Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 1
: RIT8TJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTOEFPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hI. Slmar 3948 og 3730. RITSTJÓRASKRIF8TOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 8 A. Slmar 23S3 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 8 A. Rimi 2328. 29. íirg. Samvinna Færeyinga og w Islendinga þarí að aukast Vlðtal við Thomas Thomasson skipstjóra. Tfðindamaður blaðsins hefir spurt Thomas Thomasson, skip- stjóra, frétta frá Færeyjum, en hann er fulltrúi stéttar sinnar í færeysku samninganefndinni, sem dvelur hér um þessar mundir. Hann er þéttur á vélli og þéttur i lund, og því sannur fulltrúi færeysku sjómannastéttarinnar. — í hvaða erindum er fær- j eyska samninganefndin aðal- lega kornin hingað? — Aðalmálið er.að semja við íslendinga um leigu færeyskra skipa til fiskflutninga. Nefndin hefir setið nokkra fundi með íslendingum, og mér fellur vel við íslenzku samningamennina. Thomas Thomasson, skipstjóri Til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi í Færeyjum, tel ég æskilegt, að 'helmingur skipa- stólsins verði leigður til fisk- flutninga og helmingurinn stundi veiðar, því að þegar skip- in eru að veiðum, eru 25 menn á þeim, en ekki nema 7—8 menn, þegar siglt er. Færeying- ar munu fara þess á leit við ís- lendinga, að þeir taki eins marga menn í vinnu og hægt er, enda hefir skort vinnuafl á íslandi undanfarin sumur, en atvinna í Færeyjum tæplega verið nóg. Þannig gæti þetta verið ávinningur fyrir báðar þjóðirnar, eins og samvlnna þeirra getur verið á mörgum sviðum. Þessar tvær þjóðir þurfa að hefja aukna samvinnu og samstarf, það verður þeim báðum til hagsbóta. Vonandi er, að för þessarar nefndar hafi áhrif í þá átt. — Er mikil dýrtíð í Færeyj- um? — Það hefir tekizt framar vonum að halda dýrtíðinTii niðri. Vísitalan er nú 156 stig og hefir lækkað um 10 stig á seinasta ári. Kaup í almennri verkamannavinnu í Þórshöfn er krónur 2.66 á klukkustund og er dýrtíðaruppbót þá meðtalin. Til samanburðar má geta þess, að kg. af kjöti kostaði 5 krónur í sláturtíðinni síðastliðið haust og mjólkin kostar 70 aura hver líter. Dýrtíðin hefir lækkað mest vegna strangs eftirlits á vöru- verði. — Hvað getur þú sagt mér um atvinnulíf í Færeyjum, í stuttu máli? — Færeyingar eru fyrst og fremst sjómenn, og hafa verið það frá fornu fari. Aðalatvinnuvegur þeirra hlýt- ur að verða sjávarútvegur, vegna þess m. a., hvað landrými er lítið í eyjunum. Útræði og landbúnaður hafa þó alltaf haldizt þar í hendur. Færey- ingar alast því upp við sjósókn, jafnhliða landbúnaðarstörfum. — Fiskimiðin við Færeyjar eru þó ckki sérlega góð? -*“ Nei, það er ekki hægt að segja þau góð, enda veiða fær- eysku skipin aðallega hér við land, eins og ykkur er kunnugt. Þó eru stundaðir allmikið róðr- ar á smábátum við eyjarnar, en aflinn er oftast fremur lítill. Fiskigöngur koma þar stöku sinnum, og þegar við sjáum ís- landsfiskinn við eyjar, þá er von á fiskigöngu, sem oft stendur í nokkra daga. Annars er það helzt Norðursjávar-fiskur, sem er við Færeyjar. — Hafa Færeyingar orðið fyrir miklu skipatjóni vegna styrjald- arinnar? — Styrjöldin hefir sært fær- eysku þjóðina mörgum og djúp- um sárum. Við erum búnir að missa þriðj unginn af skútun- um og helming togaraflotans. (Framhald á 8. síSu) rj--------"■--—-------— --------------* > Afstaða fimmmenninganna er óbreytt Merkileg yfirlýsing Péturs Ottesen. í umræðunum um Andakílsvirkjunina í sameinuðu þingi 26. þ. m. lentu þeir Jón Pálmason og Pétur Ottesen í nokkrum deilum. M.a. minntist Jón á bréf Péturs til kjós- enda sinna, er getið hefir verið um hér í blaöinu, og þótt- ist hann nú sjá merki þess, að Pétur væri að hverfa frá þeirri afstöðu til ríkisstjórnarinnar, sem hann lýsti yfir þar. Pétur svaraði með því m. a., að gera að umtalsefni frá- sagnir Jóns á fundum í Austur-Húnavatnssýslu f vetur um þá fimmmenninga. Sagði Pétur, að Jón hefði skýrt kjósendum sínum svo frá, að þeir fimmmenningarnir væru nú fullir iðrunar yfir þvf, að hafa ekki gerzt stuðn- ingsmenn stjórnarinnar, og vildu nú fyrir hvern mun kom- ast í stjórnarliðið. Hins vegar hefði Jón sagt, að vafasamt myndi, að þeim yrði veitt þar móttaka nú! Út af þessu sagði Pétur, að því færi mjög fjarri, að Jón hefði hér far- ið með rétt mál. Engin breyting hefði orðið. á afstöðu fimmmenninganna til rfkisstjórnarinnar, og það, sem fram hefði komið síðan rikisstjórnin var mynduð, hefði sannfært þá um, að sú ákvörðun, sem þeir tóku, hefði verið rétt. * Reykjavík, þriðjudaginn 30. jan. 1945 8. blað Frumvarp um heildarlausn raforku- málanna hefir veríð lagt fyrir Alþíngí MOUNTBATTEN LÁVARÐIIR. Stærsta nýsköpunarmálið, sem lagt Sókn Breta í Burma hefir nú borið þann árangur, að landflutningaleiðin milli Kína og Indlands hefir verið opnuð aftur og mun Bandamönnum þvi verða kleift að koma meiri vopnum til Kína hér eftir en að undan- förnu. Hér á myndinni sést yfirhershöfðingi Bandamanna í Suðvestur- Asíu, Mountbatten lávarður, (til vinstri) vera að ræða við aðstoðarmenn sína. Mountbatten hefir unnið sér mikla frœgð í styrjöldinni, m. a. með ó- venjulega persónulegri dyrfsku, þegar liann var í sjóhernum. Mountbatten er náfrœndi Bretakonungs. •WSÍSH'- Ekkeit rætist úr öngþveitinu í fisksölumálunum t mörgum verstöðviiin hafa útgerðarmeim þegar orðið fyrir miklu tjóni. Úr öllum áttum berast fréttirnar um öngþveitið f verstöðum landsins vegna ráðleysis ríkisstjórnarinnar í fiskmálunum. Út- vegurinn hefir þegar beðið stórtjón og mun víða stöðvast alveg, ef ríkisstjórnin tekur ekki upp ný og endurbætt vinnubrögð. hefir verið fram á pessu pingi Stærsta málið, sem lagt hefir verið fyrir þing það, sem nú situr, var lagt fram í neðri deild síðastl. fimmtudag. Er það frumvarpið til raforkulaga, sem milliþinganefndin í raforku- málum hefir samið, og sent ríkisstjórninni til athugunar fyrir tveimur mánuðum síðan. Þar sem stjórnin hafði eigi sýnt merki þess, að hún ætlaði að sinna þessu einu allra stærsta nýsköp- unarmáli landsmanna, ákváðu stuðningsmenn frv. að ieggja það fyrir Alþingi. Flutningsmenn þess eru Jörundur Brynjólfsson, Jón Pálmason, Barði Guðmundsson, Ingólfur Jónsson og Skúli Guðmundsson, en allir þessir menn áttu sæti í milliþinganefnd- inni að Barða einum undanskildum. Frv. fylgir ýtarleg greinargerð milliþingsnefndar, jafnframt áætlunum, er hún hefir látið semja um rafveitukerfi, er næði til kaupstaða og héraða, þar sem 103 þúsund landsmanna eru nú búsettir. Sýna þessir útreikningar glögglega, að raf- magnsmál landsmanna verði bezt og haganlegast leyst á þeim grundvelli, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. 'n Mbl. gerir þessi mál, að um- ræðuefni á laugardaginn og segir meðal annars, þegar það talar um .þann vanda, sem að höndum hafi borið: „Nú komu samtök útvegs- manna að góðu liði. Vegna þeirra var unnt að koma föstu skipulagi á þessu mál strax í byrjun ... En vegna sambands- ins og að það hafði á að skipa mönnum með ágætri þekkingu á þessum málum, varð allt miklu auðveldara í framkvæmd en ella hefði orðið“. Hér er átt við landssamband útvegsmanna. Getur Mbl. ekki skilið, að i augum þeirra manna, sem dag- lega verða fyrir stórtjóni vegna sleifarlagsins í þessum málum, þá líta þessi ummæli út sem megnasta háð og mun mörgum finnast nóg um það, sem komið er, þótt þessi mál séu ekki höfð með þessum hætti í flimting- um. Eða er Mbl. að vekja athygli á Landssambandi útvegsmanna í þessu sambandi, til þess að láta menn halda, að það beri ábyrgð á meðferð þessa máls yfirleitt en ekki ríkisstjórnin? Það er víst engin tilviljun, að þegar rætt er um það, hve vel hafi heppnast að ráða fram úr tessum málum, þá er ríkis- stjórnin ekki nefnd! Ætli ríkisstjórnin hefði ekki verið nefnd, ef eitthvað hefði verið hægt að telja henni til gildis í sambandi við þessi mál! Framkoma ríkisstjórnarinnar í þessum málum er með þeim hætti, að hún hlýtur að sæta þyngsta ámæli. í haust ferðaðist atvinnu- málaráðherra í verstöðvar við Faxaflóa á pólitíska fundi og lofaði útvegsmönnum gulli og Igrænum skógum: Ríklsstjórnin mundi útvega mönnum flutn- ingaskip með sannvirðisleigu og þeir þyrftu engar áhyggjur að hafa. Þegar til kemur eru efndirnar þær, að í vertíðar- byrjun er allt í öngþveiti og skipulagsleysi. Næst lætur ráðherrann Fiski- málanefnd skrifa útvegsmönn- um við Faxaflóa um áramótin og bjóða þaim upp á eftir- f arandi: „1. Nefndin afli með aðstoð ríkisvaldsins nægilega margra skipa til fiskflutninganna og ráðstafi »þeim milli útflutnings- hafna eftir því, sem þörf krefur og ástæður leyfa. 2. Nefndin greiði fyrir fisk- inn sama verð og greitt var fyr- ir hann s. 1. ár og verði hagn- aður af fiskflutningunum að frádregnum kostnaði skiptist hann niður á fiskframleiðendur í hlutfalli við innlagðan afla hvers fiskframleiðanda. Þetta að því tilskyldu, að hámarks- verð í Englandi verði óbreytt frá frá s. 1. ári.“ Þegar þessu boði er svo tekið af aðilum við sunnanverðan Faxaflóa, reynist þetta mark- leysa. Ráðherrann hefir ekki skipin og eftir því, sem frekast er hægt að fá fregnir um, er því nú haldið fram, að ekki hafi (Framhald á 8. síðu) ...................... f DAG birtist á 3. síðu grein eftir Guffjón F. Teitsson skrif- stofustjóra um Skipaút- gerff ríkisins, er nú hefir veriff starfrækt í fimmtán ár. Neffanmáls er grein um hvaff við muni taka í Þýzkalandi, er Hitler hrökklast frá völdum. Aðalákvæði frv. raforkulaga eru þessi: Ríkinu einu er heimilt að reisa og reka raforkuver, sem eru stærri en 100 hestöfl. Réttur þessi verður ekki framseldur nema með leyfi Alþingis. Ríkisstjórnin setur á stofn o* starfrækir rafveitur, er vera skulu eign ríkisins og reknar séu sem sjálfstæð fyrirtæki. Verk- efni ’f eirra er að útvega almenn- ingi og atvinnuvegum landsins næga raforku á sem hagfeld- astan og ódýrastan hátt. Engum nema Rafveitum ríkis- ins er heimilt að selja raforku. Þó er þeim, sem nú eiga raf- orkuver, heimilt að selja raforku frá þessum . raforkuverum eða raforku, sem þeir kaupa af ríkisráfveitunum. Rafveitur ríkisins sjá um dreifingu raf- orkunar, nema þar sem kaup- staðir, kauptún eða héruð óska eftir að láta innanhéraðsveitu annast dreifinguna og fá slík- ar veitur þá rafmagnið keypt fyrir eins konar heildsöluverð. Gjald fyrir raforku frá Raf- veitur ríkisins skal vera hið sama til notenda um land allt. Rafveitur ríkisins skulu reisa raforkuver og raforkuveitur, sem hér segir: Suffurlands- og Norffurlands- veitu, er nær yfir svæðið frá Mýrdalssandi til Melrakkasléttu, að undanskildri Vestur-Barða- strandarsýslu og ísafjarðar- sýslum,Vestfjarffaveitu,sem nær yfir _ Vestur-Barðastrandarsýslu og ísafjarðarsýslur, og Aust- fjarffaveitu, er nær yfir Múla- sýslur og austustu hreppa N,- Þingeyjarsýslu. Ennfremur skal reisa rafveitur fyrir Skafta- fellssýslur. Sýni áætlanir um orkuver og orkuveitur, að þær muni ekki gefa nægar tekjur til að borga allan rekstrarkostnað, skal heimilt að borga það stóran hluta stofnkostnaðar af skuld- lausri eign raforkusjóðs, að tekjur hrökkvi til að annast greiðslur af þeim hluta stofn- kostnaðar, sem þá er eftir. Áður en ráðizt er í byggingu orkuveita og orkuvera, skal raf- orkumálastjórn athuga vand- lega, hvernig raforkuþörf hlut- aðeigandi héraðs eða landshluta verði bezt leyst. Þegar þeirri rannsókn er lokið, skal ráð- herra leita samþykkis Alþingis fyrir því, að framkvæmdir séu hafnar og jafnframt leggja fyrir það tillögur um fjáröflun (lán- tökur) til framkvæmdarinnar. Nú er áætlun og undlrbúningi svo langt komið í mörgum hér- uðum samtímis, að hægt er að byrja framkvæmdir, og skal þá það landssvæði setja fyrir, er mest lánsfé getur útvegað að til- tölu við fólksfjölda. Raforkusjóður skal veita fé til rafveitna ríkisins. Tekjur hans: a) Tveggja milj. kr. árlegt fram- laga ríkisins, b) Önnur framlög ríkisins, er ákveðin kunna að verða, c) Tekjuafgangur raf- veitna ríkisins, d) Lántökur eftir ákvörðunum Alþingis. Raíorku- málastjórn stjórnar raforku- sjóði. Raforkumálastjórn, sem er skipuð 7 mönnum, skal annast stjórn Rafveitna ríkisins, rann- sóknir á rafveituskilyrðum og (Framhald á 8. síðu) Rífleg kauphækkun í Keflavík Nýr kaupsamningur hefir veriff gerffur milli verkalýffs- félagsins í Keflavk og at- vinnurekenda þar, aff afloknu eins dags verkfalli. Atvinnu- rekendur höfffu fallizt á til- lögur sáttasemjara, en verka- lýffsfélagiff hafnaði þeim með litlum atkvæffamun. Hófst því verkfall síffastl. föstudags- morgun, en þaff stóð ekki nema þann eina dag, því að atvinnurekendur gerðu nýja tilslökun, er félagiff taldi full- nægjandi. Samkvæmt hinum nýja kaup- samningi hækkar grunnkaup í dagvinnu úr kr. 2.10 í kr. 2.40 á klst. og flest annað kaup eftir því. Þegar vísitöluuppbót er með talin hækkar kaupið úr kr. 5.43 i kr. 6.55 á klukkustund, eftirvinna úr 8.60 í kr. 9.83 og næturvinna og helgidagavinna úr kr. 11.46 í kr. 13.10 á klst. í skipavinnu hækkar dagkaup úr kr. 6.83 í kr. 7.23 á klst., eftirvinna úr kr. 10.24 í kr. 10.85 og nætur- og helgidagavinna úr kr. 13.65 í kr. 14.47 á klst. Auk þess var samið um nýjan lið, skipavinnu. Heyra þar undir vinna við sement, kol og salt. í dagvinnu skal greitt kr. 7.64 á klst., í eftirvinnu kr. 11.47 og í nætur- og helgidagavinnu kr. 15.29 á klst. ' í nokkrum hluta upplagsins af seinasta blaði Timans var sagt frá því, að kaupdeilunni í Keflavík væri þá lokið. Stafaði þessi frásagnarvilía af röngum upplýsingum. Hinsvegar reynd- ist sú niðurstaða rétt, er þar var gert ráð fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.