Tíminn - 30.12.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 30.12.1944, Qupperneq 4
484 TÍMINIV, laiigardagiim 30. des. 1944 108. blað Ðjörn Pálsson, Ytri-Löngumýri: íslenzka dilkakiötið í Tímanum 10. nóv. s. 1. birtist grein eftir Runólf Sveinsson, skólastjóra á Hvanneyri. Hann ræðir þar um íslenzka dilka- kjötið og markaðshorfur fyrir það eftir stríð. Skólastjórinn kemur viða við. Helztu niður- stöður hans eru, að dilkakjöt okkar sé annars flokks vara, að engar menningarþjóðir hafi skyld fjárkyn og ógerlegt sé fyrir okkur að selja kjötið til annarra landa eftir stríð, nema skipta um fjárkyn. Greinarhöfundur virð- ist álíta, að við eigum að út- rýma okkar ærstofni að ein- hverju eða öllu leyti og flytja í þess stað inn fé af enskum fjár- kynjum. Þar sem ummæli skóla- stjórans eru að nokkru leyti vill- andi, en að öðrum þræði röng og órökstudd, er ástæða til að ræða þau nánar. Þeir, sem lifa á því að fram- leiða búfjárafurðir, þurfa að gera allt, sem hægt er til þess að auka vörugæðin og koma af- urðunum í sem söluhæfustu á- standi til neytendanna. Að þessu verður stöðugt að vinna, því að sé kyrrstaða ríkjandi í þessum efnum, verður það þjóðfélag undir í samkeppni við aðrar þjóðir, einkum á tímum tækni og framfara. íslenzkir búfjár- eigendur hafa stefnt í rétta átt undanfarin ár hvað þetta snert- ir. Vera má að hægt hefði verið að komast lengra áleiðis og á- reiðanlega þarf lengra að halda á þeirri framfarabraut. Stærsti tekjuliður sauðfjár- bænda er dilkakjötið. Tiltölulega fá ár eru síðan farið var að flytja frosið kjöt til annarra landa. Það er því stutt síðan fjáreigendur þurftu að fara að taka tillit til óska enskra neyt- enda. Mikill hluti kjötsins hefir verið seldur innanlands, einkum síðan stríðið hófst. Mæðiveiki hefir gengið yfir mörg beztu sauðfjárhéruð landsins. Sjúk- dómurinn hefir fækkað sauðfé og lamað kynbótastarfsemi í við- komandi ikéruðum. Bændur hafa einkum lagt kapp á að ala upp sauðfé, sem væri ónæmt á mæði- veiki, en hirt minna um að bæta kjötið með tilliti til enska mark- aðsins. Nokkuð hefir þó áunnizt í þesssu efni, og kjötgæðin hafa aukizt. Bezta kindakjöt heimsins er frá Nýja-Sjálandi. Þar eru nær eingöngu ensk fjárkyn. Sömu fjárkyn eru í ýmsum héruðum í Ástralíu, Afríku og Ameríku. Það sem veldur hinum óvenjulegu kjötgæðum i Nýja-Sjálandi er því ekki eingöngu kyngæði fjár- ins, heldur hitt, að gróður og veðrátta landsins er óvenju hag- kvæm til þess að gera sauðfé hraust og holdgott. Ástralía og Suður-Ameríka eru stór lönd. Af því leiðir að mikill munur er þar á gróðri og veðr- áttu. f sumum héruðum má hafa sauðfé af brezkum holdafjár- kynjum. Önnur héruð eru svo þurr og gróðurlítil, að þar er að- eins hægt að hafa fé af Merinó- ættum, en það fé er aðallega ræktað vegna ullarinnar. Mjög víða eru ærnar af Merinókyni að einhverju eða öllu leyti. Handa þeim eru notaðir hrútar af holdafjárkynjum. Á þann hátt tekst að fá dilka, sem verðmætt kjöt fæst af. Af framangreindum ástæðum leiðir, að kjöt frá þess- um löndum er mjög misjafnt. Bezti hluti þess er holdameiri en íslenzka kjötið, en lakari hluti þess er verðminni en okkar kjöt. Fyrir stríð var verð svipað á ís- lenzku kjöti og kjöti frá Suður- Ameríku og Ástralíu. íslenzka og skozka kjötið er óvenju bragðgott. Veldur því hinn smágerði hálendisgróður, sem sauðfé þessara landa lifir svo mikið á að sumrinu. Vöðva- þráeðir þessa kjöts eru fíngerðir, og fitan er ljúffengari en fita af enskum fjárkynjum. Hins vegar er sauðfé okkar kynfestu- lítið og því misjafnt að gæðum. Það safnar of mikilli innanfeiti, en of litlu kjöti á bak og malir. Það þarf því að vinna að því að gera dilkana holdmikla en til- tölulega beinasmáa. Slíkt ætti að vera gerlegt, því á einstöku bæj- um er til holdmikið og vel skap- að fé. Ég hefi t. d. séð dilka- kroppa frá Helluvaði í Mývatns- sveit, sem voru svo holdmiklir og vel skapaðir, að þeir hefðu sómt sér vel innan um kjöt af hvaða fjárkyni sem var. Slíkir fjár- stofnar eru víðar til hér á landi. Fjáreigendur þurfa að fylgjast vel með því, hvar beztu fjár- stofnana er að finna og fá hrúta þaðan til umbóta á eigin fé. Á þann hátt ætti að vera hægt að gera íslenzka sauðféð allt að þvf eins gott og úrvalið úr því er nú, þó að slíkt taki eðlilega sinn tíma. Kjöt er flokkað eftir þyngd og holdgæðum á enskum markaði. Gæðaflokkar eru þrír, en þyngd- arflokkar margir. Holdgóðir en tiltölulega litlir kroppar eru verðmestir. Veldur þar mestu um að hentugra er fyrir hús- mæður að fá lítil kjötstykki þeg- ar keypt er til einnar máltíðar. Þungu kropparnir eru ennfrem- ur oftar af eldri lömbum og kjöt af þeim tæplega jafn fíngert og ljúffengt. Mismunandi kröfur eru gerð- ar til 1. fl. í einstökum löndum. Af því var t. d. 1. fl. kjöt frá Suður-Ameríku og Ástralíu selt fyrir 0,20 kr. lægra verð pr. kg. fyrir stríð en kjöt frá Nýja-Sjá- landi. Þessi verðmunur orsakast ekki af því, að hver vöðvabiti sé næringarmeiri eða bragðbetri í Nýja-Sjálandskjötinu, heldur af hinu, að því holdmeiri sem kroppurinn er, þeim mun lægri verður beinaprósentan af heild- arþunga kjötsins. Betra matar- kaup er því í holdamiklum kropp en þunnholda. Það er jafnmikil fjarstæða, að 1. fl. kjöt frá ís- landi og Suður-Ameríku sé 2. fl. vara eins og að segja að 1. fl. lambskroppur frá Nýja-Sjálandi sem vegur 50 pd., sé 2. fl. vara, þó að hvert kg. í honum seljist fyrir ofurlítið lægra verð en í 30 pd. þungum kropp. íslenzka fjárkynið er af nor- rænum uppruna. Það hefir lítið blandast öðrum fjárkynjum, sökum þess hve ísland hefir ver- ið einangrað. Sauðfé okkar hefir þó fengið sín einkenni. Náskylt íslenzka fjárkyninu er sauðfé í Orkneyjum, Shetlands- eyjum og Færeyjum. Skyld fjár- kyn er éinnig í Finnlandi, Rúss- landi og Skandinavíu. Norðmenn og Svíar hafa raunar flutt inn ensk fjárkyn, sem hafa ýmist komið í staðinn fyrir eða bland- ast saman við upphaflega fjár- stofninn. Vafasamt er, að þessi fjárblöndun hafi tekizt svo vel sem vera ber. Þjóðir þessar selja ekki dilkakjöt til annarra landa. Beitilönd og veðrátta er að ýmsu leyti ólík þar og hér. Þjóðir þess- ar standa ekki framarlega í sauðfjárrækt, svo hæpið er að sækja fordæmi til þeirra viðvíkj- andi fjárrækt hér í framtíðinni. Sauðfé okkar er sennilega arð- meira og betra en skyld fjárkyn í öðrum löndum. Á hinum forn- norsku eyjum er féð t. d. afurða- minna. Má vera að því valdi kjarnminni og takmarkaðri beitilönd. íslenzka féð hefir marga góða kosti. Það er harð- gert og duglegt beitarfé. Ullin er einkar hentug fyrir þá veðr- áttu, sem hér er. Ærnar eru hraustar og geta náð ótrúlega háum aldri. Þær mjólka vel og dilkarnir eru óvenjulega bráð- þroska. Þetta er mjög þýðingar- mikið atriði, með tilliti til þess, hve sumur eru hér stutt. Blackface og Cheviot fjár- kynin 'eru talin harðgerðust og hentugust í hálendishéruðum, af brezku fjárkynjunum. Verða má, að ær af þessuiú kynjum þrifust hér sæmilega, en litlar líkur eru til að þær gæfust betur en ær af eigin stofni. Þessi fjárkyn, einkum Black- face, eru seinþroska og smávax- in, og ærnar mundu ekki mjólka eins vel og okkar ær gera. Ég held því, að viturlegast sé að vinna ötullega að umbótum á eigin fjárstofni. Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að rækta hér úrvals-fjárkyn eins og Bret- ar hafa gert? Enginn, sem vit hefir á, neitar því, að til er góður efniviður í sauðfé okkar. Hitt er annað mál, að hagkvæmt mun reynast að nota hrúta af brezku kyni til sláturfjárbóta. Öll lönd, sem framarlega standa í sauð- fjárrækt, nota þá aðferð að hafa ærnar af harðgerum, mjólkur- lagnum og frjósömum fjárkynj- um. Eigi að lóga lömbunum, eru hrútarnir hafðir af holdameiri en lingerðari fjárkynjum. Mjög oft eru einblendingsgimbrarnar látnar lifa. Þær verða oftast ó- venjulega duglegar og frjósamar ær, en þess þarf að gæta að lóga því, sem undan þeim kemur. Sé það eigi gert, vill koma afturför og kynfestuleysi í fjárstofninn. Fleira en eitt brezkt fjárkyn getur komið til greina til ein- blöndunar hér á landi. Border Leicesterfé hefir verið flutt til landsins. Sá stofn er raunar lít- ill og vafalaust þarf að fá hrúta til viðbótar, svo skyldleiki verði ekki of mikill. Þetta fjárkyn hefir gefizt vel til einblöndunar í Skotlandi. Óvíst er að við fá- um hentugra fjárkyn til slátur- fjárbóta, enda mun það yfirleitt hafa reynzt vel. Rétt væri einn- ig að nota hrúta af Cheviot- og jafnvel Blackface-fjárkyni til reynslu handa íslenzkum ám, með það fyrir augum, að láta gimbrarnar lifa. Einblendings- ærnar mundu verða duglegar beitarkindur. Vera má og, að þær hefðu meiri mótstöðu gegn mæðiveiki en íslenzku ærnar hafa enn sem komið er. Blöndun óskyldra fjárkynja hefir alstaðar gefizt vel að vissu marki, og svo mun einnig verða hér. Reynslan ein getur skorið úr því til fulls, hvernig hag- kvæmast verður að haga slíkum hlutum í framkvæmd. Slík ein- blöndun má ekki verða til þess að draga úr umbótum á hrein- ræktuðu íslenzku fjárkyni. Vinna þarf að því að auka kyn- festu og<bbæta vaxtarlag fjárins, auka holdgæði þess, beitarþol og mjólkurlagni. Sé að þessu unnið, mun íslenzki fjárstofn- inn reynast sauðfjárbændum ó- metanlega mikils vlrði. Með vaxandi tækni mun rækt- un og heyfengur aukast. Víða eru beitilönd fyrir sauðfé víð- lend og hagkvæm til þess að framleiða verðmætt kjöt. Líklegt er því, að útflutningur kinda- kjöts aukist í framtíðinni. Það þarf að vinna að því af ötulleik að bæta kjötið. Ekki að eins með kynbótum og blöndun óskyldra kynja, heldur einnig með skyn- samlegri meðferð á ám og dilk- um. Hrútlömbin þarf að gelda a. m. k. þau eldri. Geldingarnir verða holdmeiri og þeir horast minna og síðar á haustin. Þvæl- ingur ætti að verða minni á fé að haustinu, þegar girðingar í heimalöndum aukast. Ætti það aðgera fjáreigendum auðveldara að láta lömbin ekki horast áð- ur en þeim er lógað, en það skiptir miklu vegna gæða kjöts- ins. Matvæli verða yfirleitt lakari, ef þau eru geymd lengi. Þetta er mismunandi eftir því, hvaða matvæli eru, og hvernig þau eru geymd. Kjötið er aðallega geymt frosið. Sé það geymt mjög lengi, verður það þurrara og bragð- minna. Nýtt kjöt er því að öðru jöfnu verðmeira en frosið kjöt.' Ekki er ólíklegt að með aukinni tækni finnist einhver ráð til þess 1 að geyma kjöt og flytja á milli, landa, án þess að það missi nokkuð af upphaflegum gæðum. Takist það, mun það verða ís- ' lenzkum fjáreigendum til mikils hagsbóta. Sauðfjárrækt mun verða arð- vænleg atvinna fyrir íslenzka bændur í framtíð sem fortíð. Til 'þess að svo megi verða, þurfum við að vera glöggskyggnir á kosti eigin búfjár og afurða. Með því eina móti miðar okkur áfram á braut umbóta og framfara. Ó- kostina við framleiðsluvörur okkar eigum við að gera okkur ljósa og úr þeim þarf að bæta eftir föngum. Það verður ekki gert með því að ófrægja fram- leiðsluvörurnar um of og loka augum fyrir kostum eigin bú- fjár eins og skólastjórinn á Hvanneyri gerir í grein sinní. Samfærsla byggðar- ínnar og rafmagns- málín Að undanförnu hafa raforku- málin oft borið á góma í Alþingi, þótt frumvarp milliþinganefnd- ar þeirrar, sem starfað hefir við undirbúning heildarlöggjafar um raforkuframkvæmdir í land- inu, sé ekki komið til umræðu. En þegar á það stórfellda um- bótamál er minnzt, hafa sósíal- istar jafnan reynzt samir við sig. Einn uppbótarþingmaður Só- síalistaflokksins, Sigurður Thor- oddsen, sagði t. d. í þingræðu 19. febrúar 1943 m. a.: „Það vandamál, hvernig eigi að halda fólkinu í sveit- um, verður ekki leyst með þvi að leiða rafmagn inn á hvert býli. Til þess erum við of fátækir og auk þess yrði það til þess að halda við dreifbýlinu, sem ég held, að allir hljóti að vera sammála um, að sé böí íslenzks land- búnaðar.“ Og til enn fyllri áherzlu og merkis um, að þetta væri megin- atriði endurtók þingmaðurinn, það með þessum orðum: „Svo vil ég endurtaka það, sem ég sagði í byrjun, að það dugar ekki að ætla sér það, að raflýsa sveitirnar, svo að rafmagn komi þar inn á hvern bæ. Slíkt er í fyrsta lagi óframkvæman- legt og yrði þess utan til þess að viðhalda dreifbýlinu, þessu mesta böli íslenzks landbúnaðar. Það verður auðvitað að kosta kapps um það, að sem flestir verði raforku aðnjótandi og að það verði framkvæmt á sem ódýrastan hátt..... í raforkumálunum verður að fara þá leið, að þéttbýl- ið, sem getur borið uppi kostnað við virkjanir og veitur, fái fyrst rafmagn, en dreifbýlið síðar og jafnóð- um og unnt er.“ Svo mæla börn, sem vilja, og eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni. foringjunum um allar ófarir ítalska hersins. De Éónó, hinn gamli herforingi, sem sviptur haföi verið tign sinni í Abessi- níustríðinu, mótmælti þessu. Fleiri tóku til máls og umræður héldu áfram í eina klukkustund. Litlu eftir klukkan sex reis Grandi upp. Hann benti fyrst á það, að í stórráðinu væru fáir, sem sérþekkingu hefðu á her- málum, og því væri það ekki réttur aðili að dæma um ein- stakar hernaðarathafnir eða herstjórn einstakra manna. Síð- an sneri hann sér að Mussolini. „Foringjanum er kunnugt um, h^að ég hef í hyggju að leggja til við þessa samkomu," mælti hann. Talaði hann síðan í heila klukkustund, leiddi að því rök, að Mussolini hoí»Si innt af hönd- um þá þjónustu við þjóðina, er honum mætti auðnast, og nú yrði að fá konungi í hendur yfirráð hersins. Dró hann upp úr vasa sínum tíllögu um að nýrri ríkisstjórn, er styddist við fulltrúaþing, yrði komið á lagg- irnar og Mussolini fengi konungi í hendur öll hin æðstu völd í landinu. Að lokum sagði hann: „Greið- um svo atkvæði." í meira en tuttugu ár hafði eigi farið fram atkvæðagreiðsla í stórráðinu. Mussolini hlustaði þegjandi á ræðu Grandis. Hann var þögull og þungbrýnn og handlék blý- ant sinn látlaust. Hann hafði búizt við hörðum deilum, jafn- vel æsingum og upphlaupum, en alls ekki kröfu slíkri sem þeirri, er Grandi bar fram, að málið yrði útkljáð með atkvæða- greiðslu. En í forsölum og hliðarher- bergjunum biðu sextíu hermenn með vélbyssur og byssustingi. | Þeir voru úr einkahersveit Mussolini sjálfs, höfðu unnið honum eiða og hlýddu skipun- um hans eins. Eitt orð af munni hans nægði til þess að þagga niður í Grandi og stuðnings- mönnum hans fyrir fullt og allt. Tiltölulegar friðsamlegar um- ræður fóru fram næstu fjórar klukkustundír. Federzoni, 'for- seti konunglega akademíisins, líkti þessum ófriði við heims- styrjöldina 1914—1918. Bottai, sem hafði haft með höndum stjórn iðnaðarmála, lýsti óá- nægju verkafólksins. Dómsmála- ráðherrann, Di Marsico, benti á, hve erfiðlega gengi að halda uppi stjórn og aga. De Stefani, fyrrverandi fjármáiaráðherra, Iýsti því fjárhagsöngþveiti, er af styrjöldinni leiddi. Ciano greifi, tengdasonur Mussolinis, var einn þeirra fáu, er vissi fyrirfram ráðagerð Grandis. Hann veitti honum eindregnasta stuðning allra stór- ráðsmanna. Hann sagði, að Mussolini hefði lagt út i þessa styrjöld gegn sínum ráðum og án þess að bera það undir stór- ráðið. Löngun hans til að skapa sjálfum sér frægð hefði knúið hann til þess, og í þennan voða hefði hann teflt þjóð sinni, enda þótt hann víssi fyrirfram, að herinn skorti tilfinnanlega margar tegundir vopna. Mussolini greip fram í fyrir honum: „Það komst svikari inn á heimili mitt þann dag, er þú komst þangað fyrst.“ Síðan tóku ýmsir stuðnings- menn Mussolinis til máls, og þegar fundurinn hafði staðið í fjórar klukkustundir enn, reis Mussolini úr sæti sínu, kvað framorðið og sagði samkomunni slitið. Grandi spratt á fætur. Hvað kom það málinu við, þótt klukk- an væri orðin eitt? Gátu stór- ráðsmennirnir ekki vakað eina nótt, þegar ítalskir hermenn féllu þúsundum saman á Sikiley? Og fundinum var haldið á- fram. Mussolini sá það ráð vænst, að taka sjálfur til máls. Hann neitaði að leggja niður völd og varði af kappi sáttmála sinn við Þýzkaland og Japan. Og enda þótt það hefði verið rangt af ítölum að gerast stríðs- aðilar, þá væri nú um seinan að snúa við. ítalir yrðu að hálda áfram að berjast. Hann kvað samvizku sína hreina og þjóð- ina fylgja sér einhuga. Grandi krafðist þgss, að hann skýrði frá því, hvað þeim Hitler hefði farið á milli. Mussolini neitaði því, en kvað sigurinn vísan. Það hefði hann sannfærzt um enn betur en áður af við- ræðum sínum við Hitler. „Staðreyndir, aðeins stað- reyndir," hrópaði Grandi. „Við vissum, að þú baðst um 3000 flugvélar. Hann bauð þér 300.“ Farinacci, er eitt sinn var rit- ari fasistaflokksins, varði Musso- lini og hrósaði Hitler og Þjóð- verjum. Scorza, fitari flokksins, bar fram málamiðlunartillögu, er raunar var traustsyfirlýsing Mussolini til handa. Þar var svo að orði komizt, að allir, sem snerust öndverðir gegn einveldi og áframhaldandi striði, væru svikarar. Galbiati, yfirmaður heima- hersins, sagði: „Hermenn mínir vita, hvernig á að fara með þá, sem hafa risið gegn foringja sínum í kvöld.“ Fleiri ógnuðu með grimmilegri hegningu. Fundurinn var tekinn að snú- ast á sveif með Mussolini. Þrír, sem áður höfðu stutt málstað Grandis, lýstu nú yfir því, að þeir hefðu farið villir vegar og tækju aftur fyrri orð sín. Klukkan var að verða fjögur að morgni. Stórráðsmenn voru orðnir mjög heiftugir á báða bóga. Framan úr forsölunum heyrðist glamur i. byssum og sverðum, er skipt var um varð- lið. Eitthvað hlaut að gerast. Grandi reis úr sæti sínu, reigði höfuðið aftur á herðar, svo að svartur hökutoppurinn vissi beint að Mussolini. Hann þagði ofurlitla stund, en mælti síðan: „Það gildir einu, hvað um okkur verður. Það er skylda okkar að fylgja þessu fram. Greiðið at- kvæði!“ Pareschi, landbúnaðarráð- herra tárfelldi. „Hún er hroða- leg þessi árás á foringjann," sagði hann. Samt greiddi hann atkvæði með Grandi — og var síðar tekinn af lífi. Mussolini leit hvasst á Grandi og mælti þurrlega: „Konungur- inn mun styðja mig til þess að framkvæma fyrirætlanir mínar,“ mælti hann. Hann mun lýsa ykkur svikara, þegar ég segi honum, hvað gerzt hefir hér í nótt.“ Grandi endurtók aðeins fyrri orð sín: „Greiðum atkvæð<!“ „Gott og vel,“ svaraði foring- inn. Atkvæðagreiðslan hófst. Hver og einn reis úr sæti sínu og gerði grein fyrir atkvæði sínu í heyranda hljóði. Scorza greiddi fyrstur atkvæði og sagði hátt og skýrt: „Nei.“ Síðan tók hann sér -sæti aftur og gerði sig, sem ritari flokks- ins, líklegan aö skrá atkvæðin. Næsti maður veitti Musso- lini einnig stuðning.De Bono.sem hataði Mussolini, sagði hörku- lega: „Ég segi já.“ Grandi end- urtók orð hans. Bottai sagði „já“ svo lágt, að varla heyrðist. Þetta var ógurleg stund. Allir biðu í hatri þrunginni óvissu um úrslitin. En brátt kom i ljós, að miklu fleiri fylgdu Grandi að málum. Niðurstaðan varð sú, að 19 sögðu já, 7 nei. Valdatíma- bil Mussolinis var á enda. Hann reis hægt úr sæti sínu, leit ekki á nokkurn mann og gekk þegj- andi eftir hinum langa sal og út. En það var ekki öllu lokið. Grandi lagði samþykktina fram í tveimur afritum og krafðist þess, að allir, sem greitt höfðu henni atkvæði, staðfestu það með undirskrift sinni. Annað eintakið skildi hann eftir handa Mussolini, hinu stakk hann í vasa sinn. Fundi stórráðsins var lokið. Þá hafði verið venja, að allir risu úr sætum samtímis og kveddu með fasistakveðjunni. Að þessu sinni viðhafði enginn fasistakveðjuna. Allir gengu þegjandi út. Varðmenn Mussolinis leyfðu þeim að fara leiðar sinnar óáreittum. Það var orðið bjart af degi, er þeir komu út. Það var sunnu- dagsmorgunn og kirkjuklukk- urnar ómuðu. Varðmennirnir horfðu á þá tínast út, og stór- ráðsmennirnir settust í bifreið- ar sínar. Ekki mun hafa verið laust við, að geigur væri í sum- um, er þeir sneru baki við hin- um vopnuðu fasistum. „Þú borgar það á morgun með blóði þínu, sem þú gerðir í nótt,“ sagði Casanova við Ciano greifa um leið og þeir kvöddust, Grandi dokaði við til þess að tilkynna sendimanni konungs, hvað gerzt hefði, og afhenda honum annað eintakið af sam- þykkt stórráðsins. Mussolini hóf morgunstörf sín, eins og ekkert hefði í skorizt, og útbýtti fyrst verðlaunum handa nemendum landbúnaðar- skóla eins. En í konungshöllinni beið Viktor Emmanúel Ítalíu- konungur eftir honum. Musso- lini hafði æskt viðræðna klukk- an fimm um morguninn. Þegar hann kom ekki á tilsettum tíma, lét konungur senda eftir honum. Þá brá Mussolini við og gekk á fund konungs. Hann byrjaði umsvifalaust að tala um fram- tíðarætlanir sínar. Þá greip konungurinn fram í fyrir hon- um: „Stórráðið hefir svipt yður völdum. Þér ráðið ekki lengur málefnum Ítalíu. Ég hef veitt yður lausn.í* Mussolini kvaddi þegar og fór. Hann staðnæmdist hjá vörðun- um og mælti: „Hvar er vagninn minn?“ í sömu svifum ók vagn upp (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.