Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 7
TÍMITCN, þriðjwdagiim 30. jjan. 1945 8. bla« 4 víðavsfingf (Framhald Jaf 2. síöu) Kaupgjaldsmálin og Fram- tillögu þess efnis, að bændur mættu ekki ráðstafa fé úr sjóðn- um án samþykkis landbúnaðar- ráðherra. Fyrir flutningsmann að þessari tillögu, er rænir bændur umráðaréttinum yfir eigin sjóði, fengu þeir „bónd- ann“ og „bændafulltrúann“ Jón Pálmason, Enn er ekki séð uijr afdrif þessarar tillögu, en hver sem þau verða, hefir hún sett það brennimark á Jón Pá., að hún- vetnzkir bænctur ættu ekki að vilast lengur á því, hverjír eru eigendur hans og húsbændur. t Annað brennimark. Annað mál í þinginu hefir og eigi síður brennimerkt Jón þeim mönnum, sem eru fjandsamleg- astjs bændum. Fyrir nokkru síðan flutti einn kommúnistinn á Alþingi tillögu um, að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á næsta þingi frv. um skipulagningu landbúnaðar- framleiðslunnar. Tillaga þessi var sett til höfuðs þeirri fyrir- ætlun, að bændur leystu þetta mál sem mest á eigin spýtur, en í þeim tilgangi hafði búnaðar- þingið 1943 kosið sérstaka millÞ þinganefnd til að undirbúa til- lögur um lausn málsins, er ræð- ast skyldu á búnaðarþingi í veC- ur. Á grundvelli þessa undir- búnings búnaðarþings lögðu Bjarni Ásgeirsson og Haraldur Jónasson (varamaður Jóns á Reynistað) það til í landbún- aðarnefnd n. d., að tillögu kom- múnistans yrði vísað frá. „Bónd- inn“ og „bændafulltrúinn" Jón Pá. skipaði sér hins vegar við hlið kommúnista og fyrir at- beina hans var kommúnistatil- lagan samþykkt. Um það verður enn ekki sagt, hvort ríkisstjórnin fer eftir til- lögunni og tekur þetta mál" úr höndum réttra aðila, búnaðar- þings og bændasamtakana. En Jón Pá. hefir vissulega gert sitt til þess, að þau verði endalokin, og andstæðingum bænda þann- ig sköpuð aðstaða til áhrifa á þessi mál, er orðið geta næsta háskaleg. Ættu húnvetnzkir bændur vissulega að átta sig á þessu brennimarki á Jóni í næstu kosningum. sóknarilokkurinn Hann heldur áfram sami söngurinn í stjórnarblöðunum, að Framsóknarmenn séu fjand- samlegir verkamönnum, þar sepr þeir hafi beitt sér fyrir stöðv- un á kauphækkunum og bendi á sameiginlega niðurfærslu á verðlagi og kaupgjaldi sem að- alúrræði í dýrtíðarmálunum. í þessu sambandi skal bent á í fyrsta lagi, að gróði verka- mannanna af kauphækkunum mun, þegar til lengdar lætur, verða sama og enginn, því að hann verður etinn upp af auk- inni dýrtíð og hækkuðum álög- um. Eins og nú horfir eru líka fyllstu horfur á, að árangurinn verði neikvæður, þar sem lík- legustu afleiðingarnar verði samdráttur í atvinnurekstrinum og lítið eða ekkert verði úr ný- sköpun á atvinnusviðinu, þar sem menn þykjast sjá fram á hallarekstur. Þá myndu verka- menn hafa litla eða enga at- vinnu og hinn hái kauptaxti yrði þeim því lítil .raunabót. í öðru lagi skaí svo á það bent, að frá sjónarmiði Fram- sóknarmanna hefir það jafnan þótt hyggilegasti vegurinn til kjarabóta að lækka framfærslu- kostnaðinn og auka þannig kaupgetuna, án þess að krón- unum fjölgi. Þetta má gera með aukinni sgmvinnu um verzlun, samvinnu mn byggingar og ýms- ar aðrar framkvæmdir. Með því að spara ýmsan milliliðakostn- að geta verkamenn stóraukið kaupgetu sina, án þess að kaup- ið hækki. Meðal stærstu fram- tíðarmála verkamanna eru vafalaust þau, að ríkið útvegi samvinnubyggingarfél. Iþeirra mjög hagkvæm lán til bygg- inga, tryggi þeim aðstöðu til ýmsrar smáræktunar og bæti fyrir þeim með ýmsum fleir- um þvílíkum ráðstöfunum. Um niðurfærsluná á verðlagi og kaupgjaldi er það að segja, að sé hún fjandskapur við verka- menn, er hún það ekki síður við bændur og er þó Framsókn- arflokkurinn yfirleitt ekki sak- aður um slíkan fjandskap með- al verkamanna! Niðurfærslan þarf ekki neitt að rýra að kjör verkamanna, þar sem verðlag- ið lækkar í sama hlutfalli, a. m. k. að langmestu leyti. Fyrir verkamenn er niðurfærslan því ekkert tjón, en hún veitir hins vegár margfalda tryggingu fyr- ir stöðugri atvinnu og nýsköp- un atvinnuveganna, sem er verkamönnum meira til hags en nokkrum öðrum. ! Framtíðarstefna Framsókn- arflokksins í kaupgjaldsmálum er sú, að yerkamenn eigi ati- vinnutækin eða hafi þau á leigu og fái þannig allan arð, sem þeim réttilega ber. Þar sem slíku verður ekki við komið, vill i flokkurinn að höfð séu hluta- skipti og ákvæðisvinna, ef hægt ’ er. Hefif þetta fyrirkomul. verið reynt í Rússlandi og gefizt mjög j vel. Með þessu móti þurfa verka- ' menn ekki að vera í stöðugum ; deilum um kaup sitt, heldur 'fá þeir það, sem þeir 'eiga rétt tilkall til eftir afköstum þeirra og dugnaði. En eftir, sem áður, þurfa þeir samt að leggja meg- ináherzlu á að kaup þeirra nýt- ist sem bezt, en eyðist ekki í aukna dýrtíð og milliliðakostn- að, og þar er samvinna um verzlun, byggingar og aðrar framkvæmdir, sem geta verið j sameiginlegar, öruggasta úr- ræðið. Þegar þessi stefna er borin saman við þá stefnu stjórnar- ; flokkanna, að einu kjarabætur ! verkalýðsins skuli vera kaup- hækkanir, sem fara strax aft- ur í aukna dýrtíðogskatta.draga ' saman atvinnureksturinn og hindra nýsköpunina, þá ættu j verkamenn ekki að þurfa að ' undra, þótt þessir flokkar geri | sitt til að afflytja og rangfæra i stefnu Framsóknarflokksins. Það er eina vonin til að fá verka- menn til að aðhyllast enn um stund hina skammsýnu stefnu þeirra. Nafnaruglingur. , Morgunbl. hefir oft skrökvað ólíklega, en aldrei eins og fyrra sunnudag, þegar Valtýrgarm- urinn heldur því fram í Reykja- víkurbréfinu, að blaðið vilji ekki ræða olíumálin frá. vetrinum 1942—43, vegna þess, að það muni verða óþægilegt fyrir Vil- hjálm Þór! Eina góðviljaða skýringin á þessari skreytni Valtýsgarms- ins er sú, að þarna hafi orðið nafnaruglingur og hann hafi ætlað að setja þarna nafn Ólafs Thors. Þvi ítarlegar, sem þessi mál verða rædd, mun hlutur Ólafs verða verri, en Vilhjálms betri. Ólafur skildi við málin þannig, þegar ríkisstjóri vék honum frá völdum, að hækkun á olíuverðinu var raunverulega skollin á. Hafði Ólafur látið ið einn lepp olíufélaganna ann- ast þetta mál að mestu fyrir sína hönd. Réð þar hjá honum sem oftar fjölskyldusjónarmiðið, því að leppur þessi var mágur hans. Stjórnarskiptin munu áreiðan- lega ekki hafa mátt síðar verða, því að það kostaði Vilhjálm mikla vinnu og atorku að kippa þessum málum í lag. Það er því skiljanlegt, að Valtýrgarmurinn vilji fá þögn um þess^. mál, vegna Ólafs. Báðir hafa svikið. Mbl. segir, að það sé tvísöng- ur hjá Tímanum, að herma bæði svik upp á Sósíalistafl. og Sjálfstæðisfl. í sambandi við vaxtatollinn. Ef annar flokkur- inn hefir svikið, segir blaðið, getur hinn flokkurinn ekki hafa gert það! Það mun hafa verið slík rök- vísi, er Þorsteinn Gíslason gaf hið alkunna fjólunafn á sínum tíma. Til að skýra þetta fyrir Mbl., skal því bent á, að Sjálfstæðis- menn hafa alltaf lofað lágum og sanngjörnum sköttum. Sé hægt að svíkja slíkt loforð, þá er það vissulega gert með hinu fyrirhugaða vaxtatolli, sem kemur til viðbótar öllum fyrri Styrkjum skipt millí lístamanna Samkvæmt fyrirmælum á 15. gr. fjárlaga 1945 hefir Mennta- málaráð íslands á fundi sínum þann 20. þ. m. sklpt þannig milli listamanna fjárhæð þeirri, sem veitt er til „skálda, rithöf- unda' og listamanna“: Félag islenzkra rithöfunda fái kr. 84.500.00. Félag ísl. myndlistarmanna kr. 38.500.00. Félag ísl. tónlistarmanna kr. 27.500.00. Félag íslenzkra leikara kr. 24.500.00. Þessi skipting er ákveðin sam- kvæmt tillögu allra deilda Bandalags ísl. listamanna. í upphæðinni til Félags ísl. rithöfunda eru meðtaldar kr. 6000.00, sem Alþingi ákvað sér- staklega að skyldu vera heið- urslaun til Gunnars skálds Gunnarssonar. álögum. Kommúnistar hafa lof- að, að nýir skattar skyldu að- eins lagðir á stórgróðann, en vaxtatollurinn leggst raunveru- lega á allan almenning, Hér er því einnig um fullkomin svik að ræða. Þannig hafa báðir flokkarnir svikið, en ekki aðeins annar þeirra. Slæmur fyrirboði? í yfirlitsræðu, sem Churchill flutti nýlega í þinginu, skýrði hann frá því, að kommúnistar hefðu farið inn í stjórn Papan- dreou í Grikklandi eingöngu til þess að eiga betra með að vega aftan að henni á eftir. Mbl. birti ýtarlegan útdrátt úr þessari ræðu Churchills, en sleppti að segja frá þessu atriði. Hins vegar skýrði Alþbl. frá því. Hvers vegna skyldi Mbl. hafa fellt þetta niður úr útdrættin- um? Skyldi það vera farið að hafa hugboð um, að kommún- istar eru að leika sama leikinn með Ólaf Thors og Papandreou? Erlcnt yfírlit. (Framhald af 2. síðu) Með því að afhenda Lublin-- stjórninni völdin í Póllandi, hafa Rússar fullkomlega brotið það fyrirheit Atlantshafsyfirlýsing- arinnar, að hver þjóð skuli sjálf ráða stjórnskipulagi sínu, því að þessi stjórn hefir ekkert umboð frá kjósendum og hagar sér á engan hátt eins og bráðabirgða- stjórn, er ætlar aðeins að fara með völd fram til kosninga, því að hún hefir þegar gert víðtækar breytingar á stjórnarháttum og leyfir engin pólitísk samtök, sem eru henni andvíg. Jafnframt er það fullkomið brot á Atlants- hafssáttmálanum að landamær- um sé breytt, án þess að það sé samþykkt með atkvæðagreiðslu hlutaðeigandi íbúa. Pólska stjórnin í London hef- ir lýst sig fúsa til að samþykkja þær landamærabreytingar, sem samþykktar séu af íbúum hlut- aðeigandi héraða við atkvæða- greiðslu, sem fari fram undir al- þjóðaeftirliti. Einnig hefir hún lagt til, að alþjóðanefnd verði falin stjórn í Póllandi, unz kosn- ingar geti farið fram og þvl ekki krafizt að fá þar völd, a. m. ,k. ekki eins og sakir standa, þótt hún telji sig hina löglegu stjórn Póllands. Þetta tilboð gerir hún til að greiða fyrir lausn deilu- málanna um Pólland. Rússar virðast ætla að hafna þessu boði. Afleiðingarnar eru öllum auðsæjar. Taki eitt stór- veldi sér vald til að gera stór- kostlegar landamærabreytingar og þvinga fylgislausum stjórn- um og óvinsælum stjórnarform- um upp á smáþjóðirnar, þá er friðurinn eftir styrjöldina tap- aður a. m. k. í þeirri mynd, sem flesta hefir dreymt um. í stað bróðurlegrar alþjóðasamvinnu, kemur þá hnefaréttur stórveld- anna, því að þegar eitt byrjar að brjótast þannig til yfirráða, er hætt við því, að hin komi á eftir. Anglýsið í Tímanum! 7 r IJtsvör - AðVörun Þeir útsvarsgjaldendur Reykjavíkurbæjar, sem hafa ekki enn greitt að fullu útsvar sitt frá s.l. ári, eru alvarlega áminntir um að gera það nú þegar. Dráttarvextir hækka um mánaðarmótin. Þar sem allir ATVINNUVEITENDUR eru ábyrgir fyrir útsvars- greiðslum starfsmanna sinna, er þeim bent á að kynna sér nú þegar i bæjarskrifstofunum hvort starfsmennirnir skulda ' útsvar. Um þessi mánaðarmót ber atvinnuveitendunum að gera bæjar- sjóði fullnaðarskil á útsvörum starfsfólks síns. Hafi þeir eigi gert það fyrir 5. febrúar næstkomandl, verður tafarlaust látlð fara fram lögtak, hjá atvinnuveitendum sjálfum, til trygglngar útsvarsskuldum starfsmannanna, án frekarl aðvörunar. Fyrsti gj-alddagi útsvara 1945 verður 1. marz næstkomandi. Skrifstola borgarsiíóra. Athyglisverð bók. (Framhald af 4. síðu) ingu veiðibjöllunnar, þótt nokk- uð sé gert til að fækka henni um nokkurra ára skeið. Þar er af svo miklu að taka. Hitt þætti mér líklegra, ef veiðibjallan væri alfriðuð myndi hún útrýma sumum fuglategundum vorum, sem meiri eftirsjá væri að. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að gera margþættu efni mikil skil'. G. D. kemur víða við Tilkynning Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að öll nmferð óviðkomandi manna um sorp- hanga bæjarins á Eiðisgranda og allur brottflutningur þess, sem á haugana er kastað, er baimaður. og vil ég ráðleggja mönnum að afla sér bókar hans og kynnast beim málflutningi, sem hún hefir að færa. í einni ritgerðinni víkur G. D. m. a. að selarœkt, og telur líklegt, að „með atorku og þraut- seigju gæti selaræktin orðið hér, þegar frá liði, varanlegur gróða- vegur hundruðum og jafnvel Allir, sem flytja sorp á haugana, skulu snúa sér til varðmannsins áður en þeir losa það af bílnum. Heykjavík, 25. janúar 1945. HEILBRIGÐISFULLTRtlM. búsundum manna.“ Einnar ritgerðar eftir G. Dav. sakna ég þarna, en það er út- varpserindi hans um áburðar- vinnshc'jölclanna, er síðar birt- ist í Þjóðólfi, og að mínum dómi hefði átt að birtast í einhverju Aðvörun * \ * / búnaðarrita vorra. En hún kem- ur e. t. v. í næsta safni? Leiðinleg prentvillubrenglun nr í efnisyfirlitinu, en að öðrum í.eyti er frágangur bókarinnar <róður. G- Þ. Reykvíkingar eru alvarlega aðvaraðir um að láta ekki drykkjarvatn renna að óþörfu. Sé hætta á að vatn frjósi I pípnm að í't frá staðreyndum. nóttu til, ber að loka aðalstopphana húss- (Framhald af 4. síðu) um það,að fóðurkostnaðurinn sé tekjur(!), ef um keypta skepnu er að ræða, hvort sem um er að ræða bústofnsauka, viðhald, uppeldi eða venjulegt fóður. Margir tala um, að mat á bú- peningi sé lágt nú sem stendur, og er það að visu rétt, miðað við það, sem stundum hefir verið. En ég held, að þá sé mat á t. d. ánni rétt, þegar það er jafnt og slát- urverð lambs að haustinu. Það, sem hún er meira virði að vorinu, er vegna þess, að þá hef- ir verið lagður á hana reksturs- kostnaðurinn, en hún ekki búin að skila arðinum. Það er þvi hliðstætt að meta ána til skatts á þessum tíma það hátt, sem búast mætti við, að hægt væri að selja hana og togari fullhlað- inn af fiski væri metinn til skatts eins hátt og líkur væru til að mætti selja hann með afl- anum. Þetta væri æskilegt, að sem flestir hugleiddu hloypl- dómalaust og sérstaklega þeir, sem mestu ráða í þessum mál- um. Framsóknarflokknr- inn og nýsköpunin. (Framhald af 4. síðu) sem komið er aðeins þau að hindra framgang nokkurra um- bótamála, en skipa nýja nefnd, nýbyggingarráð, sem á að taka við störfum, sem aðrir hafa undirbúið og eru að leysa af hendi. ins að kvöldinu og tæma pípurnar. Leka krana, pípur o. þ. h. ber að láta laga svo að sírennsli eigi sér ekki stað. Verði eftirlitsmenn varir við sírennsli, verður lokað fyrir vatnið I viðkomandi húsi. Vatnsweita Reykjavíkur Dáðir vovu * dvýgðav Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvislegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum Qg hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háíjallanna í Tí- bet og sólheitra stranda Arablu. Allír, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar". Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana betnt frá útgefanda. Bókaúigáfan Fram Lindargötu 9 A — Reykjavík — Sími 2353

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.