á Kleppsspítalann. 'ttJppIýsinjsíar hjá yfirhjúkrnnarkonunni. Sími2319. Bernhöftsbakarí hefir byrjaff framleiðslu á nýrri brauð- tegund, sem nefnist „Soyabrauð". Um þessi brauð segir Jónas Kristjánsson læknír eftirfarandi: „Eftir tilmælum mínum hefir herra bakarameistari Sig- urður Bergsson í Bernhöftsbakarii, bætt í hin svokölluðu Soyabrauð, sem hann að undanförnu hefir bakað fyrir matstofu Náttúrulækningafélags íslands, nokkru hveiti- klíði. Tel ég þessi brauð sérstaklega efnaauðug og taka öðrum brauðum fram að því leyti. Soyamél er svo sem vitað er auðugra af eggjahvitu, feiti og steinefnum, svo sem fosfor, járni og kalki, en aðrar méltegundir, og auk þess inniheldur Soyamél meir en aðrar méltegundir B-vítamín. Get ég gefið þessum brauðum mín beztu meðmæli sem sérlega nærandi og efnaauðugum brauðum." J Soyabrauðin fást á eftirtöldum stððum: Bernhöftsbakarii Bergstaðastræti 14, á Nönnugötu 16, í verzlunum „Siila & Valda", Aðalstræti 10, Laugaveg 43, Vesturgötu 29, Laugaveg 82, Vfðimel 35, Langholtsveg 49. Bernhöftsbakarí. Sumband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN. Hagfelldustu kaupin gerið þér í kaupfélaginu. SAVOJV de PARÍS mýkir húðina og styrkir. Gefur henni yndlsfagran liíblœ og ver hana kvillum. JVOTIÖ SAVON Jólasalan haiin Gott úrval af leikföngum fyrirliggjandi. Tökum daglega upp nýjar tegundir. Við viljum sérstaklega vekja athygli yðar á ensku pappírsskrauti mjög hentugu til jólaskreytinga fyrir heimahús og verzlanir. Gleymið ekki að kaupa hin vinsælu Jólakort okkar, áð- ur en birgðir þrjóta. AMAT0RVERZLUNIN Austurstræti 6. — Sími 4683.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.