Tíminn - 26.01.1945, Page 5

Tíminn - 26.01.1945, Page 5
7. blatt TÍMirvrV. föstadagiim 26. jan. 1945 t 5 Uni þetta leyti fi/rir 108 árum: Upphal búnaðarsamtaka á Islandi Embættismennirnir í Reykja- vík og nágrenni hennar hafa venju fremur gert sér tíðrætt um hag og heill landsins haust- ið 1836. Þeir hafa heimsótt hver annan og rabbað saman, og meðal annars hefir þetta rabb snúizt um stofnun nýs félags- skapar, sem ekki var daglegur viðburður norður á íslandi á þeirri tíð. Þetta félag, sem þeir eru að tala um, átti „að efla sér- hvað fyrir Suðuramtsins sveita og sjávarbúnað gott og nytsam- legt, upp á hvörn þann hátt, sem í þeirra valdi mætti standa“. Eftir áramótin er þessum ráðagerðum svo langt komið, að forgöngumenn þessa nýmælis Þórður Sveinbjörnsson, yfirdómari. fyrsti forseti Hús- og bústjórnarfé- lagsins. afráða að stofna samtökin á af- mælisdegi Friðriks VI., „vor allranáðugasta konungs", og eru það ellefu menn, sem að þessu standa — átta embættismenn, tveir bændur og einn kaup- maður. Aðalforgöngumaðurinn er Þórður Sveinbjörnsson yfir- dómari, sem áður hafði mikið að þessum málum unnið. En drjúgur stuðningsmaður er L. A. Krieger stiftamtmaður, sem áður hafði talsvert fjallað um ráðagerðir þær, sem danska stjórnin hafði haft uppi til efl- ingar búnaðarframförum hér á landi og leitað var tvívegis ráða um hjá íslenzkum embættis- mönnum á þessu tímabili, árin 1824 og 1832. Árið 1835 komu svo mál þessi fyrir stéttaþingið í Hróarskeldu fyrir tilstilli hans. Hafði þar verið mjög rætt um stofnun búnaðarsamtaka í Suð- uramtinu og vilyrði verið veitt um fjárstyrk til slíkrar fram- kvæmdar. Hafði þó eigi verið hafizt handa fyrr en þetta, að Þórður Sveinbjörnsson gekk fram fyrir skjöldu um stofnun félagsins. Góð bók eftir snjall- an höfund Mér barst í hendur um ára- mótin bók, sem mig langar til að geta um, þó að ég sé ekki vanur að skrifa um bækur í blöðin. Það var ritið „íslenzk samvinnu- hreyfing hundrað ára“ eftir Arnór Sigurjónsson. Mér finnst þessi bók lýsa svo greinilega þeirri kreppu, sem ís- lenzku þjóðinni hafði verið haldið í með verzlunaránauð- inni, og þeim kjarki, sem þrátt fyrir allt leyndist með- henni og tók að koma fram í dagsljósið strax og linað var á verstu tök- unum. Ég dáist að seiglu þess- ara manna, sem ruddu sam- vinnuhreyfingunni braut, og ég held, að það $é líka hollt fyrir marga, nú á tímum hóflausrar eyðslu og upplausnar, að skygn- ast inn í líf forfeðra okkar og formæðra, sem höfðu svo lítið undir höndum, en áttu and- legt þrek og staðfasta lund — og báru því sigur af hólmi. Ýmislegt vannað lestrarefni mætti gjarnan víkja fyrir þess- ari bók nokkrar kvöldstundir, þegar komið er inn frá gegn- ingunum eða annarri vinnu. Því langar. mig til þess að vekja athygli á þessari ágætu bók Arnórs Sigurjónssonar. R. R. Hinn 28. janúar 1837 var svo samin „frumskrá sú, með hverri félagið var stofnað“ og var hún samþykkt og undirrituð af stofnendum þá samdægurs. Var þar ákveðið, að félagið héti Suðuramtsins hús- og bústjórn- arfélag og dregið fram aðal- markmið þess. Tveim dögum síðar var félag- inu valin bráðabirgðastjórn. Voru til þeirra starfa kvaddir Þórður Sveinbjörnsson, Jón Thorsteinsson landlæknir og Stefán Gunnlaugsson sýslu- maður. Nokkrir stofnendur færðu félaginu gjafir, þar á meðal bæði Þórður og Krieger stiftamtmaður. Ákveðið var að senda máls- metandi mönnum boðsbréf um félagsstofnunina. Snemma í júlímánuði um sumarið voru síðan haldnir tveir framhaldsstofnfundir. — Voru þar lögð fram og samþykkt félagslög í 27 liðum, þar sem nákvæmlega var kveðið á um stefnumið, skipulag og starfs- hætti alla. Meðal annars var þar það ákvæði, að stiftamtmaður landsins skyldi jafnan vera eins konar heiðursforseti þess, og hefir það ráð sjálfsagt verið upp tekið til þess að vinna fé- laginu traust og velvild hinna dönsku stjórnarvalda, sem með- al annars þurfti að leita til um fjárhagsstuðning. En í aðal- stjórn félagsins voru kosnir sömu mennirnir og skipað höfðu bráðabirgðastjórnina, að því undanskildu, að í stað Jóns Thorsteinsens landlæknis var Helgi Thordersen, síðar bisk- up, kjörinh ritari félagsins. Ekki verður annað sagt en þessi nýbreytni hlyti hinar Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari einn af þrautseigustu forustumönnum búnaðarsamtakanna. sæmilegustu undirtektir manna á meðal, því að félagsmenn voru orðnir 105 við lok hins fyrsta starfsárs. Starf þess varð að visu ekki umfangsmikið fyrst í stað, enda ekki við því að búast, þar sem það var nær févana. En stjórn Þórðar Sveinbjörnssonar er var forseti þess til dauðadags 1850, reyndist samt sem áður af- farasæl, og átti það allvænan sjóð á þeirrar tíðar mælikvarða, er hann féll frá. Áratug síðar myndaðist tals- verð ólga í félaginu og virtist jafnvel geta myndazt alvarlegt missætti. En hjá því varð stýrt. Kom þá til sögunnar nýr maður, er reyndist félaginu hinn þarf- asti og var forseti þess 1 meira en þrjátíu ár, allt þar til Bún- aðarfélag íslands var stofnað um aldamótin síðustu. Má hik- laust telja hann þann mann, annan en Þórð Sveinbjörnsson, sem mest hóf þessi fyrstu bún- aðarsamtök á íslandi, er til lang- lífis voru borin, til vegs og þroska og lagði þar með undir- stöðuna að því mikla og marg- breytilega starfi, sem Búnaðar- félag íslands, arftaki hinna gömlu samtaka, hefir rækt með þjóðinni. Það var því ekki ó- merkilegt spor, sem þeir stigu, þeir ellefu „menn, er lögðu frumdrög að stofnun Suður- amtsins bús- og bústjói'narfé- lags hinn 28. janúar 1837, „á burðai’degi vors allranáðugasta konungs, Friðriks sjötta“. Gleymum ekki starfi braut- ryðjendanna, þótt gott Isé að njóta ávaxtanna af því. Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD sjö dagana sæla hjá honum. Og hann fær aldrei dropa af brénni- víni til þess að væta brauðið .... En það var einu sinni gildur bóndi, sem hét Hermann Ingjalds- son. Hann lét ævinlega brenna að minnsta kosti sextíu potta af brennivíni í einu, og fyrir jólin lét hann brenna hundrað og tuttugu. En þegar vora tók, gekk misjafnlega að fá nóg sáð- korn, þótt tunnui-nar væri sópaðar innan. Hann sáði eftir því sem kornið entist. Sumir akrarnir urðu að vera ósánir. Þeir fengu að hvíla sig, únz jörðin gekk honum úr greipum. Frans Gottfreð heldur dauðahaldi í jörð sína. Hann er gam- all, ætt hans er 1 þann veginn að líða undir lok. Hann er eins og gömul og seig fjallafura, sem ekki vill með nokkru móti láta rífa sig upp með rótum. Og því meir sem sú stund nálgast, að hann verður að kveðja þetta líf, þeim mun betur vakir hann yfir eigum sínum. Enginn maður í þorpinu læsir húsum sínum eins rammlega og Frans Gottfreð. Enginn er jafn hræddur um kistur sínar. Timburhúsið hans er að snarast um, en það er dýrt að reisa nýtt hús, og hann getur ekki séð af öllum þeim peningum, sem til þess þarf. Hann getur ekki tekið þá úr handr- aðanum, hann myndi iðrast þess svo mikið eftir á. Þær hug- raunir, sem peningatapið ylli, myndi Frans Gottfreð ekki lifa af. Hermann gamli þekkir þennan undarlega karl, hann veit, hvað honum býr í huga. Frans Gottfreð lúrir ekki aðeins á peningum, það er líka annað, sem hann býr yfir — óttinn. Það er óttinn, sem alltaf hefir fylgt honum síðan á gróðurgrænum dögum æsk- unnar. Já, það eru mörg, mörg ár síðan þjófurinn heimsótti Frans Gottfreð. Og enn er hræðsla hans við einhenta manninn ó- fölskvuð. Hann talar aldrei um þennan ótta sinn við nokkurn mann, en hann dylst ekki, þrátt fyrir það, því að Frans Gottfreð kemur upp um sig, hvenær sem einhver ókunnur maður sést í þoi’pinu eða nágrenni þess. Þá veltir gamli maðurinn því fyrir sér, hvort þetta muni nú ekki vera h a n n, kominn til þess að hefna sín. Skyldi það vera einhenti maðurinn, sem kominn er? Hann spyr Hermann, sem verið hefir á ferð nýlega, hvort hann hafi hitt eða verið í slagtogi með nokkrum örkumlamanni. Og það er eins og ský dragi yfir andlitið á honum, þegar hann spyr, og hann horfir út i bláinn. — Hvers konar maður hefði það átt að vera? spyr Hermann, þótt hann viti mætavel, hvað bóndi er að fara. — Maður, sem vantar útlim. Fót eða handlegg .... Nei, Hermann hefir aðeins séð fólk með óskaddaða útlimi á leið sinni. Allt fólk, sem hann hitti, var m'eð tvo handleggi, rétt eins og gengur og gerist. Frans Gottfreð léttir. Hermann gamli vill ekki leika á bónda, eins og einn byggðarmaður gerði fyrir nokkrum árum. Hann var að koma heim frá kirkju á sunnudegi og laug því að bónda, að hann hefði séð einhentan mann meðal kirkjugestanna. Frans gamla Gottfreð varð ekki um sel — hann kom ekki út fyrir húsdyr í tvær vikur. Og hverja einustu nótt lét hann ljós loga yfir sér og þorði ekki að blunda. Sá, sem logið hafði að« honum, gekk manna á meðal og hældi sér af því, hvaða grikk hann hefði gert honum. En þetta var ljótur leikur. Það er ekki aðeins venjuleg hræðsla við afturgöngur, sem þjáir Fi’ans Gottfreð. Hann hefir gildar ástæður til þess að vera smeykur. Það er sögn allra, sem muna þennan atburð með þjóf- inn, og hafa séð manninn, sem bóndi er svona hræddur við. Það gerðist á sunnudegi að vorlagi, einmitt um það leyti, sem rúgurinn var að byrja að skríða.1 Flestir voru við kirkju, þess hafði þjófurinn vænzt, því að hann sat um tækifærið meðan guðsþjónustan stóð yfir. Það var enginn heima hjá Frans Gott- freð. Sjálfur hafði hann farið að líta eftir gi’ipum í haganum, og hann hafði læst mannlausu húsinu. Þegar hann kom aftur heim, sá hann, að gluggi hafði verið tekinn úr svefnherbergis- þilinu og lagður á jörðina. Frans Gottfreð snaraðist inn í gang- inn og þreif hlaðna byssu. Þjófurinn hafði lokið erindi sínu, og áður en bónda ynnist tími til þess að grípa byssuna, skauzt hann út um gáttina, þar sem glugginn hafði verið, og hljóp brott — hann fleygði sér niður á rúgakurinn rétt við húsið. Rúgurinn var hár og þéttur, og fullorðinn karlmaður gat ósköp vel falið sig þar, ef hann beygði sig dálítið í hnjáliðunum. Frans Gottfreð hljóp á eftir honum með byssuna, en hann gat aðeins í’áðið það af hreyfingu axanna, hvar þjófurinn hljóp yfir akur- inn. Hann varð að miða af handahófi, ef hann ætlaði að skjóta. Þegar þjófur er að flýja, er leyfilegt að skjóta í fæturna á hon- um. Þetta mundi Frans Gottfreð og miðaði lágt. En af því að maðurinn hljóp hokinn, þá hæfði hann hann samt sem áður í hægri handlegginn. Menn þustu að, er þeir heyrðu skotið, þjóf- urinn var borinn ofurliði og fluttur til hreppstjórans, og það komst upp, að hann hafði verið hýddur og dæmdur til fangelsis- vistar við vatn og brauð fyrir þjófnað og ofbeldi. Þetta var of- stopafullur og hættulegur maður. í þetta skipti hafði hann brot- ið upp kistu og stolið fimmtíu dölum frá Frans Gottfreð. Skotið hafði tætt sundur handlegginn á honum, svo að það varð að taka hann af fast uppi við öxlina. Og þegar fara átti með hann til sáralæknisins, spurði hann, hvort hann mætti tala við bóndann, sem hefði skotið á hann. Frans Gottfreð gaf sig fram. Þjófurinn var þreklegur maður og útlimastór, og það hvítmataði í augun á honum. Það brann eldur úr þeim, er hann leit á bónda. — Þú hefir svipt mig handleggnum, sagði hann. Einhvern tíma kem ég og svipti þig lífinu í staðinn. Maðurinn stóð þarna, umkomulaus og með sundurtættan hand- legginn — þjófur, sem ekki gat gert neina kröfu um .skaða- bætur. En hótun hans var bitur alvara. Og hann bætti við nokkrum orðum: ^ — Ég kem, þegar sízt varir. Ég veit, hvar þú sefur. Þetta síðasta tvítók hinn særði þjófur: — Ég veit, hvar þú sefur. Þessi orð voru sprottin af heiftþrungnu hatri, og þessum orð- um gat Frans Gottfreð ekki gleymt. Þjófurinn var húðstrýktur og átti að hírast í fangahúsl í fjögur ár. Þessi ár var Frans Gottfreð sæmilega öruggur. Aldrei var hann þó alveg kvíðalaus, því að alltaf gat hann átt það á hættu, að fanturinn stryki úr fangelsinu. Þessi uggur var þó harla óverulegur hjá því, sem varð, þegar þessi fjögur ár vor'u liðin. Þá fór hann að hugsa: Nú er hann frjáls, nú getur hann Sutftt barnannas JtJLLl OG DÚFA Eftir JÓN SVEINSSON. Freystemn Gunnarsson þýddi „Já, þið fáið víst að fara. En þá verðið þið að fara í skinnsokkana, annars verðið þið vot, og það vill mammii ykkar ekki. Á morgun verður komlð mikið krap.“ „En mínir eru götugir,“ sagði Stebbi litli hálfhnugg- inn á. svipinn. „Það gerir ekkert til,“ sagði Júlli. „Gunna getur bætt skinnsokkana þína í kvöld, og þá getur þú fengið að fara líka.“ „Já, já, Stebbi,“ sagði Gunna. „Ég skal gera við skinn- sokkana þína undir eins og við komum heim. Ekki skal standa á því.“ Það leyndi sér ekki, að Stebbi var þessu alls hugar feginn. Hann tók í höndina á Gunnu og beið þess með mestu óþreyju, að lagt yrði af stað heim. Úti þaut í storminum, og nú var liðið langt á kvöld. Júlli sótti ljóskerið, og við lögðum af stað. En nú var orðið svo hvasst, að ljósið sloknaði fyrr en okkur varði. Og þá varð Júlli að taka þann yngsta af okkur og bera hann á háhesti alla leið heim. Við komumst heim við illan leik. Þá voru skinnsokkarnir sóttir, bættir og lagaðir og lagðir við rúmstokkinn hjá okkur. Síðan lásum við kvöldbænirnar okkar og sofnuðum. Þegar við vöknuðum morguninn eftir, hafði sunnan- vindurinn þítt snjóinn og svellin af hólum og hæðum til fjalla, svo að nú var hægt að reka féð á beit. Og svona er það alltaf, þegar stórleysingar koma. Jafnskjótt og næst til jarðar, fer sauðamaðurinn á hverj- um bæ með hópinn sinn á undan sér í hagann, þó að beitin sé venjulega rýr um þann tíma árs. Og bóndinn bíður með óþreyju þeirrar stundar, að snjóana leysi, því að stabbinn minnkar óðum í harðindunum, þegar allt fé er á gjöf, stundum mörg hundruð fjár. Og fátt þykir börnunum skemmtilegra en fá að vera með í ferðinni, þegar féð er rekið á beit upp í fjallið í fyrsta sinn. Við vorum líka fljót að drekka kaffið okkar þennan morgun. Við fengum það í rúmið eins og vant var. Síðan rukum við á fætur. Nóbelsverðlaunaskáldíð (Framhald af 4. síðu) eftii’ hann, en fullyrði þó ekkert um það, hvort þau mega teljast með því bezta, sem eftir hann liggur í bundnu máli, en í þess- um stefum, er skáldleg stemn- ing, sem minnir mjög á ríkan þátt í list hans og snertir við- kvæma strengi í hvers manns brjósti. Nu breder Hylden de svale Hænder mod Sommermaanen. Aaret efter: De samme Böge og lyse Nætter, den samme Lykke. Aaret efter: Solsorten flöjter og Vaarvind svumler igen, Veninde.' 9 Aar efter: De samme Böge og lyse Nætter, den samme Lykke. Orðin hljóða svo í lauslegri býðingu og hafa þá misst mest af þokka sinum, en eru þó ef til vill ekki algerlega einskisnýt fyrir þá, sem skilj a ekki málið: Nú breiðir yllirinn svalar hendurnar móti mána sumarsins. Ári síðar: Sama beykið og bjartar nætur, sama hamingjan. Ári síðar: Þrösturinn syngur, vorvindar anda á ný, vina mín. 9 árum síðar: Sama beykið og björtu næturnar, sama hamingjan. Svo má heita, að leikrita- gerð sé sú eina grein fagur- fræðilegra bókmennta, sem Jóh. V. Jensen hefir ekki gefið sig að. Þó hefir hann skrifað eina bók af því tagi, Sangerinden fSöngmærin, 1921). Efnið minnir á skáldsögu hans, Ma- dame D’Ora, enda mun vera stuðst við þá bók að einhverju leyti í sjónleiknum. Fyrr á ár- um var hann stundum blaða- maður, og fyrstu ferðir sínar til útlanda fór hann sem fréttarit- ari stórblaðanna i Kaupmanna- höfn, (Berl. Tid. og Social Demokr.). Eitt ár var hann rit- stjóri tímarits eins í Kaup- mannahöfn. Síðasta skáldsaga hans, Gudrun, var kvikmynduð skömmu eftir að hún kom út. Loks má nefna, að hann hef- ir þýtt eitt og annað, og ber okkur íslendingum fyrst og fremst að muna eftir þýðingu hans á Egils sögu, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1930 með formála eftir hann. Var það fyrsta bindi af vandaðri og samfelldri útgáfu á íslendinga- sögunum, sem margir ritfær- ustu menn á danska tungu unnu að. IX. Furðu lítið er til eftir Jóh. V. Jensen á íslenzku, aðeins fá- einar smásögur I timaritum (einkum Dvöl og Iðunni). Skáldsagan „Dr. Renaults Frist- elser“ var flutt í útvarpinu (Helgi Hjörvar) og tímaritið Dvöl flutti nýlega allnákvæma frásögn um Bræen, einkum fyrri hlutann, þar sem sagt er frá Dreng. Mun þá upptalið það, sem birzt hefir á íslenzku eftir þennan höfund. Hér hefir verið leitazt við að gefa lítils háttar hugmynd um Jóh. V. Jensen, ritstörf hans, uppvaxtarár og viðhorf til samtiðar sinnar, og skal hér að lokum fáu einu viðbætt. Jóh. V. Jensen kvæntist árið 1904. Kona hans, Elsa Maria Ul- rik, er bóndadóttir frá Rósen- dal á Sjálandi. Hafa þau lengst af búið í Kaupmannahöfn, þangað til nú á síðari árum, að þau settust að á búgarði einum utan við borgina og lifa þar kyrrlátu lífi. Skáldið er nú hnigið á efri ár, varð 72 ára 20. janúar síð- astl. Árið 1929 var hann gerður heiðursdoktor við' háskólann í Lundi í Svlþjóð, og fyrir fáum vikum fékk hann Nobelsverð- launin eins og fyrr er sagt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.