Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 2
458 TÍMIrVlV- föstudaginn 15. fles. 1944 105. lílaö \ J^^-^-W^^Í Föstudagur 15. des. Nýtt strandferðaskíp Stjórnarliðið hefir enn á ný sýnt hinn rétta hug sinn til framfara og nýsköpunar. Við aðra umræðu fjárlaganna á Al- þingi felldi það tillögu frá íimm Framsóknarmönnum, þeim Ey- steini Jónssyni, Páli Hermanns- 'syni, Ingvari Pálmasyni, Páli Zophoniassyni og Páli Þorsteins- syni, um að heimila ríkisstjórn- inni „að kaupa nýtt straríd- ferðaskip af líkri stærð og Esju." Hér var vissulega um mál að ræða, er heyrði til sönnum fram- förum og nýsköpun. Það ástand, sem stór hluti þjóðarinnar hefir orðið að búa við í strand- ferðamálunum seinustu árin, er i fyllsta máta óþolandi. Menn hafa orðið að búa við stopular og óvissar ferðir, þeir hafa orðið að sætta sig við hinn lélegasta aðbúnað og iðulega orðið að hætta lífi sínu, eins og Þormóðs- slysið er ógleymanlegt minnis- merki um. Við þetta bætist svo margvíslegt fjárhagslegt tjón fyrir atvinnuvegi dreifbýlisins, og síðast en ekki sízt, stórkost- legur hallarekstur rikisins á strandferðunum. Allt þetta stafar af því, áð rík- ið hefir ekki haft hentugan skipskost til strandferðanna. Síðan Eimskipafélag íslands ¦hætti strandferðum, hefir orðið að notast við meira og minna óhentuga leigubáta. Nýja Esja hefi* -verið talandi tákn þess, hvernig bezt og hagkvæm- ast væri að leysa þessi mál. Með slíkum farkosti er hægt að halda uppi regiubundnum ferðum, nægilega örum, og tryggja far- þegunum þann aðbúnað, sem sæmir menningarþjóð. Með slik- um farkosti er líka hægt að láta strandferðirnar bera sig. Nýja Esja hefir flest árin verið rekin haUalaust og mun væntanlega í ár skila nokkrum tekjuafgangi. Alhu- hinn mikli halli á strand- ferðunum stafar fyrst og fremst af því að notast er við óhentug og ófullkomin leiguskip. Ef ríkið réði yfir tveim skipum af líkri stærð og nýju Esju, gætu þau að mestu annast strand- ferðirnar kringum landið. Til viðbótar þyrfti aðeins fáa hér- aðsbáta, sem önnuðust einkum viðkomur til smærri hafna. Með slíku fyrirkomulagi væri strand- ferðunum komið í viðunanlegt horf fyrir fólkið í dreifbýlinu og atvinnuvegi þess, og jafnframt komið í veg fyrir hinn stórfelda hallarekstur, sem nú er á strand- ferðunum. Þegar rætt er um dreifbýlið í þessu sambandi, koma vitanlega mörg fleiri byggðalög en sveit- irnar til greina. Það eru nær óll sjávarþorp landsins og nokkr- ir kaupstaðir eins og Vest- mannaeyjar, ísafjörður, Siglu- fjörður, Seyðisfjörður og Nes- kaupstaður. Allir þeir, sem þessa staði byggja, eiga mikla hags- muni undir góðum sjósamgöng- um, því að þótt flugið komi til sögunnar, mun það aðeins bæta úr þörfum þeirra að takmörk- uðu leyti fyrst um sinh. Það er því sama hvernig litið er> á þetta mál. Bygging nýs strandferðaskips er stórvægilegt framfaramál mikils hluta þjóð- arinnar, jafnframt og það myndi stórkostlega lækka hallarekstur ríkisins á strandferðunum. Það myndi þannig borga sig vel fyrir ríkissjóð til frambúðar að leggja nú fram fé til að kaupa slíkt skip, jafnvel þótt hann þyrfti að taka það að láni vegna þess, hversu hörmulega er komið fjár- hagi hans. Það væri vissulega nokkuð betra af tvennu ekki góðu að taka lán til slíkrar fram- kvæmdar en í hreina dýrtíðar- eyðslu, eins og ríkisstjórnin virð- ist fyrirhuga. Það þykir rétt að birta hér nöfn þeirra þingmanna, sem ekki vilja að ríkið eignist nýtt strandferðaskip og greiddu því atkvæði gegn tillögu Framsókn- armanna. Þeir voru: Áki Jakobs- * son, Ásgeir Ásgeirsson, Ásmund- ur Sigurðsson, Barði Guðmunds- son, Bjarni Benediktsson, Einar Olgeirsson, Eiríkur Einarsson, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, t_f-.j-f t ii|— f\m*.m\f~ _""¦*-« im~ m_l"......'i'mw" ii. i~ii i.lJ~ H l~i*H n II i *— iii i~ "HWI ||*~ m" vm"-h~- ^i- ~»»' •»— « ii" "i i ' ¦ ~* M~ ' I*"'1 " * Á víðavangi 1 „Nýsköpun" á sviði blaðamennskunnar. Forsætisráðherrann hefir nú sýnt, að hann vill einnig heiðra hið nýstofnaða lýðveldi með „nýsköpun" á sviði blaða- mennskunnar. Hann hefir nú látið þjóna sína, fyrst Jón Pálmason og síðan ritstjóra Mbl., kalla einn af andstæðingum sín- um „grey" um nokkurt skeið í Mbi og ísafold. Er þetta alger nýjung í íslenzkri blaða- mennsku, sem jafnframt er góð- ur leiðarvísir um skapgerð og smekkvísi ráðherrans. Næsta margir eru þó þeir, sem telja bessa „nýsköpun" í blaða- mennskunni til vafasamra bóta fyrir sæmd lýðveldisins og ólíklega til að bæta og orýða málflutning pólitískra andstæðinga. Og allir virðast á einu máli um það, að enginn ís- lenzkur stjórnmálamaður fyrr eða síðar, nema núv. forsætis- ráðherra, hefði getað þjónað lund sinni með slíkum hætti. . Jafnhlíða þessu hefir það svo rifjast upp fyrir mönnum, að hafi nokkur maður til þessa nafns unnið, sé það enginn ann- ar en núv. forsætisráðh., sem um bessar mundir leikur aumkunar- verðasta hlutverkið í íslenzkum stjórnmálum fyrr og síðar. Fyrir ás.iálegt og lystilegt bein, sem nefnist forsætisráðherratitill, hefir hann unnið til að kyngja öllum boðskap sínum frá seinstu áramótum og ganga í bjónustu kommúnista við að koma á tekjuhallarekstri, hruni og byltingu í landinu. Þeim, sem ¦?eta gengið í þjónustu pólitískra myrkravalda, ef þeim er boðið °itt ásjálegt bein, fer grey- nafnið ekki illa. Það hefir líka heyrzt oftar en einu sinni: Óli =;reyið gengur að þessu, Óli grey- ið gerir það, ef við skipum hon- um það, Óli greyið vinnur allt til fyrir titilínn. Mun það verða tekið til athugunar að rifja upp betta „Óla greys" nafn öðru hvoru, ef verða mætti til þess að Óli léti þá af áðurnefndri „nýsköpun" sinni á sviði ís- lenzkrar blaðamennsku. „Nýsköpun" í lausu lofti! í forustugrein Mbl. i fyrradag °r kvartað undan að Tíminn fari með „rakafals" með því að prenta ýmsa kafla upp' úr nýárs- boðskap Ólafs Thors frá síðustu áramótum. En í þeim boðskap kveður hann mjög fast að því að lækka þurfi dýrtíðina. Prentar ivo Mbl. upp klausu úr boðskap 01. Thors, er á að sýna, að hann hafi talið annað mikilsverðara °n lækka dýrtíðina. En svo tekst fcil að einmitt í þeirri klausu stendur að grunnurinn undir framtíðarbyggingu þjóðfélags- Garðar Þorsteinsson, Gísli Jóns- soh, Guðmundur I. Guðmunds- son, Gunnar Thoroddsen, íng- ólfur Jónsson, Jakob Möller, Jó- hann Jósefsson, Jón Pálmason, Kristinn E. Andrésson, Lárus Tóhannesson, Magnús Jónsson. Ólafur Thors, Pétur Magnússon, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður Guðnason, Sigurður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Stefán Tóh. Stefánsson, Steingrímur -Iðalsteinsson, Þorsteinn Þor- steinsson og Þóroddur Guð- mundsson. Þeir, sem sátu hjá/ voru: Gísli Sveinsson, Brynjólfur Bjarnason, Jónas Jónsson, Jón Sigurðsson, Pétur Ottesen og Sig. Bjarnason. Af stjórnarliðum var það Lúðvík Jósefsson einn, sem fylgdi Framsóknarmönnum, bví að hann mun ekki hafa talið sér annað fært, vegna Austfirð- inga. Fyrir þá mörgu landsmenn, sem þurfa að búa við hinar stop- ulu, erfiðu og oft hættulegu strandferðir, er vert að festa sér í minni nöfn þeirra þingmanna, sem notuðu umboð sitt til að hindra kaup á nýju, fullkomnu strandferðaskipi og vilja því halda við hinu ríkjandi ófremd- arástandi og hinum mikla rekstrarhalla ríkisins á strand- ferðunum. Þeir eiga að muna þessi nöfn vel og minnast þess við kjörborðin næst, að þeim er lítill hagur að slíkum „nýsköp- unar'Smönnum á Alþingi. \ ins sé, að ráðið sé niðurlögum dýrtíðarinnar. Svo er að sjá af þessu, að Ólafur Thors og Mbl. ætli að byggja hinar fögru fram- tíðar byggingar í lausu lofti, án grunns og grundvallar. Og les- endur Mbl. eiga svo að hrífast, af að sjá skrauthýsin svífa i lausu lofti! Kveldúlfsvald og Landsbankavald. Árum saman hefir verið hamr- að á því, fyrst í Verklýðsblaðinu og síðar í Þjóðviljanum, að svo- nefnt Kveldúlfsvald væri álþýðu landsins háskalegt og handhöf- um þess, valds mætti aldrei treysta. Töldu margir þetta ré'tt- mæt varnaðarorð. Annað vald var það og, sem gjalda bar var- huga við, að dómi þessara blaða. Þetta vald var „Landsbanka- valdið", og ein höfuðsynd þess var stuðningur við hið fyrr- nefnda. Um bæði þessi „máttar- völd"' var oft rausnarlega að orði kveðið. En nú situr Brynj- ólfur til hægri handar Kveld- úlfsvaldinu (Ólafi Thors) og Áki til hægri handar „Landsbanka- valdinu" (Pétri Magnússyni) í stjórnarstólunum á Alþingi. Blasir sú „sýn" nú við öllum, er á þingpöllum dvelja. ' Hin sögulega „höfuðstoð". Til vinstri handar „máttar- völdunum" sitja tveir Alþýðu- flokksráðherrar. Minna ásjónur beirra á atburði þá, er gerðust í kommúnistaflokknum fyrir nál. tíu árum og víða bar á góma í kosningunum 1934. Þá sam- bykktu kommúnistar á allsherj- arsamkundu sinni, að Alþýðu- flokkurinn skyldi héðan af heita „höfuðstoð auðvaldsins" á Tslandi. En í Alþýðuflokknum voru þá m. a. þingmennirnir Sigfús Sigurhjartarson og Sig- urður Guðnaspn, og því hluti af margnefndri „höfuðstoð". Sum- um kommúnistum þótti þetta orðalag ekki hæfa og vildu kalla Alþýðuflokkinn „höfuðstoð auð- valdsins innan verklýðssamtak- anna"! Afstaða þeirra var köll- uð „tækifærisstefna" og var höfðingja hennar „stefnt utan" á „konungsfund" austur í Garðaríki. Sumir aðrir höf ðingj - ar flokksins voru sakaðir um „sáttfýsi við tækifærisstefnuna". Meðal þeirra voru Einar Ol- geirsson og ísleifur Högnason. Var Einari, sem þá var í fram- boði - á Akureyri, veitt opinber áminning í útvarpinu rétt fyrir kosningar. Lentu norðlenzkir kommúnistar í miklum „þreng- ingum út af áminningunni og óttuðust, að Einar félli, sem og varð. En ísleifur bað flokks- stjórnina afsökunar á prenti og mun hafa náð sættum, þótt telja mæti með afarkostum. — Nú er Alþýðuflokkurinn „höfuðstoð" ríkisstjórnar kommúnista, og, á stjórnin líf sitt undir þeirri „stoð", eins og málum er komið á Alþingi. Hættan af „kratismanum". Nú, eftir tíu ár, heitir tæki-> færisstefnan ,kratismi". Og þeir sem „kratismann" aðhyllast, eru taldir varhugaverðir menn i Sósíalistaflokknum.-Sumir segja, að þessum mönnum fari fjölg- andi. Það eru þeir, sem ekki átta sig á „línunni". Það eru þeir, sem enn þá vilja vinstri stjórn og skilja ekki, að „auðvaldið" sé vinur verkalýðsins. Það eru beir, sem ekki geta fundið, að hitaveitan sé í lagi, þó að flokk- urinn þeirra hafi tekið ábyrgð á henni, og það eru þeir, sem lesa önnur blöð en Þjóðviljann. Og eitthvað er til af mönnum, sem predika sáttfýsi við „krat- ismann", þó þeir aðhyllist hann ekki beinlínis sjálfir. Þessir menn eru fiinfaldir í sinni þjón- ustu, en þeim finnst ógætilegt, að skrifa flokksblaðið eins og það væri málgagn upplýsinga- ráðuneytis í öðru landi. Þeir halda, að það geti fælt menn úr flokknum. En rödd efans þagga þeir niður með hávaða á mann- fundum. Óorðheldni og eiðrofi. Óorðheldni greifinn á ítalíu, Sforsa greifi, hefir nú farið að eins og óorðheldni „greifinn" á íslandi. Hann hefir mótmælt því, að hann hafi brugðizt orðum sínum, og telur Churchill og Eden hafa sagt rangt frá lof- orðunum, er hann gaf þeim. Þetta kemur talsvert einkenni- lega fyrir sjónir erlendis, en hér eru menn ekki undrandi, því að þeir hafa nyiegt fordæmi. Mun- urinn er líka sá, að hér er óorð- heldna „greifanum" hossað og dillað, a. m. k. eins og stendur, en Sforsa greifi fékk ekki aftur sæti í ítölsku stjórninni. Óhugs- andi væri það þó ekki, að ís- lendingar lærðu eitthvað af Sforsa-málinu og öðrum slík- um erlendum málum og brigð- mæli og eiðrof þættu hér aftur slík höfuðglöp og þau voru tal- in meðal íslendinga til forna. „Gáfnaljósin" skrifa. Hitaveitan fær svo oft „kulda- köstin", að gamansamir bæjar- búar, sem góðlyndastir eru, kalla hana kuldaveituna. En Morgun- blaðið yill nú reyna að verja forráðamenn bæjarins. Forustu- grein blaðsins hefst þannig s. 1. laugardag: „Hitaveita Reykjavíkur er án | efa eitt allra glæsilegasta fyrir- tæki, sem í hefir verið ráðizt hér á landi og^hún á sennilega engan sinn líka í veröldinni í ÞEIRRI MYND, SEM HÚN ER". Ætli því sé ekki eins háttað um þessi skrif? Blásið í kaun. Stjórnarblöðin kvarta. Ráð- herrarnir kvarta. Kvarta yfir því, að að ekki skuli vera tryggt fyrirfram, uð allir segi já og am- en við öllum þeirra aðgerðum — eða aðgerðaleysi. Flestar stjórnir hafa þó orðið að þola það, að einhverjir væru i and- stöðu. Meira að segja þjóð- stjórnin slapp ekki við slík ó- þægindi, því að í hennar tíð héldu kommúnistar uppi stjórn- arandstöðu, þótt lítið þætti til koma. En nú standa stjórnar- liðar gneipir og blása í kaun, hvað lítið, sem á þá er andað. Stjórnarandstæðingar mega ekki halda fundi, ekki skrifa í blöð, ekki tala í útvarp, án þess að ærrit sé og kveinað og blásið í kaun í stjórnarherbúðunum. Aldrei hefir nein stjórn eða stjórnarsinnar borið sig aumleg- ar á íslandi út af gagnrýni and- stæðinganna. ERLENT YFIRLIT; Flugmálarádstefnan í Chicago Hinni alþjóðlegu flugmálaráð- stefrrU, sem háð var í Chicago, er nú nýlokið. Mættir voru þar fulltrúar 54 þjóða og urðu þeir ásáttir um einskonar alþjóðleg- an flugsáttmála, sem gengið var frá eftir miklar umræður og at- hugun. Til þess að sáttmálinn nái fullnaðargildi þarf hann enn samþykki margra hlutað- eigandi rikisstjórna, en vafa- laust er talið að það muni fást. Þegar ráðstefnan hófst, lágu fyrir ýmsar ólíkar tillögur um skipun alþjóðlegra flugmála í framtíðinni, m. a. mismunandi tillögur frá Bretum og Banda- ríkjamönnum. Voru sumar til- lögurnar allróttækar og kom jafnvel fram sú skoðun, að ein allsherjarstofnun ætti að annast allt millilandaflug eftir styrjöld- ina og engin samkeppni ætti að koma til gr'eina. Samkomulag varð vitanlega ekki á þessu stigi um svo róttækar aðgerðir. Þótt slíkt fyrirkomulag kunni að hafa mikið til síns máls, er ekki víst, að það mundi blessast þeg- ar í upphafi. Hins vegar kann það að geta komið vel til mála, þegar meiri reynsla er fengin um alþjóðlega samvinnu á þessu sviði. Sáttmálinn, sem ráðstefnan gerðí, er í 96 greinum. í formála hans er tekið fram, að þar sem framtíðarþróun flugsamgangna geti stórum stuðlað að því að skapa og varðveita alþjóðlega vináttu, skilning og samvinnu, hafa ríkisstjórnir þær, sem und- irrita sáttmálann^fallizt á viss- ar meginreglur, sem eiga að tryggja það, 'að flugsamgöngur geti þróazt örugglega og skipu- lega, og að hægt sé að koma á flugsamgöngum á milli landa á grundvelli jafnrar aðstöðu fyrir hlutaðeigandi lönd. Nokkur mikilvægustu atriði sáttmálans eru þessi: 1.—2. Viðurkennd eru alger yfirráð hvers ríkis fyrir loftinu yfir landi þess og landhelgi. 3. Sáttmálinn nær aðeins til friðsamlegra flugsamgangna, en ekki hernaðar-, tollgæzlu- eða lögregluflugvéla. 4. Flugvélar, sem ekki stunda alþjóðleg áætlunarflug, mega fljúga yfir landsvæði erlendra ríkja, án leyfis, ef það er ekki í atvinnuskyni. 5. Sérhver þjóð áskilur sér rétt til að halda uppi samgöngum á milli staða á landi sínu. 6. Banna má flug yfir ákveðin svæði vegna hernaðarlegs ör- yggis. 7. Þeir flugvellir ríkjanna, sem opnir eru almenningi, verða að vera opnir útlendum flugvélum og .mega ekki syna hlutdrægni með tilliti til þjónustu og verð- lags. 3. Ríkin hafa rétt til að fremja leit á erlendum flugvélum. 9. Veðurfregnir og aðrar flug- leiðbeiningar eru öllum heimilar. 10. Ekki má'fljúga með skot- færi yfir neinu ríki, án leyfis þess, og ríkisstjórnir hafa leyfi til að setja öllum flugvélum reglur um notkun ljósmynda- tækja yfir löndum sínum. 11. Mynduð verði alþjóðleg flugmálastofnun. Á hún að hafa þing og ráð. — Starfssvið og að- setur stofnunarinnar verður á- kveðið á sérstöku þingi. 12. Stofnunin á^að hafa „lög- gjafarvald", ef þörf krefur. 13. Þing stofnunarinnar á að koma saman árlega. —• Hvert ríki á að hafa eitt atkvæði, og meiri hluti atkvæða ræður. 14. Ráðið er ábyrgt gagnvart þinginu. 15. Ríki mega beiðast fjár- hagslegrar aðstoðar ráðsins til að endurbæta flugskilyrði lands- ins. 16. Aðilar sáttmálans geta ver- ið sameinuðu þjóðirnar, banda- þjóðir þeirra og hlutlausar þjóð- ir í þessu stríði. 17. Aðrar þjóðir þarfnast sam- þykkis % félaganna og jákvæðis allra þeirra ríkja, sem þær hafa gert innrás í eða ráðizt á. Eins og áður hefir verið skýrt frá, tóku Rússar ekki þátt í ráð- stefnunni. Þeir höfðu lengi vel látið svo, að þeir myndu taka þátt i ráðstefnunni, en er til kom, tilkynntu þeir, að engir fulltrúar myndu mæta frá sér. Færðu þeir það sér til afsökun- ar, að stjórnum Sviss, Portugal og SpánUr heföi verið boðin þátttaka og gætu þeir ekki setið á ráðstefnum né haft aðra sam- vinnu við fasistaríki. Þótti mörg- um þetta brosleg afstaða, þar sem ekki er annað vitað en að Rússar hafi enn stjórnmálasam- band við Japani og setji iðu- lega ýmsar ráðstefnur með þeim. XMBK MtKANNANM I forustugrein Alþýðublaðsins 12. þ. m. er rætt um uppreisnina í Grikk- landi í tilefni af hinni annáluðu þing- ræðu Churchills síðastl. föstudag Alþbl. segir: ;,Ég lít svo á, að lýðræði sé í þvi fólgið," sagði Churchill, „að hinn óbreytti maður í þjóðfélag- inu. sem barizt hefir fyrir föður- land sitt, fái óáreittur og ótta- laust að ganga að kjörborðinu og velja sér sína eigin ríkisstjórn." En kommúnistar, sem hátt hafa galað um lýðræði í seinni tið, eru bersýnilega að hugsa um eitthvað annað, en þessi mikU forustumað- ur lýðræðisins í stríðinu við þýzka nazismann. Þeir vilja ekki bíða þess, að „hinn óbreytti maður í þjóðfélaginu fái óáreittur og ótta- laust að ganga að kjörborðinu og velja sína eigin ríkisstjórn"; þeir vilja „hrifsa til sín völdin með vopnavaldi" og „vega pólitíska andstæðinga". Að sjálfsögðu er sá tilgangur þeirra ekki viðurkennd- ur. Þeir þykjast vera að refsa „fasistum", „kvislingum" og „striðsglæpamönnum", og allir pólitískir andstæðingar þeirra eru stimplaðir slíkum nöfnum....... Þetta er ekki lýðræði, heldur „svikalýðræði", sagði Churchill. „Ég kalla ekki múgæsinga skríllög lýðræði. Þeir, sem skjóta hvern þann, er þeir telja andvígan sér í stjórnmálum, geta ekki talizt lýðræðissinnar..... Lýðræðið er ekki vændiskona, er hver og einn náungi, sem vopnaður er vélbyssu, getur tekið upp af götunni". Vissulega eru þessi ummæli hins brezka þjóðleiðtoga athyglisverð. En eru það ekki einmitt fylgjendur þessa „svikalýðræðis", sem Ólafur Thors og Emil Jónsson tóku hér upp af götunni, þar sem þeir láu flæktir og afvelta í sinni eigin verkfallaflækju og hefðu orðið að bíða í því ástandi síns póli- tiska skapadægurs, ef þeim hefði ekki borizt hin óvænta liðsemd og þeir getað verzlað þannig við Ólaf og Emil, að nú eru þeir orðnir hæstráð- andi ti). sjós og lands og margir Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokksmenn orðnir dáleiddir af „nýsköpunaráhuga" þeirra, sem er þó ekkert annað, ef not- uð eru orð Churchills, en svika-ný- sköpun, er glepja á þjóðinni sýn með- an verið er að leiða yfir hana hrun og byltingu. * • *. * Alþýðublaðið segir enn í áðurnefndri grein um ræðu Churchills: „Sjaldan hefir merkjalínan ver- ið dregin greinilegar á milli þeirra, sem raunverulega berjast fyrir lýðræði í þessu stríði og hinna, sem með fagurgala um lýðræðið á vörum, sitja á svikráðum við það og vega að því, hvenær, sem tæki- færi gefst, til þess að setja í stað nýtt einræði og nýja blóðstjórn, sem er náskyld þýzka nazisman- um, þó að af vandlætingu sé talað um kúgun hans. Það hefðu til lítils verið færð- ar miklar og sárar fórnir fyrir frelsi og lýðræði í því stríði, sem þjóðirnar hafa nú meira en fimm ár háð gegn þyzka nazismanum, ef slíkt „svikalýðræði" eða naz- ismi, sem aðeins hefir annan lit en sá þýzki, ætti að verða árang- ur þess." Vissulega er þetta rétt hjá Alþýðu- blaðinu. Til þess að koma á slíku „svikalýðræði" tóku kommúnistar sæti í ríkisstjórn Belgíu og Grikklands, én fóru strax úr þeim, þegar þeir sáu að stjórnirnar myndu ekki verða jafn- þæg verkfæri og þá hafði dreymt um. Og ætli að þeir færu ekki fljótt úr ís- lenzku ríkisstjórninni líka, ef hún þjónaði ekki dyggilega sjónarmiðum þeirra? * * * Þjóðviljanum farast þannig orð í forustugrein 6. þ. m. um Kommúnista- flokk Rússlands: „Skilningur á gildi og eðli Bolsjevíkaflokksins, Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, hefur aldrei verið meiri né útbreiddari en nú. Allur hinn menntaði heimur við- urkennir þakklætisskuidina við afl- ið, sem eitt í heimi var þess megn- ugt að stöðva sókn fasismans til heimsyfirráða." Ætli það hefði nú samt ekki orð- ið lítið úr Kommúnistaflokki Rúss- lands í baráttunni gegn fasismanum, ef Breta og Bandarikjamanna hefði ekki notið við, t. d. ef Bretar hefðu verið sigraðir meðan kommúnistar höfðu enn vináttusáttmála við nas- ista og virtust ekki hafa á því neina vanþóknun, þótt hver þjóðin eftir aðra væri lögð undir ok nasista og brezk alþýða yrði að bú'a við hinar hryllilegustu loftárásir? Og ætli að það beri nokkuð frekar að þakka kommúnismanum fyrir hina hreysti- legu baráttu Rússa gegn Hitler en baráttu þeirra gegn Napóleon á sín- um tima? Ætli það sé ekki ættjarðar- ást Rússa, sem meira hefur mátt sín í báðum tilfellum, en nokkur pólitísk trú eða ást á valdhöfunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.