Tíminn - 26.01.1945, Side 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um
þjjóðfélagsmál.
8
REYKJÆVÍK
t>eir. sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, itttt-
lend ofi úílend. þurfa að lesa Dáfiskrá.
26. JAJV. 1945
7. blað
V ANNÁIÆ TÍraAMS
Erlendm*:
21. janúar, sunnudagur:
Riissar taka
Taimenberg «ií'
Giimbmiten.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
tilkynntu, að her Konevs hafa
farið yfir landamseri Slesíu á
80—90 km. svæði og víða sótt
um 30 km. inn fyrir landamær-
in. Her Rokossovskis hefir tekið
Tannenberg í Austur-Prúss-
landi og sækir hratt til Danzig.
Her Chernakovskis hefir tekið
Gumbinnen í Austur-Prússlandi.
Vesturvígstöðvarnár: Bretar
fóru yfir þýzku landamærin í
sókn sinni nyrSt á vígstöðvun-
um. Þjóðverjar hörfuðu allmikið
í Belgíu. Við Kolmar, hafa
Bandamenn hafið sókn.
Luzon: Sókn Banadaríkja-
manna gekk vel. Mac Arthur til-
kynnti, að Bandaríkjaherinn á
Luzon hefði misst 2700 menn,
en japanski herinn 68.839 menn.
• — %
22. janúar, mánudagur:
Áframhald á
sókn Rússa.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
tilkynntu, að her Chernyagow-
skys hafi tekið Insterburg. Her
Rokossovskys tók Osterode og
Allenstein og sækja hratt til
Eystrasalts. Her Zukovs tók
Gniezons og er um 80 km. frá
þýzku landamærunum þar.
Hersveitir Konievs nálgast
Oder-fljótið og borgina Oppeln.
Vesturvígstöðvarnar: Þjóð-
verjar hafa hafið stórfelt und-
anhald á Ardennavígstöðvun-
um. Bandaríkjamen gerðu stór-
felldar loftárásir á undanhalds-
liðið.
Jugóslavía: Peter konungur
Júgóslava hefir fyrirskipað
Subasic forsætisráðherra sínum
að segja af sér. Peter segist þó
ætla að halda áfram samninga-
umleitunum við Tito.
23. janúar, þriðjudagur:
Sókn Rússa
í Slesín.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
tilkynna, að her Konievs sé
kominn að Oderfljóti i Neðri-
Slesíu á 60km.svæði.Her Zukovs
tók Bromberg í Póllandi. Her
Rokossovskys átti eftir 50 km. til
Danzig og 30 km. til Elbing við
Eystrasalt. Er markmið hans að
einangra Austur-Prússland. Her
Cherniakovskys var 40 km. frá
Köningsberg.
Vesturvígstöðvarnar: Bretar
unnu á nyrst á vígstöðvúnum og
tóku þar nokkra þýzka bæi,
Þjóðverjar halda áfram að hörfa
í Belgíu. Við Colmar unnu
Frakkar á.
Burmavígstöðvarnar: Vegna
framsóknar Breta er nú búið að
opna aftur landleiðina milli
Indlands og Kína um Burma og
geta bifreiðir farið þá leið.
Pólland: Pólska stjórnin í
London hefir lagt til að alþjóða-
nefnd verið falin stjórn í Pól-
landi, unz kosningar geti farið
fram.
(Annáll er einnig birtur á 7.
síðu í blaðinu í dag).
Lækningrar Sígar-
jóns á Alafossi
Sigurjón Pétursson, verk-
smiðjueigandí að Álafossi,
kallaði blaðamenn á fund
sinn síðastl. miðvikudag og
skýrði þeim frá tilraunum, er
hann hefir gert með lækn-
ingameðal við sauðfjársjúk-
domum.
Sigurjón kveðst hafa byrjað
tilraunir sínar snemma á síð-
astliðnu ári og gefið meðalið
kindum, er hann hafði á Ála-
fossi, og var vart hugað líf vegna
mæðiveiki. Hann gaf meðalið
inn í 6 daga, og bar það þann
árangur, að kindurnar höfðu
læknazt.
Síðan hafa bændur víða, þó
einkum norðanlands, fengið
meðal frá Sigurjóni og hafa þeir
sent honum bréf, þar sem þeir
telja árangurinn góðan.
Þá sagði Sigurjón, að við
síðari tilraunir hefði einnig
komið í Ijós, að lyfið læknaði
ekki síður garnavéiki í sauðfé,
en .mæðiveiki.
Sigurjón skýrði blaðhmönnum
frá því, að hinir „lærðu“ hefðu
tekið þessu meðali illa og vildu
ekki viðurkenna það, sem lyf
samkvæmt lögum, eða viður-
kenna vörumerki hans á með-
inu: „Ála“, en svo nefnir hann
meðal sitt.
Þess skal að lokum getið, að
meðalið hefir ekki' verið selt
hingað til. Það hefir verið gefið
bændum í tilraunaskyni, gegn
því að þeir gefi skriflega skýrslu
um árangurinn. Sauðfjársjúk-
dómanefnd hefir veitt styrk til
þess, að bændur gætu fengið
lyfið kostnaðarlaust fyrst um
sinn. /'
Vinnið ötulleqa tyrir
Ttmnntt.
F ratnsóknarmenn
í Reykjavík
Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu erfiðlega
gengur að útvega börn eða unglinga til að bera blöðin út
til kaupenda í bæinn og koma þessi vandræði að sjálf-
sögðu hart niður á Tímanum, ekki síður en öðrum blöðum.
Það eru |>ví vinsamleg tilmæli afgreiðslunnar til Fram-
sóknarmanna í Reykjavík, að þeir bregðist nú vel við og
geri það sem unnt er til að útvega fólk til að bera
blaðið til kaupendanna. Blaðið hefir nokkrum sinnum
áður snúið sér til flokksmanna í sömu erindum, þegar
mikils hefir við þurft. Hefir það oftast gefið góða raun
og mun svo einnig fara að þessu sinni.
Allar nánari upplýsingar nm þessa'
hluti gefur
Þórður Þorsteinsson
Sími 2323
Dómsmálaráðherrann í Norð-
ur-Dakota er Islendíngur
Á síðastl. hausti varð ís-
lenzkur maður dómsmála-
ráðherra í Norður-Dakota-
ríki í BandaVíkjunum. í
Lögbergi, sem hingað er ný-
komið, segir frá honum á
þessa leið:
Við kosningarnar, sem fóru
fram í Bandaríkjunum þ. 7.
nóv., var hinn áhrifamikli og
víðkunni lögfræðingur, Niels G.
Johnson, kosinn dómsmálaráð-
herra North Dakota ríkis með
meira en tvöföldu atkvæða-
magni umfram 2 keppinauta
sína; hinn nýi dómsmálaráð-
herra bauð sig fram undir
merkjum Republicana flokks-'
ins; hann verður þriðji íslenzki
dómsmálaráðherrann ■ af ís-
lenzkum stofni í þessari á.lfu;
fyrrirrennarar hans i hliðstæð-
um embættum, voru þeir Hon.
Tomas H. Johnson, dómsmála-
ráðherra Manitoba fylkis, og
Hon. Sveinbjörn Johnson, sem
um eitt skeið var dómsmálaráð-
herra í stjórn North Dakota
ríkis.
Hinn nýi dómsmálaráðherra
er fæddur á Akranesi þanh 30.
dag aprílmánaðar árið 1896,
-elzti sonur þeirra merkishjóna
Guðbjarts Jónssonar Magnús-
sonar frá Hróá í Steingríms-
firði og konu hans Guðrúnar
Ólafsdóttur frá Guðlaugsvík í
Hrútafirði. Með foreldrum sín-
um fluttist Níels vestur alda-
mótaárið og ólst upp með þeim
1 íslenzku byggðinni við Upham.
N. D. Nám Níelsar slitnaði um
hríð vegna þátttöku hans í fyrri
heimsstyrjöldinni. Hann var
snemmá miklum námsgáfum
gæddur, og útskrifaðist í lögvísi
af North Dakota háskólanum
1926. og hlaut þá meistaragráð-
una „Juris Doctor“. Tók Níels
þá brátt að gefa sig við mál-
færslu, og settist að í bænum
Towner í North Dakota. Hann
hefir hvað eftir annað verið kos-
inn ríkislögsóknari við vax-
andi kjörfylgi og vaxandi dreng-
Niels G. Johnson
skaparorð. Hann er kvæntur
maður og á tvö mannvspnleg
börn. Guðbjartur, faðir hins á-
minnsta dómsmálaráðherra, er
látinn fyrir nokkrum árum, en
móðir hans er enn á lífi, og.
dvelur hjá börnum sínum til
skiptis.
Systkini Níelsar dómsmála-
ráðherra eru frú Lilja, koná
séra Valdimars J. Eylands, Ól-
afur læknir að Rugby, Kristján
læknir, ofursti í Bandaríkja-
hernum á Frakklandi, og Einar,
ríkislögsóknari fyrir Nelson
hérað í North Dakota. Öll hafa
systkini þessi orðið háskóla-
menntunar aðnjótandi, og ber
slíkt fagurt vitni drengilegum
lífsskilningi foreldranna.
Níels dómsmálaráðherra ■ er
mælskur maður, þéttur á velli
og þéttur í lund, og hefir með
djarfmannlegri og drengilegri
framkomu sinni, aukið mjög á
hróður þjóðarbrots vors í vestri.
Raiipliækkamr . . .
(Framhald af 1. síðu)
ræmingar, en þó hvergi svo að
vísitöluhækkun leiði þar af“.
Með því að birta þessa tillögu,
sýnir Mbl. bézt, að á þessum
tíma hafi það verið markmið
Sjálfstæðisflokksins eins og
Framsóknarflokksins að stöðva
allar kauphækkanir, því að sú
kauphækkun er tæpast til, sem
ekki leiðir til vísutöluhækkun-
ar. Allar þær kauphækkanir,
sem orðið hafa í Reykjavík 1
haust, munu leiða til mjög veru-
legrar vísitöluhækkunar, því að
þær koma inn í landbúnaðar-
vísitöluna og hækka hana og
hún hækkar síðan dýrtíðarvísi-
töluna. Sama er að segja um
flestar eða allar kauphækkan-
irnar úti á landi. Fyrir Sjálf-
stæðisflokknum hefir því ekki
vakað annað en að stöðva allar
kauphækkanir, þegar hann setti
það fram sem skilyrði að leyfa
enga kauphækkun, er leiddi til
vísitöluhækkunar.
Frá sjónarmiði Framsóknar-
flokksins var það fyrsti' áfang-
inn í dýrtíðarmálunum að
stöðva allar verðlags- og kaup-
hækkanir og þar næst var að
athuga um niðurfærslu kaup-
gjalds og verðlags, ef þörf
krefði. Þetta var líka stefna
Sjálfstæðisflokksins, eips og
bezt' sézt á framansögðu, allt til
þess dags, er kommúnistar buðu
Ólafi Thors ráðherradóminn og
hann lét Sjálfstæðisflokkinn
hverfa alveg frá fyrri stefnu
sinni og taka „kollsteypuna“,
eins og forseti sameinaðs þings
hefir'svo meistaralega og rétti-
lega a% orði komizt.
Hverjar verða
afleiðingarnár?
Hverjar verða svo afleiðing-
arnar af því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn gafst þannig upp í
dýrtíðarmálunum og kommún-
istar fengu að ráða stefnunni?
Afleiðingin verður óhjá-
kvæmilega sú, að dýrtíðin hlýt-
ur að stóraukast, einkum þó
næsta haust, þegar • búið er að
reikna út afurðaverðið. Þá mun
vísitalan þjóta upp. Aukin dýr-
tíð mun éta upp allan þann
góða, er verkamenn gerðu sér
vonir um að fá með hækkunun-
um. Atvinnan mun 'dragast
saman. Menn munu draga að
sér hendur um að ráðast í nýj-
ar framkvæmdir. Verðgildi
sparifjárins mun halda áfram
að rýrna. Fjármál ríkisins munu
komast í það öngþveiti, að þau
verða óviðráðanleg.
Fyrir alla, og þó ekki sízt
verkamenn, hefði það verið
hagkvæmast að stöðva og reyna
að færa sig niður á leið, í statS
þess að fara enn upp á við. Það
hefði tryggt stöðuga atvinnu
auknar framkvæmdir, aukið
verðgildi sparifjárins, bjartsýni
og vaxandi trú á framtíðina.
Það mun vissulega ekki þykja
ofmælt, þegar tímar líða fram,
og reynslan leiðir þetta í Ijós,
að sjaldan hafi gerzt meira ó-
happ í íslenzku stjórnmálalífi
en síðastl. haust, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn gafst upp í
dýrtíðarmálunum og féllst á
stefnu kommúnista í stað þess
að berjast með Framsóknar-
flokknum fyrir stöðvun og nið-
urfærslu dýrtíðarinnar.
Glimdroði . . .
(Framhald af 1. síðu)
nokkurn veginn hægt að tryggja
næg flutningaskip og. útgerð-
inni sem lægstan milliliðakostn-
að. Þá var auðvitað ekkert vit
né réttlæti í öðru en að verð-
jöfnunargjald væri lagt á allan
ísfisk — einnig þann, sem
fluttur er á markað í togurum.
Með þessu móti einu var
fæst til umráða fé til þess að
framkvæma réttláta verðjöfn-
un og greiðá fyrir þeim stöðum
á landinu, sem hljóta að öðrum
kosti að verða útundan.
í stað þess að gera þetta, var
yfirleitt allt dregið á langinn,
•GAMLA BÍÓ-
RANHOM
HARVEST
RONALD COLMAN,
CREER CARSON.
Sýnd kl. 6Yz og 9.
RÓSTUR
Á BURMABRAUTINNI
(A Yank on Burma Road)
BARRY NELSON,
LARAINE DAY.
Sýnd kl. 5.
Bönnuð yngri en 12 ára.
►i:ýja b^o.
himtvaríki má
RtÐA
(Heaven Can Wait)
Stórmynd í eðlilegum lit-
um, gerð af meistaranum
Ernst Lubitsch.
Aðalhlutverk:
DON AM(CHE,
GENE TIERNEY,
LAIRD CREGER.
Sýnd kl. 4, 6,30 og 9.
RÁÐIR
VORIJ HRÁGÐAR
Saga Nólseyjar-Páls
og fleiri afreksmanna.
er m e r k faóft og
skemintlleg.
TJAJLNARBlÓ
Hugrekkí
(Frist Comes Courage)
Spennandi amerísk mynd
frá leynistarfsemi Norð-
manna.
BRIAN AHERNE,
MERLE OBERON.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 14 ára.
jLEIKFÉLAG RÉYKJAVÍKUR
Brúðuheimílið
eftir Henrik Ibsen.
Leikstjjóri: Frú Gerd Grieff.
Eeikflokkur frá Leikfélagi Aknreyrar.
Sýningar verða, 29., 30. og 31. jánúar og 1. og 2. febrúar.
IJppselt á friimsýnmguna.
Aðgöngumiðar að hinum sýningunum verða seldir frá
kl. 2 í dag.
É R R Æ N U M
Breiðfirðingamót.
var haldið að Hótel Borg síðastl.
laugardagskvöld. Formaður félagsins,
Jón Emil setti mótið og stjórnaði
því. Við borðhaldið fluttu minni: Frú
Steinunn Bjartmrz kennari, Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri og Júlíus Sig-
urðsson kennari. Ungfrú Kristín Ein-
arsdóttir söng einsöng. Breiðfirðinga-
kórinn undir stjórn Gunnars Sigur-
geirssonar söng. Einsöng með kórn-
um söng Haraldur Kristjánsson kaup-
maður. Sungið var frumsamið kvæði
sem Ragnar * Jóhannesson orti í til-
efni mótsins. Frú Guðrún Stefánsdóttir
frá Kverná í Grundarfirði flutti sam-
komunni einnig kvæði. Að borðhaldi
loknu var stiginn dans. Mótið sótti
um fjögur hundruð manns.
Kvennaheimili.
Tíu konur, sem hafa forgöngu fyrir
fjársöfnun til kvennaheimilis í Reykja-
vík birta ávarp hér í blaðinu í dag.
Er sjálfsagt að taka þessari mála-
leitan kvennanna vel og styðja að því,
að kvenþjóðin geti eignazt hús fyrir
starfsemi sína, er verði jafnframt
minnismerki yfir fyrstu húsfreyjuna
í Reykjavík, Hallveigu, konu Ingólfs
landnámsmanns.
Leiðrétting.
í trúlofunarfrétt í seinasta blaði
hefir misprentazt föðurnafn Stefáns
Jónassonar. Var hann sagður Jónsson.
Loflflutníngasamn-
fngur míllí Islands
og Bandaríkjanna
Á fundi sameinaðs Alþingis í
fyrradag var sú tillaga sam-
þykkt einróma, að heimila rík-
isstjórninni, að gera samriing
við ríkisstjórn Bandaríkjanna
um loftflutninga, samhljóða
uppkasti, er prentað var sem
fylgiskjal með tillögunni.
Telja má víst, að ríkisstjórn-
in undirriti samninginn fljót-
lega.
Samningurinn veitir Banda-
ríkjamönnum rétt til að nota
hér flugvelli og fljúga yfir land-
ið, en íslendingum gagnkvæm-
an rétt í Bandaríkjunum.
Félag starfsmanna ^
ríkisstofnana
hélt nýlega aðalfund sinn. í stjórn
félagsins voru kosin: Formaður, Guð-
jón B. Baldvinsson og meðstjórnend-
ur, Rannveig Þorsteinsdóttir, Björn
L. Jónsson, Jón Bergmann og Stef-
án J. Björnsson.
en stjórnin þóttist samt geta
haft allt í hendi sinni, eins og
tilboð það, sem atvinnumála-
ráðherra lét Fiskimálanefnd
bjóða útvegsmönnum við Faxa-
flóa, bar ljósast merki um. Þeg-
ar svo átti að fara að gera eitt-
hva'ð, lenti allt í káki og am-
lóðahætti og1 eigendur stærri
flutningaskipanna og togar-
anna, vöfðu stjórninni alveg um
fingur sér, svo ekkert varð úr
því, að skipin yrðu tekin á leigu
fyrir fisksölusamlögin eða verð-
jöfnunargjald lagt á togarafisk-
inn. Mepn eru nú að súpa seyðið
af því að aðalforstaða þessara
þýðingarmiklu mála hefir ver-
ið falin núverandi atvinnu-
málaráðherra, — manni, sem
enga reynslu né þekkingu hefir
í þessum efnum, og sem. ekkert
kann til félagslegra úrræða,
þegar vanda ber að höndum.
Fálmið og ráðleysið sýnir glöggt,
hvernig það gefst að fela þeim
forstöðu vandasamra mála, sem
aldrei hafa beint orku sinni að
neinu öðru en því að rífa niður.
Það, sem nú verður að gera
til að reyna að bæta úr því ó-
efni, sem málin eru komin í, er
í fyrsta lagi það, að einn aðili,
helzt Fiskifélagið, en annars
Fiskimálanefnd, fái vald á öll-
um skipakosti, sem fáanlegur er,
og honum verði skipt réttlát-
lega milli verstöðvanna og
þannig tryggt, að enginn verði
útundan. Veldur það nú ekki
sízt glundroða í þessum málum,
að þessu verkefni er nú skipt
milli fleiri aðila (Fiskimála-
nefnd, Landssamband útvegs-
manna o. fl.) og enginn veit því
með vissu, hvert hann á að
snúa sér. í öðru lagi verður
svo að leggja verðjöfnunar-
gjaldið á togarafiskinn, svo að
tryggt sé að verðjöfnunarsjóð-
ur geti fullnægt því hlutverki,
sem honum er ætlað. Fleiri ráð-
stafanir þarf vitanlega að gera
til að bæta úr öngþveit-inu, en
þessar tvær eru brýnastar og
mest aðkallandi.