Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1945, Blaðsíða 3
8. blað TtHlKfN, brigjndagiiui 30. jan. 1945 3 Gudfón F. Teitssons Skipaútgerð ríkísins 15 ára Skipaútgerð ríkisins tók til starfa. milli jóla og nýárs árið 1929, og átti því stofnunin 15 ára starfsafmæli á sama tlma í vetur. Við stofnun fyrirtækisins átti ríkið þessi skip: Strandferða- skipið gömlu Esju, vitaflutn- ingaskipið Hermóð og varðskip- in gamla Óðin og Ægi. Tók Skipaútgerðin þegar við rekstri þessara skipa, en á árinu 1930 bættust henni tvö skip, Súðin og nýi Þór. Ægir hafði hins veg- ar komið til landsins nýsmíð- aður um sumarið 1929, og var það ekki hvað sízt vegna nefndrar aukningar skipastóls- ins, sem ráðuneyti Tryggva heit- ins Þórhallssonar afréð að sam- eina rekstur allra ríkisskipanna undir einni yfirstjórn. Áður sá Eimskipafélagið um rekstur Esju, og reikningshald varð- skipanna var um eitt skeið hjá skipaskoðunarstjóra ríkisins og síðar í sérstakri skrifstofu í ráðuneytinu, en dómsmálaráðu- neytið annaðist útgerðarstjórn varðskipanna. Vitamálaskrif- stofan sá um reikningshald og útgerðarstjórn Hermóðs. Strandferðaskipin þurftu vit- anlega frá upphafi vöru- geymsluhús og vinnustöð í Reykjavík og afgreiðslumenn á öllum helztu höfnum landsins, en þessa þurftu varðskipin raunar líka, og bötnuðu því mjög skilyrðin fyrir haganleg- um rekstri hinna síðarnefndu skipa við þá sameiningu, sem átti sér stað víð stofnun Skipa- útgerðar ríkisins. Strandferðirnar. Svo sem kunnugt er héldu Sameinaða og Bergenska gufu- skipafélagið um langt skeið uppi siglingum til nokkurra helztu hafna á íslandi, og gerðu enn, þegar Skipaútgerð ríkisins tók til starfa. Millilandaskip Eimskipafélagsins sigldu þá einnig til sömu hafna og ann- arra, minni, en fjölda lands- manna þótti samt ferðir þessar ekki nógu reglubundnar fyrir flutning á farþegum, pósti og vörusendingum innan lands, og íbúar hinna smærri staða töldu sig stöðugt verða mjög út und- an. Þegar ríkið hafði eignazt Súð- ina og rak hana í strandferðum ásamt Esju og ýmsum flóabát- um, var hægt að gera strand- ferðirnar reglubundnari en áð- ur, og láta hina smærri staði fá fleiri skipaviðkomur. Sett var frystirúm í Súðina og byggt á hana farþegarúm fyrir 42 farþega, til þes's að gera hana betur hæfa til að rækja hlutverk sitt. Annars var þetta skip í upphafi keypt sem bráða- birgðaskip, en gjaldeyrisástæð- ur voru þá svo slæmar, að ekki þótti fært að kaupa eða láta byggja eins fullkomið skip og óskir stóðu til. Haustið 1938 var gamla Esja seld og samið um byggingu nýju Esju, sem kom hingað í sept. 1939, rétt eftir að styrjöldin hófst. Hefir skip þetta orðið landsmönnum að ómetanlegu gagni á styrjaldartímanum, eft- ir að siglingar hinna erlendu skipa lögðust niður og skipum Eimskipafélagsins var nær ein- göngu ráðstafað til millilanda- ferða. Á fyrstu árum Skipaútgerðar rikisins sá hún árlega um flutn- ing á 7000—9000 farþegum og 8000—9000 smál. af vörum á milli innlendra hafna. Nokkru fyrir stríð voru þó flutningarn- ir farnir að aukast, en síðan hafa þeir vaxið enn meir. End- anlegt uppgjör hefir enn ekki farið fram á flutningamagninu árið 1944, en næsta ár þar á undan (1943) sá Skipaútgerðin um flutning á 55000 smál. af vörum og 38000 farþegum, þar af 18000 farþegum á milli Akra- ness og Reykjavikur. Á 15 ára starfstíma hefir Skipaútgerðin annazt flutning á'hér um bil 200 þús. farþegum og 325 þús. smál. af vörum. Á styrjaldartímanum hefir Skipaútgerðin jafnan orðið að hafa leiguskip, stundum mörg í einu, í þjónustu sinni, til þess að geta leyst úr flutningaþörf- inni. Auk þess hefir stofnunin afgreitt fjölda skipa, sem feng- izt hafa til strandflutninga án fastrar leigu. Það hefir torveldað mjög lausfi flutningavandræðanna innan lands nú á styrjaldartímanum, að mest af hinum erlenda varn- ingi hefir verið lagt á land í Reykjavík og orðið að flytjast þaðan út um allt land. En það mundi hafa auðveldað mjög strandflutningana og gert þá ódýrari, ef aðalþungavörurnar hefðu verið losaðar úr milli- landaskipunum í hæfilega stór- um skömmtum á 4—5 helztu höfnum landsins. Hin minni skip, eigin skip og leiguskip, sem Skipaútgerðin hefir haft í þjónustu sinni til strandflutninga nú á styrjald- artímanum hafa hentað illa til langsiglinga, og hefir þeim því aðallega verið beitt til siglinga á stuttleiðum, en Esja og Súðin verið látnar fara hinar lengri ferðir, svo sem frá Reykjavík til Austur- og Norðurlandsins. Mikill munur er á því að reka nýju Esju og önnur þau skip, sem Sklpaútgerðin hefir að und- anförnu haft til umráða við strandflutninga. Sést það bezt á því, að á síðastliðnu ári mun verða nokkur hagnaður á rekstri hennar, en hér um bil 2.5 millj. kr. á tap á hinum strandferða- skipunum. Flytur þó Esja í kringum % allra farþega og kringum l/3 allra vara, sem þessi skip flytja samtals. Hér við bæt- ist svo það, að Esju er beitt í mestu langsiglingarnar, en vöru- flutningsgjöld hjá Skipaútgerð- inni eru reiknuð án tillits til vegalengdar. Sýnir þetta glögg- lega, hversu brýn þörf er á betri og hentugri skipum til .strand- ferðanna en nú er völ á. Er nú nefnd starfandi að því að rannsaka og gera tillögur til Alþingis um heppilegan skipa- kost og skipulag strandferð- anna á komandi árunv, En þetta atriði er óneitanlega mjög þýð- ingarmikið fyrir þjóðarbúskap- inn. Landhclgisgæzlan. Fyrr á árum, meðan eldri Þór var einn skipa við landhelgis- gæzluna og sumpart eftir að eldri Óðinn kom, voru land- helgisbrot svo tíð og sekta- tekjur svo miklar, að landhelg- issjóður græddi allmikið fé, sem lagt var til hliðar til kaupa á nýjum skipum. En eftir að Ægir kom og skipin (Þór, Óð- inn og Ægir) urðu þrjú við gæzluna, tók að draga mjög úr nefndum tekjum, þannig að þær urðu aðeins dálítið brot á móti tilkostnaðinum. Þótti hinu opinbera þá ekki fært, kostnaðarins vegna, að halda nefndum skipum ávallt úti við gæzluna, og var því á kreppuárunum frá 1932 til árs- byrjunar 1936, að gamli Óðinn var seldur, gripið til þess neyð- arúrræðis að spara með því að láta skipin lj.ggja í höfn til skiptist, 4—6 mánuði á ári, og stundum lengur. Það var einnig af nefndum ástæðum, að nýi Þór var um tíma settur til fisk- og síldveiða á árunum 1931 til 1932. En út af þessu spannst pólitískur ó- friður, þannig, að Sjálfstæðis- flokkurinn lét ráðherra þann, er hann setti í stjórn árið 1932 taka fyrir nefnd not skipsins og hefja nokkurs konar sakamálarann- sókn á Skipaútgerðina fyrir reksturinn. Var ekki von, að skipið væri þá farið að hafa mikinn hagnað af veiðunum, þar sem útbúnaður þess til starfsins hafði vitanlega kostað töluvert. En í stað þess að nota skipið til fiskveiða var því nú lagt í höfn, og lá það t. d. þann- ig í 232 daga af árinu 1933. Árið 1935 skipaði Alþingi nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um heppilegt fyrir- komulag landhelgisgæzlunnar, sem samrýmanlegt væri gjald- þoli þjóðarinnar. Nefndina skipuðu forseti Slysavarnafélags íslands, forseti Fiskifélagsins og forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að landhelgisgæzlunni PALMI LOFTSSON, er verið hefir forstjóri Skipaútgerðar ríkisins frá stofnun hennar og átt meginþátt í vexti hennar og vlðgangi. og aðstoð við fiskibáta yrði bezt fyrir komið með því að hafa eitt stórt varðskip, líkt og Ægi, á- samt 4 minni mótorskipum, um eða innan við 100 smál. hvert. í samræmi við þetta var svo gamli Óðinn seldur til Svíþjóðar snemma á árinu 1936 og nýi Óð- inn byggður árið 1937, kom til starfs í janúar 1938. Hefir feng- izt góð reynsla af þessum bát, en vegna gjaldeyrisvandræða fyrir styrjöldina komst það ekki í framkvæmd að byggja fleiri slíka báta fyrir landhelgisgæzl- una. Verður þessu vafalaust skjótlega hrundið i framkvæmd eftir styrjöldina. Snemma á styrjaldartímanum tók Skipaútgerðin björgunar- skipið Sæbjörgu á lelgu af Slysavarnafélagi íslands, og hefir síðan rekið skipið sem varðskip og hjálparskip. Auk þessa hefir Skipaútgerðin að undanförnu árlega . leigt tvo mótorbáta yfir nokkurn hluta ársins til landhelgisgæzlu og hjálparstarfsemi. En gæzlu vegna erlendra veiðiskipa hefir varla verið þörf á styrj aldartím- anum, þar eð mjög fá erlend skip hafa stundað veiðar hér við land á þessum tíma. Varðskipin hafa og á þessum tíma verið notuð mikið sem hjálparskip við ýmis konar flutninga með ströndum fram. Einkum hefir Ægir verið notaður'mikið til að flytja olíu fyrir fiskiskipaflota landsmanna. Togaranjósnirnar. Eftir að • varðskipum fjölgaði fór brátt að leika grunur á þvi, að landhelgisbrjótar héldu uppi njósnum um ferðir varðskip- anna og simuðu eða létu síma veiðiskipunum út á sjóinn. Styrkti það mjög þennan grun, hversu varðskipunum virtist ganga verr og verr að ná land- helgisbrjótunum, enda þótt kunnugtxværi um mikla ágengni af þeirra hálfu. Átti því Skipaútgerðin þátt í : því, að Hermann Jónasson, þá- : verandi dómsmálaráðherra, fyr- irskipaði rannsókn út af þessu máli um haustið 1935, og var málið opinberlega tekið fyrir um áramótin. Kom þá í ljós, að stórkostlegar njósnir höfðu ver- BÓKMENNTIR OG LISTIR Tímaritið Stígaadi Tvö síðastliðin ár hafa tveir ungir kennarar á Akureyri, Bragi Sigurjónsson og Jón Sig- urgeirsson, haldið úti myndar- legu tímariti, er þeir nefna „Stíganda“. Kemúr það út'fjór- um sinnum á ári, hvert hefti fimm arkir, og er Bragi ritstjóri þess, en Jón afgreiðslumaður. Rit þetta hefir legið að mestu leyti í þagnargildi hér í höfuð- staðnum. Er það þó fyllilega þess vert, að á það sé minnzt. Það er snoturt að hinum ytra búningi og fjölbreytt efni — flytur greinar um innlend og erlend mál, frásagnir ýmsar, sögur frumsamdar og þýddar, kvæði, kafla og útdrætti úr frægum erlendum bókum, bóka- dóma og ýmislegt fleira. Eink- um hefir þó verið lögð rækt við margvísleg menningarmál og íslenzka tungu. Hafa margir prýðisvel ritfærir menn, fyrst og fremst Norðlendingar, lagzt á eitt um að gera ritið sem bezt úr garði. Má meðal þelrra, sem skrifað hafa i ritið, nefna Sigurð Guðmundsson skóla- meistara, menntaskólakennar- ana Steindór Steindórsson, Sig- urð L. Pálsson og Halldór Hall- dórsson, Kristínu Slgfúsdótt- ur, Arnór Sigurjónsson, Kristj- án Eldjárn, Björn Sigfússon Guðmund Friðjónsson, Guð- finnu frá Hömrum, Jóhann Fri- mann, Guðmund Frímann, Frið- geir H. Berg, Sigurjón Friðjóns- Nýja Esjan — eftirlcetisskip fólksins við hinar dreifðu hafnir. ið reknar, til þess að láta er- lendum og innlendum veiðiskip- um í té upplýsingar um ferðir varðskipanna. Voru margir menn dæmdir 1 háar fjársektir fyrir þessi brot, en hinir munu þó hafa verið fleiri, sem sluppu, vegna skorts á fullum sönnun- um. Voru að þessu tilefni settar reglur um það, að enginn mætti síma veiðiskipi á dulmáli, án þess að leggja dulmálslykil sinn fram á ritsímanum, og verður að vænta þess, að síðan hafi að mestu tekið fyrir umræddan ó- sóma. t Sektatekjur eg bjarganlr. Á þeim 15 árum, sem Sklpaút- gerðin hefir starfað, hafa Inn- borgazt í landhelgissjóð fyrir landhelgisbrot samtals krónur 1.509.138,72, en eins og áður. greinir minnkuðu þessar tekjur eftir þvi sem vörnin' varð full- komnari, og er það í samræmi við tilgang allrar löggæziu að hindra brotin. Árið 1931 fóru varðskipin að (Framháld á 6. siðu) son, Þórodd Guðmundsson, Kára Tryggvason og marga fleiri, sem of langt yrði upp að telja. En þessi nöfn sýna, að "Stígandi hefir mannvali á að skipa. Auk þess er ritstjórinn hinn ritfær- asti maður, eins og frændur hans margir, sjálfstæður í skoð- unum og ómyrkur í máli. Skrlf- ar hann forustugrein í hvert hefti, þar sem hann ræðir um mál þau, sem mest eru á döf- inni heima og erlendis, elns og þau horfa við frá hans bæjar- dyrum. Er í ‘þeim greinum jafn- an margt vel sagt og rösklega á málum haldið, þótt menn geti vitaskuld greint á um ýmis atriði 1 þeim, eins og gengur og gerist, ekki sízt ef fram eru settar djarflegar eða nýstárleg- ar skoðanlr. Vekjandi greinar úm þjóðfélagsmál og menning- armál eru gagnlegrl en þorri manna gerir sér ljóst í fljótu bragði. Því ber' vel að þakka hverjum mannl, sem gengur fram fyrir skjöldu um slikt. Margar myndir pttrýða ritið, þar á meðal prýðisfallegar myndir, er Edvard Sigurgeirsson ljósmyndara á Akureyri héfir tekið.. Þetta rlt býr fyrst og fremst, og raunar einvörðungu, að þeim starfskröftum, sem til eru í höfuðstað Norðurlands og nágrennl haiis. Hefir þó hvergi öllu verið tjaldað, að minnsta kosti enn sem komlð er. En eigi að síður ber Stíg- andi höfundum og- heimkynnl ánægjulegan vitnisburð, og væri stærri bær og fjölmennari full- sæmdur af slíku riti. Væri vel, að jafn fjölbreytt rit, vlðsýnt og frjálslegt hlyti útbreiðslu víðar á landinu en í norðursýslunum. Þvi fer alls fjarri, að það sé æskilegt, að öll blaða- og bóka- útgáfa sé rígskorðuð við elnn stað á landinu, og gildir þar í einu, þótt höfuðstaðurinn eigi hlut ^að máli. Þar hlýtur að sjálfsögðu að vera mest og fjöl- breyttust útgáfustarfsemi, sak- ir fjölmennis og aðstöðu. En eigi að síður er það hið mesta nauðsyn, að þess háttar starf- semi nái að dafna annars stað- ar. Góður vísir slíks er nú á ísafirðl og Akranesi og jafnvel Siglufirði og einnig von á frjálsri prentsmiðju til Vestmannaeyja. En bezt á vegi staddir eru þó Akureyringar, enda bezt þeirra aðstaða, með mörg myndarleg bókaútgáfufyrirtæki, tvö tíma- rit — Nýjar kvöldvökur og Stlg- anda, sem hér hefir verið get- ið — og blaðaútgáfu, þar á meðal Dag, sem nú er eitthvert snotrasta og læsiiegasta blað landsins og hefir verið um skeið. Hvcr vepðnr eftlr- maðnr Hltlers? Aldrei hefir horft jafn ískyggilega fyrir Þjóðverjum og nú, nema ef vera skyldi í haust, er sókn Breta og Banda- ríkjamanna að vestan stóð sem hæst. Og þótt líklegrt sé, að hin mikla sókn Rússa stöðvist um sinn, áður en herjum þeirra tekst að brjótast vestur yfir Oderfljót, að mijnnsta kosti norðan til, þá er þó sýnt, að senn hljóti að draga til úrslita. Það er því gkki að undra, þótt talsvert sé um það rabbað, hvað gerast muni í Þýzkalandi, þegar stjórn naz- ista hefir verið brotin á bak aftur og hver taka muni við af Hitler. — Grein þessi birtist í „Svenska Dagbladet“ og er eftir þýzkan íhaldsmann. Þj óðernisj afnaðarmennirnir þýzku telja sig vera byltingar- menn. Hleypidómalaus sagnfræð ingur getur sjálfsagt fallizt á þetta. Hin gagngerðu afskipti af lífi og lífsbaráttu fólks, og sú kollvörpun réttarhugmynda, sem átt hefir sér stað, ber óum- deilanlega svip byltingarinnar, svo fremi sem með því orði er átt við niðurrif, gerbreytingu alls, sem áður var. Hin ævarandi bylting þjóð- ernisjafnaðarstefnunnar er nú að þrotum komin — eftir tólf ár. Því veldur vígsgengi annara þjóða. En hvernig er ástandið í sjálfu Þýzkalandi? Hvað tekur við, þegar Hitler veltur úr valda- stólnum? Sennilega gagnbylt- ing. En hvers konar gagnbylt- ing verður það? Á hinum gömlu og góðu tím- um — áður en Hitler hófst til valda — vissu menn ávallt, hvað á seiði var, ef dyrabjöllunni var hringt klukkan sex á morgnana. Mjólkurpósturinn var kominn. Það er langt síðan mjólkurpóst- urinn hvarf úr sögunni 1 stríðs- Þýzkalandi. En það hefir verið haldið áfram að hringja dyra- bjöllunni klukkan sex. Það er hinn venjulegi heimsóknartími Gestapomanna. En þetta eru dá- lítið þreytandi morgungestir. Þess vegna er það draumur Berlínarbúans um fjórða þýzka ríkið, að vakna á morgnana við hringingu — og vita fyrir vist, að það er bara mjólkurpóstur- inn. Mjólkurpósturinn hefir þannig orðið stórpólitískt atriði og tákn gagnbyltingarinnar 1 vitund þýzkra borgarbúa. Og I leynum er mikið um það bollalagt, hvernig Þýzkaland framtíðarinnar eigi að vera. Innilegasta ósk þorra manna er öryggi lifs og eigna. Það verður að binda endi á öryggisleyslð, sem ríkt heflr á valdatíma Hítlers. Það verður að hætta að stefna mönnum fyrir hina svo- kölluðu þjóðdómstóla og halda mönnum í „verndarfangelsi“ um óákveðinn tíma, njósna um þá, ógna þeim og hræða þá. Hver, sem sekur gerist um of- brot eða er grunaður um slíkt, verður að dæmast af venjuleg- um dómstóli samkvæmt lög- um og rétti. Frelsi einstakling- anna verður ekki lengur skert að vilja^inhverrar harðdrægrar klíku. Ríkið verður að ábyrgjast þegnunum vinnu og sæmilega afkomu. Það er með öðrum orð- um afturhvarf til almennra mannréttinda, sem þýzka þjóð- in krefst og væntir, þegar valdadagar Hitlers eru taldir. Getur ríki framtíðarinnar uppfyllt vonir hinnar þýzku al- þýðu? Nei, — að minnsta kosti ekki án hjálpar sigurvegaranna. Menn verða að reyna að gera sér það ljóst, hvaða vanda ný þýzk ríkisstjórn mun mæta. Efnum þjóðarinnar hefir verið sóað í stríðsrekstur. 0—10 mil- jónir manna hafa orðið hús- næðislausir i loftárásum Banda- manna. Ekkert húsnæði verður hægt að reisa, nema stórkostleg utanríkislán komi til, engan at- vinnurekstur verður hægt að hefja né starfssvið að skapa handa hinum heimkomnu her- mönnum. Tíu miljónir her- manna verður að afvopna. Margir þeirra' hafa aldrei lært neina iðn, aldrei þekkt frið- semdarlíf, og þessa menn verð- ur að sameina venjulegu þjóð- lifi og skipulegum starfsháttum. Jafnframt verður að mæta þeim þungu og miklu kröfum, sem sigurvegararnir munu sennilega reisa á hendur þýzk- um verkalýð og þýzkum iðnaðl. Hvað svo sem víð t.ekur, þegar Hitler er allur, þá verða stjórn- endurnir ekkl öfundsverðir af sínu hlutskipti. Þar verður ekki um neina venjulega landsstjórn að ræða — heldur skuldheimtu á hendur gjaldþrota þjóðarbúi. Hvaða aðilar eru það þá, sem líklegastir eru til þess að taka sæti nazistanna? Það er ekki um marga að ræða. Bklpulagð- ur jafnaðarmannaflokkur er ekki lengur til I landinu, og ekkl heldur neinir frjálslyndir borg- araflokkar. Hitler hefir verið fyrlrhyggjusamur um það að svipta lífinu þá andstæðinga sína, er helzt gátu komið til greina sem eftlrmenn hans. Þessi tilhreinsun hófst fyrir tíu árum með aftöku Gregors Strassers og Schleichers hers- höfðingja — og síðan hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.