Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 4
460 TÍMIM, fwstndagiim 15. des« 1944 105. blað t' Sigrún P. Blöndal Þau tíðindi bárust fyrir skömmu, á öldum ljósvakans, til landsmanna, að frú Sigrún P. Blöndal, forstöðukona Hús- mæðraskólans á Hallormsstað, hefði látizt að heimili sínu, að- faranótt hins 28. nóvember síðastliðinn, eftir örstutta legu. Þótti öllum, sem þekktu þessa stórmerku konu og ævistarf hennar, þessi tíðindi mikil og dapurleg. Frú Sigrún Blöndal skipaði þann virðingasess í hug- um allra vina sinna, fyrst og fremst þó Austfirðinga, að frá- fall hennar lætur engan þeirra ósnortinn. Dauði slíkra, sem hennar, veldur því, að okkur finnst þjóð- in fátækari eftir en áður. Og okkur, vinum hennar, nágrönn- um og samstarfsmönnum, virð- ist það sæti, sem húh skipaði með skörungsskap, vera, svo ömurlega autt og vandsetið. Frú Sigrún Blöndal líktist um flest þeim konum, er við íslend- ingar höfum talið ágætastar. Hæfileikar hennar, menntun og mannkostir var með þeim af- brigðum, að fátítt er. Og enda þótt fráfall hennar taki mest til Hallormsstaðaskóla . og Austurlands, þá er hitt víst, að þjóðin öll má harma hana gengna, því að giftudrjúgt starf hennar var vissulega unnið í þágu alþjóðar. Frú Sigrún Blöndal stóð í fylkingarbrjósti þeirra, er unnu að menntun og menningu kvenna og auknum og fegurri heimilisiðnaði — var ein þeirra, er unnu hvað ötullegast að því, að þeir steinar, sem mynda þjóð- félagsbygginguna, mættu verða sem traustastir og fegurstir. Störf slíkra sem hennar verð- skulda alþjóðarþökk og virðingu. í foreldrahúsum- drakk hún ung í sig gullaldarbókmenntir vorar og mótaðist óefað þá þeg- ar smekkur hennar fyrir fögru Frú Sigrún Pálsdóttir Blöndal fæddist að Hallormsstað 4. apríl árið 1883. Voru foreldrar hennar Páll stúdent Vigfússon og kona hans, Elísabet Sigurðardóttir, bæði af merkum hæfileikaætt- um á Austurlandi, svo sem mörg- um er kunnugt. Vigfús faðir Páls .var prestur áð Ási í Fellum, en faðir hans var Guttormur Pálsson, prestur í Vallanesi. Fað- ir Elísabetar var Sigurður Gunn- arsson, prestur að Valþjófsdal í Fljótsdal. Gunnar bróðir séra Sigurðar var föðurafi Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar á Skriðuklaustri. í vöggugjöf hlaut frú Sigrún góðar og miklar gáfur, sem fengu þegar í bernsku og æsku þjálfun 0£ þroska á heimili hennar, þar sem menntun hug- ans og menning hjartans voru í heiðri höfð, enda mátti Hall- ormsstaður Hallast menntaset- ur. Sigrún Blöndal og áhrifaríku máli. En sá smekk- ur, samfara óvenjulegu andans atgjörvi og fjölhliða þroska hennar, gerði hana, er fram liðu stundir, að einum .snjallasta ræðuskörungi hér á landi. Þegar hún hafði aldur til, hóf hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og fór síðan, að því námi loknu utan, til frekara náms. Lagði hún einkum stund ’á skólamál, menntun kvenna og heimilisiðnað. j En er heim kom, hófst hún þegar handa að kenna fræði : sín austanlands. I Hinn 10. ágúst árið 1918 gift- | ist hún Benedikt heitnúm ; Magnússyni Blöndal frá Mið- ' Leirárgörðum í Leirársveit, ein- jum mikilhæfasta og ástsælasta manni, sem Austfirðingar hafa eignazt á seinni tíð. Var Bene- dikt þá kennari við bændaskól- ann á Eiðum. En árið 1919 var þeim skóla breytt í alþýðuskóla og réðust hjónin bæði kennarar þangað, og voru við þann skóla í 5 ár, við góðan orðstír. Bæði héldu þau námskeið hvert vor; Benedikt hélt verkleg búnaðar- námskeið, en frú Sigrún nám- skeið fyrir húsmæðraefni, eink- um vefnaðarnámskeið. Árið 1924 hurfu þau hjónin frá Eiðum, og settust að á eign- arjörð sínni, Mjóanesi í Valla- hreppi. Þar hófu þau skólahald, í fyrstu fyrir stúlkur og pilta, en síðan eingöngu fyrir stúlkur. En skömmu síðar var hafizt handa um að hrinda í fram- kvæmd þeirri hugsjón frú Sig- rúnar, sem maður herBiar hafði þá þegar einnig gert að sinni hugsjón, að koma á stofn reglu- legum liúsmæðraskóla. Sú hugsjón Jkomst Von bráð- ar í framkvæmd, og var það ekki hvað sizt að þakka atorku og ósérplægni þeirra hjóna. Árið 1930 var risið upp myndarlegt skólahús, í fögru rjóðri í Hall- ormsstaðarskógi, og hófst þar húsmæðrakennsla sama ár. Frú Sigrúri var ráðin forstöðukona skólans, en maður hennar skóla- ráðsmaður. Störfuðu þau nú ó- sleitilega að því, næstu árin, að koma öllu innan húss og utan I það horf, er fullnægt gæti þörfum slíkrar stofnunar og þroskuðum smekk þeirra sjálfra. Mun víst engum, sem að Hall- ormsstað hafa komið síðan, geta blandast hugur um, að þar hafi giftusamlega tekizt. Þau Benedikt og frú Sigrún eignuðust tvö börn, stúlku, er dó i bernsku, og son, er Sigurður heitir, og er nú við nám í Menntaskóla Akureyrar. Auk þess ólu þau upp bróður Bene- dikts heitins. Tryggva Blöndal, sem nú er stýrimaður í þjónustu Skipaútgerðar ríkisins, og Skúla Magnússon, garðyrkjufræðing, austfirzkan að ætt. Benedikt heitinn íézt með sviplegum hætti í janúar árið 1939; varð úti, er hann var á heimleið úr löngu og ströngu ferðalagi. Varð hann harmdauði öllum góðum íslendingum, fyrst og fremst Austfirðingum, en sárast ástvinum sínum. Á hans herðum hafði hvílt hiti og þungi starfsins fyrir skólann út á við, og virtist því unnertdum skólans svo sem ó- vænkast mundi hagur hans. En með sínu óvenjumikla þr^ki og viljakrafti hélt frú Sig- rún starfinu í sama horfi og setti að vísu markið sífellt hærra. Var sem henni yxi ás- ^megin við hverja raun. Og nú j var í undirbúningi stórfelld um- bót og viðbót við húsmæðra. skólann á Hallormsstað. Vann frú Sigrún að því af brennandi áhuga, að þeim fram- kvæmdum yrði hraðað. — En hún fekk ekki að líta það verk. Dauðinn tók í taumana — að því er okkur virtist — fyrir aldur hennar fram. þeirra hygginda, er í hag koma. Fjölfróð var hún um hin ólík- ustu mál, og lét sér fátt óvið- komandi, sem til heilla og fram- fara horfði, að hennar dómi. Hún las geysimikið um ævina, hafði til að bera öruggan smekk á hvers konar bókmenntir og unni mjög Ijóða- og sagnagerð. í heimspeki og trúmálum, sálar- fræði og uppeldismálum var hún vel heima, og á hljómlist og aðr- ar listir var hún einnig vel dóm- bær. En kærust lestrar- og í- hugunarefni hennar hygg ég að verið hafi uppeldis- og trúmál. Hið fyrra stóð að sjálfsögðu í sambandi við ævistarf hennar. En hið síðara var henni alla ævi heilagt alvöru- og áhugamál, svo að þar verður seint til jafn- að, að því er til leikmanna tek- ur, þegar líka þar við bætist, að hún var í rauninni lærður guðfræðingur, þótt sjálflærð væri. Lotningin fyrir því heilaga var henni í blóð borin, og hún krafðist hennar líka af nem- endum sínum. Og varla minnist ég þess, að hafa orðið gagntekn- ari af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, en þegar ég hef hlýtt á frú Sigrúnu lesa þá á föstunni — en það gerði hún ævinlega á hverjum vetri. Eg hika ekki við. að segja, að með frú Sigrúnu Blöndal er til moldar gengin einn af okkar svipmestu vökumönnum og leið- togum á þessari öld. Við fráfall hennar er nú það sæti autt, sem erfitt verður að skipa að nýju, svo að einskis verði saknað af því, er menri áttu að venjast, meðan hennar naut við. Margt ber til þess, að frú Sigrún á HallormsstaÖ verður ógleymanleg öllum þeim. sem kynntust henni. Hún var óvenju- lega fjölhæf kona að andlegu atgjörvi. Hún var vitur kona og gjörhugul. Hún var hug- sjónakona, en átti einnig gnægð Frú Sigrún Blöndal var kona : sem ávallt var að vaxa. Hún ; gerði miklar kröfur til annarra, jen þó mestar kröfur til sjálfrar ; sín. í hugsun sinni lagðist hún joftast djúpt, braut viðfangsefn- in til mergjar og skyggndist eftir kjarna hvers máls. Þessvegna fyrirleit hún allan yfirborðshátt og hringlandahátt, og átti það til að kveða sterkt að orði um slíkt. Um skoðanir sínar og sam- færingu var hún aldrei myrk í máli, hver sem í hlut átti, enda geðrík og kappsfull. Var ekki öllum hent, að eiga við hana orðadeilur. Tilfinningar hennar voru örar og næmar og við- kvæmni lá henni ofarlega í brjósti. Því var það, að enda þótt hún þætti á stundum ströng í skólahaldi sínu, þá naut hún oftast trausts og virðingarogein- lægrar vináttu nemenda sinna, því varla gat nokkrum dulizt að hún vildi það fyrst og síðast, að nemendur sínir mættu hverfa frá skólanum meiri, sannari og betri menn en áður. Ekkert var henni meira áhugamál en að islenzk heimili mættu verða fegurri, hlýlegri og þjóðlegri, en nú er. Og Hallormsstaðarskólinn er í því góð fyrirmynd, því að hann minnir einmitt á slíkt heimili svo vel hefir tekizt um flest. Gestrisni íslendinga er á orði höfð. Á Hallormsstað hefir sú dyggð verið iðkuð með höfðings- brag. Og margir eru þeir orðnir, sem gist hafa á Hallormsstaðar- (Framhald á 5. síðu) ELDHÚSUMRÆÐUR Á ALÞINGI eru nýlega um garð gengnar. Og nú heldur kannske einhver, að ég ætli að fara að taka þátt í þeim umræðum. En því fer fjarri. Ég hefi þar engu við að bæta. En mér datt í hug, að gaman gæti verið að rifja upp einhverja fróð- leiksmola um eldhúsdaginn fyrr og síðar. Því að eiginlega er þetta mesti merkisdagur. Þó hann hafi ekki verið gerður að fánadegi ennþá! ELDHÚSDAGURINN er eitt þeirra pólitísku fyrirbrigða, sem orðið hafa til smátt og smátt í lýðræðislöndum án þess að um það væru sett lög. í enska þinginu tíðkast svo nefndir spurningafundir. Þegar spurningatími hefur verið ákveðinn, getur hvaða þingmaður sem er beint spurningu til einhvers ráðherrans og ráðherrann verður að svara jafnharðan. Hver spurningin rekur aðra úr ýmsum átt- um og öllu þarf að svara. Þá veltur mikið á, að menn séu gagnorðir, fljót- ir að hugsa og hnyttnir í svörum. Hér á landi er eldhúsdagurinn við fyrstu umræðu fjárlaga. En þeirri um- ræðu er þannig hagað, að eftir að ráðherra hefir fylgt fjárlagafrumvarp- inu úr hlaði og þingmönnum gefizt kostur á npkkrum athugasemdum, er umræðunni frestað í nokkrar vikur og málið fengið fjárveitinganefnd í hendur. Þegar tillögur hennar liggja fyrir, er umræðunni haldið áfram, og heitir þá eldhúsdagur. En þá er ævin- lega langt liðið á þing. Eldhúsdagur- inn hefst með því að stjórnarand- stæðingar koma fram með gagnrýni sína á stefnu og störfum þeirrar rík- isstjórnar, sem með völd fer í land- inu, en ríkisstjórnin ver gerðir sínar og er svo rökræðum haldið áfram. En. fjárveitinganefndin gerir ekki greinífyrir tillögum sínum fyrr en við aðra umræðu. Á eldhúsdegi mega þingmenn tala um hvaða mál, sem þeim sýnist. En á venjulegum fund- um er ekki talið þinglegt að ræða annað mál en það, sem á dagskrá er í hvert sinn. ÁÐUR EN ÚTVARPIÐ KOM TIL SÖGUNNAR stóðu eldhúsumræður stundum 1- marga daga, jafnvel heila viku, og þurfti þá stundum að vaka heilar nætur til að ljúka þeim. Þetta voru erfiðir timar fyrir ræýuskrifar- ana í þinglnu, því þeir urðu að vera viðbúnir, hvort sem vár á nótt eða degi til að taka sæti sitt í skrifara- stólnum eftir fyrirfram ákveðinni röð. Og ræðuskriftirnar voru stundum heldur óskemmtilegar síðustu nóttina, þegar flestir voru orðnir syfjaðir og ræðumenn farnir að endurtaka það, sem þeir höfðu áður sagt. En þing- flokksréttinði eru helzt þau, að geta krafízt útvarpsumræðna. En nú er þetta breytt. í þíngsköpum er nú á- kveðið, að eldhúsumræður fari fram í útvarp og er þessu útvarpi ætlaður takm'arkaður tími, sem skipt er eftir reglum. Raunar er ekkert því til fyr- irstöðu, að umræður geti haldið áfram eftir að útvarpi er lokið, en reynslan er s’ú, að svo hefir ekki verið. Og mikill er sá munur að vera þing- skrifari á eldhúsdegi nú eða fyrr. Því að mikið af útvarpsræðunum er nú lesið af handriti, sem skrifarinn get- ur afritað orðrétt a. m. k. að mestu, ef hann bíður þá ekki eftir þvi að ræð- an komi út í blaði, klippir hana svo út úr blaðinu og límir hana á handrita- pappir sinn. NÚ PINNST LÍKA MÖRGUM, að eitthvað mætti fara að draga úr ræðuskriftum á Alþingi og hinni miklu ræðuprentun í Alþingistíðind- um. Sú bók mun nú vera orðin næsta fálesin, og er nú síðan annríkið hófst í prentsmiöjunum, einu til tveim ár- um á eftir tímanum. Væri sennilega nóg að prenta útdrætti úr ræðunum eins og gert var á dögum Jóns Sig- urðssonar og reyna þá heldur að koma þeim út jafnóðum. Fyrir almenning er miklu meira gagn að greinagerð- um þingskjala og væri réttara, að þingmenn gerðu sér far um að vanda til þeirra heldur en leggja áherzlu á að fá ræður sínar prentaðar, þar sem fáh- eða engir lesa þær. En um greinargerðir verður að krefjast þess, að þær séu svo áreytnislitlar sem unnt er, a. m. k. ef þær eiga að birtast í þingfréttum. ÉG HEFI HEYRT SPURT UM ÞAÐ, hvernig á því standi, að Sjálfstæðis- þingmennirnir fimm, sem ekki eru stjórnarsinnar, hafi ekki haft ræðu- tíma á síðasta eldhúsdegi. Það er af því, að þeir hafa ekki sagt sig úr flokknum, og flokkurinn hefir ekki ætl- að þeim neitt af ræðutíma sínum. Ef þeir hins vegar hefðu verið búnir að segja sig úr flokknum, hefðu þeir haft sérstakan ræðutíma sem utanflokka- menn samkvæmt þingsköpum. Hins vegar kom það fram hjá forseta, er hann kynnti ræðumenn, að um sér- stöðu væri að ræða i flokknum. Hann sagði: „Nú tekur hæstvirtur forsæt- isráðherra til máls og talar fyrir hönd þess hluta Sjálfstæðisflokksins, er styður ríkisstjórnina." ÉG HEFI LÍKA VERIÐ SPURÐUR, hvort það sé í samræmi við venjur, að ráðherrarnir hafi haft þrisvar sinnum lengri ræðutíma en stjórnar- andstæðingar. Já, það er samkvæmt þingsköpum. Skipting ræðutíma er miðuð við flokka, og hafa allir flokk- ar jafnan ræðutíma án tillits til þess, hver afstaða þeirra er til stjórnar- innar. Á árunum fyrir stríðið var þannig .ástatt í þinginu, að tveir flokk- ar voru með stjórninni, en tveir (og (Framhald á 8. síðu) 1772, en var löngum embættis- laus vegna illvígra málaferla. — Var hann fjórum sinnum dæmdur frá . embætti vegna margvíslegra misgerða og ill- inda, er hann átti í við ýmsa. Fór hann þá jafnan utan til þess að fá uppreisn á ný. Lauk hann að síðustu ævi sinni í sýslu- mannsembætti 1772. Úr riti Erlendar er það talið markverðasi, að hann leggur til að danska stjórnin láti góða fiskimenn frá Hollandi og Noregi setjast að á íslandi og byggja þar fiskiþorp. Þessir erlendu fiskimenn skyldu vera skatt- frjálsir (!) — Erlendur leggur og til að stofnaður verði fiskibær við Skutulsfjörð (ísafjarðar- kaupstaður) og komið þar upp þilskipastól. — Hefir hann þár orðið sannspár og næsta fram- sýnn. Þá er Erlendur mjög hvetjándi þess, að sett verði saltsuðustofn- un á fót í Reykjanesi, svo fiski- menn.geti jafnan fengið nægi- legt salt í afla sinn. — Til marks um saltvinnslumöguleika þarna kveðst hann hafa sett járnpott, fullan af sjó yfir hver, og að sólarhringi liðnum hafi vatnið verið gufað upp, en hvítt saltið eftir. Sennilegt má telja, að þessi ritlingur Erlends hafi verið les- inn og íhugaður af stjórnarvöld- unum. Árið 1772, einu eða tveimur árum eftir að rit þetta birtist, sendir danska stjórnin Conrad Walter til íslands í því skyni að rannsaka möguleika til salt- vinnslu í Reykjanesi. Walter þessi var starfsmaður við Vallö- saltverk á Sjálandi. Með Walter fóru þegar saltsuðumaður, múr- ari og trésmiður, og auk þeirra Jón stúdent Arnórsson, er þá var að laganámi í Höfn. Átti Jón að kynnast saltgerðinni til þess síð- ar að hafa þar yfírumsjón. Þeir félagar komu í Reykjanes í júlí 1773. Var þá tekið að reisa nauðsynlegustu hús, og búnar til 3 saltpönnur. Gekk þetta svo fljótt, að hinn 6. september var ’oyrjað á saltsuðunni, og haldið áfram, fram eftir hausti. Walter og Jón Arnórsson fóru utan um haustið, en komu aftur þegar næsta vor. Var Jón Arnórsson þá skipað- ur sýslumaður í ísafjarðarsýslu, og í skipunarbréfi hans mun hafa verið tekið fram’að hann skyldi hafa yfirumsjón með salt- verkinu. Reisti Jón sýslumaður jafnframt bú í Reykjarfirði. — Síðar keypti konungur jörðina Reykjarfjörð í makaskiptum fyrir Auðkúlu í Arnarfirði og Birríustaði. Fékk Jón Arnórsson ábúð á Reykjarfirði með venju- legum leiguskilmálum. Var nú á næsta ári aukið við 9 saltpönnum, stórum, og 2 litl- um, og eínni þurrkunarpönnu. Árið 1776 voru enn settar upp 6 pönnur. Urðu þær þá alls 30, sem notaðar voru til saltgerðar- innar. Fór Walter með þær til íslands, og þá í síðasta skipti. Af pönnum þessum voru 27 úr blýi. Voru þær ferhyrndar um iy4 metri á hverja hlið, og ná- lega 20 cm. djúpar. Þurrkunar- pönnurnar tvær voru úr blikki, um 2 metrar á lengd, 1 y4 m. á þreidd. — Blýpönnurnar vógu um 250 kg. Húsakostur var þá orðinn mikill í Reykjanesi, að þeirrar tíðar hætti. Voru þar talin tvö íbúðarhús, fimm suðuhús, tvö þurrkhús,tvö dæluhús,stórt salt- hús og sjógeymsluhús. — Sjór- inn var geymdur þar í stóru trogi eða keraldi. Það var um 9 metr- ar á lengd, 6 á breidd, og um 2 metrar á dýpt. Sjónum var dælt í opinn stokk, er lá í keraldið, en úr botni þess lágu þiljur í öll suðuhúsin. Sjórinn hófst um 9 metra frá sjávarmáli, og var um 114 metra vegur frá sjávarmáli að stóra keraldinu. Ekki var saltmagnið mikið, sem fékkst í Reykjanesinu. Frá 6. sept. 1773 og til ársloka 1774 nam framleiðslan þar 75 tunn- um, er mun mega gera um 10.400 kg. Árið 1775 var framleiðslán talin 128 tunnur, eða um 18 y2 smálest, og frá ársbyrjun 1776 til 13. júní sama ár 92 tunnur eða tæpar 13 smálestír. Tölur um framleiðslumagn síðari ár- anna hefi ég ekki getað fundið. Magnús sýslumaður Ketilsson, sem skýrði greinilegast frá salt- verkinu í riti sínu „Islandsk Maanedstidende", telur vonir standa til að unnt muni að framleiða í Reykjanesi um 325 tunnur salts á ári, eða um 45 smálestir. — Hærra var nú ekki hugsað. — Má enda telja senni- legt, að saltverkið hefði háldið áfram, ef unnt hefði reynzt að ná því framleiðslumarki. Eftir síðari komu Walters átti að færa nýtt líf í saltvinnsluna. Var þá meðal annars ákveðið að byggja öll hús þarna úr múr- steini, því að sýnt þótti, að timburhúsin fúnuðu brátt. Samningar voru gerðir við kaupmenn um móttöku og verð saltsins. Áttu þeir að taka það á staðnum, og verð þess ákveðið 2 dalir tunnan eða um 30 krón- ■ur smálestin. Saltið úr Reykjanesi fékk bezta orð, þótti ágætt, bæði til fisk- og'kjötsöltunar. í Sýslumannaævum segir, að saltverkið hafi gengið vel í 13 ár, en úr því lítið verið stundað. Hafi það síðan verið selt við upp- boð 1798. Var Jón sýslumaður Arnórsson þá látinn fyrir tveim- ur árum. Eftir þessum ummælum að dæma, virðist saltvinnslan hafa gengið sæmilega, eða verkið sjálft, en framleiðslan jafnan verið rekin með tapi, of lítið fengist af salti til að bera uppi kostnaðinn. Stjórnin hefir því sennilega kippt að sér hendinni með fjárframlög að 13 árum liðnum eða máske fyrr. Þó var saltverkið látið lafa meðan Jóns Arnórssonar naut við. En að honum látnum var það eins og fyrr greinir selt á uppboði. Salt- vinnsluna sjálfa tók enginn upp eftir það. Það hafa verið húsin, sem seld hafa verið, og þau áhöld, sem einhvers þóttu nýt. Byggð í Reykjanesinu lagðist niður við lok saltvinnslunnar. Var löngu síðar búið þar í tjöld- um, og timburskýlum, í mánað- artíma að sumrinu, meðan sund- kennsla stóð þar yfir. — Fastir bústaðir hófust þar fyrst með stofnun barna- og héraðsskólans fyrir 10 árum. Lítilsháttar menjar saltvinnsl- unnar sáust í Reykjanesi fram á síðustu ár. Voru það múr- steinabrot og brotnar upphleðsl- ur við hverina, milli núverandi sundlaugar og heimavistarskól- ans. Aðal-sjógeymsluhúsið með ker- aldinu hefir sennilega staðið við neðri enda heimavistarhússins, og salthúsin verið þar í nánd, niður að' sundlauginni. Hafa þessi verksummerki horfið við hin nýju mannvirki í Reykja- nesi. Þótt eigi verði sagt, að salt- gerðin í Reykjanesi hafi orðið bein lyftistöng verklegra fram- fara né gefið arð, heldur þvert á móti grynnt í fjárhirzlu stjórnarinnar, þá er þó vert að minnast þessarar iðnaðarfram- kvæmdar, sem á sínum tíma þótti miklum tíðindum sæta. Stofnun saltverksins og starf- ræksla sýndi augljósa fram- kvæmdaþrá og löngun eftir að verða landsmönnum að liði með nýjum atvinnurekstri og áður óþekktum hér á landi. Ekki er ósennilegt, að saltvinnslan hafi stuðlað að aukinni saltnotkun, að minnsta kosti í ísafjarðar- sýslu. En saltskortur var einmitt mjög tilfinnanlegur um þessar mundir hér á landi, svo matvæli eyðilögðust eða voru etin skemmd og fiskur varð ekki saltaður til útflutnings. Geta má og þess, að salt- virinslan í Reykjanesi hefir án efa opnað augu margra manna fyrir nytsemi hverahitans — þótt langt væri raunar góðs að bíða í þeim efnum. — Reykjar- fjarðarbóndi hafði lengi mat- iurtagarða í Reykjanesi, og upp- skera mun þar ekki hafa brugð- izt. — Upp úr miðri 19. öld (sumir herma jafnvel um 1830) er tekið að fást við sundkennslu með köflum í Reykjanesi. — Fyrst mun hafa verið kennt í Hvera- vikinni í sjónum, niður undan núverandi sundlaug. Um 1890 er síðan tekin upp skipuleg sund- kennsla á vegum sýslunefndar tsafjarðarsýslu. Sundlaug hafði bá verið gerð ofar á Reykjanes- inu, og síðar var byggt við þá laug smáhýsi úr timbri. Á fyrri ófriðarárunum var svo núver- andi sundlaug gerð, og hefir hún verið endurbætt og stækkuð mikið síðan. Árið 1934 er svo heimavistar- barnaskóli reistur í Reykjanesi, er síðar varð jafnframt héraðs- skóli. — Rísa þarna úr því upp veglegar byggingar, hver af annarri. Hefst nú nýr þáttur í sögu Reykjaness, stórum glæsilegur, það sem af er. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.