Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 4
4 TlMINN, þrigjucfagiim 30. |an. 1945 8. blað Athyglísverð bók Ut fvá staðreyndum Eftir Þórð Þorsteinsson d Grund. í 83. blaði Tímans f. á. birtist „athugasemd eftir Guðbrand ís- berg, sýslumann Húnvetninga, við grein mína, „Nýju fötin keisarans“. Um þessa athuga- semd er það að segja, að það er skýrt tekið fram í grein minni, að umrætt bréf sé gefið út af yfirskattanefnd Húnavatnssýslu, en mér fannst alveg óhugsandi að skýringadæmin, sem voru á sérstöku blaði óundirrituð, gæti\ verið samin af sama aðila, þar sem þau eru alls ekki fyllilega samkvæm þeim fyrirmælum, sem í bréfinu eru gefin, eins og sést á því, sem ég birti úr hvort tveggja í grein minni, og bendi líka á þar. Þess vegna gat ég mér þess til, að þau væru gefin út af ríkisskattanefnd. En þar sem reglugerð mælir svo fyrir, að fóður þess búfjár, sem keypt er til bústofnsauka, skuli talið til tekna, virðist alls ekki óeðli- legt að snúa sér til ríkisskatta- nefndar, þar sem hún ræður mestu um framkvæmd þessara mála. Og þó að ráðuneytið gefi reglugerðina út, er ákaflega sennilegt, að einmitt ríkisskatta- nefndin hafi aðstoðað við samn- ing hennar og ráðið ýmsum at- riðum sem þessum. Þó skal ekk- ert fullyrt um slíkt. En jafn- vel þó að svo sé ekki, finnst mér nefndinni beri siðferðileg skylda til þess að fá leyfi ráðu- neytisins til þess, að jafn ger- samlega vanhugsuð og lítt fram- kvæmanleg atriði og þessar fóð- urtekjur(!) eru, komi ekki til framkvæmda, svo framarlega, að henni sé ljóst, hvílíkt öfugmæli er um að ræða. En sé henni það ekki ljóst, er fyllsta þörf á að henni sé bent á það. Sama máli gegnir um hitt atriðið, að ekki skuli megi draga fullt káupverð frá tekjum við skattframtal, enda þótt seljanda beri að telja raunverulegt söluverð til tekna, sem er auðvitað rökrétfc Hvað segir hagfræðin um slíkt? Svo getur hver sem er gerzt for- svarsmaður þessa máls sem vill og finnst hann hafa ástæðu til. Mér þætti vænt um að fá upp- lýst, hvort þetta atriði um fóð- urtekjur keyptra skepna er framkvæmt alls staðar á land- inu. Að einu leyti hefir yfirskatta- nefnd Húnavatnssýslu skapað sér sérstöðu, að ég hygg, þar sem hún virðist stíga feti fram- ar en reglugerðin gerir ráð fyrir. Hún mælir svo fyrir, að fóður alls búfjár, sem keypt er, skuli talið til tekna (samanber um- getið bréf), hvort heldur um er að ræða viðhald eða bústofns- auka, og með þessu móti nær þetta atriði til margfalt fleira fjár en ella væri. Skyldi þetta eiga að vera spor í áttina til þess að leiðrétta þá veilu(!) 1 skatta- löggjöfinni, sem sýslumaðurinn minnist á? ■ Þá leitast sýslumaðurinn við að svara grein minni, án þess þó að gera tilraun til þess að hrekja þau rök, sem ég færi fyrir mínum málstað, heldur kemur hann með eitt dæmið enn og hyggst að sanna allt með því, og hann gerir það, þó á annan veg sé, en hann ætlast til. Því það vill nú svo vel til, að þetta dæmi er eins ákjósan- legt til að sanna það, sem ég held fram, og frekast verður á kosið, þegar öll kurl koma til grafar. En niðurstaða sú, sem Guðbrandur ísberg sýslumaður fær, fæst með því móti að skilja við dæmið hálf reiknað, eins og hann líka gerir. Hann skilur við bað þar, sem hinn ráðgerði tekjuafgangur kr. 4000,00 hefir horfið vegna lambakaupanna og finnst slíkt óréttlátt.. Látum það nú allt vera gott og blessað. Sláturverð lamba í Húna- vatnssýslu gera menn ráð fyrir að hafi verið kr. 100,00 árið 1943. Greiðist það á tveimur ár- um, og kemur einnig þannig fram á skýrslu um kr. 70,00 fyrra árið en kr. 30,00 síðara. Seljandi þessara lamba selur þau á kr. 150,00 hvert, hans tekjur hækka því um kr. 2500,00 vegna sölunnar, miðað við að annars hefði hann lagt þau inn. Þá er ótalinn bústofnsauki, sem kemur fram á þessum lömbum veturgömlum á sama tíma og uppbæturnar á sláturféð, kr. 30,00 á kind, samtals kr. 1500,00. Þessir tekjuliðir báðir eru bein afleiðing þess, að lömbin voru keypt og alin upp og er samt. kr. 4000,00. Nákvæmlega sú sama upphæð og G. í. virðist al- veg hverfa. Ríkissjóður fær því tekjuskatt af nákvæmlega sömu upphæðinni, hvort þessi um- rædda verzlun fer' fram eða ekki, ef kaupanda er leyft að draga fullt kaupverð frá sem gjöld, eins og gert er í þessu dæmi. Það eina, sem skeður, er það, að skattgreiðslan færist frá þeim, sem taþar, og til hins, sem græðir, alveg í réttu hlut- falli. Og get ég ekki betur séð en það sé fyllsta sanngirni. Það geta þvl allir séð, að þetta dæmi, sem átti að sýna það, að ég væri að fara með þvætting, sýnir al- veg svart á hvítu, að ég dreg aðeins rökrétta ályktun út frá þeim staðreyndum, sem fyrir hendi eru og hver einasti bóndi getur þrelfað á. Enda er þeim mörgum alveg það sama ljóst og mér. Til samanburðar er fróðlegt að sjá, hvort skatt- greiðslan hækkar ekkert sé að- ferð yfirskattanefndar ’Húna- vatnssýslu notuð við þetta sama dæmi. Tekjuafgangurinn var kr. 4000,00 bústofnsauki, 50 geml- ingar kr. 70,00 hver, samtals kr. 3500,00, síðari hluti bústofns- aukans kr. 1500,00. Þarna eru komnar 9000 kr. tekjur.Frá þessu dragast svo einar 10 kr. fyrir hvert lamb eða samtals kr. 500,00.. Hreinar tekjur hjá mér hækka því um 4500 kr. eða meira en um helming við það að skað- ast um 50 kr. á hverju lambi. Þá er ótalinn gróði seljandans, sem er jafn og mitt tap, samt. kr. 2500,00. Tekjur kaupanda og seljanda hækka því til samans um kr. 7000,00 við þessa einföldu verzlun og er þá auðvitað ekki reiknað sjálft lambsverðið kr. 100,00, sem kæmi jafnt fram þó engin eigandaskipti yrðu á því eða því slátrað. Þessar 7000 kr. tekjur koma fram við eigenda- skiptin ein samkvæmt þessari „fullkomlega rökréttu" fram- talsaðferð sýslumanns Húnvetn- inga. Þessi framtalsregla hækkar tekjur kaupandans þeim mun meir sem verðið er óhagstæð- ara fyrir hann. Getur nú hver dæmt um fyrir sig, hvor fram- talsreglan honum finnst réttari. Það er á misskilningi byggt, að ég álíti skattalöggjöfina eða það mat, sem nú er á búfé, gefa tækifæri til þess að bændur geti falið tekjur sínar.Bóndi.sem el- ur upp fé af eigin stofni,greiðir jafn mikinn skatt af því og hinu, sem hann leggur inn. Bústofns- aukinn er kr. 100,00 af kind, sem kemur fram á tveimur ár- um, eins og áður segir. Slátur- verð lambsins er líka um kr. 100,00 og kemur einnig fram á tveimur árum í svipuðu hlut- falli og bústofnsaukinn. Fóður- kostnaðurinn er hreinn og beinn reksturskostnaður, sem á að fást endurgoldinn í afurðum fjárins, og eru því afurðirnar þær tekj- ur, sem koma á móti fóður- kostnaðinum. Þetta er þvi stað- reynd, sem hver einasti bóndi veit. Það er því vonlaust verk að ætla að telja bændum trú (Framhald á 7. síðu) Fyrir nokkru kom út bók eftir Guðmund Davíðsson kennara, sem hann nefnir Ritgerðir. Yfir- lætislaust nafn eins og maður- inn og málflutningur hans. Bókar þessarar hefir að litlu verið getið svo ég hafi séð. En þótt ekki væri nema vegna einnar ritgerðar, er bókin allr- ar athygli verð. Höf. nefnir ritgerðirnar, sem eru sex: Ánamaðkurinn í þágu menningarinnar — Vyrn veiði- bjöllunnar. — Náttúruspell. — Náttúran, trúarbrögðin og kirkj- an. — Um lagaboð — Veiðiból, og segja nöfnin til um efni þeirra. Merkustu ritgerðina tiT ég þá um ánamaðkinn, og hefir hún birzt áður t Þjóðólfi. Er þar skýrt frá rannsóknum og reynslu tveggja manna, hollenzks' bú- fræðings og amerísks læknis, er báðir hafa á vísindaiegan hátt rannsakað hlutverk og gildi ánamaðksins fyrir ræktun og þroska nytjajurta og annars gróðurs. Eru niðurstöður þær, sem þessir menn og fleiri draga af reynslu sinni, svo merkilegar, að þar virðist óneitanlega vera æskilegt verkefni fyrir búvís- indamenn vora að kynna sér árangur þessara rannsókna og athuga á hvern hátt þessi nýja „ræktunaraðferð" gæti orðið til nytja. Eins og mörgum er kunnugt, er Guðmundur Davíðsson mikill náttúrudýrkandi og hefir áður gefið út bækling um náttúru- vexnd, og skrifað margt annað þar um. Hann mun fyrstur manna hafa vakið máls á frið- un Þingvalla og því að stofna til þjóðgarðs þar. Var hann fyrsti umsjónarmaður á Þingvöllum og gegndi _því starfi um 10 ára skeið. Þótt friðun Þingvalla hafi ekki borið þann árangur, sem marg- ir gerðu sér vonir um, vilja víst fæstir nú orðið opna það svæði aftur öllum átroðningi, umfram það, sem verið hefir af manna- völdum. Virðist sá ágangur mjög um of og ekki vanþörf á að eitthvað sé úr dregið. — Mætti benda á ýmislegt, sem gera mætti til umbóta á Þingvöllum, — en það er annað mál. Sú ritgerða G. D., sem ég tel helzt að valdið geti ágreiningi, er greinin til varnar veiðibjöllunni. G. D. gerist þar ákveðinn mál- svari veiðibjöllunnar og fordæm- ir mjög eindregið útrýmingu hennar. Sá, sem þetta ritar, er enginn veiðibjölluvinur og mun svo vera um marga þá, sem verið hafa við lambfé á vorin og séð að- farir hennar um sauðburðinn. Virðist engin hætta á gereyð- (Framhald á 7. síðu) Framsóknarílokkurínn og ,,nýsköpunin“ Um leið og stj órnarflokkarnir hæla sér á hvert reipi af hinni fyrirhuguðu nýsköpun veröa stjórnarblöðin mjög tvísaga um afstöðu Framsóknarflokksins. Ýmist álasa þau flokknum fyrir að vera ekki með í stjórnarsam- starfinu og telja það sprott- ið af íhaldssemi, segja hitt veifið, að mikið af hinum skrásettu fyrirheitum stjórnar- innar um nýsköpunina sé sam- hljóða tillögum Framsóknar- manna. Þess vegna farist Fram- sóknarflokknum ilia að sýna stjórninni andstöðu. Hið rétta er, að andstaöa Framsóknarflokksins beinist ekki gegn nýsköpuninni, heldur þeirri óhófsstefnu, sem stjórnin fylgir í fjárhags- og atvinnu- málum þjóðarinnar. Hann sér að frumskilyrðið er að mynda þann fjárhagsgruhdvöll, er ný- sköpunina á að vera reist á. Það er mála. sannast, að Framsókn- arflokkurinn hefir á síðustu misserum sérstaklega beitt sér fyrir og haft forustu um víð- tækan undirbúning stórfelldra framkvæmda í landinu, er hefj- ist þegar, er stríðinu lýkur. Haustið 1942 flutti Framsóknar- fiokkurinn tillögu til þingsálykt- unar um undirbúning verklegra framkvæmda eftir styrjöldina. Samkvæmt þeirri þingsályktun var skipuð nefnd til að undir- búa nýsköpun atvinnumála. Hefir hún unnið mikið starf og þar með byrjað að ryðja braut- ina fyrir „nýsköpun“ í landinu. Á því sama þingi var kosin milliþingancfnd í sjávarútvegs- málum fyrir frumkvæði Fram- sóknarfiokksins. Hefir hún at- hugað ýmsar nýjungar í málum sjávarútvegsins. Á sumarþinginu 1942 flutti Framsóknarflokkurinn tillögu um raforkumál. Raforkumála- nefndin, sem skipuð var sam- kvæmt þeirri tillögu, hefir nú fýrir nokkru skilað áliti og frumvarpi »m landsrafveitu til ríkisstjórnarinnar. En þá ber svo við, að ríkisstjórnin virðist engap hug hafa á því að koma frumvarpinu á framfæri í þing- inu. Haustið 1943 flutti Fram- sóknarflokkurinn frumvarp um félagsræktun í sveitum, og Vil- hjálmur Þór lét undirbúa frum- vörp um áburðarverksmiðju, um flugvelli og um skipun flugmála og flutti þau á öndverðu þessu þingi. Þessum málum e*r enn að miklu leyti drepið á dreif vegna tregðu stjórnarflokkanna. Á Aþingi 1941 fluttu tveir þá- verandi þingmenn Framsóknar- flokksins tillögu um endurskoð- un skólakerfisins í landinu. Af því hefir sprottið starf skóla- málanefndarinnar. Núverandi forsætisráðherra og sumir samherjar hans hafa gumað af því ásamt öðru, að nú ætti að taka upp ný vinnu- brögð í vegagerð. Einn af þing- mönnum Reykjavikur hefir meira að segja gengið svo langt að kenna hinar eldri vinnuað- ferðir við Framsóknarflokkinn og eitt stjórnarblaðið birt þau ummæli. En einnig í þessu efni tala staðreyndirnar sinu máli, og hið sanna er, að einmitt Framsóknarflokkurinn varð fyrstur til þess að hreyfa því á Alþingi, að þörf væri á að taka upp nýjar vinnuaðferðir i vega- gerð. Haustið 1942 flutti Gísli Guðmundsson ásamt fjórum öðrum þingmönnum Framsókn- arflokksins svohljóðandi tillögu: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka möguleika til: 1. Að auka vélanotkun í vega- gerð hér á landi. 2. Að vegagerð ríkisins verði a. m. k. að einhverju leyti framkvæmd í ákvæðisvinnu. 3. Að símalinur, einkum til af- skekktra staða, verði lagð- ar með minna tilkostnaði en nú tíðkast." Tillaga þessi náði samþykki'á Alþingi með litlum breytingum. Samkvæmt greinargerð vega- málastjóra átti vegagerðin ein- ungis nokkra vegahefla og örfá- ar mulningsvélar fyrst eftir að stríðið hófst. En um svipað leyti og þessi tillaga um rannsókn nýrra vinnuaðferða í vegagerð var flutt á Alþfngi, voru pant- aðar nokkrar nýjar vélar til notkúnar við vegagerð. Og eftir þaö tók Alþingi fyrst að veita fé að verulegum mun til kaupa á slíkum vélum. Þegar á allt þetta er litið, verður augljóst, að Framsókn- arflokkurinn hefir beinlínis haft forustu um það á undanförnum árum að hefja fjölþættan und- irbúning að nýjum framkvæmd- um til lands og sjávar. Það sýnir bezt viðhorf flokksin’s til ný- skipunar atvinnumála í landinu og sannar jafnframt, að allt geip andstæðinganna um íhalds- semi flokksins er gersamlega gripið úr lausu iofti. En afrek stjórnarflokkanna á sviði nýsköpunarinnar eru enn (Framhald á 7. slðu) margir eftir fylgt. En enn þann dag í dag hefir enginn af fræðí- mönnum eða athafnamönnum Hitiers getað leyst þá gátu, hvernig eigi að ráða niðurlög- um eftirmanns foringjans. All- ar þeirra áhyggjur og allt þeirra erfiði hefir verið til einskis. Það er ekki hægt að ráða eftirmann foringjans af dögum. Það kemur alltaf maður í manns stað — og einn góð- an veðurdag gengur næsti vald- hafi fram á sviðið, hvernlg sem fyrirrennaranum svo líkar það. Ekki hefði sá þótt mikill spá- maður, sem spáð hefði því, á dögum frönsku byltingarinnaf, þegar vegur Dantons og Robe- spierres var sem mestur, að per- visinn liðsforingi frá Toulon myndi taka við vöidum eftir tíu ár. Forustumenn byltingarinn- ar hefðu ekki einu sinni nennt að hlusta á hjal hans. Þeir hafa áreiðanlega þótzt þekkja keppi- nauta sína og andstæðinga, og þelr gengu rösklega fram í því 4 að tortíma þeim og beittu hinum skipulegustu vinnubrögð- um. En þéir þekktu ekki neinn Bonaparte. Adolf Hitler stendar í svipuðum sporum. Hann fylgir dyggilega þeirri lífsreglu sinni, sem hann móiaði eitt sinn með þessum kröftugu og litskrúðugu orðum: að láta höfuðin fjúka. Hann gerir það með mjög skipu- legum hætti. Þetta gengur allt eins og í verksmiðju, þar sem hver vél vinnur sitt ákveðna verk með jöfnum og snöggum gripum. En öll þessi umsvif hans eru til einskis. Einhvers staðar er eftirmaður hans og bíður síns tíma, en enginn veit hver hann er. Hitler hefir sjálfsagt marg- sinnis mætt honum í vondum draumum. Nei, það veit enginn, hver tek- ur við af Hitler. En eitt er óhætt að segja: Það er tæpast á valdi þýzku þjóðarinnar lengur, hver það verður. Rússar hafa að minnsta kosti á reiðum hönd- ur ráðagerðir um stjórn Þýzka- lands. Það er fyllilega óhætt að gera ráð fyrir, að þeir hafi þeg- ar á takteinum nýja þýzka rík- isstjórn, sem koma eigi á fram- færi, þegar hentugt tækifæri gefst, til dæmis þegar rússneski herinn er kominn nógu langt inn í þýzk lönd. Og hverjir eru þessir væntanlegu stjórnar- herrar á snærum Rússa? Þeir gætu verið úr tveim hópum: hópi herforingjanna, sem teknir voru höndum við Stalingrad og skipulagt hafa félagsskap í Moskvu, eða úr flokki hinna þýzku kommúnista, er fluttust til Rússlands, er Hitl^r hófst til valda 1 Þýzkalandi, eða flúðu undan oki hans. Hitt er harla ólíklegt, að stjórn, sem þannig væri stofnað til i Moskvu, fengi fullt og óskorað , athafnafrelsi, enda bendir fyrri reynsla af lík- um málum til allt annars. Fyrst í stað myndi slík stjórn njóta skjóls af rússneská hernum á leið hans vestur á bóginn. En það er tæpast hægt að gera ráð fyrir, að alþýða manna myndi taka slíkri stjórn, er yfir iandið væri sett erlendis frá, opnum örmum. Og allra sízt þó, ef það kæmi á daginn, að sá, sem hringdi klukkan sex á morgn- ana, væri ekki ævinlega mjólk- urpósturinn — heldur sendi- maður rússnesku leynilögregl- unnar, sem engan veginn mun umsvifaminni en áður hefir verið, þótt hún hafi upp á síð- kastið horfið að nokkru leyti í skugga af starfsbræðrunum handan þýzku víglínunnar. Það ér líka alls óvíst, að starfssveitir þær, sem verða á ferðinni í morgunsárinu, láti það verða sitt fyrsta verk að ráða niðurlögum þjóðernisjafn- aðarmanna og stríðsglæpa- manna. í skruddum Stalins er sem alkunnugt er heitið „trot- skiisti", og það hefir reynzt handhægt til þess að einkenna alla þá, sem ekki vilja í öllu og einu krjúpa á kné frammi fyrir valdsmanninum í Kreml og votta honum trúnað og traust. Þess er auðvitað ekki að dyljast, að Rússar eiga allmikil ítök meðal þýzku þjóðarinnar nú. En því fer þó fjarrí, að þorri manna sé farinn að hneigjast að kom- múnistískum skoðunum, og það er ótrúlegt, að stefnubreyting i þá átt verði næstu misseri. „Hetjurnar frá Stalingrad“, sem svo eru nefndar, eru vinsælar í landinu, bæði vegna hraust- legrar framgöngu sinnar meðan auðið var að halda uppi sókn og vörnum, og síðan vegna opinskárrar andúðar sinnar á þjóðernisjafnaðarstefnunni eftir ósigurinn austur þar. En komi það í ljós, að þessar stríðshetjur séu ekki orðnar annað en ein- hverjir sprellikarlar í höndum útlends valds, þá mun dýrðar- ljómi þeirra fljótlega fölskvast í vitund fólks. Það er söguleg staðreynd, að böðlar og hand- bendi annarra, jafnvel þótt þeir vilji vel með starfi sínu, verða sjaldan ellidauðir í valdasessin- um. Þýzku kommúnistarnir, bæði þeir, sem gamlir eru í hettunni, og hinir, sem nýliðar eru þar í sveit, vilja í dag telja sig eins góða lýðræðissinna og þá, sem aðhyllast sjálfa lýð- ræðisflokkana. Lýðræði er eitt af kjörorðum manna í Moskvu um þessar mundir. En hve lengi verður það? í baltnesku ríkjun- um var lýðræðissöngurinn ekki sunginn nema hálft ár. Svo féll tjaldið. Járntjaldið. * Englendingar og Bandaríkja- menn hafa hingað til ekki verið jafn forsjálir í þessum sökum og Jtússar. Þeir hafa ekki á tak- teinum neina nýja stjórn, er hægt sé að mynda í skyndi. í Bandaríkjunum hefir að vísu verið mynduð þýzk þjóðnefnd, sem heimspekingurinn Paul Tillich frá Frankfurt stýrir. En þessi nefnd er nánast einkafyr- irtæki þýzkra innflytjenda og getur varla gert sér vonir um neina viðurkenningu ábyrgra aðila. Samt er það ekki óhugs- andj, að vesturveldunum þyki það ráðlegt að svipast um eftir hugsanlegum forustumönnum meðal þýzkra flóttamanna. í því sambandi er fyrstur allra nefnd- ur Heinrich Brúning, fyrrum ríkiskanslari, sem um margra ára skeið hefir flutt fyrirlestra í Harvard-háskóla. og gengið þar undir dulnefninu Anderson. En það er hins vegar i vafamál, hversu þessi hámenntaði og víð- lesni kaþólski maður myndi vera ginkeyptur fyrir slíku. Sama máli gegnir um Herman Rau- schning, fyrrum ríkisforseta í Danzig. Hann er í miklum met- um og talinn mestur fræðimað- ur allra andstæðinga þjóðern- isjafnaðarstefnunnar, og hann nýtur hins mesta trausts hjá ýmsum bandarískum áhrifa- mönnum. Af hinum gömlu forustu- mönnum íhaldsflokkanna er þó að minnsta kosti einn maður, sem er víðkunnari í Ameríku. Það er Gottfried Treviranus, fyrrum ráðhsrra. í rauninni mun hann þó alltaf hafa verið meiri tennisleikari en stjórn- málamaður. í hópi hinna er- lendu gesta í Sviss eru einnig að minnsta kosti tveir menn, sem ekki er hægt að ganga fram hjá í þessu sambandi, nefnilega hinn gamli foringi Miðflokks- ins, dr. Wirth, fyrrum ríkis- kanslari, sem raunar er sagður langþreyttur á stjórnmálabar- áttunni, hinn Otto Braun, síðasti forsætisráðherra Prúss- lands — maður, sem sýni- lega hefir ekki enn lagt á hill- una allar vonir um pólitíska uppreisn sína. En brottför hans úr valdasessinum árið 1932 þótti víst á sínum tíma ekki béinlín- is hetjuleg — og slíkt fyrnist ekki svo fljótt. En miklu trúlegra en allar þessar getgátur er þó það, að upp vekjist nýir menn, sem dul- izt hafa meðal þjóðarinnar, og komi fram á sviðið, þegar hin rétta stund rennur upp. Ef til vill hafa þeir þegar búið í hag- inn fyrir sig og þjóðina I fram- tíðinni. Þannig leynist í Þýzkalandi þróttmikil jafnaðarsinnuð verk- lýðshreyfing, sem stjórnað er af ungum mönnum, er jafnvel nánir félagar þeirra vita ekki hvað héita í rauninni. En mik- ilvægasta hreyfingin i Þýzkal., sem er í andstöðu við Hitler og stjórn hans, er þó kaþólska kirkjan. Aðalstöðvar hennar eru í Vestur-Þýzkalandi, ekki fjarri því svæði, sem herir vestur- veldanna hafa verið að leitast við að sækja inn á síðustu mán- uðina. Forustumenn kaþólsku kirkjunnar hafa meira að segja aldrei hirt um að dylja andúð sína á stjórn Hitlers. Þannig varð Galen greifi, biskup í Múnster, til þess, snemma á valdatíma Hitlers, að ganga fram fyrir skjöldu og hvetja menn opinberlega til að hundsa fyrirskipanir leynilögreglunnar. Predikanir Faulhabers, kardín- ála í IVfúnchen, gegn þjóðernis- jafnaðarstefnunni, eru einnig alþýðu manna í fersku minni. Preysing, biskup í Berlín, nýt- ur og mikils og óskoraðs trausts meðal mikils fjölda mótmæl- enda í Norður-Þýzkalanli. Það væri að vísu nýjung í sögu Þýzkalands, ef kardínáli gerðist þar stjórnarforseti. En slíkt myndi þó ekki fjarri huga þýzku þjóðarinnar nú og myndi að líkindum uppfylla vel von- ir hennar um lög og rétt. Bandamenn myndu varla telja sér annað betur henta en styðjk fulltrúa hins kirkjulega valds, sem á öllum tímum hefir hald- ið fast í gamlar erfðir og stuðl- að að afturhvarfi þjóðanna til þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.