Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 8
DAGSKJRÁ er bezta ístenzka timaritið um þjjóðfélagsmál. Þeir, sem viljja hgnna sér þjóðfélagsmál, Ínn- lend og útlend, þnrfa að Iesa Dagskrá. f Aiwlxx, Innlendurs 24. janúar, miðvikudagur: Flngsamningnr. Samþykkt var á alþingi ein- róma að heimila ríkisstjórn- inni, að gera samninga um loft- flutninga við Bandaríkin, sem veitir okkur rétt til að fljúga yfir landið og nota flugvelli þar og Bandaríkjamönnum gagn- kvæman rétt hér. 25. janúar, fimmtudagur: Flakið af Goða- fossi. Tilkynnt, að brezka flota- stjórnin sé búin að fá vitneskju um það, hvar flakið af Goða- fossi sé niður komið. Það liggur 'á um 32 m. dýpi NV.—SA., 64, 08,1 N. 22,38.8 V. Er það á slóð- um sem fiskiveiðar eru stund- aðar og getur því verið hættu- legt veiðarfærum. 26. janúar, föstudagur: Fyrsti flugpóstur vestur. í pósthúsinu í Reykjavk var afhentur fyrsti flugpósturinn, sem fer héðan vestur um haf. Kom hann samdægurs til Ame- ríku. Erlendurs 24. janúar, miðvikudagur: Rússar taka Oppeln. . Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu töku Oppeln h öf- uðborgar Slesíu, og væru 7 km. frá Breslau. í Austur-Frússlandi unnu þeir talsvert á. Þá skýrðu þeir frá nýrri sókn í Tékkósló- vakíu undir forustu Molniovsky. í Ungverjalandi unnu Þjóðverj- ar á. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar. hafa nú næstum alveg hörfað úr fleyg þeim, er þeir ráku í víglínu Bandamanna með sókn sinni í desember. Banda- rikjamenn tóku St. With. 25. janúar, fimmtudagur: Rússar taka Gleiwitz. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að þeir hefðu unnið á í Slésu og tekið iðnaðarborg- ina Gleiwitz. í Austur-Prúss- landi varð þeim talsvert á- gengt i sókninni til Elbing. Her Zukovs nálgaðist enn Posnan og er í 240 km. fjarlægð frá Berlín. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar sóttu á við' Hagenau í Elsass. Annars staðar urðu litlar breytingar, enda dregið úr orustum vegna illveðurs. Sviss: Rikisstjórnin hefir tek- ið rekstur allra matsölu-og veit- ingahúsa í sínar hendur til að útiloka leynisölu. 26. janúar, föstudagur: Anstur-Prússland einangrað. TÍJWIAAS er á einum stað 160 km. frá Berlín. í Austur-Prússlandi og Slesíú hafa Rússar unnið á. Vesturvígstöðvarnar: Lítið barizt vegna illviðra. 28. janúar, sunnudagur: Rússar taka Memel. Austurvfgstöðvarnar: Rússar tóku Memel og hófu stórskota- hríð á Königsberg úr fárra km. fjarlægð. í Slesíu tóku þeir nokkrar kunnar iðnaðarborgir. Vesturvígstöðvarnar: Véðr- átta hamlaði meiriháttar hern- aðaraðgerðum. Frakkar unnu á hjá Colmar og Bretar nyrst á vígstöðvunum. Raforkufrumvarpið lagt iyrír Alþíngi - (Framhald af 1. síðu) aðrar opinberar framkvæmdir í raforkumálum. Sex stjórnar- mennirnir skulu kosnir af Al- þingi til fjögurra ára, en -ríkis- stjórnin skipar formanninn, er nefnist raforkumálastjóri. Hér í blaðinu hefir áður verið skýrt frá greinargerð milli- þinganefndarinnar fyrir frum- varpinu og áætlanir hennar um rafveitukerfið birtar. Sýna þessar áætlanir ótvírætt, að sú lausn, sem hér er fyrirhuguð, er langsamlega bezt og hag- kvæmust. Hún er ekki aðeins öruggasta trygging þess, að ráð- izt verði í stórvirkjanir, sem eru öðrum en ríkinu ofviða, heldur bendir hún ótvírætt til þess, að með slíkum stórvirkjunum og rafleiðslum út frá þeim verði hægt að tryggja ódýrara raf- magn bæði í kaupstöðum og sveitum en með smávirkjana- fyrirkomuíaginu, sem nú er fylgt og aðeins kaupstaðir og stærri kauptún geta notfært sér. Samkvæmt áætlunum milli- þinganefndarinnar myndi ný- virkjanir og allar rafleiðslur til að tryggja áðurgreindri íbúa- tölu (103 þús. manna) 500 kv. á ári kosta um 122 milj. kr., miðað við verðlag og kaupgjald, sem telja má líklegt eftir strið. Samkv. sömu áætlun ætti með- alverð á kilowattstund, miðað við 4000—5000 stunda notkun á ári að verða 5.5—6.8 aurar. Raf- orkan yrði því mun ódýrari en hún er nú í Reykjavík. Þessi mikli og góði árangur næst með því að hafa stórvirkjanir. Kostnaðurinn við framkvæmd þessa stórfenglega framfara- máls, að koma raforkunni inn á sem allra flest heimili í land- inu, er vissulega ekki meiri en svo, að það ætti að vera vel kleift að hrinda því fram á örfá- um árum, ef rösklega er‘hafizt handa og fjármununum ekki eytt til fullnustu í dýrtíð og ó- þarfa. Þjóðin mun áreiðanlega veita því mikla athygii hverjar undirtektir þetta mál fær hjá ríkisstjórn og Alþingi. Samvínna Færeyinga og Islendinga (Framhald Sf 1. síðu) Það eru mörg mannslíf og mikið tjón fyrir fámenna þjóð. — Sköpuðust ekki erfiðieikar í skólamálum landsins, þegar ieiðin til Danmerkur lokaðist? — Færeyingar leystu þann vanda sjálfir. í byrjun styrj- aldarinnar var settur á stofn menntaskóli, og hefir hann nú útskrifað tvo árganga stúdenta. Skólastjórinn er Færeyingur. Fiskiskipaskólinn ’ er gamall skóli, er fyrir nokkru er orðinn að almennum sjómannaskóla og jafnframt er vélstjóraskóli. Þar stunda nám á vetri hverjum um 70 til 100 nemendur. Skólastjór- inn er færeyskur, Jens Pauli Dali; að nafni. — Er fánamálið ykkar til lykta leitt? — Það er komið vel á veg. Bretar hafa viðurkennt fær- eyska fánann sem siglingafána og sigla nú öll færeysku skipin undir fána þjóðar sinnar, okk- ur sjómönnum til mikillar gleði. Lagtngi og þingið í Færeyjum hefir ekki enn viljað samþykkja fánann, en það er von allra sannra Færeyinga, að fáninn okkar ungi blakti brátt yfir eyjunum. — Hverjar eru horfur f sjálf- stæðismálum Færeyinga? — Þessari spurningu vil ég sem fæstu svara vegna þess, að ég er kominn hér sem meðlim- ur opinberrar samninganefnd- ar. Ef ég væri eingöngu á sjálfs míns vegum, myndi ég sann- arlega lofa þér að heyra álit mitt og meirihluta Færeyinga á þeim málum. Eitt er víst, að flokkur sá, sem vinnur að sjálfstæði Færeyja, fær stórum aukið fylgi. — Hvað er hægt að gera til þess að auka á kynningu og samhug milli bræðraþjóðanna, Færeyinga og fslendinga? — Færeyingar þurfa að lesa meira af íslenzkum bókmennt- um en þeir gera nú. Með því vinst tvennt i einu, þekking á málinu og aukin kynni af þjóð- inni sjálfri. Málin eru líkarl en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Kynnisferðum þarf að fjölga, hópar íþróttamanna og jafnvel skólabarna geta skipzt á heim- sóknum milli landanna. Færeyingar ' ættu að fara í héraðsskóla hér og íslendingar út til Fæfeyja í lýðháskólann þar. Allt þetta gæti 8 orkað nokkru á um aukin kynni, og að svo megi verða er einlægur vilji Færeyinga, og vonandi er, að svo verði upp úr þessari styrj- öld. En það er ekki hvað sízt undir ykkur íslendingum kom- ið, hvort það verður eða ekki. Við erum reiðubúnir. í Færeyjum býr hraust og dugmikil þjóð, sem háð hefir erfiða lífsbaráttu, oft við svip- uð skilyrði og við íslendingar. Þeir hafa öldum saman búið undir yfirstjórn sömu framandi þjóðar og við, en orðið síðbún- ari að endurheimta frelsi sitt. Við vonum öll, að atburðirnir að Lögbergi 17. júní sðastliðinn eigi eftir að endurtaka sig í Færeyjum innan skamms. Fær- eyingar hafa sýnt það, í eld- raun tveggja heimsstyrjalda, að þeir eru fullkomlega færir um að ráða málum sínum sjálfir. öngþveítið í fisksolumálunum (Framhald af 1. siSu) annað verið boðið en skipaleiga og útflutningur á reikning og ábyrgð fiskeiganda, og þó ber engum tveim ráðamönnum saman um hvernig í málinu liggur. Þegar svo útvegsmenn annars staðar ætlast til þess, að fyrir þeim sé greitt, fá þeir lítið nema vífilengjur. Þetta er aðeins eitt dæmi. Þannig er allt. Eitt í dag, annað á morgun. Enginn veit hvað hann á í vændum. Eng- inn veit hvert „skipulagið" er. Útvegsmenn og þeirra um- boðsmenn verða að liggja i sím- anum dag út og dag inn. Þeim er vísað frá einum til annars, án þess að nokkur botn fáist. Mönnum blöskrar, að atvinnu- málaráðherra skuli ekki hafa varið tíma sínum undanfarna mánuði, til þess að búa undir það, sem koma hlaut og það í samráði við reyndustu menn, í stað þess að þeytast á pólitíska æsingafundi og lofa gulli og grænum skógum út í bláinn, án þess að hafa svo mikið sem föst áform um úrlausn vandans, hvað þá tryggðar framkvæmdir. Allt hefir verið dregið á lang- inn. Samningar við Breta um fisk og skip. Samningur við Færeyinga um skip, með þeim afleiðingum að nú verður að ráða þeim til lykta við óhag- stæðustu skilyrði, sem hugsan- leg voru. Ráðstafanir þeirra skipa, sem íslendingar ráða yf- ir, falin tveimur aðilum og gengið framhjá Fiskifélaginu, sem sjálfsagt var að fela það trúnaðarstarf, þar sem það fé- lag er eina stofnunin í landinu, sem eingöngu lítur á hag smá- útvegs- og fiskimannanna. Landssamband útvegsmanna gætir annara hagsmuna jafn- framt. Verðjöfnunargjald hefir verið lagt á ísfisk úr bátum en af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um(!) hefir togarafiskinum verið sleppt. Sú ráðstöfun hefir orðið til þess, að smærri og stærri verstöðvar hafa misst af fiskkaupaskipum, þótt hún eigi að koma heildinni að gagni. Engar ráðstafanir hafa þó enn verið gerðar, til þess að bæta það upp, en menn hraktir á milli stofnana endalausar hringgang án árangurs. Það er krafa þeirra, sem við þetta eiga að búa, að úr verði bætt tafarlaust, því, sem ^hægt er að bæta úr. Það aflatjón, sem menn háfa beðið, verður aldrei bætt* áfallinn margvíslegur aukakostnaður og mikil fyrir- höfn. • Dagsbrúnarkosníngin Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að her Rossoovskys hafi tekið Marienburg og náð fram til Eystrasalts. Austur- Prússland er þvi einangrað. Þá tilkynntu þeir, að þeir hefðu tekið Hindenburg í Slesíu og væru komnir yfir Oderfljót á mörgum stöðum. Vesturvígstöðvarnar: Banda- ríkjamenn og Frakkar hafa byrjað gagnsókn í Elsass. Bar- dagar voru þar harðir. Víðar voru allharðir bardagar, þrátt fyrir erfitt veðurfar. • Luzon: Bandaríkjamenn hafa náð mörgum flugvöllum. Þeir eiga eftir 65 km. til Manilla. 27. janúar, laugardagur: Rússar vinna stöðugt á. Austurvígstöðvarnar: Her Zukovs hefir umkringt Posnan, og sótt norður frá borgi.nni og Stjórnarkosningu í verkalýðs- félaginu Dagsbrún lauk í fyrra- dag. Talning atkvæða fór fram í gær og urðu úrslit þau, að A- listinn (sameiningarlisti kom- múnista og Sjálfstæðismanna) fékk 1301 atkv., en B-listinn Þegar blaðið var að fara í prentun í gærkvöldi barst því sú tilkynning frá ráðuneyti ut- anríkismálaráðherra, að rikis- stjórnin hafi skipað sendinefnd til að semja við ríkisstjórn Bret- lands um verzlun og viðskipti milli íslands og Bretlands. Nefndina skipa: -Magnús Sig- urðsson bankastjóri, sem er (Alþýðuflokksins og lýðræðis- sinnaðra verkamanna) fékk 372 atkvæði. Auðir seðlar voru 89. Kosningarrétt höfðu yfir 3000 menn. Sést af þessu, að kom- múnistar og Sjálfstæðismenn hafa ekki nema réttan þriðjung félagnnanna á bandi sínu. formaður hennar, Richard Thors framkvæmdastjóri, Jón Árnason framkvæmdastjóri og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. Með nefndinni er ennfremur Krist- ján Einarsson framkvæmdastj., og er hann ráðunautur hennar um allt er Jýtur að frystum fiski. Sendinefndin er nú komin til Lundúna. Það verður • að fela einni stofnun úthlutun allra fisktöku- skipa og þá auðvitað einnig þeirra, sem frá Færeyjum fást til flutninganna, og frá Bret- landi. Það verður að hætta því hringli og fálmi, sem átt hefir sér stað. Fiskifélagið er bezt fallið til þess að annast þetta. Skipunum verður að úthluta réttlátlega og gæta þess vel, að enginn verði útundan. Það verður að leggja verð- jöfnunargjaldið á Isfisk úr tog- urunum svo að verðjöfnunar- sjóðurlnn geti komið m. a. til tryggingar þeim verstöðvum, sem gengur ver að koma fiski sínum í verð, vegna þeirra ráð- stafana, sem gerðar hafa verið eða gerðar verða og eiga að vera tli bóta fyrir heildina. Útbreiðið Tlmannl Sendinefnd ftil Breftlands •OAMLA BlÓ- FLAKKARAR I GÆFFLEIT / (Happy Go Lucky) Amerísk söng- og gam- anmynd í eðlllegum lit- um. — Mary Martin, Betty Hutton, Dick Powell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I7ÝJA Bo.O AIÓSWIUÖK KAFRÁTSrVS („Destination Tokyo“ý Spennandi og ævintýra- rík mynd, byggð á sönn- um vroburðum. Aðalhlutverk: Cary Grant, John Garfield, Dane Clark. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. SKEMMTUN FYRIR ALLA Fjörug gamanmynd, með Ritz-bræðrum. Sýnd kl. 5. DÁÐIR VORIJ DRÝGDAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. —~ TJARNARBlÓ » AÐ VERA EÐA EKKI (To Be Or Not To Be) Amerískur gamanlekur Corole Lombard Jack Benny Robert Stack Felix Bressart. Leikstjóri Ernst Lubitsch. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. __ _________—.... LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ' Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen. Leikstjjóri: Frú Gerd Grieg. LEIKFLOKKUR FRÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR. Sýning í kvöld klukkan 8. IJPPSELT. ATHS. Aðgöngumiðar þeir, sem gilda að sýningunni í kvöld, eru ljósbláir. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Vegna margra fyrirspurna er Timinn beðinn að geta. þess, að næsta sam- koma Framsóknarfélaganna i Reykja- vík verður fimmtudaginn 22. febrúar og hefst hún með Framsóknarvist. Árshátíð Samvinnuskólans, var haldin í Tjarnarcafé síðastliðið sunnudagskvöld. Samkoman var fjöl- sótt og fór i alla staði hið prýðilegasta fram. Að þessu sinni var árshátíðin haldin af nemendasambandi og skóla- félagi í sameiningu. Samkoman hófst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8,30. Meðan setið var undir borðum flutti Jónas Jónsson skólastjóri stutta ræðu og karlakór skólans söng nokkur lög. Valdimar Helgason leikari las sögu eftir Hagalin, Lárus Ingólsson söng gamanvísur, að lokum var dansað. Birgir Þórhallsson stjórnaði samkom- unni. Berklaskoðunin hefir nú staðið yfir frá þvi á mánu- daginn var. Alls var skoðað fyrstu vikuna 1825 manns. Fólk mætir mjög vel og stundvíslega, nálega allir þeir, sem ekki hafa löggild forföll, eru veik- ir eða fjarstaddir. í dag verður fólk skoðað, sem býr við Njálsgötu. Er búizt við, að lokið verði við að skoða fólk við þá götu á miðvikudag og verð- ur þá skoðað næst íbúarnir við Grettis- götu. Er búizt við, að það taki 2—3 daga. Skjaldarglíma Ármanns. Tólf keppendur frá sex félögum hafa tilkynnt þátttöku sina í Skjaldarglimu Ármanns, sem fer fram I. febr. n. k. kl. 9 síðdegis í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Félögin, sem senda þátt- takendur í glímuna. eru Glímufélagið Ármann 4, Iþróttafélag Reykjavíkur 2, Knattspyrnufélag Reykjavíkur 3, Umf. Hvöt 1, Umf. Samhugi 1 og Umf Vaka 1. Nýtt blað hefur göngu sína. Síðastl. laugardag hóf göngu sína í Reykjavík nýtt blað, er Þveræingur heitir. Ábyrgðarmaður þess og aðal- hvatamaður að útgáfunni er Ólafur J. Hvanndal. Blaðið tekur ekki afstöðu til pólitískra flokka, en fylglr þeim málum, er því fynnst réttust. Þetta fyrsta blað Þveræings er eingöngu um hin ranglátu húsaleigulög og það mikla vandræðaástand, er ríkir í húsnæðis- málum, aðallega í Reykjavík. Birtir það mynd af hermannaskúrum þeim, er fjöldi fólks verður nú að hýrast í við kulda og vosbúð í höfuðstað lands- ins. Af efnl blaðsins má nefna þetta: Frjálsir menn í frjálsu landi( lög eða ólög). Siðspilling húsaleigulaganna og húsaleiguvísitalan. Kappsiglingafélag. Nokkrir menn, sem áhuga hafa fyrir kappsiglingum og hafa fenglzt eitthvað við þær, stofnuðu með sér félag í Reykjavík á s. 1. hausti til þess að koma af stað kappsiglingum. Nefnist félagsskapur þessi „Yacht-klúbbur Reykjavíkur". Félagið hefir nú hafið smíði kappsiglingabáta og ætlar það alls að láta smíða 6 báta, og helzt fyrir næsta vor. Þeir verða 4 m. að lengd og 1,30 m. að breidd. Siglutré verður 6 m. hátt og seglflötur 7 ferm. í félaginu eru 25 menn. Stjórnina skipa Leifur Grímsson form., Hörður Jónsson ritari og Hafliði Magnússon gjaldkeri. Elliheimilið Grund. Samkvæmt skýrslu frá Elliheimilinu dvöldu þar um áramótin 169 manns, þar af 120 konur og 49 karlar. Á und- anförnum 10 árum hafa alls komið á Elliheimilið 895 vistmenn og hafa kon- ur jafnan verið í meirihluta, eða alls á þessum 10 árum 583, en 312 karlar. Þessi 10 ár hafa 517 manns farið af heimilinu, en 333 dáið, þar af 212 kon- ur og 121 karlmaður. Meðalaldur þeirra er létust á síðastliðnu ári, var 80 ár og 5% mánuður. Konuynar urðu að jafnaði eldri, eða 82 ár og 2 mánuðir að meðaltali, en meðalaldur karla, sem létust á árinu, var 78 ár og 2 mánuðir. Greiðslu fyrir vistmenn á Elliheimilinu hafa annast síðastl. ár: Bæjarsjóður Reykjavíkur hefir greitt fyrlr 102, önn- ur hrepps- og bæjarfélög fyrir 13, en 19 hafa greitt fyrir sig sjálfir og að- standendur fyrir 35. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Margrét Kristófersdóttir frá Litlu-Borg í Víðidal og Þorgrímur Jónsson bóndi Kúludalsá, Innri- Akra- neshreppi. Útlán bæjarbókasafnsins. Á siðastl. ári lánaði bæjarbóka- safnið út 135 þúsund bindi bóka eða 12 þús. bindum færra en árið áður. Eftir efni skiptust þessar útlánsbæk- ur þannig: Bækur um ýmislegt efni (safnrit, tímarit) 6308, um heimsspeki- leg efni 2091, trúarbrögð 191, félags- fræði og þjóðtrú 6679, landafræði og ferðir 5301, náttúrufræði 546, hagnýt efni 2364, listir, leiki og íþróttir 300, skáldrit 87258, bækur um málfræði og bókmenntasögu 262, og um sagnfræði- leg efni 13122. Vinnið ötullega fgrir Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.