Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 2
8. blað 2 TtMINK, þrigjwdaginn 30. jan. 1945 ERLENT YFIRLITs llaudsmá lln Er þetta vegurinfii til nýsköpunarinnar? Það er áreiðanlega sameigin- leg ósk og vilji allra íslendinga, að þeir fjármunir, sem þjóðin hefir elgnazt í erlendum gjaldeyri, verði notaðir til efl- ingar atvinnuvegunum til lands ng sjávar. Þjóðinni er Ijóst, að hún þarf betri og fleiri skip, meiri og betri ræktun, meira rafmagn, nýjar verksmiðjur til að vinna úr land- og sjávaraf- urðum og ýmsan annan iðnað til að skapa margbreytt og traust atvinnulíf. Um þetta voru allir stjórn- málaflokkarnir sammála, þegar rætt var um myndun þjóð- stjórnar síðastl. haust. En þeg- ar til framkvæmda kom, skyldu leiðir. Framsóknarflokkurinn taldi þá fjármálastefnu, ^sem stjórnarflokkarnir völdu, ósam- rímanlega þessum stórhuga fyrirætlunum um nýsköpun at- vinnuveganna. Hann áleit, að hún myndi verða hinn versti þrándur í vegi nýsköpunarinn- ar. Þess vegna treysti hann sér ekki til að vera með í ríkis- stjórninni. Sá tími, sem liðinn er, síðan stjórnin kom til valda, hefir fært nokkra vitneskju um þetta. Afleiðingar þeirrar fjármála- stefnu, sem fylgt er, eru þeg- ar orðnar þessar: Ríkisútgjöldin á næsta ári verða 140—150 miljóhir króna eða allmörgum tugum miljóna kr. hærri en á síðastl. ári. Hin mikla útgjaldaaukning stafar nær eingöngu af auknum launa- greiðslum og annari óarðbærri eyðslu. Til að standast þessi miklu útgjöld, verður eytt, auk venjulegra skatt- og tolltekna, 10—15 milj. kr. af tekjuafgangi síðastl. árs, öllum framkvæmda- sjóði og öllum eða mestöllum hafnarbótasjóði. Þessu til við- bótar verða lagðir á nýir skatt- ar, er munu nema frá 20—25 milj. kr. og er þar á meðal veltu- skatturinn, sem er ranglátasti skattur, er þekkzt hefir hér- lendis. Fjármálaráðherrann telur þó vafasamt, að þetta allt nægi og gerir því ráð fyrir að óhjákvæmilegt g eti orðið að taka ríkislán, þegar kemur fram á árið. Jafnhliða því, sem ríkisút- gjöldln hafa þannig hækkað, hafa byrðarnar á atvinnuveg- unum stóraukizt eða eru að stóraukast, þar sem verið er að koma á allsherjarkauphækkun, er hófst með hækkunum hjá launahæstu iðnstéttunum í haust. Afleiðing þessara kaup- hækkana verður stórfelld hækk- un afurðaverðsins næsta haust, er leiða mun til svo gífurlegrar hækkunar dýrtíðarvísitölunnar, að það mun kosta ríkissjóð marga tugi milj. kr. til viðbót- ar, ef halda á vísitölunni niðri með sama hætti og nú er gert. Þá er það ætlun ríkisstjórn- arinnar að koma á stórauknum alþýðutryggingum næsta haust og munu þær hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð, svo mörgum milj. kr. skiptir. Þegar alls þessa er gætt, mun það áreiðanlega ekki vera of- sagt, að útgjöld ríkisins á ár- inu 1946 verða alltaf talsvert yf- ir 200 milj. kr., ef ríkjandi fjár- málastefnu verður fylgt áfram. Og ekkert af þessum útgjöldum mun fara til hinnar fyrirhuguðu' nýsköpunar, a. m. k. ekki um- fram það, er verið hefir undan- farin ár. Hvernig halda menn, að það muni ganga að afla ríkissjóði 200 milj. kr. tekna, þegar nú verður að eta upp sjóði og leggja á álögur eins og veltuskattinn til að standast 140—150 milj. kr. útgjöld? Hvernig halda menn að það muni lánast að afla svo þessu til viðbótar þeirra fjármuna, sem þurfa að vera framlag rík- issjóðs til hinnar fyrirhuguðu nýsköpunar? Og hversu líklegt er að ein- staklingar fáist til að leggja fé sitt í nýsköpunina, þegar dýr- tíðin verður orðin miklu meiri Hin fasistisku stjórnarskrif. Skrif stjórnarblaðanna um stjórnarandstæðinga, þó einkum Mbl., halda áfram að bera merkjf hins einræðissinnaða hugarfars. Það eru ekki aðeins notaðar þær ásakanir, að öll andstaða sé sprottin af vilja til sundurlynd- is og pll gagnrýni andstæðing- anna sé siðlaus og þjóðhættu- leg. Nú er einnig farið að krefj- ast þess að gera andstæðingana að eins konar útlögum í þjóðfé- laginu. Gerum þá útlæga, var fyrirsögn forustugreinar í Mbl. 19. þ. m. Síðastl. föstudag lauk forustugrein Mbl. á þá leiö, að stjórnarflokkarnir yrðu „að halda fast saman til þess að gera rógberana (svo titlar Morgunbl stjórnarandstæðinga) útlæga frá allri opinberri starfsemi, þar sem því verður viðkomið“. Þá er Jón Pá. stöðugt að ögra bændum með því, að þeir „ein- angri“ sig, ef þeir styðji ekki stjórnina og þurfi þá ekki að Diga á neinu góðu von. -Því fer fjarri, að Framsóknar- mönnum falli neitt illa persónu- lega, þótt þeir verði fyrir þess- um sundurlyndisbrigslum, sið- leysisáburði og hótunum. En hitt er ískyggilegra, að hér eru tekn- ir upp svo fullkomlega fasist- iskir starfshættir, að umrætt orðbragð stjórnarblaðanna er eins og tekið upp úr þýzka út- varpinu, þegar það er að ræða um Bandamenn. Þeir eiga að hafa farið í styrjöldina að barflausu, þeir eiga að vera siðlausir og ekki skortir svo hótanirnar. Ef stjórnarsinn- ar næðu líka því marki að stimpla alla andstæðinga sína sundrungarpostula og siðleys- ingja og að hræða menn til und- anláts með hótunum, þá væri allt lýðræði og frelsi búið í landinu. Þá væri komin alvöld stjórn, sem gæti gert allt á'em henni sýndist. ísland væri orðið einræðisríki. Þess vegna þarf þjóðin að vara sig vel á þessum áróðri. Frá honum er skammt yfir í hreint einræði, enda mun sá draumur ekki fjarlægur þeim, sem eru yzt til hægri og vinstri í ríkis- stjórninni. * O Þmghaldið. Oft hafa vinnubrögðin geng- ið seint á Alþingi, en þó mun seinagangurinn sjaldan hafa verið meiri en nú. Valda þar mestu tvö mál, sem stjórnar- flokkarnir hafa enn ekki náð samkomulagi um til fullnustu, launamálið og veltutollurinn. Bæði þessi mál liggja fyrir efri deild, en þau voru aldrei tekin á dagskrá síðastl. viku og heldur ekki ýms önnur stórmál, sem bíða þar afgreiðslu, t. d. jarð- ræktarlagafrv. í stað þess fór fundartími deildarinnar í karp um smámál. Neðri deild mátti heita verklaus, þvi að hún hefir afgreitt frá sér öll þau mál, sem sinhverju skipta. Hins vegar á hún eftir að fjalla um launa- málið og vaxtatollinn. Ef þessu heldur áfram, má búast við að þingið standi í nokkrar vikur enn, þótt þvi en nú og' alls konar auknir skattar og veltutollar verða lagðir á atvinnureksturinn? Hér er það þó alls ekki tek- ið með í reikninginn, að innan lítils tíma getur orðið stórfellt verðfall á útflutningsvörum, er rýrt getur tekjur atvinnuveg- anna og aukið útgjöld ríkisins í stórum stíl. Þegar þetta er athugað - og margt fleira í þessu sambandi, er hnígur að sömu niðurstöðu, ættu menn að geta gert sér ljóst, hvort þetta muni vera leiðin til nýsköpunarinnar. Og þá ættu menn líka að geta séð, hvort það hefði ekki verið hyggilegri stefna til að hrinda fram stór- felldri nýáköpun, að lækka dýr- tíðina og þar með útgjöld ríkis- ins og rekstrarkostnað atvinnu- veganna. Þá.hefði ríkinu reynzt vel kleift að leggja fram fé til nýsköpunar og jafnhliða hefði aukizt trú einstaklinganna á atvinnurekstrinum, sem jafnan hlýtur að veraf ein helzta drif- fjöður allrar nýsköpunar. hefði hæglega mátt ljúka fyrir áramót, ef stjórnin hefði vérið sammála um áðurgreind mál. Þinghaldið kostar nokkur þús. kr. á dag og skapast ríkinu því verulegur útgjaldaauki með þessu háttalagi. Þegar stjórnin kom til valda, átti það að vera ein „nýsköpunin“ að bæta vinnubrögð þingsins og stytta þinghaldið. Menn hafa nú þegar séð, hverníg sú „nýsköpun“ hefir tekizt. Lítt notuð tekjulind. Laxveiðigrein Vigfúsar Guð- mundssonar, er nýlega birtist hér í blaðinu, hefir vakið veru- lega athygli. Þar var hreyft málefni, sem veittur hefir verið oflítill gaumur til þessa. Að vísu hefir margt verið gert til bóta á þessu sviði undanfarin ár, en miklu meira þarf þó, ef duga skal, og þó kannske fyrst og fremst skilning á því, hvað mik- ið getur verið hér í húfi. Hér á landi eru tvímælalaust einhverjar beztu laxveiðiár heimsins. Veiðina í öllum þess- um ám má vafaláust tug- og hundraðfalda með réttum rækt- unaraðferðum. Auk þess væri hægt að láta lax ganga í miklu fleiri ár. Það er enginn vafi, að með þessu væri hægt að skapa landinu óhemjumikla og örugga tekjulind, ef rétt væri á mál- um haldi. Ræktunin færist norður eftir. Þegar nánar er aðgætt, er lax- veiðin aðeins eitt þeirra auðæfa, sem ísland býr yfir og lítt hafa verið notuð til þessa. Þau auð- æfij sem hér munu vera í jörðu, hafa t. d. enn verið lítt rannsök- uð. Fossum og hverum munu flestir muna eftir. Þá er ekki sízt vert að veita því athygli, að ræktun ýmsra nýtjajurta er alltaf að færast norður eftir. Sykurrófur, epli og hveiti er nú farið að rækta á norðlægum stöðum, þar sem slíkt var talið útilokað áður fyrr. Þetta hefir tekizt með því að finna upp nýjar, harðgerðari tegundir en áður þekktust. í hinu norðlæga álaska, sem nú er óðum að ’oyggjast og margir telja eitt á- litlegasta framtíðarlandið, er stöðugt verið að hefja ræktun nýrra matjurta, sem kollvarpa fyrri kenningum um ræktunar- takmarkanir hinna norðlægu ■anda. Margt af þessu munu ís- lendingar eiga eftir að færa sér í nyt og auka þannig landbún- aðarframleíðsluna að fjöl- breyttni og magni. Mikilvægt utanríkismál. Þá eru það ekki litlir kostir, hve stutt er að sækja á ein auðugustu fiskimiðum heimsins. Þetta gerir smáútgerð miklu auðveldari hér en víðast annars staðar. Á stærri skipum, er flytja aflann sjáif, kemur þetta hins vegar að minni notum. En í þessum efnum er vert að gæta þess, að sjórinn er almenningur, er allir hafa aðgang að og geta ausið upp úr meðan nokkuð er þar eftir. Álit margra fiskifræð- inga er líka það, að hefjist nú hin mikla alþjóðasamkeppni í togaraveiðum, sem var í aðsigi er styrjöldin skall á, geti hin beztu fiskimiö fljótt gengið til þurrðar. Framtið íslenzks sjáv- arútvegs veltur áreiðanlega mjög á því, að alþjóðlegt sam- komulag náist um takmörkun togaraveiðanna og friðun Faxa- flóa. Vafalaust er, hvort annað fjárhagslegt utanríkismál varð- ar þjóðina nú öllu meira en þetta og leggja þarf ríkari stund á að fá framgegnt. En jafnvei þótt þetta fengist fram, væri .samt heimskulegt, að ætla alveg, hvað snertir útflutning, að byggja á fiskveiðunum, eins og margir láta sig nú dreyma um. Fiskveiðarnar geta allt- af. brugðizt úm skeið eða markaðsvandræði steðjað að, og þá er gott að hafa annað til stuðnings. Þjóðin er heldur ekki á neinu flæðiskeri stödd, því að auðæfi landsins sjálfs eru mikil og bíða enn mörg eftir því, að vera notuð. Og þar þarf ekki eins að óttast ágengni annara eins og á sjónum. Ljóta málið. Mbl. sagði nýlega frá því, að Hermann Jónasson hafi haldið ljóta ræðu í þinginu 1942. Mun Mbl. vilja segja með þessum orðum, eins og rétt er, að ræð- an hafi fjallað um ljótt mál. Þetta ljóta mál var í því fólgið, að hinn orðheldni forsætisráð- herra, sem þá var, dró sjálf- stæðismálið inn í baráttuna um kjördæmamálið og lofaði því, að það skyldi leyst jafnt kjördæmamálinu, ef kosning- arnar ynnust 5. júlí. Með þess- um móti tókst að vinna kosning- arnar. Loforðið um sjálfstæðis- málið var ekki efnt, enda vitan- legt, þegar það var gefi^, að það _yrði ekki efnt, þar sem fyrir' lá sú yfirlýsing Banda- manna, að þeir myndu ekki við- urkenna íslenzkt lýðveldi fyrr en sambandslagasamningurinn væri útrunninn. Þannig var sjálfstæðismálið dregið niður 'í skarnið og gefin um það hátíð- leg loforð til að koma fram ó- vinsælu máli, enda þótt þeim, er loforðin gáfu, mætti vera vitan- legt, að ekki var hægt að efna þau. Það er vissulega rétt hjá Mbl., að þetta er ljótt mál — kannske eitt allra ljótasta málið í stjórn- málasögu síðari ára. En ætla að það hefði ekki verið hyggilegast vegna hins- orðheldna forsætis- ráðherra, að' minnast ekki á það? Jón Pá. brennimerkir sig. Jón Pá. hefir nýlega sýnt það næsta greinilega á Alþingi, hversu gersamlega hann er genginn á hendur þeim, sem fjandsamlegastir eru bændum. Á síðastl. hausti samdi milli- þinganefnd búnaðarþings frv. um búnaðarmálasjóð. Fjár til sjóðsins skyldi fengið með ör- litlu hundraðsgjaldi á seldar landbúnaðarafurðir, þó án þess að útsöluverð þeirra hækkaði. Fé sjóðsins, sem þannig yrði al- gerlega frá bændum komið, skyldi ráðstafað af búnaðarfé- lagsskapnum honum til eflingar og styrktar. Þetta frv. hafði far- ið nokkurn veginn klakklaust gegn um þrjár umræður í báð- um deildum og átti eftir aðeins eina umr. í neðri deild, þegar kommúnistum kom í hug, að ekki mætti láta bændur alveg einráða um að ráðstafa þessu fé sínu. Þeir ákváðu því að flytja (Framhald á 7. síðuj Þrátt fyrir sókn þá, sem Þjóð- verjar hófu á vesturvígstöðvun- um um jólaleytið, ríkti yfirleitt bjartsýni hjá Bandamönnum um styrjaldarhorfurnar, þegar árið gekk í garð. Liðna árið hafði verið sigurríkt og fullar horfur á, að styrjöldin í Evrópu myndi verða til lykta leidd með fullum sigri á hinu nýbyrjaða ári. Þótt Bandamenn væru þannig bjartsýnir að þessu leyti, fór samt fjarri því, að þeir væru það yfirleitt um framtíðina. Ýmis- íegt, sem hafði verið að gerast síðari hluta ársins, vakti grun um, að hinn jiýi heimsfriður myndi-ekki verða eins öruggur og ánægjulegur og menn höfðu látið sig dreyma um. Menn sáu ýmsar blikur á lofti, er bentu til þess, að réttur smáþjóðanna yrði fyrir borð borinn og stórveldahagsmunirnir myndu skipa hinn æðsta sess. Fleira og fleira benti til þess, að hin fall- egá Atlantshafsyfirlýsing Chur- chills og Roosevelts yrði ekki meira en draumsýn og veruleik- inn myndi verða á allt aðra leið. Hið nýja ár hófst líka með at- burði, er styrkti stórum þennan óhugnanlega grun. Bretum og Bandaríkjamönnum til mikilla vonbrigða stigu Rússar skref í Póllandsmálunum, er sýndi, að þeir ætluðu sér ekki að hafa nein samráð við bandamenn sína um lausn þeirra. Með því var ekki aðeins tekin upp sá háttur, að einstakt stórveldi beitti hernaðaraðstöðu sinni til að leysa mál, sem að réttu lagi ætti að bíða alþjóðlegrar friðar- ráðstefnu og hefði um það eng- in samráð við önnur ríki, heldur var með því þverbrotið loforð Atlantshafsyfirlýsingarinnar um um rétt og frelsi smáþjóðanna, er Rússar höfðu þó lýst sig fylgjandi. Þessi atburður, sem vakti vafalaust miklu meiri óhug meöal Bandamanna en gagn- sókn Þjóðverja um þessar mundir, var viðurkenning Rússa á leppstjórninni í Lublin. Þótt vitanlegt væri, að Rússar stæðu að baki þeirri stjórn, höfðu þeir samt ekki viðurkennt hana opinberlega. Höfðu Banda- menn, einkum þó Bretar, reynt að koma á samkomulagi, sem allir aðilar gætu sætt sig við, um bráðabirgðastjórn fyrir Pólland, er færi með völd, unz kosningar hefðu farið fram með löglegum hætti. Þessar tilraunir höfðu mistekizt í bili, en bæði Bretar og Bandaríkjamenn höfðu beðið Rússa að fresta þó öllum að- gerðum í Póllandsmálunum, þar til ráðstefna þeirra Churchills, Roosevelts og Stalins yrði hald- inn, og skyldi þar enn reynt að ná samkomulagi um þessi máL Þessi tilmæli höfðu Rússar að engu, heldur viðurkenndu Lub- lin- stjórnina og hjálpa henni nú til að festa völd sín í landinu. Áreiðanleg blöð eins og t. d. Manch^ster Guardian, sem er mjög hliðhollt Rússum, segja að ekki leild minnsti vafi um það, að Lublin-stjórnin sé sama og fylgislaus meðal Pólverja. Meg- inkjarni hennar er hinn gamli kommúnistaflokkur, sem átti litlu fylgi að fagna fyrir styrj- öldina, og glataði því fullkom- lega, þegar Rússar og Þjóðverjar skiptu Póllandi, því að hann gerðist þá einn pólskra stjórn- málaflokka til að mæla þeirri ráðstöfun bót. Til liðs við hann hafa nú stafnast ýmsir ævin- ýramenn og liðhlaupar úr öðr- um flokkum. Stjórnin hefir sætt mikilli mótspyrnu í þeim héruð- um, sem hún hefir stjórnað undanfarna mánuði, og myndi hafa misst allt úr hendi sér, ef ekki hefði notið við fulltingis rússneska hersins. Fylgi pólsku stjórnarinnar í London virðist hins vegar mjög traust og leynihreyfingin stendur óskipt með henni. Má bezt marka það á uppreisn Varsjárbúa siðastl. sumar, hve öflug leynihreyfing- in muni vera. Samningur sá, sem Lúblin- stjórnin hefir gert við Rússa, um að afhenda þeim nær helm- ing Póllands og þar á meðal hinar alpólsku borgir, Vilna og Lwow, hefur heldur ekki orðið til að efla vinsældir hennar. Það eykur þessa óánægju, að stjórnin hefir einnig fall- izt á, að Pólverjar leggi undir sig mikið af Þýzkalandi, en Pól- verjum þykir engan veginn fýsi- legt að bæta tjón sitt með því, að ganga á rétt annara og skapa jafnframt ófriðarefni milli þeirra og Þjóðverja, sem leitt gæti til nýrrar styrjaldar. Telja Pólverjar, að Rússar beiti sér fyrir því, að Pólverjar hernemi þannig þýzkt land, í þeim til- gangi að Pólverjar verði í fram- tíðinni að leita sér stuðnings hjá Rússum gegn Þjóðverjum. (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.